Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.10.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR Á að lengja leið 300 þúsund farþega um 80 kílómetra? í FIMMTÍU ára deilum um Reykja- víkurflugvöll hefur eitt höfuðatriði máls- ins gleymst: Ef inn- anlandsflugið yrði fært til Keflavíkur lengdist ferðaleið 300 þúsund manna á ári að meðaltali um "80 kílómetra eða um þriðjung. Það er vegna þess að vega- lengdin frá miðju höfuðborgarsvæðis- ins til Keflavíkur- flugvallar er 45 kíló- metrum lengri en á Reykj avíkurflugvöll, og flugleiðirnar innanlands lengdust að meðaltali um 35 kíló- metra. Fyrst þyrfti hver farþegi sem ætlar út á land að fara 45 kíló- metra í öfuga átt og fljúga síðan aukalega 35 kílómetra til baka af því að Keflavíkurfiugvöllur er ' yst á útskaga. Síðan þyrfti að endurtaka þessa vitleysu í öfuga átt á heimleið. Þetta myndi kosta hvern farþega um 500 krónur í hækkun fargjalds (10% lengri flugtími) og 500 kr. í ferðakostn- að á Iandi eða alls um 1000 krón- ur fyrir hveija ferð aðra leiðina og 2000 krónur báðar leiðir. Það samsvarar 20% fargjaldahækkun plús tímasóun upp á 40 mínútur hvora leið. ___ Miðað við 300 þúsund manns um Reykjavíkurflugvöll myndi þetta kosta alls um 300 milljónir á ári eða þijá milljarða króna á hveij- um áratug. Tímatapið: 300 þúsund x 0,7 x 500 kr. = 105 milljónir á ári. Og þá vaknar spumingin: Er það stefna R-listans að færa innan- landsflugið til Suðumesja og eyði- leggja flugvöll sem er líklega um 15 milljarða króna virði? Á sama tíma em milljarða Hvalíjarðar- göng, sem stytta leið um aðeins helming á við Reykjavíkurflugvöll, talin hagkvæm. Sagt er: Reykjavík- urflugvöllur tekur pláss. Svar: Völlurinn tekur álíka mikið pláss og höfnin, sem engum dettur í hug að leggja niður vegna fyrirferð- ar sinnar, og margir tugir manna hafa far- ist í og við hana á þessari öld. Með því að leggja höfnina nið- ur myndi slysum fækka en þau yrðu bara færð yfir á eitt- hvert annað hafnar- svæði. Svipað á við um flugvöllinn: Viðbót 300 þúsund ferða- langa um Reykjanesbraut myndi fjölga slysum á henni. Slysin yrðu bara færð til. Aðflug yfir íbúðarhverfi Annað dæmi: Miklabrautin í Reykjavík nær yfír um 40 hektara eða sem svarar 30% þess svæðis sem flugvöllurinn tekur og á brautinni verða mörg slys. Engum dettur samt í hug að leggja Miklu- Forseti borgarstjórnar hamast, að mati Helgu Jóhannsdóttur, gegn Reykjavíkur- flugvelli. braut niður, reisa þar íbúðarhús og breikka Sæbraut í staðinn. Um höfnina, flugvöllinn og stærstu umferðaræðar gildir það lögmál samgangna að best er að hafa leiðir sem stystar og mann- virki sem næst notendum þeirra. Forseti bæjarstjómar heldur því fram að hvergi í Evrópu sé aðflug yfír húsabyggð eins og í Reykja- vík. Jæja, hvað um Fornebu í Ósló, Kastrup í Kaupmannahöfn, Bromma í Stokkhólmi, La Guar- dia í New York og Gatwick og nýjan flugvöll í miðri Lundúna- borg? • Enn er talað um einteinunga og hraðlestir upp á tugi milljarða rétt eins og það stytti leið. Hvers vegna eru margfalt ríkari þjóðir en við ekki búnir að leggja slíkar brautir til flugvalla sinna? Tíðust vindátt á Reykjavíkur- flugvelli er austanátt, og aðflug að austur-vestur-brautinni liggur ekki yfír íbúðabyggð. Nær væri að auka öryggi vallarins með því að lengja þessa braut og draga úr notkun norður-suður-brautar- innar en að fara á taugum á tímum vaxandi flugöryggis og minnkandi hávaða. Andstaða við flugvöllinn er tímaskekkja. Borgin á tilveru sína að þakka að vera miðpunktur sam- gangna á landi, sjó og í lofti með samgöngumannvirki sem eru þjóð- hagslega hagkvæm. Að lokum: Er það til hagsbóta að lengja mikilvæga og fjölfarna samgönguleið um 80 kílómetra? Hvernig fær það staðist skuldbind- ingar okkar um að minnka meng- un? Væri ekki hollt að huga að dæmisögunni um þráðinn að ofan; hvað það er sem hefur gert Reykjavík að höfuðborg? Forseti borgarstjórnar hamast nú gegn flugvellinum og telur að húsa- hverfí þar muni efla miðbæinn. Er það stefna R-listans að hætta að láta hundruð þúsunda þjónustu- þyrsts landsbyggðafólks koma beint inn í miðbæinn á hveiju ári eins og nú er, heldur fyrst til Keflavíkur? Er það leiðin til að efla atvinnulíf og þjónustu í mið- borg Reykjavíkur? Eða hvers vegna skyldu fulltrúar Reykjanes- bæjar eiga þá ósk heitasta að Guðrúnu Ágústsdóttur verði að ósk sinni? Höfundur er varaborgarfulltrúi D-Iistans í Reykjavik. Helga Jóhannsdóttir Skortir okkur þjónustulund? HVERT er hlutverk iðnaðarmannsins og hönnuðarins? Fáránlega spurt mundi margur segja, ef tekið er dæmi af lagnakerfum í ný- byggingu er það hlut- verk hönnuðar að teikna á blað hvemig kerfin eiga að liggja og reikna öll þau dæmi sem því fylgja; iðnaðarmaðurinn á að framkvæma verkið. Ef um viðgerðir eða endurbætur er að ræða kemur iðnaðar- maðurinn á staðinn (eins fljótt og hann getur!) og kipp- ir öllu í lag. Síðan borgar verk- kaupinn og vonandi eru allir ánægðir. En er öll sagan sögð með þessu? Tæpast, ef framvindan er þessi er líklegt að mikilvægur þáttur verði útundan. Það eru væntingar húseigand- ans. Hvers væntir hann sér af því Komið á sýningu Lagnafélags íslands, segir Kolviður Helga- son, en hún stendur í Perlunni 25., 26. og 27. október nk. lagnakerfi sem hann hefur látið hanna og leggja og greitt upp í topp? Þar er komið að mannlegu hlið- inni, þeirri hlið sem því miður gleymist æði oft hjá hönnuðum, pípulagningamönnum, blikksmið- um og öðrum þeim stéttum sem að þessu koma. Eigandi hússins og kerfanna á algjöran rétt á því að vera tekinn í stutta kennslustund um hvers hann á að vænta af því sem hann hefur keypt, hann á rétt á að fá í hendur ná- kvæmar leiðbeiningar um hvernig kerfin vinna, hvemig þau geta skapað honum sem best þægindi eftir hans eigin óskum. Hann á rétt á því að honum sé kennt hvað hann á að fara fram á í framtíðinni og hvaða ábyrgð fylgi frá hönnuði og lagna- manni. Það þarf að upplýsa hann um að reglu- bundið eftirlit er besta vömin gegn því að allt gangi ekki úr sér og koma þannig í veg fyrir að gripið sé inn einvörðungu þegar skaði skeður. Það er hins vegar spuming hvort fyrmefndir, hönnuðir og iðn- aðarmenn, eru þess umkomnir að veita þessa þjónustu sem byggist fyrst og fremst á mannlegum sam- skiptum, ekki á uppmælingu. Þurfa þeir kannski að taka sjálfa sig til endurmenntunar á þessu sviði; endurhæfa sjálfa sig? Hefur ekki alltaf skort nokkuð á þjónustulund þessara starfs- hópa, em þeir ekki eins og flestir aðrir hópar í þjóðfélaginu? Er ekki kominn tími til að breyta því til hins betra og eigum við lagnamenn ekki að taka frumkvæðið að þessu sinni og koma fram í dagsljósið, hætta að vera í felum og auka reisn okkar allra. Komið á sýningu Lagnafélags íslands í Perlunni dagana 25., 26. og 27. október og ræðið málin, vonandi fáið þið svör við spurning- um ykkar. Höfundur er blikksmíðameistari og formaður Félags blikksmiðjueigenda. Kolviður Helgason Mennt: Máttur eða máttleysi? Meðal annarra orða Svo virðist sem ráðherrum heilbrígðis- og menntamála, segir Njörður P. Njarðvík, sé ætlað að vinna gegn þeim málaflokkum sem þeim er trúað fyrir. HEFJA þarf menntun til virðingar. Þann- Ýg hljóðar fyrirsögn hér í blaðinu, þegar greint var frá menntaþingi menntamála- ráðuneytisins í byijun mánaðarins. í inn- gangi þeirrar frásagnar er þess getið að mönnum þyki nú „kominn tími til raunveru- legra athafna í stað klisja eins og „mann- auður er mikilvægasta fjárfesting fyrir- tækja“ eða „mennt er máttur“. Þá töldu menn nauðsynlegt að hefja menntun til virð- ingar og umbuna mönnum í launaumslagi samkvæmt því. Sýndu menn fram á að velgengni þjóða ræðst í auknum mæli af menntunarstigi þeirra“. Manngildishugsj ón í verki Einkennilegt er að lesa þetta nú á þessum *naustdögum, þegar stefna og framkvæmd ríkisstjómarinnar er í raun þveröfug. Þetta minnir á það sem einhveiju sinni var haft eftir Winston Churchill, að stjómmál væru fólgin í því að segja fólki skilmerkilega frá því sem þyrfti að geta, — og útskýra svo á eftir hvers vegna það var ekki hægt! Og víst er um það, að pólitíkin er skrítin skepna. Þannig er engu líkara en tveimur ráðherrum sé ætlað að vinna gegn þeim málaflokkum sem þeim er trúað fyrir. Auðvitað hafa Bjöm Bjamason menntamálaráðherra og Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra metnað fyrir hönd sinna málaflokka. Auð- " vitað vilja þau efla menntun og heilbrigðis- þjónustu. En þeim er gert það ókleift vegna naumra fjárveitinga. Samt er eins og þau séu látin bera ábyrgð á bágri stöðu ráðu- neyta sinna. Það er engan veginn sann- gjamt, þegar fjármálaráðuneytið er gert að eins konar yfirráðuneyti. Þar er hin end- anlega ábyrgð, og hún er mikil og verður Ykki afsökuð. Hinn stórfelldi niðurskurður til menntamála, sem við verðum nú vitni að, er svo alvarlegt mál fyrir framtíð þjóðar- innar, að nauðsyn ber til að þjóðin öll rísi upp til mótmæla og sýni vanþóknun sína í verki. í raun og veru hafa íslensk stjórnvöld unnið skipulega gegn menntun þjóðarinnar um langa hríð, hvort sem það er meðvitað eða ekki, og er þar enginn stjórnmálaflokk- ur undanskilinn sem staðið hefur að ríkis- stjóm síðastliðin 20 ár. Með þeirri stefnu í launamálum, að kennarar á öllum skóla- stigum skuli vera láglaunafólk, er verið að segja þjóðinni, að slík störf séu fyrirlitin. Og hið sama á við um heilbrigðisstéttir, að læknum undanteknum. Umönnun mann- eskjunnar, andlega og líkamlega, er metin til smánarlauna. Það er manngildishugsjón stjórnmálamanna í verki. Sást ekki ein- hvers staðar fyrirheit um manngildi, að setja manneskjuna í öndvegi? Hvaða mann- eskja skyldi það hafa verið? Menntun snertir alla framtíð Samkvæmt fjárlögum má það kosta um 150 milljónir að reka 800 manna fram- haldsskóla í Reykjavík. Mér er sagt að í Danmörku sé sú fjárhæð tvöföld. Ætli það segi eitthvað um viðhorf til menntunar og gildis hennar? Fámennum framhaldsskól- um á Húsavík, að Laugum og á ísafirði er gert að fækka kennurum. Isfirðingum mun gert að spara 6 milljónir. Á sama tíma er búið til embætti erlendis sem kostar 5 milljónir handa presti, sem getur ekki starfað með organista sínum og safnaðar- stjórn. Og ættu þó allir hugsandi menn að sjá að það er engin lausn á deilu. Þarna eru allt í einu til peningar í fjármálaráðu- neytinu, eða á kannski að taka þá frá nemendum í Framhaldsskóla Vestfjarða? Eigum við að taka svona ákvarðanir alvar- lega? Eigum við að hlæja að þeim - eða gráta? Ég held að það hljóti nú að vera lýðum ljóst, að ráðamenn þjóðarinnar skilja hvorki eðli menntunar né gildi. Þegar þetta er ritað, eigum við von á miklu hlaupi í Skeið- ará. Þar eru í hættu samgöngumannvirki sem talin eru kosta um tvo milljarða. Þetta er hægt að bæta tiltölulega fljótt. Það kostar að vísu peninga, en það er hægt að endurnýja mannvirki á skömmum tíma. Það er meira að segja hægt að laga það skelfilega ófremdarástand sem nú ríkir í heilbrigðismálum. Það kostar að vísu pen- inga, en það er hægt á tiltölulega skömm- um tíma. Öðru máli gegnir um menntun. Kynslóð sem fer á mis við góða menntun, fær það ekki bætt. Kynslóð sem fer á mis við góða menntun býr ekki heldur til menntaða og öfluga kennarastétt. Þar af leiðandi fær næsta kynslóð ekki heldur góða menntun. Þess vegna getur það tekið þijár, jafnvel fjórar kynslóðir að bæta fyrir afglöp stjórn- málamanna í menntamálum. Og menntun snertir ekki aðeins framtíðarvelgengni þjóða í fjárhagslegri afkomu, þótt margsinnis hafí verið bent á þau tengsl. Menntun snert- ir alla framtíð þjóðarinnar, af því að hún tengist almennri þekkingu á umhverfi og tilveru, skapandi hugsun, siðferði, lífsvið- horfi. Það eru fátækir menn, sem sjá ekki verðmæti í öðru en peningum. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands og rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.