Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.1996, Side 1
88 SIÐUR B/C/D/E 249. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Minnast ofsókna Stalíns ALDRAÐAR rússneskar konur grátandi á Ljúbjanskaja-torg- inu í Moskvu í gær, við minnis- varða um fórnarlömb pólitískra hreinsana í stjórnartíð Jósefs Stalíns, leiðtoga sovéska komm- únistaflokksins. Milljónir manna sættu ofsóknum af hálfu ógnarstjórnar Stalíns. Israelska stjórnin auðveldar byssueign Jerúsalem. Reuter. ELI Suissa, innanríkisráð- herra ísraels, hefur ákveðið að gera byssueign í landinu enn auðveldari en nú er og þykir þó mörgum nóg um. Samkvæmt fyrri reglum var vopnaburður óbreyttra borgara takmarkaður við landnema og þá sem unnu á hernumdu svæðunum, auk nokkurra starfsstétta, en nú mega allir, sem gegnt hafa herþjónustu, eiga byssu og aldursmörkin hafa verið færð úr 21 ári í 20. Þykir ekki á ofbeldið bætandi Dan Shomron, fyrrverandi yfirmaður ísraelska hersins, gagnrýndi nýju lögin harð- lega í gær og sagði að ofbeld- ið í ísraelsku samfélagi væri nógu mikið þótt ekki bættist þetta við. Yaacov Turner, fyrrver- andi ríkislögreglustjóri, sagði ákvörðunina hryggja sig. Al- mennari byssueign byði heim hættunni á að vopnin lentu í höndum glæpamanna. Dubi Gazet, talsmaður inn- anríkisráðuneytisins, sagði ástand öryggismála í landinu eiga sinn þátt í að gera lög- gjöf um vopnaburð rýmri. Reuter Veður og kjör- sókn geta ráð- ið meirihluta Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bob Dole, forsetaefni Repúblikana- flokksins, hófu í gær síðustu kosn- ingaferðalög sín vegna forsetakosn- inganna, sem fram fara í Bandaríkj- unum nk. þriðjudag, eftir fimm daga. Báðir hvöttu stuðningsmenn sína til að flykkjast á kjörstað, en kjörsókn og veðurfar er talið geta ráðið úrslitum um hvor flokkurinn fær meirihluta í fulltrúadeild þings- ins. Þingkosningar fara fram samhliða forsetakjörinu. í könnun meðal 34 stjórnmálavísindamanna víðs vegar um land sögðust tveir þriðju þeirra telja, að repúblikanar héldu þing- meirihluta sínum, bæði í öldunga- deildinni, þar sem þeir hafa 53 sæti gegn 47, og í fulltrúadeildinni. Þar er meirihlutinn 38 sæti. Kosningabarátta Clintons og Dole hefur þótt bragðlaus og óspennandi og því telja sérfræðingar, að kjör- sókn verði í dræmara lagi. Athyglin beinist af þessum sökum í auknum mæli að þingkosningunum. Kannan- ir benda til þess að repúblikanar séu að sækja í sig veðrið í kapphlaupinu um öldungadeildarsæti. Demókratar eru almennt taldir hagnast á mikilli kjörsókn. Misheppnaðar tilraunir Dole til að kveikja áhuga stuðnings- manna Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningunum gætu latt þá til að kjósa sem komið gæti niður á þingframbjóðendum flokksins. Samkvæmt skoðanakönnun Reut- ers-fréttastofunnar, nam forskot Clintons á Dole 9,8% í gær og hafði ekki verið lægra í viku. Aðrar kann- anir gáfu til kynna 12-19% forskot. Ross Perot, frambjóðandi Umbóta- flokksins, naut fylgis rúmra 8% og hefur það ekki mælst meira. Blaðið Washington Post lýsti í gær stuðningi við framboð Clintons en gagnrýndi bæði hann og Dole fyrir kosningabaráttu, sem blaðið sagði einkennast af hentistefnu. Víkingasveitir frá Rúanda hertaka Bukavu í Zaire Spenna á landamærunum aldrei sögð meiri og stríð talið yfirvofandi Genf, Nairobí, Róm. Reuter. STARFSMENN vestrænna hjálpar- stofnana sögðu í gær, að víkinga- sveitir frá Rúanda hefðu ráðist inn i borgina Bukavu í austurhluta Zaire í gær og stökkt stjórnarher landsins á brott. Áður höfðu upp- reisnarmenn tekið borgina Uvira. Til takmarkaðra átaka kom milli hersveita Zaire og Rúanda í gær. Yfirvöld í Zaire höfðu í hótunum við Rúandamenn og sögðust myndu veija landsvæði sín af hörku. Paul Kagame, varnarmálaráð- herra Rúanda sagði í gær, að þar- Iend stjórnvöld neyddust til að svara „öllum ögrunum" af hálfu Zaire. Hélt hann því fram, að stjórnarher grannríkisins hefði gert árás á skotmörk í Rúanda í fyrrinótt og hefði henni verið svarað með því að senda hersveitir inn í Zaire. Sérfræðingar voru sammála um það í gær, að spennan meðfram landamærum Zaire og Rúanda væri meiri og hættulegri en nokkru sinni á undanförnum vikum. Biskup veginn Stjórnvöld í Zaire hafa ítrekað sakað heri Rúanda og Búrundí um liðveislu við uppreisnarmenn tútsía í austurhluta landsins. Því var harð- lega mótmælt af hálfu stjórnarinnar í Bujumbura í Búrundí í gær og Rúandamenn hafa einnig neitað þessum ásökunum. Rómversk-kaþólski biskupinn í Bukavu, Christophe Munzihirwa, beið bana í árás, sem gerð var síð- degis í gær á borgina, að sögn tals- manns páfagarðs í Rómaborg. Upp- reisnarmenn tútsía í Zaire hafa undanfarna daga sótt að borginni, sem sögð var hafa fallið í gær. Sögðu fulltrúar vestrænna hjálpar- samtaka borgina nú einangraða, þangað bærust ekki lengur nein hjálpargögn, matvæli væru á þrot- um og hungurdauði blasti við íbúun- um og 150.000 flóttamönnum, sem hefðust við í búðum við borgina. í gærkvöldi voru bornar til baka fregnir um, að 115.000 flóttamenn hefðu yfirgefið búðir sínar í Ka- hindo og lagt upp í 50 kílómetra göngu til Mugunda-búðanna, þar sem nú þegar hefðust við 400.000 flóttamenn. Jacques Chirac, Frakklandsfor- seti, hvatti til þess, að tafarlaust yrði haldinn leiðtogafundur ríkja Mið- og Austur-Afríku til þess að finna lausn á deilunum í Zaire, Búrundí og Rúanda. Á sama tíma og deiiurnar harðna býr Mobutu Sese Seko, forseti Za- ire, í vellystingum praktuglega á lúxushóteli í Lausanne í Sviss og stjórnar landi sínu úr fjarlægð. Vilja íbúar Lausanne og svissneskir stjórnmálamenn að hann verði sendur úr landi. Vextir hækkaðir London. Reuter. KENNETH Clarke, íjármálaráð- herra Bretlands, kom flestum á óvart í gær er hann hækkaði vexti úr 5,75% í 6% til að reyna að draga úr verðbólguhraða, sem er nú um 2,9%, nokkru rneiri en stefnt hefur verið að. Þingkosningar verða í síðasta lagi í maí á næsta ári og hefur Verkamannaflokkurinn 15 til 20% forskot í könnunum á íhaldsflokk Johns Majors forsætisráðherra. Áratugalöng hefð er fyrir því að ríkisstjórnir forðist vaxtahækkanir svo skömmu fyrir kosningar enda auka þær útgjöld kjósenda vegna afborgana af lánum. Talsmaður helstu veðlánastofnunar landsins sagði á hinn bóginn í gær að vext- ir yrðu ekki strax hækkaðir til sam- ræmis við opinberu vextina. Matthew Carrington, formaður þingnefndar um mál ríkissjóðs, sagði ákvörðunina sýna ábyrgðar- tilfinningu ráðamanna er tækju ekki stundarhagsmuni fram yfir skammvinnan ávinning við at- kvæðaveiðar. 'Pu5K1Í.W1'iU>riST»A. CTBE. BMMnSf.it uiii 1)1 IA Fimo. Reutcr Mótmæla aðhaldi og uppsögnum STARFSMENN í vefnaðariðn- aði og fataframleiðslu í Frakk- landi mótmæltu fyrirhuguðum niðurskurði í starfsgreininni í samræmdum aðgerðum stéttar- félaga starfsfólks iðnfyrirtækja í fjölda borga víða um land í gær. Myndin var tekin af inót- mælagöngu í Lyon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.