Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 8

Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ! f H 11 iTikj íí-i WfTujtYJ — kraftmikil 90 hestafla létti i lálmsvél — 1 B ventla og beín innspnautun — hnaðatengt vökva- og veltistýni — bjófavönn á nsesingu — nafdnifnan núðun og speglan — viðaninnnétting í maelabonði — 1 A tommu dekkjastsenð — útvanp og kassettutaeki — stynktanbitan [ hunðum — spontleg innnétting — núðuþunnka fynir aftunnúðu — fnaml-ijólaclpifinn — samlitin stuðanan — höfuöpúðan fnaman og aftan — haeðanstillanlegun fnamljósageisli — stafnæn klukka -— bnemsuljós í aftunnúðu — sénstaklega hljóðeinangnaðun — fáanlegun sjólfskiptun — samlsesing ó hunðum — eyðsla 5,6 I á 90 km/klst. — 4,31 metni á lengd — nyðvönn og sknáning innifalin [Qj HONDA Vatnagörðum 24, Reykjavik, simi 568 9900 §ll$1RQPlSf!tW|i&Ífy - kjarni málsins! Amtsbókasafnið á Akureyri Bæjarbúar hafi að- gang að sem best- um upplýsingum Amtsbókasafnið á Akureyri var stofnað árið 1827 og er með elstu stofnunum bæjarins. Það hefur verið til húsa á ýmsum stöðum en síðustu tæpa þrjá ára- tugi við Brekkugötu. Þang- að leggja fjölmargir bæj- arbúar leið sína, en áætlað er að 30-40 þúsund manns sæki safnið árlega til að fá lánaðar bækur auk þeirra sem notfæra sér lestrarsal safnsins. Nýlega var útlánadeild safnsins tölvuvædd en fjölmargt fleira er á döfinni. Það hafa ýmsar breyt- ingar orðið á starfseminni á síðustu vikum? „Stærsta breytingin er tölvuvæðing útlána, sem gerir okkur kleift að fylgjast bet- ur með útlánum og gerir þau öruggari. Fyrr í haust var af- greiðslutíminn rýmkaður, nú opn- um við safnið kl. 10 á morgnana en áður var einungis opið eftir hádegið og til kl. 19. Við höfum líka boðið upp á kynningu á safn- inu og sögustundir á miðviku- dagsmorgnum fyrir börn í leik- skólum bæjarins og yngri deild- um grunnskóla. Það er mikilvægt að börnin kynnist lestri og venjist því að lesa bækur.“ Fóik getur, auk bóka, fengið lánuð myndbönd á safninu, en stendur til að bæta fleiru við? „Við stefnum að því að kaupa diska með tónlist og lána út. Á næstu vikum verður hafist handa við að breyta útlánasalnum og þá ætlum við að útbúa dálítið svæði þar sem hægt verður að hlusta á tónlist. Einnig verður sett upp tölva með aðgangi að alnetinu sem gestum safnsins gefst kostur á að nýta sér. Þá munum við einnig koma okkur upp efni á margmiðlunardiskum sem hægt verður að nota bæði á safninu eða fá það lánað heim. Við erum að opna almenningi aðgang að alnetinu í þeim til- gangi að sinna skyldum okkar við bæjarbúa þannig að þeir hafi aðgang að sem mestum og best- um upplýsingum. Þeir sem ekki hafa efni á að kaupa sér búnað geta komið á safnið og fengið upplýsingar sem þeir annars myndu fara á mis við. Það er talað um að fólk í heiminum sé að skipt- ast í tvo hópa, þá sem eru upplýsingaríkir annars vegar og -fá- tækir hins vegar. Al- — menningsbókasöfn hafa mikilvægu hlutverki gegna í því að jafna þennan að- stöðumun. Það má einnig nefna að nú er mikið af efni gefið út á margmiðlunardiskum sem ekki er hægt að nálgast annars stað- ar, þannig að ef við byðum ekki upp á þetta færu margir á mis við þetta efni.“ Hólmkell sagði að Amtsbóka- safnið á Akureyri væri eina stóra almenningsbókasafnið þar sem bókasafnsskírteini væru ókeypis. „Stefnan er sú að veita öllum ókeypis aðgang að öllu almennu efni. Ef menn hins vegar þurfa sérþjónustu greiða ' þeir fyrir hana. Akureyringar og Eyfirð- ingar geta þannig komið hingað inn og fengið aðgang að nánast öllum heiminum fyrir ekki neitt.“ Þið sinnið líka þeim sem af Hólmkell Hreinsson ► Hólmkell Hreinsson tók ný- lega við starfi amtsbókavarðar á Amtsbókasafninu á Akureyri. Hann er fæddur á Akureyri árið 1961 og ólst upp í Sunnu- hlíð á Svalbarðsströnd. Hólm- kell gekk í skóla á Svalbarðs- strönd og Hrafnagili í Eyja- firði, en lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1980. Hann nam bóka- safnsfræði við Háskóla Islands árin 1982-1985 og sat einnig fyrirlestra við Danska bóka- safnsskólann í Kaupmannahöfn veturinn 1985. Hann hefur starfað á Bókasafni Kópavogs, við lækna- og náttúrufræði- deild háskólabókasafnsins í Kaupmannahöfn og á Amts- bókasafninu á Akureyri þar sem hann hefur unnið frá árinu 1989. Hólmkell hefur verið varaformaður Starfsmannafé- lags Akureyrar frá árinu 1994. Eiginkona hans er Kristín Sig- ursveinsdóttir iðjuþjálfi og eiga þau tvö börn. einhverjum ástæðum komast ekki tii ykkar. „Heimsendingarþjónusta er vaxandi þáttur hjá okkur. Við eigum töluvert af hljóðbókum og vinnum í því að auka titlana, það er stefnt að því að kaupa fleiri erlenda titla á næstunni en þegar er til töluvert af íslensku efni. Við sendum bækurnar heim til fólks, m.a. aldraðra og fatlaðra sem ekki eiga heimangengt. Soroptimistaklúbbur- inn á Akureyri sér um að flytja bækurnar heim til fólksins, það er þeirra góðgerðar- ——_ starf.“ Stendur til að opna útibú frá safninu? „Eg hef mikinn áhuga fyrir að opna útibú frá Amtsbókasafn- inu í Glerárhverfi, það hefur lengi verið draumur manna hér. í raun- inni hefur málið alltaf strandað á umræðum um nýbyggingu við safnið sem enn hefur ekki verið reist. Ég geri ráð fyrir að hægt hefði verið að reka útibú frá safn- inu í áratug fyrir það fé sem far- ið hefur í hönnunarkostnað á við- bótarbyggingu við safnið. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti og okkar mark- mið er að veita góða þjónustu í því plássi sem við höfum. Ég lít á mitt hlutverk sem stjórnanda safnsins að koma í framkvæmd þeim góðu hugmyndum sem starfsfólk og lánþegar koma fram með.“ Ókeypis að- gangurað öllu almennu efni að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.