Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
1
í
FRÉTTIR
Fyrirhugaðar breytingar á lögnm
Landsvirkjun fær
heimild til að selja
þekkingu erlendis
SAMKVÆMT frumvarpsdrögum
um breytingar á lögum um Lands-
virkjun er gert ráð fyrir að fyrirtæk-
ið geti selt tækniþekkingu á virkj-
unarsviðinu erlendis. Samkvæmt
núgildandi lögum er starfssvið
Landsvirkjunar eingöngu takmark-
að við framleiðslu og sölu raforku
til almennings og orkufreks iðnað-
ar, en jafnframt hefur fyrirtækið
því hlutverki að gegna að reisa
virkjanir til að afla nægilegrar orku
fyrir markaðinn á hveijum tíma.
Þátttaka í markaðssókn
Að sögn Halldórs Jónatanssonar,
forstjóra Landsvirkjunar, hefur af
og til verið leitað til fyrirtækisins
eftir liðsinni eða aðstoð við að mark-
aðssetja tækniþekkingu á virkjun-
arsviðinu erlendis.
„Þetta hafa verkfræðistofur og
innlendir ráðgjafar á virkjunarsvið-
inu gert og við höfum ekki getað
sinnt því sem skyldi. En með heim-
ild af þessu tagi, sem nú er verið
að leggja drög að, væri Landsvirkj-
un innan handar að taka þátt í
markaðssókn af þessum toga, bæði
með því að selja sjálfstætt tækni-
þekkingu erlendis, og ekki hvað síst
í samstarfi við innlenda aðila sem
stunda starfsemi af þessu tagi I
dag,“ sagði Halldór.
Aðstoð við innlenda aðila
Hann sagði að Landsvirkjun myndi
fyrst og fremst aðstoða innlenda
aðila í þessu efni en ekki keppa við
þá á markaði erlendis eða gera
þeim erfitt fyrir.
„Það sem skiptir þá sköpum er
stærðin og fjármagnið sem til þarf
og þá veitir ekki af því að standa
saman þegar á þarf að halda.
Landsvirkjun ætlar hins vegar alls
ekki að nota einhverja yfírburða-
stöðu í samkeppni við innlenda að-
ila heldur þvert á móti að styðja
við bakið á þeim,“ sagði Halldór.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landsliðið fær skíðaskó
ÍSLENSKA skiðalandsliðið
fékk í gær afhenta skíðaskó til
notkunar í keppni. Verslunin
Útilíf í Glæsibæ gefur skíða-
köppunum skóna og í gær mát-
uðu þau Theodóra Mathiesen,
Sigurður Magnús Sigurðsson
og Pálmar Pétursson fótabún-
aðinn og voru hin ánægðustu.
Einn landsliðsmaður til viðbót-
ar, Arnór Gunnarsson, var
fjarri góðu gamni.
Brotist inn
í bústaði
í Skorradal
Grund, Skorradal. Morgunblaðið.
BROTIST var inn í nokkra
sumarbústaði í Skorradal
seint í síðustu viku og létu
þjófar greipar sópa.
Sumarbústaðaeigandi
einn uppgötvaði innbrot í
bústað sinn sl. föstudags-
kvöld og þegar betur var að
gáð kom í ljós að einnig hafði
verið brotist inn í næstu bú-
staði.
Innbrotsþjófarnir brutu sér
leið í gegnum opnanlegan
glugga með því að spenna
hann upp og bijóta upp
gluggajám. Þeir höfðu á brott
með sér ýmis tæki, s.s. nýtt
sjónvarp og myndbandstæki
úr einum bústaðnum.
Fyrir skömmu var einnig
brotist inn í bústað Skátafé-
lags Akraness í Skorradal og
m.a. var þá tekinn örbylgju-
ofn.
Forsætisráðherra í svari við fyrirspurn um fátækt á Islandi
Varanlegur hagvöxtur
ráðandí um þróun lífskjara
RÍKISSTJÓRNIN leggur áherslu á
góð skilyrði fyrir hagvöxt á traust-
um og varanlegum grunni í því
skyni að útrýma fátækt, að því er
fram kom í svari forsætisráðherra
við fyrirspurn Guðnýjar Guðbjöms-
dóttur, Kvennalista, um fátækt á
íslandi og aðgerðir gegn henni á
Alþingi í gær. í svari sínu vísaði
forsætisráðherra til niðurstaðna at-
hugunar Félagsvísindastofnunar
Háskóla íslands á fátækt, sem
bentu til að umfang fátæktar fylgi
hagsveiflum. Það sýndi að hagvöxt-
ur væri ráðandi um þróun lífskjara.
Fyrirspum Guðnýjar var í fjórum
liðum. Ifyrst var óskað eftir skil-
greiningu íslenskra stjórnvalda á
fátæktarmörkum. Að mati forsæt-
isráðherra er vandasamt að skil-
greina þau mörk vegna þess hve
hugtakið er afstætt. Fátækt í efn-
uðum ríkjum þýði t.a.m. annað en
fátækt í vanþróuðum ríkjum. „Rétt-
ara er að skoða lífskjör lágtekju-
hópa frá ýmsum sjónarhornum og
meta í því ljósi hvað er líklegast
að skila þeim betri kjörum þegar
frarn í sækir,“ sagði ráðherra.
í annan stað var spurt hvort rík-
isstjóm væri samþykk skilgreiningu
Félagsvísindastofnunar á fátæktar-
mörkum og greiningu hennar á fá-
tækt. Forsætisráðherra sagði að
greiningin væri gagnlegt innlegg í
málið en hún hefði sína kosti og
galla. Sú aðferð stofnunarinnar að
mæla fátækt hlutfallslega með hlið-
Losun Ýmis HF á olíu í hafið
Málið verður líklega
sent ríkissaksóknara
HOLLUSTUVERND er að safna
gögnum um losun togarans Ýmis
HF á olíu í hafið norður af Jökul-
tungu út af Breiðafirði á mánudag.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar
komu þá auga á 30 metra breiðan
olíuflekk sem lá aftur úr togaran-
um. Að sögn Helga Jenssonar,
starfsmanns mengunarvamadeild-
ar sjávar hjá Hollustuvemd, er lík-
legt að málið verði sent til ríkissak-
sóknara sem ákveður framhald
málsins, en samkvæmt lögum varð-
ar það sektum að losa olíu í hafið.
„Við emm að afla okkur gagna
og við förum yfir þau, og ég reikna
frekar með að þetta fari til saksókn-
ara vegna þess að við teljum að
þetta sé sannanlega brot á lögum,
en ekki vanræksla eða annað,“
sagði Helgi.
Hann sagði að þegar olíu hefði
verið dælt í hafið úr Stakfellinu 13.
október síðastliðinn hefðu skipveij-
ar strax viðurkennt mistök sín og
leiðrétt þau, en bilun var sögð hafa
valdið því að olían fór í hafið. Þar
sem viðurkenning hefði legið fyrir
hefði ekki verið aðhafst frekar í
málinu.
Telur óhapp
líklega orsök
Guðrún Lámsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Stálskipa, sem gera
Ými út, telur að eitthvert óhapp
hafi valdið því að olían fór úr skip-
inu. Hún sagði að enginn gerði það
sjón af meðaltekjum í þjóðfélaginu
væri þeim augljósa annmarka háð
að hún sýndi eingöngu tekjudreif-
ingu en segði ekkert um raunvem-
lega hagi fólks. Kostur hennar
væri að taka tillit til mismunandi
efnahags ríkja auk þess sem hún
sýndi breytingar á tekjudreifingu.
Lífskjör bætt í skattkerfinu
Aðspurður um viðbrögð við upp-
lýsingum úr athugun Félagsvís-
indastofnunar sagði forsætisráð-
herra eðlilegast að tryggja varan-
legan hagvöxt. Það væri skamm-
góður vermir að víkja frá því
markmiði. Stöðugleiki og jafnvægi
í þjóðarbúskap síðustu missera hafi
án efa dregið úr atvinnuleysi og
aukið kaupmátt.
Loks var spurt hvort fyrirhugað-
ar væm aðgerðir sem næðu sérstak-
lega til kvenna, ungs fólks og aldr-
aðra. Ráðherra sagði að ýmsum
úrræðum mætti beita til að bæta
lífskjör einstaklinga og þjóðfélags-
hópa ekki síst í gegnum skattakerf-
ið. Sérstaklega mætti nefna at-
vinnuleysistryggingar og bætur al-
mannatrygginga. Almenn kaup-
máttaraukning hafi mikla þýðingu
fyrir umrædda hópa en fjölgun
starfa kæmi sér ekki síst vel fyrir
ungt fólk. Forsætisráðherra taldi
einnig rétt að huga sérstaklega að
frekari ráðstöfunum til að örva
sparnað sem ætlað væri að bera
uppi lífskjör aldraðra í framtíðinni.
að gamni sínu að hella dýrri olíu í
hafíð, en hún væri ekki búin að fá
nægar upplýsingar frá vélstjóran-
um á Ými um hvað hefði gerst.
„Mér skilst að þetta hafi verið
eitthvað slys hjá þeim, en af hvaða
orsökum veit ég ekki,“ sagði hún.
„Það gefur augaleið að það hefur
eitthvað bilað eða eitthvað gerst;
það gerir þetta enginn að gamni
sínu.“
Guðrún sagðist ætlað að fá
skýrslu frá vélstjóranum um hvað
hefði átt sér stað, en tók fram að
allri spilliolíu úr togurum Stálskipa
væri dælt á bíla Olíufélagsins þegar
skipin kæmu til hafnar, og ekkert
gjald þyrfti að greiða af spilliol-
íunni.
Náttfarar flúðu
lögreglu
LÖGREGLAN í Reykjavík varð
vör við tvo unga menn á leið um
Skólavörðustíg skammt frá Hegn-
ingarhúsinu um klukkan hálffjög-
ur í fyrrinótt, klyfjaða svörtum
plastpokum af stærri gerðinni.
Náttfarar þessir lögðu á flótta
þegar þeir veittu athygli að fylgst
var með ferðum þeirra og kastaði
annar þeirra frá sér poka sínum
þegar hann tók til fótanna. í pok-
anum reyndust vera óáteknar
áfengisflöskur og sígarettulengj-
ur.
Lögreglumenn héldu skömmu
síðar til húss á Laugavegi sem
hefur áður komið við sögu hennar
vegna áþekkra mála og handtók
þar mann sem þar var gestkom-
andi, vegna gruns um þjófnað.
Hann var færður ásamt pokanum
og ætluðu þýfi á lögreglustöð, en
ekki er vitað hvar góssinu hafði
verið stolið samkvæmt upplýsing-
um frá lögreglu.
Vildi safna fullum flöskum
Lögreglunni var um klukkan
þrjú í fyrrinótt gert viðvart um
mann að sniglast í kringum gáma
sem tilheyra Ölgerðinni Agli
Skallagrímssyni við Gijótháls.
Maðurinn gekk á gámana og at-
hugaði hvort gleymst hafði að
læsa einhveijum þeirra. Þegar lög-
reglan athugaði málið kom í ljós
að maðurinn er einn þeirra sem
safnar tómum dósum og flöskum
í frístundum sínum, til endursölu,
og virtist hafa hug á að færa út
kvíarnar á því sviði og finna
drykkjarílát með meira innihaldi.
Virtist hann sjá ástæðu til að leita
uppsprettunnar í því sambandi.
Lögreglumenn ræddu við hann en
óku honum síðan heim á leið.
I
I
i
i
i
i
í
i
í
l
I
I
i
í
»