Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 21 ERLENT Reuter LÖGREGLUMAÐUR hjá bílflakinu eftir sprenginguna. Leitað er tveggja manna, sem taldir eru vera félagar í mótorhjóla- klúbbnum Bandidos. Hörmungarástand í írak Gramir yfir lítilli aðstoð New York. Reuter. FULLTRÚAR hjálparstofnana Sam- einuðu þjóðanna (SÞ) hafa lýst mikl- um vonbrigðum með undirtektir við beiðni þeirra um aðstoð við að út- vega og senda hjálpargögn til íraks. Yasushi Akashi, framkvæmda- stjóri mannúðarmála hjá SÞ, sagði ástandið í írak mjög alvarlegt. Skortur væri gífurlegur á matvæl- um, lyfjum og hreinu vatni. Akashi sagði, að stofnanir SÞ hefðu óskað eftir 39,9 milljóna doll- ara, 2,7 milljarða króna, aðstoð til að senda hjálpargögn til íraks en aðeins verið boðið 1,6 milljónir doll- ara, sem næmi aðeins 4% af þörf- inni. Buðu einungis Hollendingar og Frakkar fram aðstoð. 45 börn deyja á mánuði Carol Bellamy, framkvæmda- stjóri barnahjálpar SÞ, UNICEF, sagði 45 börn deyja úr hungri og sjúkdómum í írak af völdum nær- ingarskorts í hveijum mánuði. Hún sagði hörmungarástand ríkja í land- inu og ekki myndi ástandið batna hjá tugþúsundum barna og kvenna, sem byggju við kjör langt undir fátæktarmörkum, er vetur gengi senn í garð. Enn hefur ekkert orðið úr því að Irakar fengju að selja olíu fyrir jafn- virði tveggja milljarða dollara, um 134 milljarða króna, á ári til kaupa á matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Samkomulag hafði náðst um það en snurða hljóp á þráðinn er íraski herinn fór með hernaði gegn annarri helstu fylk- ingu Kúrda til stuðnings hinni í norðurhluta landsins í sumar. Sprenging viö að- setur Vítisengla Félagar í Bandidos grunaðir Ósló. Morgunblaðið. ÖFLUG bílsprengja sprakk fyrír utan aðsetur Vítisenglanna eða Hell’s Angels í Ósló í fyrrinótt og bendir flest til, að andstæðingar þeirra í Bandidos hafi verið að verki. Olli sprengingin miklum skemmdum en meiðsl urðu ekki á fólki. Fjölmennt lögreglulið leitaði í gær að tveimur mönnum, sem félagar í Vítisenglunum sáu hlaupa burt eftir að sprengjan sprakk, og önnur vitni voru að því þegar þeir lögðu Mazda- bifreið fyrir utan húsið og settu sprengjuna undir hann. Hafði bíln- um verið stolið deginum áður. Lögreglan hefur það eftir félög- um í Vítisenglunum, að þeir viti hveijir komu sprengjunni fyrir en meira vilja þeir ekki segja. Er það talið benda til, að þeir hafi verið úr Bandidos og hyggi Vítisenglar á hefndir. Stríðið, sem geisað hefur milli mótorhjólagengjanna á Norðurlönd- um, hefur kostað nokkur mannslíf og verið háð með sprengjutilræðum og vopnaviðskiptum á götum úti. Noregur Læknisþjón- usta seld út- lendingum? NORÐMENN ættu að heíja eins konar útflutning á læknis- þjónustu, það er að segja að selja ríkum útlendingum að- gang að norskum sjúkrahúsum. Var sagt frá þessari tillögu í Aftenposten í fyrradag en höf- undur hennar er Egil Haugland, forstjóri Haukeland-sjúkra- hússins í Björgvin. „Læknisþjónusta í Noregi er afar góð og hana eigum við að selja fólki, sem er í góðum efn- um en býr í ríkjum þar sem heilbrigðiskerfið er vanþróað. Það á til dæmis við um ýmis arabaríki og ríki í Asíu og Aust- ur-Evrópu,“ sagði Haugland. Haugland leggur áherslu á, að pólitísk forsenda þessa út- flutnings sé þó sú, að núver- andi biðlistar með norskum sjúklingum verði unnir upp og komið í veg fyrir, að þeir mynd- ist aftur. Haugland nefnir sem dæmi, að sum þjónusta héraðssjúkra- húsanna í Noregi sé mjög sér- hæfð og nýtist ekki til fulls nema með því að stækka við- skiptavinahópinn, til dæmis með því hleypa að efnuðum útlendingum. Leyfdu villtustu draumum bragðlaukanna að rœtast Á hlaðborðitiu eru m.a. eftirtaldir réttir: Ofnsteikt villigœs með portvinssósu Villiandarbringur að hætti hússins Hreindýrabuff í gráðaostasósu Heilsteiktur hreindýravöðvi Rjúpusúpa Hreindýrasmásteik „Flambé" Villigæsasmásteik með tittuberjasósu Reyktar endur með hrútaberjasósu Heitreyktur svartfugl Andalifrarkœfa með rúsínum og eplum í scetu vini Svartfugls „Paté" Hreindýra „Terrine" Villigœsa „Paté“ Svartfuglsbringur með íslenskum kryddjurtum Reyktar lundabringur Koníaksgrafin viUigæsabringa Birkisaltað lambalæri Lambahryggvöðvi með hnetum og sveppafyllingu Norðlensk smalaskinka að hœtti „Kristjáns" Lambasmásteik ..Flambé" Marineraður hvalur i soja og engifer Villiandargalantin Villisveppir í smjörkænum Heitreykt fjallableikja Appelsínulegin sjóbleikja Laxakótelettur með „Hollandaisesósu “ Reykturbx með piparrótarsósu Graflax með sinnepssósu Reyktur áll Ostar í úrvali Allt með tilheyrandi meðlæti Rétta aukil Við munum einnig töfra fram ýmsa aðra forvitnilega oggómsæta rétti úr íslensku vilubráðinni að hætti Lyon búa. við Óðinstorg Borðapantanir í síma 552 5090 Bonne appetit! Borðapantanir t sima 562 0200 .Perl msvenm Vegna mikilla vinsælda villi- bráðarhlaðborðsins, höfum við ákveðið að framlengja veisluna. íslenska villibráðin, að hætti frönsku stjömukokkana ffá Michelin veitinga- staðnum Les Cédres í Lyon, verður því borin fram í kvöld og föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld. - kontið svöng. Sérvalin Cötes du Rhöne vín frá M. Chapou tier verða á villibráðarvínseðli okkar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.