Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
HELMUT Kohl, kanslari Þýskalands, var í gær í opinberri heim-
sókn á Filippseyjum og myndin var tekin þegar hann var gerður
að heiðursdoktor við háskóla í Manila.
„Eilífðarkanslarinn“
slær met Adenauers
Bonn. Reuter.
HELMUT Kohl slær í dag met
Konrads Adenauers og hefur
gegnt embætti kanslara Þýska-
lands Iengur en nokkur annar eft-
ir síðari heimsstyrjöld - í 14 ár
og einn mánuð, eða 5.145 daga.
Kohl segist vilja gera sem
minnst úr metinu og verður ekki
í Þýskalandi þegar þess verður
minnst. Hann er nú í opinberri
ferðí Asiu.
„Ég vakna ekki á hverjum
morgni og tel dagana eins og nýl-
iði í hernum,“ sagði hann og hló
þegar hann var spurður um metið
nýlega. „Það væri fáránlegt - ég
nýt lífsins of mikið til að standa
í slíku.“
Kanslarinn hefur þó ekki verið
tregur til að veita viðtöl í tilefni
„k-dagsins“ eins og aðstoðarmenn
hans nefna þessi tímamót. Metið
fær mikla umfjöllun í blöðum og
sjónvarpsstöðvum, auk þess sem
bækur hafa verið gefnar út um
„Eilífðarkanslarann" eins og Kohl
hefur verið nefndur í Der Spieg-
el, tímariti sem hefur verið svo
gagnrýnið á störf hans að hann
hefur neitað að lesa það.
í viðtölunum ræðir Kohl um
æsku sína, Adenauer Iæriföður
sinn, sameiningu Þýskalands árið
1990 og drauminn um sameinaða
Evrópu. Hann forðast hins vegar
að ræða tímamótin sjálf og hvort
hann hyggist slá met, járnkansl-
arans" Ottos von Bismarcks, sem
gegndi embættinu í 19 ár á öld-
inni sem leið.
Fyrrv. ráðherra sagður hafa njósnað fyrir A-Evrópuríki
Mitterrand ákvað að
þagga málið niður
París. Reuter.
BÚLGARSKA leyniþjónustan kom
fyrir fjórum árum þeim upplýsing-
um til frönsku leyniþjónustunnar,
að Charles Hernu, varnarmálaráð-
herra í stjórn sósíalista á árunum
1982-’85, hefði njósnað fyrir
austantjaldsríkin snemma á ferli
sínum sem stjórnmálamaður. Kom
þetta fram hjá Jacques Fournet,
fyrrverandi yfirmanni DST, frönsku
gagnnjósnanna, í gær.
Fournet kvaðst hafa farið með
upplýsingarnar til Francois Mitterr-
ands, þáverandi forseta, en hann
hefði ákveðið að flokka þær með
ríkisleyndarmálum þar sem Hemu
var þá látinn og því ekki til and-
svara. Fournet sagði, að DST hefði
ekki tekist að sannreyna þessar
upplýsingar Búlgaranna og teldi
þær raunar fremur grunsamlegar.
Ráðinn 1953
Vikublaðið L’Express sagði frá
því í fyrradag, að Hemu hefði
njósnað fyrir Sovétríkin og Austur-
Evrópuríkin á sjötta og sjöunda ára-
tugnum og að sögn blaðsins var það
búlgarskur njósnari, sem fékk hann
til starfans í París 1953 og síðan
hefðu Búlgarar, Rúmenar og Sovét-
menn séð um að greiða honum fyrir
upplýsingar um franska pólitík í að
minnsta kosti áratug. IJkti blaðið
þessu við njósnahneykslin í kringum
Kim Philby í Bretlandi og Gunther
Guillaume í Vestur-Þýskalandi.
Franska dagblaðið Le Monde
skýrði svo frá því í gær,
að breska leyniþjónustan
hefði eftir hrun komm-
únismans komist yfir
njósnaskýrslur frá austan-
tjaldslöndum og 1993 hefði
hún afhent frönskum
stjórnvöldum lista með
nöfnum 300 manna í
frönsku utanríkisþjón-
ustunni, sem njósnað hefðu
fyrir Austur-Evrópuríki.
Engin opinber viðbrögð
voru við þessari frétt í gær.
Hvatt til rannsóknar
„Ég er alveg forviða. Ég vissi
ekkert um þetta frekar en aðrir,“
sagði Jacques Delors, fyrrverandi
flármálaráðherra, í viðtali við út-
varpsstöðina Europe-1 í gær.
Kvaðst hann ekki vilja trúa þessum
fréttum fremur en aðrir vinir Hem-
us, sem lést 1990, en sagði nauð-
synlegt, að málið yrði rannsakað.
Yves Bonnet, sem var yfirmaður
gagnnjósnanna 1982-’85, sagði í
gær, að hugsanlegt væri, að ein-
hvetjir austantjaldsnjósnarar hefðu
gert sig til við Hemu snemma á
hans pólitíska ferli en það út af
fyrir sig ætti ekki að sverta störf
hans síðar á ævinni. „Sem varnar-
málaráðherra sýndi hann ekki að-
eins Sovétríkjunum fulla hörku,
heldur einnig leiðtoga franska
kommúnistaflokksins," sagði Bonn-
et og Pierre Marion, fyrrverandi
yfirmaður leyniþjónustu
hersins, sagði, að Hernu
hefði verið ákveðinn and-
kommúnisti. „Ef það
fínnast hins vegar vísbend-
ingar um annað, þá á að
kanna það,“ sagði hann.
Hótar málshöfðun
Patrice, sonur Charles
Hernu, hefur skorað á
Jacques Chirac, forseta
Frakklands, að upplýsa
þetta mál og jafnframt hótar hann
að höfða mál á hendur L’Express
fyrir „samsetninginn".
L’Express sagði, að Hemu hefði
haft dulnefnin „Andre“ eða „Dinu“
og fengið mánaðarlega nokkra tugi
þúsunda króna í laun fyrir störf
sín, þar á meðal fyrir úttekt á
ýmsum stjórnmálamönnum á borð
við Mitterrand. Sagði blaðið, að
1958 hefði Hernu fengið tæplega
fjórar milljónir kr. í einu lagi til að
fjármagna baráttu sína fyrir þing-
sæti en hefði samt sem áður tapað
kosningunum.
Hemu neyddist til að segja af sér
embætti þegar upp komst, að
franskir leyniþjónustumenn höfðu
sökkt grænfriðungaskipinu Rainbow
Warrior í höfninni í Auckland á
Nýja Sjálandi. Höfðu grænfriðungar
þá uppi mótmæli við kjamorku-
sprengingum Frakka í Suður-Kyrra-
hafi.
Charles Hemu
Forsætisráðherrar Portúgals og Spánar funda
Stefnt eindregið
á aðild að EMU
Reuter
JOSÉ Aznar og Antonio Guterres eru sannfærðir um að lönd
þeirra verði í hópi stofnríkja Efnahags- og myntbandalagsins.
Ponta Delgada, Brussel. Reuter.
JOSÉ Aznar, forsætisráðherra
Spánar, og Antonio Guterres,
starfsbróðir hans í Portúgal, áttu
með sér fund á Azoreyjum í gær
og fyrradag og lýstu yfír eindregn-
um vilja ríkisstjórna sinna til að
löndin tvö á Pýreneaskaganum yrðu
í hópi stofnríkja Efnahags- og
myntbandalags Evrópu, EMU.
Forsætisráðherramir útilokuðu
að nokkur seinkun yrði á áætlun
ESB um upptöku sameiginlegu
myntarinnar, evró, í ársbyijun
1999.
„Portúgal og Spánn vilja ekki
láta fara með sig eins og jaðarríki
í málum, sem varða hinn sameigin-
lega gjaldmiðil," sagði efnahags-
málaráðherra Portúgals, Augusto
Mateus, eftir fund með spænskum
kollega sínum, Rodrigo Rato. „Rík-
in vilja vera í hringiðu hinnar póli-
tísku umræðu í Evrópu. Portúgal
og Spánn eru því andsnúin seinkun
á upptöku sameiginlegrar Evrópu-
myntar.“
Mateus sagði að bæði ríkin
myndu uppfylla skilyrði Maastricht-
sáttmálans fyrir þátttöku í EMU á
næsta ári. Samkvæmt spám, sem
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hyggst birta í næstu viku,
vantar þó bæði löndin herzlumun-
inn.
Hagfræðingar gera ráð fyrir að
hagspám framkvæmdastjómarinn-
ar verði tekið með fyrirvara á fjár-
málamörkuðum. í spánum er gert
ráð fyrir að fjárlagahalli í bæði
Þýzkalandi og Frakklandi verði á
næsta ári minni en þau 3% af vergri
landsframleiðslu, sem Maastricht-
sáttmálinn kveður á um.
Framkvæmdastjórnin
ekki hlutlaus
Sérfræðingar segja að fram-
kvæmdastjórnin sé ekki bezt í stakk
búin til að leggja hlutlaust mat á
frammistöðu aðildarríkjanna í efna-
hagsmálum, þar sem það sé jafn-
framt hlutverk hennar að tryggja
að EMU-áformin verði að veruleika.
„Vandamálið er að ef fram-
kvæmdastjómin gefur upp tölu um
fjárlagahallann, sem er hærri en
3%, er hún að koma sjálfri sér í
vandræði,“ segir Holger Schmeid-
ing, yfírhagfræðingur hjá Merrill
Lynch í Frankfurt. „Ef hún hins
vegar gefur út tölu, sem er 3% eða
lægri, mun engjnn trúa henni."
EMU snýst um
stöðugleika
Efnahagsráðherra Dana harmar
skilningsleysi landa sinna á eðli EMU
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÞÓ MARIANNE
Jelved, efnahagsráð-
herra Dana, gleðjist
yfír styrku efnahags-
lífi Dana og líkur séu
á að þeir geti því
gert sérsamninga við
væntanlegan evr-
ópskan seðlabanka
segir hún í samtali
við Morgunblaðið það
angri sig að landar
sínir kjósi að standa
utan Efnahags- og
myntbandalags Evr-
ópu (EMU), því þar
með leggi þeir ekki
sitt af mörkum til
stöðugleika í Evrópu. í sínum
huga sé myntbandalagið ekki að-
eins efnahagsdæmi, heldur snúist
það um að leggja gmndvöll að
evrópskum stöðugleika.
Fyrir skömmu léði fram-
kvæmdastjórn Evrópusambands-
ins máls á að sökum styrks efna-
hagslífs gætu Danir átt von á
nánu sambandi við væntanlegan
evrópskan seðlabanka og þyrftu
þá ekki að vera i vafasömu sam-
floti við gjaldmiðla, sem metnir
eru of veikir til að vera með í
myntbandalaginu. Danir gætu þá
átt von á stöðugri krónu og lágum
vöxtum rétt eins og myntbanda-
lagslöndin. Aðspurð hvort slíkur
stöðugleiki drægi þá ekki úr þörf
Dana á aðild að myntbandalaginu
svaraði Jelved að í sínum huga
væru ekki fyrst og fremst efna-
hagsleg rök fyrir danskri aðild.
Vissulega gætu Dan-
ir haft efni á að
standa utan banda-
lagsins, sem snerist
um nána efnahags-
samvinnu.
Danir
einangraðir
utan EMU?
Spumingin væri
hins vegar hvað
gerðist ef flest ESB-
löndin yrðu meðlimir
í myntbandalaginu.
Að sögn Jelveds gæti
afleiðingin orðið sú
að þar myndaðist
samannjörvaður klúbbur, sem
ekki starfaði aðeins saman á hin-
um efnahagslega vettvangi, held-
ur einnig á hinum pólitíska. Slíkt
gæti varla leitt til annars en ein-
angranar Dana.
Auk þessa benti Jelved á að
leiðin sem Evrópusamstarfínu
væri ætlað að feta ætti að leiða
til aukins stöðugleika í Evrópu.
Til þessa þyrftu öll löndin að
leggja fram sinn skerf og sá skerf-
ur væri hluti af frelsi hvers lands.
En það væri ekki um að ræða að
gefa eitthvað frá sér, heldur að
gefa í sameign til að eignast hlut-
deild í henni með hinum löndun-
um. „Það angrar mig að Dönum
skuli fínnast að þeir þurfí ekki að
leggja neitt af mörkum til þessa
takmarks. Sjálf vil ég geta sagt
við barnabörn mín: Ég lagði mitt
af mörkum.”
Marianne Jelved