Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 28
28 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
it"/'
^~*VL AJL4$/&á «ic/4
*\4*AA^ **#<&
^ ^ád^yv^ ■. Æ* «U«&*»"&* I
jfi4c«ML >;' ^. <# ^
yy<fk **'■ a/K*- '//***”o
/í*V*~-«rf4Á»"V t.t<M^wr444 4
/T k/n^ foU**eAnyLtJJf£
'W^y%vl a*-4cuv-Ú Átnx /*2t £rc*tt*f$ri/ Lítáé Á4,
' . Jy »*rnt4y <9f *A****~
Hoví^ /i*'‘-f-£:‘$<"r ffo«t*-' -£*’ic*4, v»t
&j*&#rrY\L' /ý*te VJ* ¥. #JV)4*-r». *», j ,
%fAtv/htunyY+fléh/ÁJk*^í«*"*,ji|l 4*L-*«4:.^*«*!!S*cl
ívr»ít,'^ C>1 M4f V***vy <j> ' /L~f.
/i'J- t^fm»ék r« **.-vrí?** mJSL. > *y A/t’/'ti.** 4-í**’**'fÚÁ.-AC?
Bréf Gandhis á
uppboð
BRÉF og minnis-
blöð sem Mahatma
Gandhi skrifaði
skömmu fyrir
dauða sinn, verða
boðin upp í London
um miðjan nóvem-
ber, en þau komu í
leitirnar fyrir
skemmstu. Búist er
við því að um 1
milljón punda, rúm-
ar 100 milljónir ísl.
kr., fáist fyrir bréf-
in, sem eru um 70
talsins. Þau eru
skrifuð síðustu sex
mánuðina sem
Gandhi lifði, en
hann var myrtur í
janúar 1948.
I bréfunum ræðir
hann um gildi frið-
ar og sannleika, og
vitnar í ægikraft
kjarnorkusprengj-
unnar sem eyddi Hiroshima og
Nagasaki, tveimur árum fyrr.
Bréfin og minnisbiöðin eru úr
skrifblokkum, skrifuð aftan á
umslög eða bætt við bréf sem
honum bárust. Þau eru skrifuð á
ensku, en Gandhi lærði lögfræði
í London. Ritari hans þýddi skrif
Gandhis yfir á hindi, en vegna
þessarar tvöföldu þýðingar eru
margir textar Gandhis taldir óá-
reiðanlegir.
Ritari Gandhis, V. Kalyanam,
hélt skjölunum til haga, en hann
er nú á áttræðisaldri. Gaf hann
góðgerðarsamtökum bréfin, svo
þau gætu hagnast á sölu þeirra
og reist hof í hindúasið í Madras.
Eitt bréfanna er svar til Mount-
battens lávarðar, sem var yf-
irlandstjóri Ind-
lands. Neitar Gand-
hi þar fullyrðingu
lávarðarins um að
hindúar hefðu
aldrei leyft skipt-
ingu Indlands (í
Indland og Pakist-
an) hefðu þeir
nokkru um hana
ráðið en ekki verið
þvingaðir til að
samþykkja hana af
breskum stjórn-
völdum.
í öðru bréfi ber
Gandhi lof á
Churchill fyrir að
fordæma „morð og
annan hrylling sem
þjóðir, sem hafi
hlotnast sú náðar-
gjöf að geta skapað
háþróuð menning-
arsamfélög, kalli
yfir hverja aðra
með villimennsku“.
Einna merkust eru þó bréf sem
honum bárust og hann bætti eigin
athugasemdum við. Bera þau vott
um þann geysilega þrýsting sem
var á Gandhi og í einu þeirra er
svo að segja sagt til um dauða
hans, en það barst frá mennta-
manni í Kalkútta. „Hin raunveru-
lega niðurstaða föstu yðar í Kalk-
útta er mikill ávinningur fyrir
Pakistan en álitshnekkir fyrir Ind-
land. Ó vei! Og að þetta skuli runn-
ið undan rifjum yðar! Ég er
hræddur um að aðrir en múslimar
hafi misst trúna á yður. Þeir hafa
ekki samúð með málstað yðar.“
Hindúískur öfgamaður myrti
Gandhi nokkrum dögum eftir að
honum barst þetta bréf.
Mahatma Gandhi
Morgunblaðið/Kristinn
GUNNAR J. Straumland: „Þá Iét Drottinn Guð fastan svefn falla
á manninn. Og er hann var sofnaður, tók hann eitt af rifjum
hans og fyllti aftur með holdi.“ I. Mósebók, 2.21.
Framlag
til sköp-
unar-
sögunnar
MYNPPST
Við Hamarinn
MÁLVERK OG BLÖNDUÐ
TÆKNI
Gunnar J. Straumland og Helgi
Hjaltalín Eyjólfsson. Við Hamarinn:
Opið kl. 14-18 alla daga til 3. nóvem-
ber; aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er ýmislegt óvenjulegt við þá
sýningu sem senn fer að ljúka í sýn-
ingarsalnum Við Hamarinn við
Strandgötuna í Hafnarfírði. Hið
fyrsta er að hér eru sýnd saman verk
unnin með afar ólíkum aðferðum sem
þó virðast falla ágætlega saman þeg-
ar á heildina er litið; annað er að hér
eru tveir ungir myndlistarmenn að
fjalla um samband nútímamannsins
við Guð sinn með beinni hætti en oft
hefur sést áður. Loks ber að nefna
að - því miður - mun þetta vera
síðasta sýningin sem haldin verður á
þessum vettvangi að sinni þar sem
rekstri salarins verður nú hætt.
Gunnar J. Straumland hélt stóra
einkasýningu í Listasafninu á Akur-
eyri í vor og skrifaði þann texta sem
hann birtir hér; Helgi Hjaltalín lýsir
sig sammála öllu sem þar er nefnt
þannig að hér er kominn nokkur
formáli að sýningu þeirra félaga.
Viðfangsefni Gunnars í þeim orð-
um jafnt sem í málverkum hans á
sýningunni er með hveijum hætti
nútímamaðurinn, og einkum lista-
maðurinn, nálgast sinn Guð. Hér
má finna sterkar samsvaranir milli
orða og verka; hann telur að menn
gleymi sér gjarna og dægurflugur
verði að suðandi flugnageri (dopp-
urnar í málverkunum?) í stað þess
að huga að kjarnanum sjálfum -
manninum, trúarþörf hans og vitund
um nálægð Guðs, hveiju nafni sem
hann nefnir hann.
Málverkin sem Gunnar sýnir hér
bera annaðhvort yfirskriftina „Úr
syrpu lífrænna helgimynda“, eru alt-
aristöflur eða tileinkaðar ákveðnum
ritningargreinum úr sköpunarsög-
unni. Má segja að nálgun hans við
myndefnin séu frá lífinu fremur en
andanum; sköpun mannsins (nr. 4)
sýnir frumurnar nálgast hvor aðra
áður en þær steypast í heila mann-
veru, og sköpun konunnar (nr. 7)
minnir á þann líffæraflutning, sem
sköpunarsagan lýsir.
Hér er skemmtilega unnið með
eilíf viðfangsefni, sem Gunnar hefur
greinilega velt mikið fyrir sér.
Verk Helga eru allt annars eðlis,
en eiga sér þó samhljóm með mál-
verkunum þegar á heildina er litið.
Verk undir heitinu „Verðmæti" sýna
þetta vel; þau geta falist í beinhörð-
um peningum, eða í þeim hlutum,
sem þeir greiða fyrir - hirslum til
að geyma, verkfærum til að vinna
með, hreinlætisvörum - eða í þeim
andlegu verðmætum, sem málverkin
sýna.
Örlítið verk sem heitir „Krossfest-
ingarmynd" er síðan hvoru tveggja
í senn, tilvísun í trúna og ábending
um hversu einföld framsetning listar-
innar getur verið á flóknustu við-
fangsefnum mannlífsins.
Það er leitt til þess að vita að
þessi sýningarstaður sé nú að hverfa
af vettvangi, eftir tvöfalda lífdaga
(sem „Portið" og síðar „Við Hamar-
inn“). Það verður eftirsjá að honum,
en þar hafa verið haldnar margar
áhugaverðar sýningar, og einkum
hafa hinir yngstu átt þess kost að
koma sér þar á framfæri og vekja
athygli sem hefur síðan skilað þeim
lengra áleiðis í listheiminum. Stað-
setningin - lítið eitt úr leið miðað
við aðra sýningarstaði í Hafnarfírði
- kann að ráða miklu um að aðsókn-
in hefur e.t.v. ekki alltaf verið mikil.
En það eru gömul sannindi og ný
að fjöldi gesta segir ekki allt um
gæði þess sem boðið er upp á, og
því geta sýnendur hér í gegnum tíð-
ina borið höfuðið hátt í trausti þess
að þeir hafi sýnt sitt besta, þó við-
brögðin hafi mátt vera betri.
Listunnendur eru hvattir til að líta
á þessa sýningu, bæði fyrir eigið
ágæti og sem síðasta virðingarvott
við gróskumikinn sýningarstað sem
vonandi á eftir að þjóna iistinn að
nýju þó síðar verði.
Eiríkur Þorláksson
SKAGFIRSKA söngsveitín
ELEGÍA
TONLIST
Hljómdiskar
ELEGÍA
Gunnar Kvaran (selló), Selma Guð-
mundsdóttir (píanó). „Elegia“ er
helguð minningu Guðmundar Tóm-
assonar Arnasonar (f. 21.1.1969 -
d. 27.11.1994). Upptaka: Bjarni Rún-
ar Bjamason og Hreinn Valdimars-
son. Hljóðritað í Víðistaðakirkju 2.
og 3. júlí 1996. útgefandi og dreif-
ing: Japis JAP 9640-2
„ORÐIÐ Elegía kemur úr grísku
og hefur fengið merkinguna sakn-
aðarljóð á íslensku. Söknuður felur
í sér að við höfum átt og misst, en
minningin lifir áfram og með henni
þráin eftir því sem eitt sinn var.
Sorgin nístir, því í aiveldi sínu ýtir
hún öllu öðru til hliðar. Söknuðurinn
fer öðruvísi að. Hann nærist á því
sem eitt sinn var, tekur sér bólfestu
I fylgsnum sálarlífsins og þaðan
starfar hið horfna áfram, oftast á
Ijúfsáran hátt.“
Þessi hljómdiskur er fögur stað-
setning á framangreindum orðum
Halldórs Hansens í bæklingi. Efnis-
val og einlægur en karaktermikill
leikur Gunnars Kvarans og Selmu
Guðmundsdóttur tjá ekki aðeins
söknuðinn; túlkunin, laus við svo-
kallaða tilfinningasemi, lyftir treg-
anum í þróttmikið og hrífandi tón-
mál, sem veitir sálinni huggun og
næringu og huganum styrk.
Lögin á hljómdiskinum eru þekkt-
ar perlur, sem eiga það sameigin-
legt að vera „hæglát og innhverf
tónaljóð með tregablöndnum undir-
tóni“. Samt er blær þeirra ólíkur.
Sum eru samin fyrir selló (t.d. Svan-
urinn eftir Saint-Saéns og Elegía
Faurés), en flest eru þetta alþekkt
sönglög (Vókalísa Rachmaninoffs,
Á vængjum söngsins eftir Mend-
elssohn, Litanie og Nacht und Trá-
ume eftir Schubert. Einnig þijú ís-
lensk sönglög, Nótt Árna Thor-
steinssonar, Sofðu, sofðu góði eftir
Sigvalda Kaldalóns og Sofnar lóa
eftir Sigfús Einarsson). Einnig lög
samin fyrir hljómsveit og önnur fyr-
ir píanó (Chanson Triste eftir Tcha-
ikovsky). Hér er söngur úr Tannhá-
user, Til kvöldstjömunnar, í úts.
Selmu Guðmundsdóttur o.s.frv.
Gabriel Fauré hefur lengi verið í
sérstöku uppáhaldi hjá undirrituð-
um, en hljómdiskurinn endar á
þremur lögum eða tónaljóðum eftir
hann (Aprés un reve í útsetn. Ca-
sals, Sicilienne og Élégie). Ekki
minnist ég þess að hafa áður heyrt
Elegíuna flutta af jafn skapheitu
innsæi - mér liggur við að segja
„raunsæi". Sama má segja um Eleg-
íu Massenets (fyrsta lagið á diskin-
um). Hér höfum við, strax í fyrstu
hendingum sellósins, þróttmiklar (og
kórréttar) áherslur og fínlegar fras-
eringar, sem - ásamt voldugum
syngjandi tóni - einkenna sellóleik
Gunnars Kvarans sem endranær.
Píanóleikur Selmu Guðmundsdóttur
er fallegur og skilmerkilegur, ber
vott um tónlistarþroska og sterkan
persónuleika. Báðir listamennirnir
hafa ríka tilfmningu fyrir línu og
strúktúr. Bösendorferinn, sem Selma
leikur á að þessu sinni, hefur þann
„persónuiega" hljóm sem á vel við í
þessum flutningi. (Annars hefur
manni skilist að persónuleikar þeirra
sem hafa hljóðfærið og tónlistina á
valdi sínu móti tóninn og gefi honum
lit, ekki síður en hljóðfærið sjálft,
einsog dæmin raunar sýna.)
Hljóðritun, sem fór fram í kirkju,
er mjög góð - minnir meira á lítinn
hljómleikasal, með miklum og góð-
um hljómburði, en stúdíó.
Oddur Björnsson
Tónleikar
í Holtum
og Selfossi
VETRARSTARF Skagfirsku
söngsveitarinnar í Reykjavík
hófst um miðjan september og er
verið að æfa fyrir tónleika sem
halda á að Laugalandi í Holtum
og I Selfosskirkju sunnudaginn
3. nóvember. Einsöngvarar í þess-
ari tónleikaferð verða Elín Ósk
Óskarsdóttír, Guðmundur Sig-
urðsson og Þorgeir J. Andrésson.
Vortónleikar verða á sínum
stað við sumarkomu og áætlað er
að fara á sæluviku Skagfirðinga,
sem er yfirleitt í aprílmánuði.
Síðasta starfsár var fjölbreytt
og var kórnum hvarvetna vel
tekið.