Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 33

Morgunblaðið - 31.10.1996, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 33 FRÉTTIR ERLEND HLUTABRÉF Reuter, 30. október. NEW YORK NAFN LV LG DowJones Ind 6006,27 (5967,14) Allied SignalCo 64,125 (62,75) AluminCoof Amer.. 59,875 (59,75) Amer Express Co.... 46,125 (46) AmerTel&Tel 35,25 (35,75) Betlehem Steel 7,875 (8) Boeing Co 93,875 (93,75) Caterpillar 70,125 (69,5) Chevron Corp 66,875 (65.75) Coca Cola Co 50 (49,5) Walt Disney Co 66 (65,875) Du Pont Co 93,5 (93,25) Eastman Kodak 77,625 (76,375) Exxon CP 89,625 (87,75) General Electric 96,25 (95,25) General Motors 54 (53,875) GoodyearTire 45,625 (45,5) Intl Bus Machine 127,125 (125,625) Intl PaperCo 43,125 (42,875) McDonalds Corp 44,75 (44) Merck &Co 73,625 (72,375) Minnesota Mining ... 76 (75,625) JP Morgan &Co 85,25 (84,625) Phillip Morris 94 (93,25) Procter&Gamble.... 97,625 (95,625) Sears Roebuck 47,625 (48,375) Texaco Inc 103,125 (101,375) Union Carbide 42,375 (42) UnitedTch 124,875 (126,375) Westingouse Elec... 17,375 (17,5) Woolworth Corp 21,125 (21,5) S & P 500 Index 701,66 (696,78) Apple Comp Inc 23,75 (24) Compaq Computer. 68,75 (67,625) Chase Manhattan ... 85 (83,75) ChryslerCorp 33,625 (33,5) Citicorp 98,5 (95,875) Digital Equip CP 29,125 (29,75) Ford MotorCo 30,875 (31,125) Hewlett-Packard 44,25 (44,375) LONDON FT-SE 100 Index 3959,3 (3994,7) BarclaysPLC 948 (971) British Airways 561 (556,5) BR Petroleum Co 656 (663) British Telecom 349 (350) GlaxoHoldings 956 (968,75) Granda Met PLC 465 (468,5) ICI PLC 794,5 (806) Marks & Spencer.... 514 (521,5) Pearson PLC 752,5 (746) Reuters Hlds 774 . (773) Royal&Sun All 413 (417,5) ShellTrnpt(REG) .... 1018,25 (1035) ThornEMIPLC 1215 (1230) Unilever 1288 (1295) FRANKFURT Commerzbk Index... 2678,73 (2673,62) ADIDASAG 132,2 (132) Allianz AG hldg 2732 (2765) BASFAG 48,86 (48,8) Bay Mot Werke 890,5 (887,5) Commerzbank AG... 34,2 (33,95) DaimlerBenz AG 89 (89,15) Deutsche Bank AG.. 70,85 (70,36) Dresdner Bank AG... 41 (40,85) Feldmuehle Nobel... 308 (305,5) Hoechst AG 57,15 (57,13) Karstadt 549 (550) KloecknerHB DT 7,15 (7,25) DT Lufthansa AG 20,2 (20,02) ManAGSTAKT 373,5 (376) Mannesmann AG.... 587 (682,5) Siemens Nixdorf 2,15 (2,2) Preussag AG 368,5 (367,5) Schering AG 121,7 (122) Siemens 78,95 (78,52) Thyssen AG 267 (269,9) Veba AG 81,3 (81,1) Viag 558,6 (555,5) Volkswagen AG 600,75 (590) TÓKÝÓ Nikkei 225 Index 20681,67 (20958,08) Asahi Glass 1200 (1200) Tky-Mitsub. banki.... 2330 (2350) Canon Inc 2220 (2200) Daichi Kangyo BK.... 1880 (1870) Hitachi 1020 (1020) Jal 680 (686) Matsushita EIND.... 1850 (1850) Mitsubishi HVY 889 (886) MitsuiCoLTD 939 (943) Nec Corporation 1250 (1240) NikonCorp 1260 (1270) Pioneer Electron 2250 (2250) Sanyo Elec Co 557 (569) Sharp Corp 1730 (1720) Sony Corp 6880 (6890) Sumitomo Bank 1980 (1980) Toyota MotorCo 2730 (2730) KAUPMANNAHOFN Bourse Index 445,18 (445,46) Novo-Nordisk AS 974 (969) Baltica Holding 123 (124) Danske Bank 415 (417) Sophus Berend B .... 719 (717) ISS Int. Serv. Syst.... 163 (163) Danisco 335 (335) UnidanmarkA 267 (270) D/S Svenborg A 207000 (205000) Carlsberg A 364 (371) D/S 1912 B 145000 (144000) Jyske Bank 421 (417) ÓSLÓ OsloTotal IND 869,29 (869,45) Norsk Hydro 296 (297,5) Bergesen B 139 (141) Hafslund AFr 47 (46,5) Kvaerner A 241 (240) Saga Pet Fr 101,5 (104,5) Orkla-Borreg. B 374 (373) Elkem A Fr 86 (88) Den Nor. Oljes 13,4 (13,4) STOKKHÓLMUR Stockholm Fond 2104,63 (2123,57) Astra A 297,5 (303) Electrolux 370 (396) EricssonTel 181 (185) ASEA 737 (735) Sandvik 153,5 (154) Volvo 133,5 (134) S-E Banken 54,5 (55) SCA 140,5 (141) Sv. Handelsb 160,5 (162) Stora 86 (87.5) Verð á hlut er í gjaldmiðli viðkomandi lands. I London er verðið í pensum. LV: verð við | lokun markaöa. LG: lokunarverð daginn áður. | Hlutafjáraukning o g nýir eignar- aðilar að Stöð 3 STJÓRN íslenskrar margmiðlunar hf. sendi Morgunblaðinu eftirfar- andi fréttatilkynningu í gærkveldi: „Fyrirtækið íslensk margmiðlun hf. hefur yfirtekið rekstur Stöðvar 3 frá og með deginum í dag af íslenska sjónvarpinu hf. íslenska sjónvarpið hf. mun þó áfram ann- ast rekstur sjónvarpsrása, sem fé- lagið hefur yfir að ráða í dag, en gerður hefur verið samstarfssamn- ingur milli félaganna um rekstur þeirra sjónvarpsrása, sem félögin hafa yfir að ráða. Jafnframt hefur hlutafé ís- lenskrar margmiðlunar hf. verið aukið í 160 milljónir króna og eru helstu hluthafar Burðarás hf., Festing hf., Árvakur hf., Sambíóin, G. Jóhannsson ehf., Eignarhaldsfé- lagið Alþýðubankinn hf., Þróunar- félag íslands hf., Vátryggingafé- lag Islands hf., íslensk endurtrygg- ing hf., Skeljungur hf., Vífilfell hf. og Japis hf. Stöð 3 hefur verið í rekstrarerf- iðleikum undanfarna mánuði vegna vanefnda amerísks framleið- anda á myndlyklum fyrir stöðina. Þess í stað hefur verið gengið frá kaupum á einu fullkomnasta myndlyklakerfi, sem fáanlegt er á almennum markaði í dag, og eru um 7 milljónir myndlykla þessarar gerðar í notkun í Evrópu. Mynd- lyklamir eru með sérstakan búnað, sem gefur áhorfandanum kost á að velja sér kvikmyndir eða þætti, svokallað „pay-per-view“. Slíkur búnaður nýtur nú víða vaxandi vinsælda. Á næstu vikum og mánuðum verður hlutafé aukið enn frekar í nokkrum áföngum í samræmi við áform um uppbyggingu og mark- aðssókn Stöðvar 3 og hefur nýtt hlutafé fyrir næsta áfanga þegar verið tryggt. Stefnt er að því að gera íslenska margmiðlun hf. að opnu almenningshlutafélagi með breiðri eignaraðild sem flestra landsmanna, þegar fyrstu áföng- um í uppbyggingu Stöðvar 3 er lokið. Það er stefna Stöðvar 3 að veita viðskiptavinum sínum afþreyingu, fræðslu, menningarefni og fréttir. Áhersla verður lögð á innlenda dagskrárgerð og að þjóna sem flestum landsmönnum án tilltis til aldurs, menntunar eða áhugasviðs. Sérstaklega verður lögð áhersla á að áhorfendur geti valið efni, sem hentar hverjum og einum á þeim tíma sem óskað er með þeim val- möguleikum sem nýr myndlykill stöðvarinnar mun bjóða upp á. Nýjum myndlyklum verður dreift í desember, en þangað til hafa all- ir sem eru með örbylgjuloftnet aðgang að útsendingum Stöðvar 3. Auk dagskrárrásar Stöðvar 3 og sérstakra valrása hafa áskrif- endur Stöðvar 3 áfram aðgang að útsendingum erlendu sjónvarps- rásanna CNN, Eurosport, MTV, Discovery Channel og Cartoon Network. Stöð 3 vill marka sér ótvíræðan sess sem ábyrg og vönduð sjón- varpsstöð, sem mun veita öðrum sjónvarpsstöðvum verðuga sam- keppni. Það er skoðun nýrra eig- enda Stöðvar 3 að samkeppni sé mikilvæg á sviði fjölmiðlunar eins og á öðrum sviðum viðskipta. Meft, þátttöku í Stöð 3 vilja þeir vera þátttakendur í þeirri viðleitni að efla fjölmiðlun hér á landi og stuðla að áframhaldandi þróun og fram- förum á tímum mikilla tækniframf- ara. Jafnframt vilja þeir efla inn- lenda sjónvarpsstarfsemi og benda á að Stöð 3 er eina einkarekna sjónvarpsstöðin, sem er alfarið í eigu íslenskra aðila.“ Fjárhagsleg endur- skipulagning Islenska sjónvarpsins hf. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá stjórn íslenska sjónvarpsins hf.: „íslenska sjónvarpið hf. hefur frá og með deginum í dag leigt rekstur Stöðvar 3 til fyrirtækisins Islenskrar margmiðlunar hf. Is- lenska sjónvarpið hf. mun þó áfram annast rekstur þeirra sjón- varpsrása sem félagið hefur yfir að ráða í dag, en gerður hefur verið samstarfssamningur milli félaganna um rekstur þeirra sjón- varpsrása sem félögin hafa yfir að ráða. Jafnframt hefur félagið form- lega óskað eftir heimild Héraðs- dóms Reykjavíkur til að leita nauðasamninga um skuldir í tengslum við aðra fjárhagslega endurskipulagningu rekstrarins. Eins og kunnugt er hefur ís- lenska sjónvarpið hf. verið í rekstr- arerfiðleikum undanfarna mánuði vegna vanefnda amerísks fram- leiðanda á myndlyklum fyrir sjón- varpsreksturinn. Var samningum þar að lútandi rift í ágúst sl. og hefur verið krafist bæði tafabóta og skaðabóta vegna vanefnda framleiðandans. í fjárhagslegri endurskipulagn- ingu félagsins felst að hlutafé hef- ur þegar verið skrifað niður, rekst- ur og fastafjármunir verða seldir til Islenskrar margmiðlunar hf. og samið verður um niðurfellingu skulda. í frumvarpi að nauðasamningi er gert ráð fyrir því að samnings- kröfur verði skrifaðar niður um 65%. Tilskilin meðmæli liggja fyrir frá kröfuhöfum fyrir heimild til nauðasamningsumleitana og þegar liggur fyrir jákvæð afstaða tilskil- ins fjölda kröfuhafa til að nauða- samningar verði samþykktir. Ofangreindar aðgerðir eru for- senda þess að aflað hefur verið umtalsverðra fjármuna til að end- urreisa og byggja upp rekstur Stöðvar 3 til næstu framtíðar. Með Stöð 3 hefur verið unnið brautryðj- endastarf, sem nú mun fá verð- skuldaðan stuðning og viðurkenn- ingu.“ Olíuverð á Rotterdam-markaði, 20. ágúst til 29. okt. ... BENSÍN, dollarar/tonn 260---------------’-------------- 231,0/ 228,0 180 160 \...t..1- I t...........f—1-f 23.Á 30. 6.S 13. 20. 27. 4.0 11. 18. 25. Morgunblaðið/Halldór FRÁ sameiningarfundi Félags íslenskra fótaaðgerðafræðinga. Fótaaðgerðafræðingar í eitt félag STOFNFUNDUR Félags ís- lenskra fótaaðgerðafræðinga var haldinn á Hótel Sögu 26. október sl. Félagið verður til við samruna Félags fótaað- gerðafræðinga og Félags ís- lenskra fótafræðinga. Með þess- ari sameiningu eru allir fótaað- gerðafræðingar sameinaðir í eitt félag. Um þessar mundir eru fjögur ár liðin síðan fyrstu íslensku fótaaðgerðafræðingarnir fengu löggildingu sem heilbrigðisstétt og vinna þeir flestir á eigin stof- um við fag sitt. Lj ósmyndasamkeppni Agfa og Myndáss AF stað er farin í annað sinn ís- landskeppni Agfa og Myndáss í svarthvítri ljósmyndun. Keppnin var haldin í fyrsta sinn haustið 1995, og yfir 200 myndir voru sendar inn, segir í fréttatilkynn- ingu. Ákveðið hefur verið að hafa formið eins og áður en skipt verð- ur um dómara árlega. Dómarar að þessu sinni eru: Bragi Þór Jós- efsson, formaður Ljósmyndarafé- lags íslands, Gunnar V. Andrés- son, fréttaljósmyndari hjá DV og Einar Erlendsson, ljósmyndafræð- ingur hjá Stafræna myndasafninu. Verðlaunin verða vöruúttekt í vörum frá Agfa: 1. verðlaun eru 35.000, 2. verðlaun eru 25.000 og 3. verðlaun eru 10.000. Einnig verða 15 bestu myndirn- ar á sýningu í Myndás í desember. Hver keppandi má senda inn allt að 3 myndir, hámarksstærð 30x40. Tónaðar myndir eru leyfð- ar en handmálaðar og breyttar í tölvu ekki leyfðar. Allar myndir skulu vera merktar dulnefni. Lok- að umslag merkt dulnefni sc<gj' inniheldur nafn, heimilisfang og síma fylgi. Hægt er að senda myndirnar eða koma með þær. Heimilisfangið er: Myndás, Laugarásvegur 1, Reykjavík eða pósthólf 4086, 124 Reykjavík. Hægt verður að sækja myndimar eftir keppnina. Síðasti skiladagur er 18. nóvember. Dr. Sigurbjörn Einarsson flytur fræðsluerindi DR. SIGURBJORN Einarsson, biskup, flytur annað fræðsluer- indi sitt um Guðrækni og kristna íhugun laugardaginn 2. nóvember og verður það sjálfstætt framhald þess fyrsta og hefst kl. 11. Fræðsluerindið verður flutt í Hafnarfjarðarkirkju, því húsfyllir var í safnaðarheimilinu Strand- bergi, er hann flutti fyrsta erindi sitt þar á laugardaginn var. Eftir erindið er þátttakendum boðið upp á léttan hádegisverð í Strand- bergi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.