Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Við sumarlok Meiriháttar heilsuefrd Polbax eykur andlegt og líkamlegt þol. Blóma- frjókorn og fræfur + SOD ofnæmis- prófað. Fólk kaupir POLBAX 1 afturog aftur. Ungir sem aldnir nota POLBAX með góðum árangri. íþróttafólk notar POLBAX. Fæst hjá: Árbæjar Apóteki, Blómavali, Fjarðarkaupum, Heilsuhúsinu, Kringlunni og Skólsvörðustíg, Heilsuvali, Heilsuhominu Akureyri, Hárgrst. Hrund, Keflavík, Mosfeils Apóteki. BIO-SELEN UMB. SIMI557 6610 UMIK ANTIOXIDAMT MED SOD I. í DAG, 25. október, er síðasti dagur sumarsins. Við hjónin erum nýkomin frá Akureyri, þar sem við dvöldum í fjóra daga. Þar skiptust á skin og skúrir, en mjög gott veður á norðurleiðinni þann 19. okt. í Langadalnum rifjaðist upp ferð í Gautsdal, sem við heim- sóttum 13. september í sumar. Sjö kílómetrar eru frá þjóðvegi nr. 1 að Gautsdal, ekið um Auð- ólfsstaðaskarð. Vegurinn er góð- ur, en hliðin kannske erfið fyrir óvana, en fyrir mann, sem var í hestamennsku og fjallaferðum í 35 ár, eru þau ekkert vandamál. Dauður hrafn hangir á staur við heimreiðina að Gautsdal, aðvörun til hrafna, að þeir séu ekki vel- komnir til þess að stinga gat á rúlluplastbaggana. Það er mynd- arlegt íbúðarhús í Gautsdal, en Jón Haraldsson bóndi er ekki heima. A bakaleiðinni mætum við honum á dráttarvél sinni. Þetta er mikilúðlegur maður með mikið hár og mikið skegg, eins og sprottinn út úr íslendingasögun- um. Enda er Gautsdalur landnám- sjörð og segir svo í Landnámu: „Gautur byggði Gautsdal. Hann var einhentur." Förunautur Ævars gamla Ketilssonar, er nam Langadal og bjó í Ævarsskarði. IUÚ SKIPTIR SAMSTAÐAIU MÁLI LOKSINS ALVÖRU SAMKEPPNI Vátryggt af IBEX MOTOR POLISIES at LLOYD’S (& 511-6000 Nýjar sendingar af leburtöskum. Góð verð. ^lólaiKýcðUilúj7, lOlJQyjljaiÁ, 55!-58l4,Tax. 552-9664 2 I Útihurðir & giuggar Bíldshöföa 18 s: 5678 100, fax: 567 9080 Vélavinnum fyrir einstaklinga og fyrirtæki. tækij Ef ísland á að eiga framtíð fyrir sér sem ferðamannaland, segir Leifur Sveinsson, verðum við að umgang- ast það sem heilög vé. Skammt frá Gautsdal er Mjóidal- ur, þar sem ólst upp Sigurður Guðmundsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Báðar jarðirnar eru í Laxárdal, en Mjói- dalur nú í eyði. í greinum mínum um Svartár- dal, er ég birti í Mbl. í sumar, lét ég þess getið, að 10. júlí 1938 hefði fyrst verið ekið á bifreið úr Svartárdal í Hveravelli. Kunningi minn dró mjög í efa, að þetta gæti staðist, svo ég reit gömlum hlaupafélaga mínum úr Víða- vangshlaupi ÍR árið 1971, Bryn- leifi Steingrímssyni lækni á Sel- fossi, bréf og bað hann að rann- saka þetta mál fyrir mig. Faðir hans Steingrímur Davíðsson skólastjóri var þá vegaverkstjóri í Austurhluta Húnavatnssýslu og með í þessari för 1938. Svar Bryn- leifs var efnislega svo hljóðandi: „Ég hefi aflað mér upplýsinga va-ðandi þessa ferð þeirra Páls Sigurðssonar, síðast á Kröggólfs- stöðum í Ölfusi, áður lengi lang- ferðabílstjóri á leiðinni Reykjavík - Akureyri, og bróður hans Ingi- mars Sigurðssonar, Fagra- hvammi, Hveragerði. Þeir bræður munu hafa verið þeir, sem fóru alla leiðina. Páll átti sennilega bíl- inn. Þetta er skv. neðangreindum heimildum Ford fólksbíll, árgerð 1932. Með í för upp á heiðina, fram að Ströngukvísl, voru Stein- grímur Davíðsson, faðir minn, Gunnar Árnason, þá prestur á Æsustöðum, síðar í Kópavogi og Guðmundur Sigurðsson bóndi, Fossum í Svartárdal. Þeir fylgdu þeim og fóru með hesta fram að Ströngukvísl. Eftir því sem Þor- móður Pétursson, mágur minn, vegaverkstjóri á Blönduósi hefur sagt mér og það eftir Sigurði Guðmundssyni, Fossum, þá fóru þeir upp á brúnirnar sennilega fyrir framan bæinn að Hóli og svo fram brúnir. Svo mun hafa verið, að verðir, mæðiveikisvarnarmenn, voru á heiðinni og þeir munu hafa hjálpað þeim við að komast fyrir Ströngukvíslina og kannske eitt- hvað frekar, sem mér er ókunnugt um.“ II. Sundlaugarnar kl. 12, Kjarna- skógur kl. 17.00. Þetta eru fastir liðir í öllum Akureyrarheimsókn- um okkar hjóna. Sunnudaginn 20. okt. lítur ekki vel út með Kjarna- skógarferð, úrhellisrigning allt fram til kl. 16.30, en viti menn, það er svo til stytt upp. Við höldum af stað fram eftir og þar gengum við okkar hefðbundna hring, vor- um ein í skóginum þennan eftirm- iðdag. Loftið tært eftir rigningarn- ar, engin bílaumferð, þrestirnir flytja Skógarsinfóníuna eftir Drottin Allsheijar, hver getur beð- ið um meiri unað? Þriðjudaginn 22. okt. er enn haldið í Kjarnaskóg og nú er sólin senn að hníga til viðar, en áður verðum við vitni að stórbrotinni sjón. Roðagyllt skýin leika við him- ininn, allt frá Vaðlaheiði að Súlum er ólýsanleg litasinfónía skýjanna. SKOGAFOSS BÆRINN í Gautsdal í Austur-Húnavatnssýslu. GREINARHÖFUNDUR á lerkibekk í Kjamaskógi. Við gerum hlé á göngunni og virð- um agndofa fyrir okkur þessa opinberun haustfegurðarinnar. Slík stund lifir æ í minningunni og þessar mínútur væru einar þess virði að heimsækja Akureyri að haustlagi. III. Gestir dvöldu hjá okkur hjónum í sumar frá Ítalíu. Aðeins var dvalið á íslandi í sex daga. Ég ætlaði að sýna þeim þann fejg- ursta stað, sem ég tel vera á Is- landi, Skógafoss. Því miður varð ekki af því, vegna þess að ég lá í inflúensu allan tímann, meðan hinir ítölsku gestir dvöldu hér á landi. Þann 1. ágúst fórum við hjónin í pílagrímsför á slóðir for- feðra minna austur að Skógum undir Eyjafjöllum. Ætt mín (föð- urætt) er rakin frá Jóni ísleifs- syni lögréttumanni í Selkoti. í Selkot hafði ég aldrei komið, ekki heldur í Berjanes eða að Lamba- felli. í Seljavalladal hafði ég held- ur ekki komið lengi. Þar er stór- kostlegt að koma, nýleg sundlaug og umgengni öll til fyrirmyndar. Heimsókn í Byggðasafnið að Skógum til Þórðar safnvarðar Tómassonar er auðvitað hámark heimsóknarinnar. Við Þórður og rútubílstjóri einn tökum lagið fyr- ir hóp erlendra ferðamanna, Þórð- ur við orgelið. Endurbygging kirkjunnar í Skógum stendur nú yfir og er það stórmerkt átak. Skora ég á alla góða menn að styrkja þetta verk með áheitum og minningargjöfum. IV. Island á sér mikla framtíð sem ferðamannaland. Til þess að svo megi verða, þá er okkur skylt að umgangast landið sem heilög vé. Ekki safna bílhræjum við annan hvern bæ. Taka okkur heldur til fyrirmyndar bóndann að Stóra- hamri í Eyjafjarðarsveit, þar sem útilokað er að finna brunna eld- spýtu á hlaðinu. Hreint land, fag- urt land. Ná þessu takmarki fyrir aldamótin 2000, þannig að við getum hafið nýja öld með reisn. Reykjavík 25. október 1996. Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.