Morgunblaðið - 31.10.1996, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Hagnaður og sparifé
- Yakning
ÞAÐ hefur loðað við
Islendinga seinustu
áratugi að horfa á fjár-
hagslega velmegun sem
forréttindi ætluð ein-
hverjum öðrum. Fyrir
þessu eru ýmsar ástæð-
ur. Ein sú helsta er að
~*£blk lítur ekki á spari-
fjáreign sem nauðsyn.
Flestum fyrirtækjum er
það að ná hagnaði alger
nauðsyn. Sem eigendur
fyrirtækja mætti ætia
að við vildum sjá ágóða
af fjárfestingum okkar.
Það sama gildir hjá öll-
um þeim sem náð hafa
árangri í meðhöndlun
einkafjármála sinna. Það kemur í
ljós að munurinn á hagnaði fyrir-
tækja og sparifé einstaklinga er sára-
lítill en það fyrsta sem hægt er að
kalla mun er að annað tilheyrir eig-
endum fyrirtækja en hitt tilheyrir
^þeim sem gátu haldið eftir einhverj-
' 'ám hluta af launum sínum og lagt
til hliðar. Hins vegar má sjá að fjár-
málum fyrirtækja og heimila er á
margan hátt svipað háttað í grund-
vallarvirkni. Enda þrífast hvor-
tveggju á fjármagnsflæði. Fjármagn
flæðir um samfélagið samkvæmt
settum reglum og lýtur fæstum lög-
málum. Því er það að flest sem gild-
ir um fjármálahliðina á rekstri fyrir-
tækja gildir einnig um flármál heimil-
anna. Hvortveggju hafa útgjöld sem
mæta þarf með tekjum sem fást fyr-
selda þjónustu við markaðinn.
A annan hátt er fjármálum heim-
ila og fyrirtækja hins
vegar mismunað svo
um munar. Munurinn
sá liggur í ólíkum
grundvelli fyrir stefnu-
mótun í fjármálum
heimila og fyrirtækja.
Markmiðin sem hvor
um sig hafa með vinnu
sinni eru svo ólík að þau
ganga í kross. Til að
sýna fram á þennan
mun má segja að heim-
ilin séu stærstur hluti
þeirra fyrirtækja sem
leitast ekki beint við að
safna gróða. Ennfrem-
ur má segja að heimilin
séu einu fyrirtækin sem
leitast við að éta upp gróðann jafnóð-
um og vilja helst koma út á sléttu.
Að verða sér úti um hagnað, í þessu
tilfelli sparifé, er ekki aðalmarkmið-
ið í mótun fjármálastefnunnar og
er því varla hægt að telja það óeðli-
legt í ljósi þessa að svo fáir lands-
menn hafa náð að höndla fjárhags-
lega velmegun. Það ætti í raun eng-
an að undra en vakningar er engu
að síður þörf.
Það er ekki síst mikilvægt fyrir
okkur í viðskiptafræði að velta þessu
fyrir okkur. Horfum aðeins fram á
veginn til þess tíma er hefðbundnum
skóla lýkur og við byrjum að þjón-
usta vinnumarkaðinn fyrir alvöru.
Fyrir þeim sem ljúka námi liggur
að taka við lykilstöðum á markaðn-
um innan ýmissa fyrirtækja og
stofnana. Ef við höfum ekki tileinkað
okkur aga í stjórn okkar eigin fjár-
Sparnaður er, að mati
Garðars Sigurjóns
Garðarssonar, lykill
að velferð.
mála farsællega er hætta á að okkur
vanti vissa lykilögun í hugsunar-
hætti varðandi íjármál og getur sú
vöntun reynst fyrirtækjum beinlínis
hættuleg. Eins er okkur nauðsynlegt
að koma á fót hjá okkur sjálfum
vissu raunveruleikaskyni í með-
höndlun ijármagns. Fyrr á öldum
valdi flotaráð ensku krúnunnar skip-
herra sína nær eingöngu úr röðum
heiðursmanna. Þeir vissu að ef
drengskapur átti að vera við lýði
mundi sköpun hans og viðhald byija
og enda með skipherranum. Mótun
ástandsins var á herðum þess sem
hélt um stjórntaumana. Það sama
er uppi á teningnum í dag en nú sem
áður þurfa fyrirtæki á fólki að halda
sem kann að fara vel með fjármagn.
Því ætti þá ekki hver og einn að
byija smátt. Með því að byija smátt
minnkum við líkurnar á stóru tapi.
Hér leggst áherslan á að við þurfum
að taka í taumana á okkar eigin fjár-
málum, nokkuð sem öllum er hollt.
Gerum okkur í hugarlund að við
sjálf tækjum við stjórn fyrirtækis
sem forstjórar og gefum okkur enn
frekar að við rækjum fyrirtækið með
aðferð hins almenna borgara þ.e.
reynum að koma út á sléttu. Ég
held við getum öll verið sammála
Garðar Sigurjón
Garðarsson
um að valdatíð okkar yrði stutt,
nema eðli fyrirtækisins snúist ekki
fyrst og fremst um hagnað.
Það er gott fyrir okkur öll að
hafa ofarlega í huga að sparifé, eins
og hagnaður, er nettótekjur að frá-
dregnum heildarútgjöldum. Ekki eru
allir svo forsjálir að þeir leggi til
hliðar ef þeir eiga eitthvað eftir. Því
skulum við skilgreina hér sparifé
sem þau laun sem við greiðum okk-
ur sjálfum fyrir þá vinnu sem við
höfum innt af hendi. Þar af leiðir
að þeir sem ekkert sparifé hafa að
sýna fyrir vinnu sína hafa verið, ef
svo má segja, í launalausri vinnu
þar sem þeir greiddu sjálfum sér
engin laun. Greiddu í raun öllum
öðrum en sjálfum sér fyrir sína eig-
in vinnu og kvartanirnar halda
áfram. Vandinn liggur, eins og áður
var getið, í stefnumótuninni og ekki
síst þeim hugsunarhætti sem henni
býr að baki. Gallinn er að við lítum
svo á að hagnaður sé nauðsynlegur
fyrirtækjum en teljum aftur á móti
að það að eignast sparifé sé annað-
hvort mikið böl eða lúxus sem að-
eins er á færi fárra útvaldra. Við
lítum oft á það að eignast sparifé
sem böl, til að byija með, þar sem
við þurfum eðlilega að draga úr út-
gjöldunum til að ná fram jákvæðu
bili milli þeirra og teknanna. Til að
byrja með getur það reynst ýmsum
mjög erfitt en þeir sem ekki leggja
þetta á sig eru dæmdir til að lifa
áfram í óvissu um hvort of mikið
verði eftir af mánuðinum þegar pen-
ingana þrýtur. Einnig eigum við það
til að horfa á sparifé sem lúxus að-
eins á færi fárra útvaldra. í huga
flestra gildir að aðeins með hærri
tekjum sé hægt að eignast sparifé.
í eðli sínu sigrar þetta sjálft sig þar
sem leikurinn snýst um að spara
hluta af tekjunum og leggja til hlið-
ar. Hann snýst um að byija að vinna
úr því sem við höfum milli handanna
og vinna út frá þeirri aðstöðu sem
við óneitanlega erum í. Leikurinn
snýst ekki um meiri tekjur, sem við
ekki höfum til að byija með, en að
spila með á að vera á valdi hvers
og eins, undir eðlilegum kringum-
stæðum. Gallinn er bara að flest
sjáum við ekki að spariféð er hinn
raunverulegi arður vinnunnar sem
við seljum vinnumarkaðnum en ekki
launin. Þau eru aðeins tekjumar en
sýna ekki hversu mikið við fáum
raunverulega greitt. Því ráðum við
sjálf. í raun má segja að hver sá sem
vill hagnast á ævistarfi sínu, hver sem
starfmn er, þurfi að umbreyta hugsun
sinni um sparifé úr böli eða lúxus
aðeins á færi annarra yfir í nauðsyn-
legan og síðan eðlilegan hluta af
mynstri lífsstílsins. Stóra spurningin
er aðeins hvað við viljum sjálf.
Við nánari athugun kemur í ljós
að við munum ná tilætluðum ár-
angri í þessu sem öðru þá og því
aðeins að við höfum nógu miklar
ástæður og þar með nógu mikia
löngun í árangurinn til að leggja á
okkur erfiðið. Enn fremur sjáum við
að því sterkari sem löngunin er því
meira erum við tilbúin að leggja á
okkur. Málið snýst aftur á móti ekki
aðeins um að beita meira af vöðva-
aflsvinnu heldur gildir að beita meira
hugarafli. Sum þurfum við að læra
að beita huganum á nýjan hátt og
læra að beina hugsunum okkar í
nýjan farveg sem leiðir til fram-
kvæmda sem aftur leiða til þess að
við náum tilætluðum árangri. Ilver
fyrir sig þarf að leita og finna sér
betri stefnu í fjármálum. Stefnu sem
hentar hveijum fyrir sig.
í þessum línum hef ég lagt fyrir
þig Áárejóðskort sem sýnir leiðina til
fjárhagslegs sjálfstæðis. Fjársjóður-
inn er til staðar fyrir okkur öll og
kemur það í hlut áhugasamra að leita,
fínna og nota. Það er von mín að
þetta litla spjall hafí vakið þig til
umhugsunar og muni hjálpa þér þeg-
ar fram iíða stundir. Og vel má vera
að í þessum texta höfum við hist.
Höfundur er nemi í
viðskiptafræði.
MIKIL umræða hef-
—.ur átt sér stað að und-
anfömu um_ skipulag
orkumála á íslandi og
er slíkt af hinu góða.
Það sem hins vegar
sætir furðu er að ekk-
ert framtíðarskipulag,
né stefnumótun, hefur
verið gert fyrir eina af
mikilvægustu auðlind-
um þjóðarinnar. Nýt-
ing orku hefur verið
ofarlega á stefnuskrá
yfirvalda í mörg ár,
jafnvel áratugi, en í
stað skýrrar stefnu-
mótunar hefur algert
stefnuleysi hamlað
p^ðlilegri þróun í orku- og stóriðju-
málum.
Skipulag orkumála
Yfirvöld, þ.m.t. Landsvirkjun,
geta ekki svarað því hversu mikia
orku er hægt að virkja, hvar þessa
orku er að finna, hvað virkjunar-
framkvæmdir tækju langan tíma,
og heldur ekki hvað þær myndu
kosta. Hvers vegna er ekki búið að
búa til framtíðarskipulag um hvar,
hvað og hvernig á að virkja og
hversu mikið magn af orku er hægt
að fá á hveijum stað og hvað það
— kostar?
Slíkt skipulag á að vera til og
ætti það að ná til langs tíma, og
þá er átt við áratugaskeið, t.d. til
2025. Um væri að ræða mjög víð-
tækt skipulag því það verður að
taka fyrir mismunandi möguleika
sem upp geta komið, það verður að
liggja fyrir í hvaða röð virkja skal
—og hversu langan tíma það tekur.
Þannig væri, án mikillar fyrirhafn-
ar, hægt að svara fyrir-
spumum, frá t.d. al-
þjóðlegum stóriðjufyr-
irtækjum um afhend-
ingartíma, orkumagn
og verð.
Þetta er að sjálf-
sögðu mjög einfölduð
mynd af flóknu samn-
ingsferli sem á sér stað
milli stóriðjufyrirtækja
og yfírvalda, en stefnu-
mótun til framtíðar er
nauðsyn. Það er ekki
síður nauðsyn vegna
uppbyggingar annarra
atvinnugreina í landinu
sem byggja afkomu
sína á mörgum af sömu
auðlindum og orkuframleiðslugeir-
inn gerir. Því háttar nefnilega þann-
ig til að fossar og hverir hafa mikið
aðdráttarafl fyrir ferðamenn, jafnt
innlenda sem erlenda. Það er nauð-
Erlendir stóriðjukóngar,
segir Jón Björn Skúla-
son, eiga ekki að fá að
ráða hvar stóriðjufyrir-
tæki eru sett niður.
synlegt að flétta stefnumótun á
þessum tveimur greinum saman því
þær skarast að mörgu leyti.
Ferðaþjónusta
Hingað til hefur aðaláherslan á
landkynningu verið tvenns konar.
Annars vegar þetta hreina ósnortna
land sem býður upp á endalausa
möguleika fyrir hinn umhverfís-
væna ferðamann og hins vegar sem
ákjósanlegur staður fyrir orkufrek-
an iðnað. Svo virðist sem lítil sem
engin samvinna hafi verið á milli
þeirra aðila sem vinna að markaðs-
setningu landsins og fjármunum er
mjög misskipt til þeirrar markaðs-
setningar.
Nauðsynlegt er að gera svæða-
skipulag sem nær til framtíðar og
er mun viðameira en hingað til.
Afmarka verður þau svæði sem
hugsuð eru fyrir virkjanir, svæði
fyrir orkufrekan iðnað og fyrir
ferðamenn. Erlendir stóriðjukóngar
eiga ekki að fá að ráða hvar stóriðju-
fyrirtæki eru sett niður. Slík svæði
eiga íslendingar að afmarka sjálfir
þar sem þjóðin vill að slíkur iðnaður
sé til staðar og þá getur stóriðja
ekki verið annars staðar. Slíka af-
mörkun þarf að gera í samvinnu við
umhverfis- og náttúruverndarsjón-
armið og samtímis væri hægt að
friða önnur svæði til framtíðar og
er þá hægt að beina ferðamönnum
inn á þau.
Stefnumótun til framtíðar
íslensk yfirvöld þurfa og að gera
upp sinn hug hvert skal stefna í
framtíðinni. Vill þjóðin vera frum-
framieiðsluþjóð til framtíðar?
Stefnumótun í atvinnulífi þarf að
vera mun betur afmörkuð og ná til
framtíðar, því erfitt er að auglýsa
álver og ósnortna náttúru hlið við
hlið. Afmarka þarf betur svæði und-
ir stóriðju og þarf slík afmörkun að
vera gerð í fullu samráði við um-
hverfið og náttúruna.
Það þarf einnig að huga að öðrum
greinum atvinnulífsins t.d. hugbún-
aðargerð, matvælaiðnaði o.s.frv,
sem hafa að miklu leyti gleymst í
öllum látunum í kringum ferða-
manna- og stóriðjugeirann. í þess-
um greinum er mikil framtíð, jafn-
vel meiri en áðurnefndum greinum
því erfitt er að horfa fram hjá göll-
um þeirra, s.s. mengun sem oft fylg-
ir stóriðju og ferðamannatíma sem
er mjög stuttur.
Höfundur er atvinnumálaráðgjafi
á Reykjanesi.
ER EKKI hægt að
ætlast til þess að Morg-
unblaðið sem fer inn á
40 þúsund heimili
vandi málflutning sinn
betur? Spurt er í fram-
haldi af forystugrein
Morgunblaðsins í dag,
þriðjudag. Hún fjallar
um Reykjavíkurflug-
völl og tiígangur henn-
ar er augljóslega sá að
tyfta undirritaða enda
er leiðaravald Morgun-
blaðsins á við hvert
annað kennivaM í nú-
tímaþjóðfélagi. Ég hef
leyft mér allranáðar-
samlegast, þrátt fyrir
andbyr margra að benda á að það
sé nauðsynlegt að huga að framtíð-
inni áður en lagt er af stað með
milljarða fjárfestingu í Vatnsmýr-
inni. Ég veit að framtíðin stendur
með mér í þessu efni vegna þess að
í framtíðinni verður unnt að koma
þessum málum öðru vísi fyrir. Eins
og er kostar það mikla fjármuni að
koma fyrir hraðbraut eða lest á
milli Keflavíkur og Reykjavíkur.
Áður en Jangur tími líður verður það
breytt. Ég hélt að umfjöllun Morg-
unblaðsins um hraðlestina væri af
fróðleiksfýsn og til þess að opna
málið fyrir lesendum. í leiðaranum
kom í ljós að svo var ekki; þar var
ætlunin að finna tölu um svo háa
upphæð að undirrituð liti út eins
og skýjaglópur í besta falli. Af
hverju vill leiðarahöfundur Morg-
unblaðsins ekki leyfa sér víðsýni í
þessu efnum eins og öðrum? Hvað
er að? í þágu hvers er skrifaður
leiðari eins og forystugrein Morg-
unblaðsins í dag?
Það verður að gera við Reykja-
víkurflugvöll og það verður gert.
Það er fagnaðarefni að ráðherra
hefur loksins fallist á kröfur okkar
í þeim efnum. Borgarstjórn Reykja-
víkur telur og hefur lengi talið og
um það eru allir sammála að æf-
inga- og kennslu- og
ferjuflug þyrfti að fara
frá Reykjavíkurflug-
velli. Af hverju er það?
Það stafar af því einu
að þessi starfsemi get-
ur verið varasöm yfir
þéttbýlinu. Af hveiju
þá ekki farþegaflugið?
Það er vegna þess að
það er dýrara og erfið-
ara að koma því fyrir
annars staðar. En er
hægt að útiloka að það
gerist einhvern tímann
- þegar unnt verður
að flytja fólk með ör-
skotshraða milli
Reykjavíkur og Kefla-
víkur. Ekki einu sinni ritstjóri
Morgunblaðsins er þess umkominn
að neita þvi að slíkt geti gerst. Og
það gerist.
Reykjavík er og vill vera höfuð-
borg landsins. Það er skylda borgar-
innar að taka vel á móti öllum þeim
Það verður að gera við
Reykj avíkurflugvöll,
segir Guðrún
Ágústsdóttir, og það
verður gert.
sem hingað koma, ekki síst þeirra
sem koma annars staðar að til borg-
arinnar. Það má ekki gera þessu
fólki erfiðara fyrir að heimsækja
höfuðstað sinn. En borgaryfirvöld
verða að hafa alla heildina í huga;
líka þá sem búa hér við flugvöllinn
eða í grennd við hann. Borgaryfir-
völd hafa skyldur við landsmenn
alla - ekki aðeins Reykvíkinga,
heldur líka Reykvíkinga.
Höfundur er formaður
húsvcrndarnefndar Rcykjavíkur
og forseti borgarsljórnar.
Stefnuleysi
í íslensku
atvinnulífi
Jón Björn
Skúlason
Og það gerist
Guðrún
Ágústsdóttir