Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.10.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996 43 i i I í i 1 i < i 4 < i I < < I < í < MINNINGAR S VANHILD UR MARGRÉT JÓNSDÓTTIR gefnir. Hún kunni að hlusta og hún talaði við börn eins og fólk. Þannig myndaði hún auðveldlega vináttu og trúnaðarsamband við þau. Ég vil á þessari stundu færa henni þakkir fyrir allt sem hún gaf mér og fjölskyldu minni. Blessuð sé minning hennar. Leifur Agnarsson. Svanhildur Margrét Jóns- dóttir var fædd í Hafnarfirði 8. nóv- ember 1912. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 21. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Jón Þorleifsson, f. 14.9. 1879, d. 29.11. 1954, kirkjugarðsvörður í Hafnarfirði, og kona hans Guðlaug Oddsdóttir, f. 6.6. 1877, d. 26.7. 1953. Svanhildur Margrét var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Bjarnason, f. 13.3. 1899. Hann drukknaði á Eminum 9. ágúst 1936. Börn þeirra eru: 1) Guð- laug Ólafía, f. 21.10. 1931, maki Haukur Arnars. Böm þeirra eru: Smári, f. 21.3. 1961, og Haukur, f. 14.8. 1964. 2) Þorleif- ur, f. 10.5. 1933, maki Jenný Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. fjörutíu og þremur árum. Ég var þá, fimm ára snáði, settur í fóstur í nokkrar vikur til Símonar afa og Möggu meðan foreldrar mínir voru í siglingu til Bretlands. Auðvitað hafði Magga þekkt mig frá fæðingu en minni mitt um hana nær ekki lengra en til þessa tíma. Þessi tími bernsku minnar er mér langtum hugstæðari en nokkur annar. Þar voru hnýtt bönd væntumþykju og vináttu milli okkar Möggu sem aldrei brustu. Þrátt fyrir að þau byggju sjálfsagt við heldur þröngan kost í bragganum vestur á Seltjarn- arnesi situr í huganum minnjng um fallegt og notalegt heimili. Úti fyr- ir var garður með hænsnum, kál- Nú er hún Svanhildur Margrét látin eftir margra ára sjúkralegu. Það er alltaf erfitt að horfa upp á ellina yfirbuga þá sem manni þykir vænt um, og þannig var það einnig í hennar tilfelli. En í minningunni verður hún alltaf sama konan og hún var áður en ellin bugaði hana, létt í lund og létt á fæti. Svanhildur Margrét kom inn í fjölskyldu okkar þegar hún giftist Símoni Bjarnasyni, afa Leifs og langafa barnanna okkar. í fjöl- skyldu minni var hún aldrei kölluð annað en Magga langamma. Ævi hennar var aldeilis ekki dans á rós- um. Ung að árum stóð hún uppi sem ekkja með þrjú börn á fram- færi, missti eiginmanninn í sjóinn. Ellefu árum eftir þann atburð kynntist hún Símoni, og stóð við hlið hans síðan þar til hann lést. Ekki voru efnin mikil hjá þeim, en það var ekki að merkja þegar þau voru sótt heim, heimlið alltaf hlý- legt og vel búið, og gestrisnin enda- laus. Þau glöddust alltaf þegar gesti bar að garði, og tóku vel á móti þeim. Margrét átti líka við berkla að stríða, var ung úrskurðuð öryrki að hluta til af þeirra völdum, en vann samt fulla, erfíða vinnu fram á eftir- launaaldur, auk þess að sjá um Sím- on, sem tiltölulega snemma varð öryrki vegna gigtar í mjöðmum. Hún reyndist honum afskaplega vel í alla staði, og hjónaband þeirra virkaði alltaf traust og gott, þau glöddust yfír þvi sem þau áttu sam- an, og voru samstiga í öllu. Margrét hafí eitt það besta skap- ferli sem ég get hugsað mér. Hún var létt í skapi, bjartsýn og forðað- ist allt vol og víl. Það var ekki að sjá né heyra á henni, að hún hefði átt erfiða ævi. Ýmis orðtök og máls- Lind Árnadóttir. þeirra eru. Börn Jón, f. 15. 8. 1953, Gunnar Arni, f. 1.4. 1956, Sigurður Unn- ar, f. 20.6. 1958, Kolbrún, f. 13.2. 1961, Símon, f. 31.3. 1963, og Harpa, f. 19.5. 1966. 3) Berg- ur, f. 18.11. 1934, maki Gunnhildur Birna. Börn þeirra eru: Ólöf, f. 18.1. 1955, Svanhildur Margrét, f. 27.8. 1960, og Þorbjörg, f. 21.8.1965. Seinni maður henn- ar var Símon Bjarnason, f. 21.9. 1897, d. 11.8. 1981. Böm hans af fyrra hjónabandi era: Unnur, f. 5.7. 1926, og Agnar Bragi, f. 12.3. 1929, d. 27.1. 1971. Útför Svanhildar Margrétar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. garði, rabarbara og alls kyns villt- um gróðri sem var sannkallaður ævintýraheimur fyrir litla menn eins og mig. Magga langamma, eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili síð- ar, var mörgum kostum búin. Hún var eðlisgreind og hafði ákveðnar skoðanir þótt hún hefði sig ekki mikið í frammi í margmenni. Hún var í senn hlý kona og sterk. Þessir eiginleikar hennar ásamt óvenju léttri lund hafa eflaust reynst henni vel á erfiðum stundum í lífi hennar. Það var alltaf stutt í fallegt bros þótt stundum hafi verið brosað í gegnum tárin. Þegar ég sá hana kynnast börnunum mínum urðu mér ljósir eiginleikar sem ekki eru öllum + Kristín Ingvars- dóttir fæddist að Breiðabólstað í Staðarfellssókn í Dalasýslu 18. maí 1920. Hún lést 13. október síðastliðinn á Landspitalanum. Foreldrar Kristínar voru Ingvar Krist- jánsson, bóndi á Breiðabólstað, og Þuriður S. Bærings- dóttir. Kristín var elst sex systkina, þau eru: Jón, Guð- mundur, Sigur- björg Krisljana, Árni og Grétar Bæring. Eftirlifandi maður Kristínar er Theodór Líndal Helgason, fæddur 28. júlí 1927. Börn þeirra eru: 1) Beta Línd- Oft er við spjölluðum saman, bárust í tal liðnu árin. Það var gam- an að hlusta á þig segja frá. Með blik í augum rifjaðir þú upp lífið í sveitinni þinni, bæði gleði- og sorg- arstundir. Hvað fólkið þurfti að hafa mikið fyrir lífinu og hvað það var oft gaman og lærdómsríkt að alast upp í sveit. Einnig þegar þú komst ung til borgarinnar og tókst þér stór verk í hendur. Það skiptust á skin og skúrir í þínu lífi, en þú stóðst það af þér eins og klettur. Samferðafólki þínu í lífínu fannst þú vera glaðlynd og hjálpsöm, dugleg og vinsæl, góður vinur í raun sem gott var að leita til. Börnin úr hverfinu hópuðust til þín, því þeim þótti notalegt og gam- an að heimsækja þig. Þau hafa heillast af kátínu þinni og mann- gæsku. al, f. 12. júlí 1946, gpft Jónasi Jónas- syni, þau eiga fimm börn og fimm barnabörn. 2) Birna Laufey, f. 24. júlí 1948, gift Ottó Eið Eiðssyni, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 3) Mar- grét Þuríður, f. 28. desember 1949, sambýlismaður Brynjar Sigurðs- son. Margrét á eitt barn. 4) Jón Ingi, f. 17. janúar 1953, sambýliskona Oddný Jónsdótt- ir, j)au eiga eitt barn. Utför Kristínar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þér féll aldrei verk úr hendi í litla húsinu í Jöldugróf og þú stýrðir heimilishaldinu með miklum myndugleika. Þú og tengdapabbi komuð börnum ykkar til manns og getið stolt horft yfir stóran hóp af myndarlegum afkomendum. Þú hafðir einnig gaman af alls kyns föndri og hannyrðum, enda mjög handlagin, og varst oft að pijóna eða búa til fallega hluti, þegar heilsan leyfði, handa ömmu- og langömmubörnunum þínum. Þú varst glæsileg kona og lagðir ríka áherslu á að vera snyrtileg og fín. Ég hafði svo gaman af því, þegar þú klæddir þig upp af sér- stöku tilefni, hvað þú geislaðir af glæsileik. Og þó að þú hafír ekki alltaf verið ánægð með sjálfa þig, fannst mér þú ætíð vera falleg, lít- il kona. í veikindum þínum eygðir þú alltaf von um betri heilsu og barðist af miklum styrk og þraut- seigju. Margt fer öðruvísi en ætlað er, en þú getur stolt horft til baka og séð hve miklu þú hefur afrekað yfír ævina. Ég vildi að ég hefði kynnst þér miklu fyrr, því núna veit ég að ég þekkti þig alltof stutt. Ég hefði líka viljað upplifa, eins og hinir, þær stundir þegar þú varst hrókur alls fagnaðar, því ég hef heyrt svo margar skemmtilegar sögur af þér. Elsku tengdamamma, ég vil þakka þér innilega fyrir þau ár sem við áttum saman og ég mun ætíð minnast þín með hlýju og söknuði í hjarta. Án þín ætti ég ekki það dýrmætasta sem ég á, Nonna og Agnar Daða. Guð blessi þig, einnig tengdapabba og alla fjölskylduna. Þín tengdadóttir, Oddný. Elsku Stína amma. Ég á erfitt með að skilja af hverju þú ert farin til Guðs og englanna. Og mér finnst líka skrýtið að Guð er ekki með síma, svo ég geti hringt í þig. Ég er nú bara þriggja ára. En mamma og pabbi eru alltaf að minna mig á þig, svo ég gleymi þér ekki. Ég hefði viljað hafa þig miklu lengur hjá mér. En ég veit að þér líður vel hjá Guði og englunum, þar er enginn veikur. Ég er þakklátur fyrir þessi þtjú ár sem við áttum saman. Þú varst alltaf tilbúin að spjalla og hlusta og gantast með mér. Ég bið til Guðs á hverju kvöldi og mamma hjálpaði mér að búa til bæn fyrir þig: Góði Guð og englarnir, passið þið Stínu ömmu. Við elskum Stínu ömmu. Amen. Guð geymi þig, þinn Agnar Daði. KRISTIN ING VARSDÓTTIR hættir léku henni í munni, og sum þeirra eru orðin fjölskyldueign okk- ar. Ég vitna stundum í hana þegar eitthvað kemur upp á. „Er á meðan er,“ sagði hún oft, og meinti þá að maður ætti að njóta þess góða á meðan það gæfíst, en ekki vera að kvíða fyrir því ókomna eða að gera ráð fyrir að hlutirnir færu ekki á besta veg. Margrét var mjög kvenleg, létt á fæti og í öllum hreyfingum. í fjöl- skyldualbúminu okkar er mynd af henni um sjötugt, þar sem hún er í fótbolta úti i garði með krökkunum okkar. Þar er hún sparibúin, en í miðju rosasparki, og fóturinn í mjaðmarhæð. Þessi mynd finnst mér lýsa henni nokkuð vel. í fjölmennum boðum var Margrét frekar feimin og hélt sig til hlés. En þegar gestum fækkaði og fjöl- skyldan ein var eftir blómstraði hún. Þá kom gamla, góða blikið í augun og glettnin skein af andlitinu. Eftir að Símon lést og hún var orðin ein, reyndist hún okkur mikil hjálparhella, aðstoðaði okkur við barnapössun og lét sig ekki muna um að fiytja inn á heimilið ásamt tengdamömmu þegar við vorum burtu á ferðalagi. Hún annaðist börnin af natni og umhyggju, það var einhvern veginn eins og allt sem hún gerði væri svo átakalaust, hún hækkaði aldrei róminn eða æsti sig út af nokkrum hlut. Já, hún var mörgum kostum prýdd, hún Magga langamma. Ég óska þess stundum, að ég gæti elst eins og hún hvað skapferlið varðar, það er mikils virði að eiga létta lund og bjartsýnt eðli. Og þannig verður hún alltaf í minningunni hjá mér, létt í lund og létt á fæti með glettnis- blik í augum. Hvíl í friði, eisku Magga okkar. Margrét Kolka. <m LOWARA JARÐVATNS DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260 Crfisdrykkjur VcWnQohwið GAPi-inn Sími 555-4477 HJÁ ANDRÉSI Rýmingarsalan heldur áfram 10-50% afslúttur ~ Jakkaföt verð 4.995 - 15.920 | Stakirjakkar verð 3.900- 9.520 q Stakar buxur verð 1.000 - 3.900 Vandaðar vörur á vægu verði ANDRES Skólavöröustíg 22A, s. 551-8250. Póstkröfuþjónusta. TOPPTILBOÐ TISKUSKOR Teg: 120 Teg:Tracce Stærðin 36-41 Stærðir. 36-41 Litir: Brúnir og svartir Litur: Svartur Verð: 1.995,- POSTSENDUM SAMDÆGURS Toppskórinn ' Veltusundi við Ingólfstorg Sími 552 1212.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.