Morgunblaðið - 31.10.1996, Síða 60
AS/400 er...
...mest selda
fjölnotenda
viðskiptatölvan í dag
cO> NVHERJf W-< K;
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^)CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Kaupa veit-
ingastaði
íBanda-
’ ríkjunum
Islenskar sjávarafurðir semja á Kamtsjatka-skaga
Samningiirinn þýðir fjóra
milljarða króna í veltu IS
VILJAYFIRLÝSING hefur verið
undirrituð um kaup Arthur Treach-
er’s Inc.-fiskréttakeðjunnar á öll-
um hlutabréfum í M.I.E. Hospital-
ity, Inc., stærsta sérleyfishafa
Arthur Treacher’s, í Bandaríkjun-
um. M.I.E. Hospitality rekur 32
veitingastaði, sem eru stórir við-
skiptavinir Coldwater í Bandaríkj-
unum og kaupa mikið af þorski frá
íslandi.
íslenskir og bandarískir fjárfest-
ar keyptu Arthur Treacher Inc. í
^úní sl., en með kaupum á M.I.E.
Hospitality, Inc. munu umsvif og
hagnaður fyrirtækisins þrefaldast.
Hluthafar í Arthur Treacher’s
Inc. eru m.a. þeir Guðmundur
Franklín Jónsson, verðbréfamiðlari
í New York, og Skúli Þorvaldsson,
eigandi Hótel Holts.
■ 32 veitingastaðir/Dl
GENGIÐ var frá samningum milli
íslenskra sjávarafurða og fyrirtæk-
isins UTRF í Petropavlovsk á Kamt-
sjatka-skaga austast í Rússlandi í
gær. Samningarnir, sem undirritað-
ir voru í Moskvu, þýða um 60
milljónir dollara í veltu ÍS, eða um
fjóra milljarða króna. Til saman-
burðar má nefna að heildarvelta ÍS
verður um 20 milljarðar króna í ár,
að sögn Benedikts Sveinssonar, for-
stjóra íslenskra sjávarafurða.
„Þetta er geysilega stór viðskipta-
samningur og ég veit í raun ekki
til þess að Islendingar hafi gert
aðra stærri í útlöndum," sagði
Benedikt í samtali við Morgunblað-
ið í gær.
íslenskar sjávarafurðir hófu um-
svif á Kamtsjatka fyrir þremur
árum og aðstoðuðu þá rússneska
útgerðarfyrirtækið UTRF við út-
gerð á einu frystiskipi og seldu afla
þess. Fyrir ári voru umsvifin aukin
verulega með samningi við UTRF
um aðstoð við veiðar og vinnslu
afurða úr 120.000 tonnum af fiski,
mest alaskaufsa, og sölu afurð-
anna. Sá samningur jók árlega veltu
ÍS um 30%, en tekjur þess enn
meira.
UTRF gerir út 26 skip, bæði
fiskiskip og móðurskip, en um 1.600
manns vinna þar. Á vegum ÍS starfa
nú um 25 íslendingar á Kamtsjatka
og bætast um 10 við í desember,
þegar vertíð hefst. Afurðirnar eru
seldar til Japans, Kína og hluti til
Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna.
Mest verðmæti er í sölu til Japans.
„Nú var eldri samningi í raun
skipt í tvo og er annar til tveggja
ára en hinn til þriggja," sagði Bene-
dikt Sveinsson að loknum samning-
um í gær. „Við munum áfram að-
stoða við veiðar, vinnslu og sölu
afurða. Annar samningurinn fjallar
um veiðar fyrir móðurskip, vinnslu
um borð í þeim og sölu afurðanna,
en hinn um veiðar tveggja frystitog-
ara. Samningarnir þýða um 60
milljónir dollara í veltu eða um 4
milljarða króna. Velta íslenskra
sjávarafurða í ár verður um 20
milljarðar króna, svo þessi samn-
ingur er um 20% af heildarvelt-
unni.“
Benedikt sagði að samningarnir
væru ekki til langs tíma samkvæmt
venjulegum mælikvarða, en í Rúss-
landi væru miklar og örar breyting-
ar og miðað við það umhverfi væri
samningstíminn fremur langur.
„Ég á von á að þessir samningar
verði framlengdir þegar þar að
kemur.“
Áhugi annarra
rússneskra útgerða
Benedikt sagði að töluverðs
áhuga gætti meðal annarra fyrir-
tækja á Kamtsjatka á samstarfi af
svipuðum toga. „Aðrar útgerðir
vilja eiga samvinnu við okkur, þann-
ig að það er eins líklegt að við för-
um að huga að því þegar við höfum
fest okkur betur í sessi. Þetta starf
er hins vegar mjög umfangsmikið,
svo við höfum ekki hugað að slíku
enn en það gæti gerst fljótlega."
Auglýsa
saltfisk fyr-
ir 30 millj.
SALTFISKKAUPENDUR í Kata-
lóníu á Spáni og útflytjendur á ís-
landi hafa tekið sig saman og ætla
að verja 30 milljónum kr. til að
auglýsa saltfisk í Barcelóna og öðr-
um héruðum Katalóníu. Megin-
áhersla í auglýsingunum er á að
fiskurinn komi frá íslandi.
Saltfiskneysla á Spáni hefur ver-
ið að minnka á seinustu árum eins
og í fleiri Miðjarðarhafslöndum.
Kaupendur á Spáni töldu nauðsyn-
legt að bregðast við með einhverjum
hætti og náðu samstöðu um að fara
út í söluátak. Kaupendur íslenska
saltfisksins töldu þar að auki að
þeim stafaði hætta af samkeppni
frá Norðmönnum, en þeir hafa haft
hug á að fara út í auglýsingaher-
ferð í Katalóníu.
■ íslenskur saltfiskur/26
------» 4 ■ «---
Stálvík og Sigluvík
Samið við
áhafnirnar
Siglufirði. Morgunblaðið.
SAMKOMULAG náðist í gær milli
Þormóðs ramma á Siglufirði og
áhafna Stálvíkur og Sigluvíkur, en
undanfarnar sex vikur hafa skipin
verið bundin við bryggju vegna
deilu um rækjuverð til sjómanna.
Samkvæmt þessum nýja samn-
ingi verður skilaverð á rækju í 1.
flokk, þ.e. 230 rækjur eða minna
í kílói, 73,50 kr. fram að áramót-
um, en lækkar þá í 71 kr. á kílóið.
Verðið var 77 kr. á kílóið á síðasta
fiskveiðiári.
í samningum er fjögurra mán-
aða uppsagnarákvæði og ef af-
urðaverð á rækju hækkar mun
skilaverð til sjómannanna hækka
hlutfallslega.
Stálvík og Sigluvík halda á veið-
I ar í næstu viku.
Framkvæmdastjórn ESB um endurnýjun togara á Spáni
Ríkisstyrkur til skipa-
smíðastöðvar óheimill
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu-
sambandsins hefur gefið spænskum
stjórnvöldum mánaðarfrest til að
koma á framfæri athugasemdum
_yið það álit hennar að óheimilt hafi
verið að veita ríkisstyrk til skipa-
smíðastöðvar á Spáni vegna end-
urnýjunar á togara Granda, Snorra
Sturlusyni, sem lauk si. sumar.
Skipasmíðastöðin P. Freire SA
hreppti samning um endurbætur á
togaranum í fyrra, en norskar og
íslenzkar skipasmíðastöðvar buðu
einnig í verkið. Samtök iðnaðarins,
fyrir hönd Stálsmiðjunnar hf., kærðu
málið til fjármálaráðuneytisins, sem
vísaði því til Eftirlitsstofnunar ÉFTA
(ESA), þaðan sem það var sent fram-
kvæmdastjórn ESB.
í kærunni var þess krafizt að
málið yrði skoðað með tilliti til þess
hvaða áhrif ríkisstyrkurinn hefði á
innbyrðis samkeppnisstöðu skipa-
smíðastöðva í aðildarríkjum EES.
Ekki endanleg niðurstaða
Niðurstaða framkvæmdastjórnar-
innar er sú, að óheimilt hafi verið
að veita skipasmíðastöð styrk vegna
smíði fiskiskips; slíkur styrkur hefði
átt að fara til útgerðarinnar, að því
gefnu að starfsemi hennar félli und-
ir sjávarútvegsstefnu ESB. Spænsk
stjórnvöld eiga þess enn kost að taka
til varna í málinu, en verði niðurstað-
an óbreytt, getur framkvæmda-
stjórnin krafizt þess að stuðningnum
verði breytt eða honum hætt.
Guðlaugur Stefánsson, hagfræð-
ingur hjá ríkisstyrkjadeild ESA, tel-
ur slíka niðurstöðu myndu hafa já-
kvæð áhrif á samkeppnisstöðu ís-
lenzks skipasmíðaiðnaðar.
■ Getur bætt/6
Morgunblaðið/RAX
Byrjað er
að gefa
skepnum úti
SNJÓKOMA og skafrenningur
hafa verið á Suðurlandi frá því
í fyrradag en þetta er fyrsti
snjórinn sem þar kemur í haust.
Bændur hafa féð heima við til
að geta hýst það ef veðrið versn-
ar og sumir eru farnir að gefa
hrossum úti. Myndin var tekin
í gær þegar Sigríður Óskars-
dóttir, bóndi á Brú í Biskups-
tungum, og Elías Margeirsson,
sonur hennar, báru nokkra
bagga í fé og hross sem þar eru
lieima við hús. Ærin Gudda var
frekust enda gamall heimaln-
ingur.
W