Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 29 Málþing um handverk MÁLÞING Handverks - reynsluverkefnis og Heimilis- iðnaðarfélags íslands verður haldið í Norræna húsinu laug- ardaginn 2. nóvember nk. kl. 13-17.30. Menntamálaráðherra, Bjöm Bjarnason, mun ávarpa mál- þingsgesti við opnunina. Boðið verður upp á átta fyrirlesara sem munu tala úm nám og menntun í list- og verkgrein- um, handverk og listhandverk sem atvinnu eða tómstunda- starf, hönnunarsafn á íslandi o.fl. Fyrirspurnir og umræður á eftir. Fyrirlesarar verða Að- alsteinn Ingólfsson listfræð- ingur, Elín Antonsdóttir at- vinnuráðgjafi, Eygló Eyjólfs- dóttir skólameistari, Jóhann Sigurjónsson trérennismiður og kennari, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Helga Thorodd- sen stjórnarformaður Hand- verks - reynsluverkefnis og Tinna Gunnarsdóttir listhönn- uður. Fundarstjóri verður Hansína B. Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri. Á meðan á málþinginu stendur verður sýning á úrvali af íslensku handverki og listhandverki í anddyri Norræna hússins. Málþingið er opið öllum áhugasömum. Þátttökugjaldið er 1.500 kr. og eru veitingar innifaldar. KRISTJÁN við nokkur verka sinna. Kristján sýnir í Grindavík NÚ stendur yfir myndlistar- sýning Kristjáns Árna Ingólfs- sonar í Menningarmiðstöðinni Víkurbraut 21, Grindavík. Kristján er fæddur á Akra- nesi 1941. Sýningin í Grinda- vík er hans fyrsta einkasýning. Sýningin er opin virka daga frá kl. 18-21, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-19. Sýn- ingunni lýkur 3. nóvember. Fjölskyldu- tónleikar I Tjamarsal KYNNINGARTÓNLEIKAR Dimmu verða haldnir í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudaginn kemur. Þar verð- ur flutt efni af tveimur nýjum hljómplötum, lesið úr nýút- komnum bókum og jafnframt flutt barnaefni. Gunnar Gunnarsson leikur lög af plötu sinni Skálm sem er gefin út í minningu Ingi- mars Eydal, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg flytja ásamt Gunnari efni af plötunni Fjall og fjara og Aðalsteinn kynnir jafnframt barnabókina Furðulegt ferðalag og bókina Ljóð á landi og sjó. Á efnisskránni verða einnig eldri lög, sálmar, djass, barna- lög og vísnatónlist. Tónleik- arnir standa með hléum frá kl. 14-17. Þeir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. LISTIR Morgunblaðið/Halldór BJÖLLUKÓR Bústaðakirkju heldur tónleika í Stykkishólmskirkju á laugardaginn. Bjöllukór Bústaðakirkju heimsækir Stykkishólm BJÖLLUKÓR Bústaðakirkju heldur tónleika í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 2. nóvember næstkomandi kl. 17. Á tónleikunum verður bæði boðið upp á sígilda tóniist og dægurtónlist. Bjöllukórinn er skipaður börnum á aldrinum 11-12 ára. Ásamt því að spila á bjöllur leika börnin öll á önnur hljóðfæri og mynda hljómsveit. Stjórnandi Bjöllukórsins er Guðni Þ. Guðmundsson organisti Bústaðakirkju. TOPPTILBOÐ Hl LINE HERRASKOR skinnfóðraðir GUMMISÓLA Teg: 2348 Stærðir: 40-46. Litir: Brúnir, svartir Verð áður: 4^95j- Verð nú: 2.495,- Ath. Mlkið úrval af herraskóm POSTSENDUM SAMDÆGURS 'Tbppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212. Markaás stemmning í JVIiábæ Hafnarfirái NU TÖKUM VIÐ ÆRLEGA TIL 7Í OG SETJUM UPP MARKAÐ! SÖLUBORÐ ÚT UM ALLA GANGA HANDVERKSFÓLK Á STAÐNUM Búsáhöld & Gjafavörur nv. H A F N A R F J OR Ð U R RAFMÆTTI augnsýn gleraugnaverslun Glasgow DÍSELLA ^ SNYRTIVÖR UVERSL UN KERTA OG GJAFAGAIXERÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.