Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 01.11.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 29 Málþing um handverk MÁLÞING Handverks - reynsluverkefnis og Heimilis- iðnaðarfélags íslands verður haldið í Norræna húsinu laug- ardaginn 2. nóvember nk. kl. 13-17.30. Menntamálaráðherra, Bjöm Bjarnason, mun ávarpa mál- þingsgesti við opnunina. Boðið verður upp á átta fyrirlesara sem munu tala úm nám og menntun í list- og verkgrein- um, handverk og listhandverk sem atvinnu eða tómstunda- starf, hönnunarsafn á íslandi o.fl. Fyrirspurnir og umræður á eftir. Fyrirlesarar verða Að- alsteinn Ingólfsson listfræð- ingur, Elín Antonsdóttir at- vinnuráðgjafi, Eygló Eyjólfs- dóttir skólameistari, Jóhann Sigurjónsson trérennismiður og kennari, Margrét Jónsdóttir leirlistakona, Helga Thorodd- sen stjórnarformaður Hand- verks - reynsluverkefnis og Tinna Gunnarsdóttir listhönn- uður. Fundarstjóri verður Hansína B. Einarsdóttir fram- kvæmdastjóri. Á meðan á málþinginu stendur verður sýning á úrvali af íslensku handverki og listhandverki í anddyri Norræna hússins. Málþingið er opið öllum áhugasömum. Þátttökugjaldið er 1.500 kr. og eru veitingar innifaldar. KRISTJÁN við nokkur verka sinna. Kristján sýnir í Grindavík NÚ stendur yfir myndlistar- sýning Kristjáns Árna Ingólfs- sonar í Menningarmiðstöðinni Víkurbraut 21, Grindavík. Kristján er fæddur á Akra- nesi 1941. Sýningin í Grinda- vík er hans fyrsta einkasýning. Sýningin er opin virka daga frá kl. 18-21, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-19. Sýn- ingunni lýkur 3. nóvember. Fjölskyldu- tónleikar I Tjamarsal KYNNINGARTÓNLEIKAR Dimmu verða haldnir í Tjarn- arsal Ráðhúss Reykjavíkur á sunnudaginn kemur. Þar verð- ur flutt efni af tveimur nýjum hljómplötum, lesið úr nýút- komnum bókum og jafnframt flutt barnaefni. Gunnar Gunnarsson leikur lög af plötu sinni Skálm sem er gefin út í minningu Ingi- mars Eydal, Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg flytja ásamt Gunnari efni af plötunni Fjall og fjara og Aðalsteinn kynnir jafnframt barnabókina Furðulegt ferðalag og bókina Ljóð á landi og sjó. Á efnisskránni verða einnig eldri lög, sálmar, djass, barna- lög og vísnatónlist. Tónleik- arnir standa með hléum frá kl. 14-17. Þeir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis. LISTIR Morgunblaðið/Halldór BJÖLLUKÓR Bústaðakirkju heldur tónleika í Stykkishólmskirkju á laugardaginn. Bjöllukór Bústaðakirkju heimsækir Stykkishólm BJÖLLUKÓR Bústaðakirkju heldur tónleika í Stykkishólms- kirkju laugardaginn 2. nóvember næstkomandi kl. 17. Á tónleikunum verður bæði boðið upp á sígilda tóniist og dægurtónlist. Bjöllukórinn er skipaður börnum á aldrinum 11-12 ára. Ásamt því að spila á bjöllur leika börnin öll á önnur hljóðfæri og mynda hljómsveit. Stjórnandi Bjöllukórsins er Guðni Þ. Guðmundsson organisti Bústaðakirkju. TOPPTILBOÐ Hl LINE HERRASKOR skinnfóðraðir GUMMISÓLA Teg: 2348 Stærðir: 40-46. Litir: Brúnir, svartir Verð áður: 4^95j- Verð nú: 2.495,- Ath. Mlkið úrval af herraskóm POSTSENDUM SAMDÆGURS 'Tbppskórinn • Veltusundi við Ingólfstorg • Sími 552 1212. Markaás stemmning í JVIiábæ Hafnarfirái NU TÖKUM VIÐ ÆRLEGA TIL 7Í OG SETJUM UPP MARKAÐ! SÖLUBORÐ ÚT UM ALLA GANGA HANDVERKSFÓLK Á STAÐNUM Búsáhöld & Gjafavörur nv. H A F N A R F J OR Ð U R RAFMÆTTI augnsýn gleraugnaverslun Glasgow DÍSELLA ^ SNYRTIVÖR UVERSL UN KERTA OG GJAFAGAIXERÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.