Morgunblaðið - 08.11.1996, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lögreglan á Egilsstöðum handtók
mann eftir stympingar
Miðaði byssu
á starfsstúlku
veitingastaðar
MAÐUR sem á við geðræn
vandamál að stríða beindi
byssu að afgreiðslustúlku á
veitingastað í Fellabæ í fyrra-
kvöld og viðhafði orðbragð og
látæði sem starfsfólki og gest-
um stóð stuggur af.
Lögreglan á Egilsstöðum
handtók manninn, sem virtist
vera undir áhrifum vímu-
gjafa.
Hafði breytt
byssunni
Lögreglan var kölluð til um
klukkan 22, en þá hafði mað-
urinn veifað byssunni inni á
staðnum og ógnað fólki þar
og sjálfum sér.
Að sögn lögreglu var þar
um að ræða nokkurs konar
„sjóræningjabyssu“ af þvítagi
sem víða má fá á suðrænum
ferðamannastöðum, en mað-
urinn kvaðst hafa gert breyt-
ingar á henni til að hægt
væri að skjóta úr henni. Hann
skipaði afgreiðslustúlkunni að
horfa í byssuhlaupið og hafði
orð á að hann hygðist fyrir-
fara sér.
Annað athæfi mannsins var
af sama tagi, auk þess sem
hann æddi inn og út úr veit-
ingastaðnum og sinnti engu
fortölum starfsfólks. Þegar
lögreglan kom á staðinn bar
maðurinn byssuna ekki á sér
og leikur grunur á að hann
hafi fleygt henni frá sér í ná-
grenninu,
Menn úr björgunarsveitum
svipuðust eftir vopninu í gær,
en sú leit hafði ekki borið
árangur síðia kvölds.
Mótþrói
við handtöku
Maðurinn veitti nokkra
mótspyrnu við handtöku og
sparkaði m.a. út hliðarrúðu í
bifreið lögreglunnar. Honum
var sleppt í gærmorgun að
lokinni yfirheyrslu.
Úlfar Jónsson lögreglu-
varðstjóri á Egilsstöðum
kveðst telja það mikið
áhyggjuefni hve fáliðað emb-
ætti sýslumanns er í bænum,
en aðeins tveir lögreglumenn
starfa þar.
„Svæðið er mjög stórt og
það er að verða nánast árviss
viðburður að við þurfum að
kljást við vopnaða menn sem
eru til alls líklegir. Það er deg-
inum ljósara að hér þyrftu að
vera sex menn en ekki tveir,
og mér er kunnugt um að ósk
þar að lútandi hefur komið frá
sýslumanni á Egilsstöðum, en
þetta virðist stranda í ráðu-
neytunum í Reykjavík," segir
hann.
Morgunblaðið/Ingvar
Klipptur úr flakinu
HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Nýbýla-
vegar og Skemmuvegar um klukkan ellefu í
gærmorgun þegar fólksbifreið og jeppi skullu
saman.
Okumaður fólksbílsins festist í bílnum og
þurfti að kalla til tækjabíl slökkviðliðsins í
Reykjavík til að klippa hann út úr flakinu.
Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en
er ekki talinn alvarlega slasaður, samkvæmt
upplýsingum frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hinn
ökumaðurinn er talinn hafa sloppið ómeiddur.
Minni bifreiðin er talin gjörónýt.
Samkeppnisstofnun óskar
upplýsinga um viðskipti VÍS
SAMKEPPNISSTOFNUN telur að
lokinni frumathugun að ástæða sé
til að kanna frekar kaup Vátrygg-
ingafélags íslands á þremur félög-
um Skandia hér á landi og kaup
Flugleiða á þriðjungshlut í Ferða-
skrifstofu íslands hf. Kannað verð-
ur hvort kaupin brjóti gegn ákvæð-
um samkeppnislaga um markaðs-
ráðandi stöðu fyrirtækja, sem leiði
til þess að samkeppni skerðist.
Eins og skýrt vai frá í Morgun-
blaðinu í síðustu viku ákvað Sam-
keppnisstofnun að gera frumkönn-
un á því, hvort ástæða væri til að
kanna mál VÍS og Flugleiða frek-
ar. Guðmundur Sigurðsson, for-
stöðumaður samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, sagði þá að
hann gæti ekki tjáð sig um horfur
á nánari rannsókn. „Ég get stað-
fest að við höfum ritað Vátrygg-
ingafélagi íslands og Flugleiðum
bréf, þar sem við förum fram á
nánari upplýsingar vegna fjárfest-
inga þeirra," sagði Guðmundur í
samtali við blaðið í gær.
Framhald athugunar Sam-
keppnisstofnunar ræðst þegar svör
hafa borist frá fyrirtækjunum.
Mannréttindanefnd Evrópu telur kæru íslensks lögmanns tæka til meðferðar
MANNRÉTTINDANEFND Evr-
ópuráðsins telur að kæra frá Sig-
urði Georgssyni, hæstaréttarlög-
manni, um að tjáningarfrelsi hans
hafi verið skert með áminningu
sem stjórn Lögmannafélags Is-
lands veitti honum fyrir ummæli
sem eftir honum voru höfð í blaða-
grein, sé tæk til efnislegrar með-
ferðar hjá nefndinni. Hæstiréttur
íslands staðfesti áminningu þá
sem Sigurði var veitt. „Ég fagna
þessari niðurstöðu og er ákaflega
ánægður með hana,“ sagði Sigurð-
ur í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Frestur til að leita sátta
í bréfí Mannréttindanefndar-
innar með rökstuðningi fyrir þeirri
ákvörðun að taka málið til með-
ferðar segir að hafí aðilar málsins,
þ.e. íslenska ríkið og Sigurður
Georgsson, en lögmaður hans er
Magnús Thoroddsen, ekki náð
sáttum fyrir 6. desember
næstkomandi verði mál-
ið tekið til efnislegrar
meðferðar hjá nefndinni,
án frekari gagnaöflunar.
Mannréttindanefnd
Evrópu fékk mál Sigurð-
ar til meðferðar árið 1993 og hef-
ur m.a. leitað skýringa íslenskra
stjómvalda. Gagnaöflun lauk á
síðasta ári en fyrrgreint álit er frá
25. október sl.
Sigurður sneri sér til Mannrétt-
indanefndarinnar í Strassborg árið
1993, eftir að Hæstiréttur hafði
staðfest þá niðurstöðu stjórnar
Lögmannafélags íslands að
áminna bæri Sigurð vegna um-
Brotið gegn tjáning-
arfrelsi lögmanns?
Jaf ngildir að
komast gegn-
um fyrstu síu
hjá nefndinni
mæla sem voru eftir honum höfð
í grein í Pressunni.
Skipti í dánarbúi
Pressan hafði fjallað í maí 1992
um skipi í dánarbúi sem tekið var
til opinberra skipta hjá Má Péturs-
syni þáverandi bæjarfógeta og
skiptaráðanda í Hafnarfirði árið
1984. Erfðaskrá var lögð fram í
málinu þar sem arfleifandinn af-
salaði sér þriðjungi eigna sinna til
systursonar síns en honum hafði
hann einnig selt íbúð sína, sam-
kvæmt samningi. Hinn
látni lét eftir sig dóttur
og fyrir hennar hönd
mótmælti Sigurður Ge-
orgsson því að erfða-
skráin yrði tekin gild.
Eftir framburð
tveggna vitna, sem sögðust hafa
staðfest erfðaskrána að arfleifand-
anum viðstöddum, var kröfu lög-
mannsins hafnað. Kröfu Sigurðar
til RLR um lögreglurannsókn á
tilurð erfðaskrárinnar var hafnað.
Síðar á árinu 1984 gerðist það að
annað vitnanna tveggja dró fyrri
framburð sinn til baka og sagðist
hafa staðfest erfðaskrána eftir
andlát arfleifandans. í framhaldi
af því kom í ljós að erfðaskráin
var fölsuð og árið 1986 fékk dótt-
ir hins látna afhentar eignir föður
síns. Systursonurinn og vottarnir
tveir voru saksóttir og dæmdir
fyrir sinn hlut í málinu árið 1990.
Pressan skrifaði um þetta mál
árið 1992 og hafði efnislega eftir
Sigurði Georgssyni að hann hefði
haft alvarlegar efasemdir um
áreiðanleika þeirra skjala sem
systursonurinn hefði lagt fram og
að hann hefði ítrekað að meðferð
dánarbúsins yrði frestað. Hann
hafi einnig kært málið til RLR,
sem síðar hefði sýnt fram á að
erfðaskráin var fölsuð, en þá hefði
verið búið að afhenda falsaranum
allar eignirnar.
Aminntur fyrir brot á
siðareglum
Már Pétursson brást við grein
Pressunnar, sem birtst með mynd
af Má yfír forsíðu blaðsins og fyr-
irsögn þar sem sagði að erfingi
hefði orðið arflaus vegna afglapa
hans, með því að senda bréf til
Lögmannafélags íslands með
beiðni um að stjórnin áminnti lög-
manninn fyrir ummælin sem
stönguðust á við lög um lögmenn
og tilteknar siðareglur félagsins.
Ritstjóri blaðsins var síðar einnig
dæmdur til að greiða Má skaða-
bætur vegna greinarinnar og mörg
ummæli í henni dæmd ómerk.
Stjóm Lögmannafélagsins
ákvað að veita Sigurði Georgssyni
áminningu fyrir að hafa ekki virt
skyldur sínar samkvæmt 18. grein
siðareglna lögmannastéttarinnar.
Sú grein kveður á um að lögmenn
skuli sýna dómstólum fulla tillits-
semi og virðingu í ræðu, riti og
framkomu. Gagnrýni á störf og
starfshætti dómstóla
skuli vera málefnaleg og
fagleg.
Hæstiréttur staðfesti
niðurstöðu stjómarinnar
þegar málinu var skotið •
þangað eins og lög gera
ráð fyrir, en þau veita stjórn lög-
mannafélagsins ákveðið dómsvald
í innri málum stéttarinnar.
Nauðsyn í lýðræðisríki?
Sigurður Georgsson skaut mál-
inu til Mannréttindanefndarinnar
eftir dóm Hæstaréttar og taldi
brotið gegn því tjáningarfrelsi sem
10. grein Mannréttindasáttmála
Evrópu er ætlað að vernda. Sig-
Hæstiréttur
staðfesti
áminningu
LMFÍ
urður taldi fyrrgreind ummæli sín
ekki hafa verið meiðandi og að
þau hafi verið sett fram í góðri trú.
Hann vefengdi að hægt væri
að gera sig ábyrgan fyrir því hvaða
ályktun blaðamaður hefði dregið
af ummælum hans í samtali þeirra.
Þá hélt hann því fram að þessi
takmörkun á tjáningarfrelsi hans
hefði ekki verið réttlætt og að hún
uppfyllti ekki t.a.m. það skilyrði
sem sett er í fyrrgreindri 10. grein
Mannréttindasáttmálans, að tak-
mörkun tjáningarfrelsis manns fái
því aðeins staðist að telja megi
hana nauðsynlega í lýðræðisríki.
í rökstuðningi Mannréttinda-
nefndarinnar fyrir því að taka
málið til meðferðar kemur fram
að íslenska ríkið telji takmörkun-
ina hafa verið brýna frá þjóðfé-
lagslegu sjónarmið þegar haft sé
í huga að ummæli Sigurðar hafi
verið ósannar fullyrðingar sem að
óþörfu hafi varpað rýrð á störf
dómara og hafí þannig
verið til þess fallin að
draga úr áliti almenn-
ings á dómstólum.
Sú ákvörðun Mann-
réttindanefndarinnar að
telja málið tækt til frek-
ari meðferðar jafngildir að það
komist í gegnum fyrstu síu hjá
nefndinni. Aðeins lítill hluti þeirra
mála sem skotið er til Strassborg-
ar kemst í gegnum þá síu. Komist
nefndin að þeirri niðurstöðu við
umfjöllun um málið að brotið hafi
verið gegn tjáningarfrelsisákvæði
Mannréttindasáttmálans leggur
hún málið fyrir Mannréttindadóm-
stól Evrópu.
I
i
í
i
i
I
I