Morgunblaðið - 08.11.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 7
Allar forsendur fyrir brúargerð yfir Gígjukvísl hafa breyst í hlaupinu úr Skeiðarárjökli
FRÉTTIR
Ekkí sjálfgefið að
ný brú verði stærri
ODDUR Sigurðsson, jarðfræðing-
ur á Orkustofnun, segir að allar
forsendur fyrir brúargerð yfir
Gígjukvísl hafi breyst í hlaupinu
úr Skeiðaráijökli. Mikill aur hafi
borist í farveg árinnar og ekki
þýði að reikna með að hún renni
í framtíðinni í einum afmörkuðum
farvegi eins og hún hefur gert til
þessa.
Gígja tekur til sín vatn úr 13
km löngum dal sem liggur með
Skeiðaráijökli. Dalurinn var 30-40
metra djúpur og 1-2 km breiður.
Framan við jökulinn er mikil sand-
alda, sem kölluð er Háalda, og
hingað til hefur verið talið útilokað
að vatn næði nokkrun tímann að
renna yfir hana.
Oddur sagði að þessi dalur hefði
fyllst af aur í hlaupinu og um tíma
hefði vatn runnið yfir rennu í
Háöldu, en það er eitthvað sem
hann sagðist ekki hafa trúað að
gæti gerst. Afleiðingin af þessum
hamförum væri sú að eðlisbreyting
hefði orðið á Gígju. Gígja hefði
áður verið allt öðruvísi fljót en
Skeiðará og Núpsvötn, sem renna
í mörgum farvegum yfir tiltölulega
stórt svæði. Aur frá Skeiðará og
Núpsvötnum bærist stöðugt með
ánum og breytti farvegi þeirra.
Oddur sagði að aurinn frá Gígju
hefði hins vegar alltaf náð að setj-
ast til í vötnum sem voru í dalnum
framan við Háöldu og áin hefði
því runnið í djúpum afmörkuðum
farvegi. Nú þegar dalurinn væri
að mestu horfinn myndi aurinn
berast lengra niður eftir ánni og
hún yrði því miklu líkari Skeiðará
og Núpsvötnum í framtíðinni.
Oddur sagði að vegagerðar-
menn yrðu að taka tillit til þessara
breyttu forsendna við hönnun brú-
ar og varnargarða við Gígju. Hann
sagðist ekki geta svarað því hvern-
ig brúin ætti að vera. Aðalatriðið
væri að landið hefði tekið breyt-
ingum og forsendur væru því
breyttar.
Skoðað við hönnun brúarinnar
Rögnvaldur Gunnarsson, verk-
fræðingur hjá Vegagerðinni, sagði
að Vegagerðin myndi að sjálf-
sögðu taka tillit til þessara breyttu
forsendna við hönnun brúar yfir
Gígju. Ekkert lægi fyrir um hvers
konar brú yrði byggð yfir ána.
Hann sagði ekki sjálfsagt að ný
brú yrði stærri en sú sem fór í
hlaupinu. Til greina kæmi að
byggja styttri brú.
Brúin yfir Gígju var um 370
metra löng. Þegar hlaupið í ánni
var í hámarki rann hún í 1,8 km
breiðum farvegi. Verðmæti brúar-
innar er áætlað 300 milljónir.
Brúin var, eins og allar brýr lengri
en 50 metrar, tryggð hjá Viðlaga-
tryggingu. Um miðjan dag í gær
var rennsli í Gígju áætlað um 200
rúmmetrar á sekúdnu, en það er
svipað hálfri Ölfusá. Þegar
rennslið í ánni var í hámarki
runnu þar um 15.000 rúmmetrar
á sekúndu.
BRÚIN yfir Gígju fór í
hlaupinu skömmu eftir há-
degið sl. þriðjudag aðeins
rúmum klukkutíma eftir að
vatn byijaði að renna i ána.
Myndin er tekin af veginum
vestanmegin við ána.
—
Mikill áhugi
erlendra
fjölmiðla á
hlaupinu
HÓPUR erlendra fréttamanna
lagði leið sína til íslands til að fylgj-
ast með náttúruhamförunum á
Skeiðarársandi. Margir hættu þó
við að koma þegar þeir fréttu af
því hvað hlaupinu lauk á skömmum
tíma.
Margir fréttamannanna, sem
komu í gær og fyrradag, voru hér
einnig í byrjun október þegar eld-
gosið norðan við Grímsvötn stóð
| yfir. Meðal fjölmiðla sem sendu
fréttamenn á Skeiðarársand voru
Reuter, BBC, þýska sjónvarpsstöðin
ARD, tvær sjónvarpsstöðvar í Jap-
an, frönsk sjónvarpsstöð, sænska
sjónvarpið og norska útvarpið.
Fjöldi erlendra ijölmiðla hefur haft
samband við vísindamenn hér á
landi og Stefán Benediktsson, þjóð-
garðsvörður í Skaftafelli, var í
símanum nær stöðugt fyrsta dag
flóðsins við að svara spurningum
» íslenskra og erlendra fjöltniðla-
manna.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Gangandi fólki kann að stafa hætta af ísjökum á Skeiðarársandi í sumar
Jakahverir geta
myndast á sandinum
UMFERÐ utan vega um Skeiðar-
ársand er talin verða varasöm í
vor og sumar meðan ísjakar á
sandinum eru að bráðna. Hætta
er á að við jakana myndist svo-
kallaðir jakahverir. Maður á hesti
er talinn hafa horfið ofan í slíkan
hver árið 1861. Stefán Benedikts-
son, þjóðgarðsvörður í Skafta-
felli, segir að búast megi við að
jakar verði á Skeiðarársandi fram
eftir öllu sumri og jafnvel fram á
næsta haust.
I bók Helgu K. Einarsdóttur,
„Ragnar í Skaftafelli", segir Ragn-
ar Stefánsson heitinn í Skaftafelli
frá örlögum Vigfúsar Einarssonar
frænda síns. Ragnar segir að eftir
Skeiðarárhlaupið árið 1893 hafi
verið erfitt að komast yfir Skeið-
arársand vegna jakaburðar.
„Sumarið eftir þetta hlaup var
Skeiðará ekki talin fær, og sér-
staklega varasöm vegna þess hve
mikið var af bráðnandi jökum
kringum ána. Þeir mynduðu stór-
hættulega bleytupytti sem lítið
bar á því að ofan á þeim var
þunnt, svart sandlag sem lét und-
an ef á það steig hestfótur eða
manns, og allt fór á bólakaf. Þetta
voru kallaðir jakahverir. Þeir
gátu Ieynst undir vatnsborði án
þess að hægt væri að átta sig á
því þegar út í vatnið var farið.
Maður fórst árið 1861
Eftir hiaup sem kom 1861 og
kallað var Stórhlaup, ferst maður
í jakahver skammt fyrir austan
brekkur Skaftafells. Hann hét
Vigfús og var bróðir Jóns Einars-
sonar afa míns. Hann hafði farið
í Skaftafellið með fleira fólki en
varð aðeins seinni af stað en fé-
Iagarnir og fór örlítið út af slóð-
inni. Hann ætlaði líklega að stytta
sér leið en athugaði ekki að kvik-
syndið, sem myndaðist eftir
bráðnaða jaka, sást ekki, og var
vís bani ef farið var út í.“
Mikið frost er á Skeiðarársandi
þessa stundina og jörð því gadd-
freðin. Ekki er hætta á að jaka-
hverir myndist við þessar aðstæð-
ur. Næsta vor og sumar má hins
vegar gera ráð fyrir að varasamt
verði að ganga um sandinn ef
marka má lýsingu Ragnars í
Skaftafelli.
Forstjóri Landhelgisgæslunnar um smíði rannsóknarskips
Hefur ekki áhrif á varðskipskaup
„NEFND, sem var falið að vinna að undirbún-
ingi kaupa á nýju varðskipi, starfar af krafti.
Við lítum svo á, að ákvörðun um smíði á nýju
hafrannsóknarskipi muni ekki hafa áhrif á
skipakaup fyrir Landhelgisgæsluna, enda virð-
ist eiga að fjármagna rannsóknarskipið með
fé úr Þróunarsjóði sjávarútvegsins, auk fram-
lags úr byggingarsjóði nýs hafrannsóknar-
skips,“ sagði Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp,
þar sem gert er ráð fyrir að Þróunarsjóður
sjávarútvegsins fjármagni að mestu kaup á
nýju og öflugu hafrannsóknarskipi. „Ég hlýt
að óska Hafrannsóknastofnun til hamingju
með þennan áfanga, en hef trú á að þetta
verði ekki til þess að tefja varðskipsmál," sagði
Hafsteinn. „Af hálfu Landhelgisgæslunnar
hafði verið orðaður sá möguleiki, að keypt
yrði fjölnota skip, sem hægt yrði að nýta
bæði sem varðskip og til hafrannsókna. Miðað
við fréttir nú virðist sá möguleiki vera úr sög-
unni.“
Varðskipskaup skýrast
á næstunni
Hafsteinn sagði að nefnd um varðskipskaup
væri að safna ýmsum gögnum og myndi funda
næst að einni eða tveimur vikum liðnum. „Að
loknum þeim fundi mun ef til vill liggja fyrir
hvað verður. Það er unnið að þessu máli af
krafti.“