Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 15 Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRÁ þingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldið var í Stykkishólmi dagana 1. og 2. nóvember sl. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Uppbygging vegakerfisins brýnasta hagsmunamálið Stykkishólmi - Aðalfundur Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn í Stykkishólmi 1. og 2. nóv- ember sl. Fundurinn var vel sóttur og gestir fundarins voru alþingis- menn Vesturlandskjördæmis, Vil- hjálmur Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þórður Skúlason framkvæmda- stjóri. í samtökunum eru 25 sveitarfélög og hefur þeim fækkað á síðustu árum. Fjölmennasta sveitarfélagið er Akranesbær með 5.100 íbúa og fámennustu sveitarfélögin eru Skóg- arstrandarhreppur með 38 íbúa og Skorradalshreppur með 49 íbúa. Þeir málaflokkar sem mest fór fyrir á þinginu voru samgöngumál, sorpurðunarmál og skólamál. Varð- andi samgöngumál voru þingfulltrú- ar mjög óánægðir með hve mikið er skorið niður af vegafé á þessu ári. Það kom fram að á föstu verð- lagi 1996 hafa útgjöld ríkisins til vegamála lækkað úr 7.564 millj. kr. árið 1993 í kr. 6.193 milljónir árið 1996_eða samtals um 1.371 milljón kr. Á sama tíma hækkuðu tekjur ríkissjóðs af bifreiðum úr 17.750 milljónum kr. í 19.370 milljónir króna eða um 1.620 milljónir. Uppbygging vegakerfisins er brýnasta hagsmunamál byggðanna á Vesturlandi. Aðaláherslu skal leggja á tengingu byggðanna á norð- anverðu Snæfellsnesi með bundnu sliglagi. í uppsveitum Borgarfjarðar verði þegar hafist handa við upp- byggingu Borgaríj arðarbrautar og tengingu hennar við Hvanneyri. Undirbúin verði lagning vegar yfir Vatnaheiði og að Búlandshöfði haldi stöðu sinni í þegar samþykktum lanjgtímaáætlunum. I sorpmálum hefur mikið verið að gerast á Vesturlandi að undan- förnu. Þar ganga öl! sveitarfélögin á Vesturlandi sameiginlega til verks. Þau hafa keypt jörðina Fífl- holt í Hraunhreppi og mun þar verða urðunarstöð sorp á Vestur- landi í framtíðinni. Öll tilskilin leyfi hafa fengist og næsta skref er að sveitarfélögin stofni hlutafélag um þennan rekstur. Stefnt er að því að sorpurðun að Fíflholtum hefjist á næsta ári. Þetta skref verður til mikilla bóta því sorphirða og losun hefur verið víða ófullnægjandi. Sveitarfélögin hafa lítið aðhafist í sínum sorpmálum og beðið eftir þessari iausn. Skólamál voru mikið rædd á þing- inu. Flestir fulltrúar voru ásáttir um hvernig til tókst með að færa rekst- ur grunnskólanna frá ríki yfir til sveitarfélaga. Miklar umræður urðu um Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þá er orðið mjög brýnt að byggja við skólann og mikill skortur á húsnæði. Efasemdir komu fram um að flytja málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna. Þau málefni eru misjafnlega langt komin á land- inu og yrði sá pakki misjafnlega þungur fyrir sveitarfélögin. Vilja aukin framlög úr Jöfnunarsjóði Þá skora samtökin á stjórnvöld að beita sér sér fyrir því að framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaganna til grunnskóiabygginga sveitarfélaga með 801-2.000 íbúa verði hækkuð úr 20 í 40%. Þarna njóta stærstu sveitarfélögin mun meira ríkisfram- lags og er sú viðmiðun sem er í dag ekki sanngjörn gagnvart öðrum sveitarfélögum. Mörg sveitarfélög þurfa að byggja við grunnskóla sína vegna kröfu um einsetningu nem- enda í skólann. Ný stjórn samtakanna var kosin á þinginu, hana skipa Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Pétur Ottesen, Björg Ágústsdóttir, Páll Ingólfsson, Finn- bogi Leifsson, Ríkharð Brynjólfsson og Guðrún Konný Pálmadóttir. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÞÁTTTAKENDUR á námsstefnu Rauða kross íslands um fjöldahjálp og félagslegt hjálparstarf innan Almannavarna ríkisins. Stykkishólmi - Neyðarvarnar- námstefna um fjöldahjálp og fé- lagslegt hjálparstarf innan Al- mannavarna ríkisins var haldin í Stykkishólmi dagana 1. og 2. nóv- ember sl. Það var Rauði kross Is- lands sem stóð fyrir þessu nám- skeiði og var það ætlað Rauða kross félögum. Markmiðið er að útskrifa flokk- stjóra á hverjum þéttbýlisstað á landinu til að stjórna móttöku á fólki sem þarf af einhveijum ástæðum að yfirgefa heimili sín eða alvarleg slys ber að höndum og veita því aðhlynningu sem með þarf. Rauði krossinn hefur tekið Námsstefna um íjölda- hjálp þennan þátt að sér varðandi al- mannavarnir á íslandi. Hafa sam- tökin þjálfað flokkstjóra í flestum þéttbýlum landsins og hafa þeir öðlast þekkingu varðandi hvernig ber að haga sér ef þarf að setja slíka neyðaráætlun af stað. Það er mikilvægt að þessir aðilar séu öruggir á því hvað ber að gera og veitir það öryggi. Búið er að gera neyðarvarnarskipulag fyrir þéttbýli á landinu og er neyðarm- óttaka hluti af því. Á námskeiðinu í Stykkishólmi voru 20 þátttakendur sem komu víða að. Komu fulltrúar frá Rauða krossdeildum á Vesturlandi, Vest- fjörðum, Skagafirði og Suðurnesj- um. Rauða krossdeildin í Stykkis- hólmi sá um undirbúning nám- skeiðsins en leiðbeinendur voru Rögnvaldur Einarsson, Akranesi, og Hólmfríður Gísladóttir frá Rauða krossi íslands. Auk þeirra fluttu erindi Örn Egilsson, Krist- ján Sturluson og Guðmundur R.J. Guðmundsson. ---25 VELKOMIN I FÖNIX OG GERfÐ REYFARAKAUPl RAFTÆKI OG INNRÉTTINGAR Á TILBOÐSVERÐI m ASKO ÞVOTTAVÉLAR - ÞURRKARAR - UPPÞVOTTAVÉLAR Nú er lag að fá sér sænskt hágæðatæki frá Asko - með verulegum afslætti. ALLT AÐ 10% AFSLÁTTUR ■10 ■15 -20 KÆUSKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR Dönsku GRAM kæliskápamir em rómaðir fyrir giæsileika, hagkvæmni, styrk og endingu. Þú getur valið um 20 gerðir kæliskápa, með eða án frystis. Einnig 8 stærðir frystiskápa og 4 stærðir af frystikistum. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR ibernci ÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR Bjóðum nú Iberna þvottavél meó 800 sn. vindu á aðeins 39.990,- Erum að fá 6 gerðir af Ibema kæliskápum á verði, sem mun koma þér verulega á óvart (i 'i-j MÍWTI^) INNBYGGINGAROFNAR OG -HELLUR Margar gerðir og litir af ofnum til innbyggingar. Helluborð með 2 eða 4 hellum, bæði „venjuleg" og keramik. Einnig gashelluborð. DéLonghi - Dásamleg tæki ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR ELDHÚSVIFTUR - MARGAR GERÐIR Venjulegar, hálfinnbyggðar, m/útdregnum gler- hjálmi, veggháfar eða til innbyggingar í háf. ALLT AÐ 15% AFSLÁTTUR BORÐOFNAR FYRIR SÆLKERA Þeir em notadrjúgir litlu borðofnamir frá DéLonghi. Þú getur steikt, bakað eða grillað að vild á styttri tíma og með mun minni orkunotkun en í stórum ofnum eða eldavélinni. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR § O.ERRE LOFTRÆSTING ER OKKAR FAG! Mikið úrval af loftræstiviftum fyrir hvers konar húsnæði, til heimilisnota eða í atvinnuhúsnæði. SMARAFTÆKI EMIDE (miinmf) euHri Ávaxtapressur, brauðristar, brauð- og áleggshnífar, djúpsteikingarpottar, dósahnífar, eggjasjóðarar, handsugur, hárblásarar, hitamælar, hnífabrýni, hrærivélar, hraðsuðukönnur, matvinnsluvélar, rafmagnsofnar, ryksugur, ryk- og vatnssugur, safapressur, straujám - og ótal margt fleira. ALLT AÐ 20% AFSLÁTTUR NeHotí+w ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Dönsku NETTOIine innréttingamar eru falleg og vönduð vara á vægu verði. Við bjóðum þér allt sem þig vantar í eldhúsið, baðherbergið eða þvottahúsið, og þar að auki fataskáþa í svefnherbergið, bamaherbergið eða anddyrið. Frí teiknivinna og tilboðsgerð. FRÍ HEIMSENDING • FJARLÆGJUM GAMLA TÆKIÐ ÁN GREIÐSLU /rOniX OPIÐ VIRKA DAGA OPIÐ LAUGARDAG 9-18 10-16 HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SfMI 552 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.