Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Pizza 6 7-staðir
opnaðir í Noregi
HAFMEYJAN hf. eignarhaldsfyrir-
tæki Pizza 67 í Danmörku, hefur
gert samning við íslenskan aðila í
Noregi um sérleyfi fyrir sjö Pizza
67-veitingastaði þar í landi og er
stefnt að því að opna þá á næstu
tólf mánuðum. Að sögn Gísla Gísla-
sonar, lögmanns Hafmeyjunnar,
hyggst þessi aðili bæði kaupa eldri
pizzastaði í þessu skyni og breyta
þeim til samræmis við kröfur Pizza
67 og byggja upp nýja staði frá
grunni.
Fyrsti Pizza 67-staðurinn utan
íslands var sem kunnugt er opnaður
á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn
fyrir skemmstu og segir Gísli að
reksturinn hafi_ farið vel af stað. Er
fyrirhugað að Olafur Ragnar Gríms-
son, forseti íslands, komi þar við og
snæði pizzu að viðstöddu fjölmiðla-
fólki í heimsókn sinni til Danmerkur
í nóvember.
Gísli segir ýmislegt fleira á pijón-
unum hjá Hafmeyjunni á Norður-
löndunum. Næsta skref verði að
fjölga stöðum í Danmörku með sér-
leyfi frá Pizza 67. í fyrstu sé stefnt
að því að semja við íslenska aðila
um slík sérleyfi en síðar muni Dönum
standa þau til boða. Þá horfa þeir
hjá Pizza 67 á fleiri lönd og hafa átt
í viðræðum um opnun pizzastaða
með sérleyfi í Svíþjóð og Færeyjum.
í samningum um slík leyfi er kveð-
ið á um staðlað útlit veitingastað-
anna, sama matseðil, sömu gerð
pizzuofna o.s.frv. Hafmeyjan mun
síðan annast gæðaeftirlit með reglu-
legu millibili, en fyrir þetta greiðir
viðkomandi aðili 6% af veltu til keðj-
unnar.
Myndbær með fræðslu-
þætti fyrir varnarliðið
MYNDBÆR hf. hefur að ósk félags-
málaskrifstofu varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli hafið undirbúning að
gerð fræðsluþátta um ísland sem
sendir verða út á Rás 20, kapalkerfi
Keflavíkursjónvarpsins. Heiti þátt-
anna verður Iceland — New Horiz-
ons. Þeir verða endursýndir hálfs-
mánaðarlega þar sem stöðug end-
urnýjun á sér stað á starfsliði
varnarliðsins.
Samkvæmt upplýsingum frá
Myndbæ hefur samsetning starfs-
mannahóps varnarliðsins breyst
nokkuð frá því sem áður var. Nú
ber mest á fjölskyldufólki sem sam-
kvæmt könnunum hefur áhuga á að
kynnast landi og þjóð með ferðalög-
um og viðskiptum við landsmenn.
Þáttaröð Myndbæjar er liður í því
að kynna ísland og íslenskt samfélag
fyrir þessu 5 þúsund manna samfé-
lagi á Suðurnesjum.
Áætlað er að framleiða fimm
þætti sem hver um sig er 60 mínút-
ur að lengd.
VIÐSKIPTI
Sala hljómplötuframleiðenda
1., 2. og 3. ársfjórðung 1996
Skífan
Polygram
EMI-Virgin
Skífan-eigin framl.
BMG
Innfl. án einkaumb.
Önnur innlend
Spor
Sony Music
Spor-eigin framl.
VVarner Music
Önnur erlend
Time Life
Music Collection
Önnur innlend
Toco International
Innfl. án einkaumb.
I milljónum íslenskra króna (f heildsölu án vsk.)
10
20
30
40 50
■141,65
■ 6,92
4,83
11,89
20,98
! 26,58
39,10
Samtals 140,056 millj. kr.
33,83
22,74
; 29,10
Samtals 105,256 millj. kr.
Japis
Önnur erlend
Önnur innlend
Japis-eigin framl.
Innfl. án einkaumb.
Smekkleysa
Naxos
ísl. Tónv.miðst.
eigin framl.
Gæðavika
haldin í
annað sinn
GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG ís-
lands efnir til gæðaviku dagana
11-15. nóvember í samvinnu við
Evrópusambandið. Þetta er í annað
sinn sem slík vika er haldin og ber
hún yfirskriftina „Vinnum saman —
gæði í þágu þjóðar".
Gæðavikan hefst með morgun-
verðarfundum á mánudag. Gæða-
starf Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra á Reykjanesi verður kynnt á
fundi hjá Svæðisskrifstofunni í Kópa-
vogi og haldinn fundur í Ráðhúsi
Reykjavíkur um visthæfa ferðaþjón-
ustu og umhverfisstjórnun. Á þriðju-
dag verður haldinn fundur faghópa
í stjórnstöð Landsvirkjunar. Síðdegis
á þriðjudag verður fundur í heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu og
á miðvikudag munu nemendur í við-
skiptadeild HÍ kynna verkefni úr
atvinnulífinu í Þjóðarbókhlöðu. Á
fimmtudag verður fagnað 10 ára
afmæli GSFÍ í Listasafni íslands og
á föstudaginn verður flallað um gerð
gæðakerfis í Smáraskóla í Kópavogi.
Veltanjókst um 12,5%
HEILDARSALA geislaplatna, hljóm-
platna og snældna hjá aðilum innan
Samtaka hljómplötuframleiðenda
nam alls 307,5 milljónum króna
fyrstu níu mánuði ársins sem er um
12,5% aukning frá fyrra ári. Seldust
alls 359.313 eintök á tímabilinu.
Ef miðað er við að smásöluálagn-
ing hafi verið 50% að meðaltali á
tímabilinu fæst út að heildarveltan á
smásölumarkaðnum að meðtöldum
virðisaukaskatti hafið numið um 574
milljónum króna.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
Hagvangs hf. um hljómplötumark-
aðinn, en fyrirtækið annast upplags-
eftirlit fyrir Samtök hljómplötufram-
leiðenda. Allir stærstu aðilar sem
framleiða og seija íslenskt og erlent
tónlistarefni^ tóku þátt í könnuninni,
en það eru íslensk tónverkamiðstöð,
Japis, Skífan og Spor. Miðað við töl-
ur Hagstofunnar ráða þessi fyrirtæki
um 95% af markaðnum.
Söluaukning á erlendu efni varð
mun meiri á tímabilinu eða 17,8%,
en einungis 2,2% á innlendum plöt-
um. Samtök hljómplötuframleiðenda
benda á í þessu samoandi að nú fari
í hönd aðalvertíð íslenskrar hljóm-
plötuframleiðslu, en ráðgert sé að
gefa út um 100 íslenskar plötur nú
fyrir jólin. Reynslan sé sú að um
40-50% af heildarsölu hljómplatna
fari fram á síðasta ársfjórðungi og
því sé ljóst að staða íslenskra platna
eigi eftir að batna nokkuð í þessum
samanburði.
Skífan ræður stærsta
hluta markaðarins
Á meðfylgjandi töflu má sjá mark-
aðshlutdeild einstakra fyrirtækja á
þessum markaði. Skífan ber þar höf-
uð og herðar yfir hin fyrirtækin með
samtals 45,5% markaðshlutdeild, en
þess ber að geta að Skífan á helming
hlutafjár í næststærsta fyrirtækinu,
Spori, sem hafði 34% markaðshlut-
deild.
Ætlunin er að framkvæma slíka
könnun ársfjórðungslega og gefa út
niðurstöður eftir hvern ársfjórðung
ásamt heildarskýrslu fyrir hvert ár.
Kröfu um afhendingu
bókbandsvélar hafnað
HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá
héraðsdómi kröfu Flateyjar hf. bók-
bandsstofu á hendur prentsmiðjunni
Odda hf. um að fá afhenta bókbands-
vél af gerðinni Stahl BL100. Jafn-
framt er kröfu Flateyjar um beina
aðfarargerð á hendur prentsmiðjunni
Grafík hf. hafnað.
Forsaga málsins er sú að bók-
bandsstofan Flatey keypti vélina fyr-
ir 5,5 milljónir króna af holienskum
vélakaupmönnum í febrúar í vetur,
en þeir höfðu fengið vélina hjá prent-
smiðjunni Odda. Helmingur kaup-
verðs var greiddur strax en hinn
helminginn átti að greiða við afhend-
ingu vélarinnar 1. mars. Þegar til
kom neitaði hins vegar Oddi að af-
henda vélina, þar sem samkomulag
um sölu hennar hefði verið háð því
að vélin yrði seld úr landi.
Þetta er í annað skipti sem Hæsti-
réttur hefur málið til umfjöllunar og
það hefur einnig tvívegis farið fyrir
héraðsdóm. Hingað til hefur dómur
gengið Flatey í vil. í fyrra tilvikinu
sem málið var til umfjöllunar dóm-
stóla var málið höfðað á hendur prent-
smiðjunni Odda. Þegar gera átti aðför
á grundvelli þess dóms kom í ljós að
umrædd vél var ekki í vörslu Odda
heldur í vörslu prentsmiðjunnar Graf-
íkur, sem að langmestu leyti er í eigu
prentsmiðjunnar Odda. Þurfti því að
höfða mál á nýjan leik gagnvart Graf-
ík. Hæstiréttur vísar nú frá kröfu
gagnvart prentsmiðjunni Odda á þeim
grundvelli að Flatey hafí þegar með
fyrri dómi Hæstaréttar „þá heimild,
sem honum er þörf að lögum til að
leita fullnustu á réttindum sínum með
aðfarargerð á hendur sóknaraðilanum
Prentsmiðjunni Odda hf., enda stend-
ur heimildin óhögguð, þótt ekki hafi
enn reynst unnt að fylgja henni eft-
ir,“ eins og segir í dóminum.
Þá hafnar Hæstiréttur kröfu um
aðför á hendur Grafík á þeirri for-
sendu, að sá vafi Ieiki á eignarrétti
að mununum sem um er deilt og
eftir atvikum hvort Oddi hafi haft
heimild frá Grafík til að ráðstafa
mununum í eigin nafni, að varhuga-
vert sé að láta aðfarargerðina ná
fram að ganga. Er meðal annars
vísað til yfírlýsingar frá löggiltum
endurskoðanda Grafíkur hf. frá 1.
október síðastliðnum þar sem segir
að bókbandsvélin sé hluti af eignum
félagsins samkvæmt fyrningar-
skýrslu. „Einnig liggur fyrir yfirlýs-
ing þriggja stjórnarmanna í félaginu
frá sama degi, þar sem fram kemur
að því tilheyri munirnir, sem deilt
er um í málinu, og hafí hvorki prent-
smiðjunni Odda hf. né forsvarsmanni
þess félags verið veitt heimild til
þess að selja munina upp á sitt ein-
dæmi. Þá er því jafnframt haldið
fram af hálfu sóknaraðilans, prent-
smiðjunnar Grafík hf., að hinir um-
deildu munir séu í vörslu hans,“ seg-
ir ennfremur í dómi Hæstaréttar.
Þá kemur fram í dóminum að
náin tengsl eru á milli prentsmiðjunn-
ar Odda og prentsmiðjunar Grafíkur.
Það megi meðal annars ráða af því
að allir stjórnarmenn í prentsmiðj-
unni Grafík, fjórir að tölu, eigi sæti
í stjórn prentsmiðjunnar Odda ásamt
fímmta stjómarmanninum.
Ráðstefna um nýja tíma
Möguleikar án takmarkana
26. - 27. nóyember