Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Veiðiheimildir krókabáta 13,9% heildarþorskaflans á íslandsmiðum
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði á aðalfundi
Landssambands smábátaeigenda í
gær að breytingar á reglum um
veiðar krókabáta hefðu falið í sér
róttæka breytingu til batnaðar á
starfsumhverfi þeirra. Veiðiheim-
ildir krókabáta væru nú til samans
13,9% heildarþorskaflans á íslands-
miðum. Það hlutfall ætti vonandi
eftir að gefa fleiri kíló þegar fram
í sækti, en algerlega óraunhæft
væri að ætla að þessu hlutfalli yrði
á næstu árum breytt til hækkunar
fyrir krókabáta og lækkunar fyrir
aðra.
„Við verðum því að gera okkur
grein fyrir þeirri staðreynd að allar
reglur um veiðar krókabáta hljóta
áfram að miðast við að halda heild-
arveiði þeirra við það aflamagn sem
13,9 af hundraði gefur á hvetjum
tíma. Það er sú ábyrgð, sem þessi
hagstæða niðurstaða fyrir króka-
báta leggur okkur á herðar og hana
verðum við að axla.“ Að mati Þor-
steins var miklu fórnandi til þess
að skapa frið um veiðar krókabáta
og reynslan sýni að það hafí tekist
að skapa meirihluta krókabátaeig-
Oraunhæft að ætla þeim
stærri hlut á næstu árum
enda meiri og betri starfsgrundvöll,
liðugra starfsumhverfi og öruggari
framtíð, en þeir hafi nokkru sinni
búið við áður síðan farið var að
setja hömlur á veiðar þessara báta.
„Hlutfallstengingin er auðvitað
stærsta breytingin út á við, en auk
þess voru gerðar veigamiklar breyt-
ingar á ýmsu sem snertir starfsum-
hverfí krókabáta. Það, sem snertir
alla báta, er að allt sem heitir fastir
banndagar, hefur verið afnumið og
fískveiðiárið allt er nú eitt tímabil.
Þorskaflahámarksbátar búa í raun
ekki við nokkrar aðrar takmarkanir
en þorskaflahámarkið sjálft.
Spennti upp verð
á leigukvóta
Ráðherrann nefndi að því væri
haldið fram að afnám svokallaðrar
línutvöföldunar hafí valdið þeim
aflamarkssmábátum búsifjum sem
stundað hafí línuveiðar og þessi
breyting verið þeim óhagstæð. Á
það væri ekki hægt að fallast.
„Línutvöföldun var bundin við
fast aflamagn þannig að tvöföldun-
inni lauk þegar 13.800 lestum af
þorski var náð og 3.200 af ýsu.
Jafnvel þótt einhveijar takmarkanir
hefðu verið gerðar um stærð báta,
breytir það ekki því að minnstu
bátarnir voru að verða undir í þessu
kapphlaupi, sem síðast stóð í þijá
og hálfan mánuð, en hefði örugg-
lega staðið skemur nú í vetur og
bátarnir fengið minni hlut en síð-
asta vetur.
Með því að þeim, sem stunduðu
línuveiðar, var úthlutað 60% af
reynslu sinni á tveimur bestu árun-
um af síðustu þremur sem föstum
veiðiheimildum, fá þeir sama hlut-
fall í aukningu þorskaflans og sér
þess strax stað á þessu ári. Staða
þessara báta er treyst með þessari
breytingu og mun enn batna þegar
fram í sækir. Við skulum ekki
gleyma því heldur að þessi milli-
færsla, sem línutvöföldun er, hefur
átt mikinn þátt í því að spenna upp
verð á leigukvóta og brengla verð-
mætamat, enda hefur verð á leigu-
kvóta þegar fallið nokkuð eftir
þessa breytingu.“
Sú ákvörðun að nota ekki heim-
ild 9. gr. fiskveiðistjórnunarlaga til
12 þús. lesta jöfnunar fyrir allan
flotann í öllum tegundum kemur
sér auk þess vel fyrir smábáta, að
sögn Þorsteins. Að vísu breytti það
ekki miklu í þorskígildum til að
byija með, en með auknum þorsk-
veiðiheimildum og niðurskurði í
öðrum tegundum, sem bátarnir
væru ekki að veiða, myndi þessi
sjóður þróa mál til verri vegar fyrir
þá. Menn væru í það minnsta laus-
ir við það vandamál, sem mikið
hafí verið kvartað undan, að litlir
bátar væru að fá slatta í ýmsum
tegundum sem óhugsandi væri að
þeir gætu nýtt. '
283 umsóknir
um úreldingu
í máli Þorsteins kom fram að
nokkuð væri um að menn hafí nýtt
sér úreldingarreglur og framsal
með þeim hætti að velja þorskafla-
hámark fyrir góðan þát með litla
reynslu, en kaupa síðan annan með
þaki og flytja þakið á fyrsta bátinn j
og úrelda þann sem flutt hafi verið
frá. Úreldingin nýttist þá sem
styrkur við að koma sér fyrir í
þorskaflahámarskerfinu. Sömuleið-
is megi ljóst vera að margir eigend-
ur báta hafi ekki séð fram á rekstr-
argrundvöll enda væru umsóknir
um úreldingu til Þróunarsjóðs alls
orðnar 283.
Arthur Bogason formaður LS
Aflamark smá-
báta haldist innan
smábátaflotans
Morgunblaðið/Kristinn
VIÐ upphaf aðalfundar Landssambands smábátaeigenda þar
sem m.a. má sjá Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra, Ara
Edwald aðstoðarmann hans og Arthur Bogason formann LS.
ARTHUR Bogason, formaður
Landssambands smábátaeigenda,
telur mikilvægt að aflahámark
smábáta haldist innan smábáta-
flotans. Hvort menn verði fijáls-
ari innan aflahámarksins með til-
færslu veiðiheimilda er í hans
huga aukaatriði við hlið þess að
viðhalda þessu lagaákvæði. „Von-
andi er það hugboð mitt rétt, að
700 báta útrýmingin frá 1991
geri að verkum að Alþingi muni
hugsa sig vandlega um áður en
það hleypir annarri slíkri skriðu
af stað.“
Arthur átti von á því við upp-
haf aðalfundarins að framsal
veiðiheimilda í hinu nýja aflahá-
markskerfi yrði mönnum nokkurt
umræðuefni. Síðasti landsfundur
hafí hafnað öllu framsali þessara
veiðiheimilda hvort heldur væri
innan krókakerfísins eða utan
þess. Sú samþykkt gengi raunar
gegn fyrri samþykkt stjórnar-
fundar LS frá 1990, sem sam-
þykkti ftjálst framsal á milli
skipa, en flotanum skyldi í því
tilliti skipt í tvennt, annars vegar
undir 10 brúttólestum og yfir.
„Sjávarútvegsráðherra lagði
mikla áherslu á að framsal yrði
gert kleift innan aflahámarksins
og breytti þar engu andstaða síð-
asta aðalfundar. Sá er þó megin
munurinn á framsalsheimildum
innan hins nýja aflahámarks og
aflamarksins hinsvegar, að girt
er fyrir þann möguleika að stór-
fyrirtækin geti leikið sama leikinn
og þau hófu 1991 er bátar á bil-
inu sex til tíu brúttólestir og þeir
sem það völdu undir sex brúttó-
lestum voru settir inn í aflamark-
ið. Á þeim stutta tíma, sem liðinn
er, hafa um 700 þessara báta
horfíð í gin stórfyrirtækjanna með
tilheyrandi verðmætasköpun og
atvinnuuppbyggingu. “
Afstaða að breytast
Arthur sagði að hinn endi rök-
ræðunnar væri sá, sem síðasti
aðalfundur LS samþykkti, að
banna skyldi allt framsal veiði-
heimilda. „Þær ályktanir, sem
gerðar hafa verið innan svæðisfé-
laganna undanfarið, benda hins-
vegar til að þessi afstaða sé að
breytast og bendi ég þar sérstak-
lega á fundarsamþykkt aðalfund-
ar smábátafélagsins á Austur-
landi, en það félag hefur í gegnum
tíðina verið hvað einarðast gegn
öllu framsali."
Ekki vikist lengur
undan umræðunni
Arthur sagði að þó LS hafl til-
tölulega lítið fjallað um veiðileyfa-
gjald hingað til, sé hann þeirrar
skoðunar að lengur verði ekki
undan þeirri umræðu vikist enda
kunni að fara svo að stjórnmála-
flokkar geri veiðileyfagjald að
einu af aðalmálum næstu Alþing-
iskosninga. „Krafan og umræðan
um auðlindaskattinn sprettur
fyrst og fremst af einni megin
rót. Almenningur i landinu horfir
á útgerðarmenn landsins versla
innbyrðis með aflahlutdeildir
ýmist með leigu eða sölu upp á
milljarða króna árlega, rétt eins
og í hveiju öðru Kolaporti. Ekki
er það til að minnka vangaveltur
almennings um getu útgerð-
armanna til þessara innbyrðis við-
skipta að á sama tíma mega þeir
ekki heyra minnst á að slík við-
skipti verði með þeim hætti að
ríkiskassinn sé þar inni í mynd-
inni.
Sé farin hin „íslenskra leið“,
þ.e. að finna sökudólginn, þá er
hann hvergi annars staðar að
fínna en í útgerðarmönnum sjálf-
um. Almenningur segir einfald-
lega sem svo: Fyrst þeir hafa efni
á því að kaupa og leigja veiðiheim-
ildir fyrir milljarða króna á ári
af hver öðrum, þá geta þeir gott
og vel greitt sambærilegt gjald
til ríkisins, þjóðarinnar, sem á jú
samkvæmt skræðunum þessar
veiðiheimildir sem um er rætt. í
augum almennings eru þetta gild
rök. Enda er í málflutningi þeirra
sem lagt hafa fram á Alþingi til-
lögu um slíka gjaldtöku höfðað
til þeirra og bent á að réttlætis-
kennd almennings sé stórlega
misboðið að óbreyttu,“ sagði
Arthur.
Auðlindaskattur
í dularklæðum
„Það, sem mig undrar mest, er
hversu ódijúgir andstæðingar
þessarar gjaldtöku hafa verið að
benda á þá staðreynd, að nú þegar
hefur verið lagður á auðlindaskatt-
ur á sjávarútveginn. Þessi auð-
lindaskattur klæðist hinsvegar
dularklæðum sem heita Þróunar-
sjóðsgjöld. Ég veit ekki betur en
að hugmyndir um veiðileyfagjald
eða auðlindaskatt hafi gengið út
á að miða slíka gjaldtöku við magn
aflaheimilda og/eða stærð skipa.
Fullnægja Þróunarsjóðsgjöldin
ekki báðum þessum hugmyndum?
Ég veit heldur ekki betur en að
hugmyndimar gangi út á að slík
gjaldtaka væri til að byija með
lítil, fyrst og fremst til að gjöming-
urinn sé fyrir hendi. Em Þróunar-
sjóðsskuldimar, sem munu nema
um fimm þúsund milljónum króna
þegar búið er að bæta einu ha-
frannsóknaskipi þar ofaná, ekki
einu sinni nálægt því að fullnægja
þessari „réttlátu" gjaldtöku, skv.
því? Og mér er heldur ekki betur
kunnugt en að veiðileyfagj aldíð
eigi að verða ríkisrekstrinum hjálp-
arhella og hagstjómartæki," segir
formaður LS.
i
I
)
í
f
.
í
\
i
1
Örn Páisson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda
Bætur þurfa að koma í stað
atvinnu- eða eignarréttar
„ÉG TEL að sjávarútvegurinn hafi
til þessa greitt sanngjarnt gjald til
þjóðarinnar og það eru þau skilaboð
sem við eigum að láta frá okkur
fara,“ sagði Öm Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands smá-
bátaeigenda á aðalfundinum í gær.
Hann sagði að auðvitað mætti
margt betur fara, en nauðsynlegt
væri að almenningur fengi rétta
mynd af raunveruleikanum.
„Því er slegið upp að útgerðar-
maður hafí hagnast um tugi millj-
óna með því að leigja kvótann.
Auðvitað lítur þetta illa út, ekki
síst þegar það kvisast út að á sl.
fískveiðiári lét þessi sami aðili sjó-
mennina greiða fyrir skipsplássið
með því að kaupa með sér kvóta.
Samtímis tugmilljóna leigutekjum
hjá útgerðarmanninum, eru sjó-
mennimir á atvinnuleysisbótum.
Þetta er það sem almenningur kall-
ar kvótabrask. LÍÚ hefur réttlætt
kvótaviðskipti með því að segja að
leigutekjurnar séu fjármunir, sem
haldist innan greinarinnar. En því
er ekki alltaf að heilsa. En hvert
fara þá fjármunir, sem útgerðar-
maður fær í leigutekjur? Almenn-
ingur bendir á að þeir fari í glæsi-
lifnað útgerðarmannsins, en þar er
ekki hálf sagan sögð því að sjálf-
sögðu tekur ríkissjóður sitt.“
Órn sagði að stórútgerðin virtist
ekki átta sig á að almenningur
gæti ekki liðið það ár eftir ár að
útgerðarmaðurinn, sem hann
treysti fyrir því að nýta sameigin-
lega auðlind með skynsömum hætti
fyrir land og þjóð, spóki sig í sólar-
löndum nokkra mánuði ársins, aki
um á nýjustu gerð jeppa í stað þess
að gera út til fískjar. Sé hann spurð-
ur hvers vegna hann fari aldrei á
sjó, gæti svarið verið á þá leið að
kvótinn væri svo lítill að það borg-
aði sig ekki svo hann hafí ákveðið
að leigja hann frá sér þó ekki hafi
verið meiningin að viðkomandi
fengi tekjur af því að nýta ekki
sameiginlega auðlind.
„Þessi mál eru ekki auðleyst.
Útgerðarmaðurinn hefur gert bát-
inn út í fjölmörg ár og á óumdeilan-
lega rétt á að nýta auðlindina. Hon-
um er aftur á móti gert það ókleift
þegar veiðiheimildir eru komnar
niður fyrir það sem kostar að veiða,
sem smábátaeigendur kannast vel
við. Ákvörðun um minni veiðiheim-
ildir hafa stjórnvöld tekið í þágu
þjóðarinnar, að ganga ekki of nærri
þorskinum. Við slíka ákvörðun
koma til framkvæmda ákvæði
stjórnarskrár um að hver og einn
sem verður að gefa eftir af at-
vinnu- og eignarétti sínum í þágu
þjóðarinnar á að fá greiddar bætur.
Á því leikur engin vafi. Þá stöndum
við frammi fyrir tvennu: annars
vegar að ríkið greiði útgerðarmann-
inum sanngjarnar bætur vegna
þeirrar ákvörðunar að almannaheill
krefjist þess að eignar- og atvinnu-
réttur hans sé rofinn og hinsvegar
t
I
að útgerðin sjálf, þ.m.t. sjómenn
að einhveiju leyti, greiði útgerðar-
manninum þessar bætur í formi
kvótaleigu."
LÍÚ sýnir viðbrögð
skapvonds unglings
Að mati Arnar hafa útgerðar-
menn farið halloka í auðlindaskatts-
umræðunni, en ýmislegt væri þó
hægt að gera til að bæta þar um.
Ljóst væri að töluverðan tíma tæki *
að breyta sjónarmiði almennings
vegna ómarkvissra viðbragða LIÚ
við kröfunni um auðlindaskatt, en
fyrstu viðbrögð útvegsmanna hafi
minnt á viðbrögð skapvonds ungl-
ings þegar ýtt sé við honum. Við
frekara áreiti hafi viðbrögðin komið
fram í hroka og á síðustu dögum
hafí orðið vart örvæntingar þegar
gripið hafi verið til þess ráðs að
gera lítið úr þeim, sem væru annarr-
ar skoðunar, sbr. ummæli þess efn-
is að ömurlegt sé til þess að vita .