Morgunblaðið - 08.11.1996, Síða 31

Morgunblaðið - 08.11.1996, Síða 31
30 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VINNUTIMINN OG F J ÖLSKYLD AN FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Páll Pétursson, mælti í vik- unni fyrir þingsályktunartillögu um fjölskyldustefnu stjórnvalda. Að sögn ráðherra á markmið fjölskyldustefnu að vera að skapa skilyrði til þess að ná jafnvægi milli fjöl- skyldulífs og atvinnu foreldra. Ráðherra leggur áherzlu á að þetta jafnvægi náist ekki nema með því að stytta meðalvinnudag Islendinga. Fjöl- skyldan líði fyrir hinn óhóflega langa vinnudag, sem hér tíðkist. Hann skorar því á aðila vinnumarkaðarins að semja í komandi kjarasamningum um aðgerðir til að stytta vinnu- daginn. Margt bendir til að bæði vinnuveitendur og verkalýðs- hreyfing hafi nú þegar áttað sig á mikilvægi þess að stytta vinnudaginn. Miklu skiptir að árangur náist í því efni. Stytt- ing vinnutímans snýst ekki einvörðungu um efnalega af- komu, heldur stuðlar hún líka, eins og félagsmálaráðherra bendir á, að því að styrkja fjölskylduna. Undirrót langs vinnutíma hér á landi er óhagkvæmt skipulag vinnunnar, léleg afköst og lítil framleiðni. Einnig eimir eftir af úreltri yfirvinnudýrkun. íslendingar eyða því löngum tíma í vinnunni að óþörfu. Ekki fer á milli mála að með breyttum vinnubrögðum má stytta vinnutímann. Þannig er hægt að lengja þann tíma, sem fólk á með fjöl- skyldu sinni. Stytting vinnutímans er hins vegar einnig framlag til jafnréttisbaráttunnar. Karlar vinna meginþorra þeirrar yfir- vinnu, sem er unnin á íslandi og aðrar kröfur eru gerðar til þeirra en kvenna í þeim efnum. Stytting vinnutímans hlýtur að miða að því að jafna vinnudag kynjanna, þannig að karlmenn hafi sömu tækifæri til að vera með fjölskyldu sinni og konur og axli sömu ábyrgð á heimilishaldi og barna- uppeldi. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, benti á í viðtali hér í blaðinu síðastliðinn sunnudag að stærsti munurinn á launum karla og kvenna lægi í mismunandi vinnutíma. Stytting vinnudagsins og hækkun dagvinnulauna væri því leið til að draga úr launa- mun kynjanna. Þetta má til sanns vegar færa, en þó eru áhrifin einnig í hina áttina - vegna þess að konur fá al- mennt lægri laun en karlar, jafnvel fyrir sömu vinnu, hafa hjón tilhneigingu til að ákveða að karlinn taki frekar að sér yfirvinnu en konan til að auka tekjur heimilisins. Jafn- framt styttingu vinnutíma þarf því að grípa til sérstakra aðgerða til að jafna launamuninn. ATVINNULEYSIS- TRYGGINGAR ENDURSKOÐUN á lögum um atvinnuleysistryggingar þarf að tryggja tvö meginmarkmið, annars vegar að atvinnulausum, sem þurfa á opinberri aðstoð að halda, verði tryggð lífvænleg afkoma og hins vegar að koma í veg fyrir misnotkun á atvinnuleysisbótum. Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, hefur kynnt í ríkis- stjórn frumvarpsdrög að breytingum. Þar er m.a. gert ráð fyrir, að rétt til atvinnuleysisbóta eigi fólk á aldrinum 18-70 ára, en nú geta unglingar frá 16 ára aldri fengið bætur. Þessi breyting er eðlileg, þar sem yfirgnæfandi hluti ung- menna er við nám á þessum aldri. Einhver hópur unglinga hættir þó námi fyrr af ýmsum ástæðum. Nær væri að verja fé tii að veita þessum unglingum starfsþjálfun í samvinnu við atvinnulífið. Frumvarpsdrögin taka einnig á þeirri alvarlegu meinsemd í atvinnuleysistryggingarkerfinu, að ýmsir hópar launþega, sem komast snemma á eftirlaun, fá greiddar atvinnuieysis- bætur. Þarna er um tiltölulega hátt launaða ríkisstarfsmenn að ræða, t.d. flugumferðarstjóra, og launþega á almennum vinnumarkaði, t.d. flugmenn. Bótagreiðslur til slíkra hópa ganga þvert á tilgang atvinnuleysistrygginga. Er með ólík- indum að þetta hafi viðgengizt og fé skattgreiðenda streymt þannig út um gat í löggjöfinni. Ætlunin er, að framvegis verði lífeyrisgreiðslur dregnar frá atvinnuleysisbótum. ítrekað hefur verið haldið fram á opinberum vettvangi, að atvinnuleysiskerfið sé misnotað í stórum stíl, m.a. er þar nefnt til sögunnar, að atvinnuleysisbætur úr ríkissjóði séu greiddar til fólks, sem í raun eigi heima í félagslega kerfinu, sem er kostað af sveitarfélögunum. Þetta atriði er aðeins eitt af þeim, sem þingmenn þurfa að grand- skoða, þegar frumvarpið kemur tii kasta Alþingis. Eldgos og Skeiðarár- hlaup 1996 Fjórða stærsta eldgos á Islandi á þessari öld stóð aðeins í 17 daga. Frá fyrsta degi þess streymgi bræðsluvatn í Grímsvötn, en síðastliðið vor hafði hlaupið úr þeim. Á 37 dögum yfirfylitust vötnin og hlupu á nýjan leik. Afleiðingin varð mesta og hraðasta hlaup aldarinnar. Tjón á mannvirkjum varð gífurlegt en þrátt fyrir allt minna óttast var í fyrstu. r.r'VV', , tu NORÐUR Jarðskjálftar Við jarðskjálftann kl. 10.48 varð samgengi til norðvesturs í Bárðarbungu. Land fyrir suðaustan upptök hans gekk lítillega til norðvesturs. Sunnar og austar varð spennulækkun og hliðarþrýstingur á hina verðandi gossprungu lækkar. Við lækkandi hliðarþrýsting á sprunguna fer kvika smám saman að streyma upp um hana. Daginn eftir hafa skjálftarnir hafa flust sunnar. Kvikan er að þrýsta sér upp gossprunguna niðri í jarðskorpunni. Margir jarðskjálftar verða þar í nágrenninu sem kvikan er að brjóta sér leið upp. 29. SEPT. Hrina jarð- skjálfta hefst í Bárðar- bungu kl. 10.48. Hrinan boðar komu eldgoss. 30. SEPT. Stuttu fyrir miðnætti hefst gos á um 6 km langri sprungu undir ísnum. Bræðslu- vatn rennur til Grímsvatna. 2. OKT. Um kl. 5 um morguninn brýst eldurinn upp úr 400 metra þykkum ísnum. Sprengingar þeyta ösku í 300-500 metra hæð. ^ V * ; Eldgosinu er lokið, eða liggur nú niðri. Eldgígurinn sem lengst var virkur hefur náð að hlaðast upp úr vatni og gjáin er nánast full af gosefnum. 7. OKT. Gosi iokið. Eldgígurinn hefur náð upp úr vatninu. Vatnshæð Grímsvatna er komin í 1.505 metra. 5. nóv. Skeiðarárhlaup hefst kl. morguninn. Hlaupið nær hámarki um kl. 23 með 45 þús. rúmm. á sek. Tvei dögum seinna er hlaupið hjaðnað. Rennsli, SíðaSta njmmetrar ,7 á sekúndu hlaUP 45.000 Nokkur Fjögur stærstu eldgos á öldinni Aætlað rúmmál gosefna Katla 1918 Hekla 1947 Surtsey 1963-67 Vatnajökull 1996 (Heimaey 1973 (Vatnajökull 1938 Meira en 1,0 rúmkm 1,0 rúmkm 1,0 rúmkm 0,6-0,7 rúmkm ■ MMHMHMMMMMMMMHHMMMMMMMMM 0,4 rúmkm) 0,3 rúmkm) 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.10.11.12.13,14.15.16.17,18. 19. dagur Morgunbladið/GÓI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.