Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1996, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Til varnar heilbrigðis- þjónustunni MIKLAR breytingar hafa orðið í heilbrigðis- þjónustu ýmissa vest- rænna landa á undan- fömum ámm. Flestar þjóðir hafa átt við vax- andi fjárlagahalla að stríða og orðið að skera niður ríkisútgjöld til þess að ná jöfnuði. Gæði í heilbrigðisþjón- ustu hafa verið endur- skilgreind á þann hátt að það merki að upp- fylla þarfir og óskir sjúklinga fyrir sem minnstan kostnað. Öll þróun í læknisfræði hefur einnig stuðlað að því að mögulegt er að veita sjúkl- ingum þjónustu á allt annan og fljótvirkari hátt en áður. Margar rannsóknir og aðgerðir, sem áður kröfðust langrar legu á spítala, er nú mögulegt að gera án innlagnar, legutími þeirra, sem þurfa að leggj- ast inn, hefur styst verulega og ný lyf hafa gert meðferð á mörgum sjúkdómum einfaldari. Spítalar víða um heim hafa stóraukið dagdeildar- þjónustu og sjúkrahótel hafa verið > sett á laggirnar til þess að ná niður kostnaði svo að ekki þurfi að neita fólki um þjónustu. Allar þessar staðreyndir hafa .haft í för með sér miklar sviptingar í heilbrigðisþjónustu ýmissa landa. í Bandaríkjunum hefur hundruðum spítala verið lokað og sérfræðingar þar spá því að u.þ.b. helmingi þeirra 900 þúsund sjúkrarúma, sem nú eru þar í notkun verði búið að loka um næstu aldamót. í Svíþjóð hefur einnig farið fram uppstokkun á stórspítölum, t.d. var spítalanum í Linkjöbing gert að segja upp 750 starfsmönnum af um 4.000 fyrir tveim árum. Í Kaupmannahöfn fer fram róttæk breyting á spítalakerf- inu. Þeir ætla að eyða sem svarar 6 milljörðum ísl. kr. til breytinga fram að aldamótum. Kommune- hospitalet verður lagður niður, rúm- ^um fækkað um 750 (af 5.100) og 2.000 starfsmönnum sagt upp. Þeir búast við að þessar skipulagsbreyt- ingar fari að skila um 5 milljörðum ísl. króna árlegum sparnaði þegar kemur fram yfir aldamót. Samein- ing spítala hefur víða farið fram og vandamálin við það hafa ekki verið neitt frábrugðin því sem við þekkjum af sameiningu Landakots og Borgar- spítala. Fjármögnun þjónustunnar Það markmið núver- andi ríkisstjórnar að ná niður fjárlagahalla og greiða niður skuldir er óumdeilt. Deilan snýst hinsvegar um þær leið- ir sem farnar eru að markmiðinu. Heil- brigðiskerfi þeirra þjóða sem taldar eru upp hér að ofan hafa orðið að taka þátt í að ná sama markmiði. Þau kerfi búa hinsvegar við allt aðrar forsendur en íslenska heilbrigði- skerfið. Þar er kostnaðargreining á öllum þáttum þjónustunnar. Menn vita hver kostnaður er við hana á hveijum stað. Sami aðili íjármagnar alla þætti þjónustunnar og skilur ísland notar fjármögn- unarkerfí í heilbrigðis- kerfínu, segir Olafur Örn Arnarson, sem er algjörlega úrelt. að auknar fjárveitingar á einum stað spara mikið í öðrum þáttum þjónustunnar. Fjármagnið fylgir sjúklingnum, þ.e. sú stofnun sem veitir þjónustuna fær greitt fyrir hana í samræmi við kostnað. Menn hafa komist að því að mjög litlar einingar eru óhagkvæmar og mjög stórar eru það einnig. ísland er sennilega eina landið í hinum vestræna heimi sem enn notar fjármögnunarkerfi, sem er algerlega úrelt. Það kerfi fastra fjárlaga sem bytjað var með hér á landi upp úr 1980, og var kannske nauðsynlegt á sínum tíma, kemur beinlínis í veg fyrir að hægt sé að nýta þá möguleika sem hafa skap- ast í hagræðingu og byggjast á þeim framförum í læknisfræði, sem áður voru nefndar. Ólafur Örn Arnarson. LITLA BÆNABÓKIN^ Séra Karl Sigurbjörnsson tók saman Niðurskurður í kerfi fastra fjár- laga hefur verið flatur og öllum gert að skera niður um sömu pró- sentuna og ekkert tillit tekið til mismunandi mikilvægis stofnana fýrir kerfið í heild. Spítalaþjónustan er fjármögnuð beint af Alþingi en utanspítalaþjónustan af Alþingi í gegnum Tryggingastofnun ríkisins og skortir mikið á að menn átti sig á tengslum þarna á milli. Niður- skurður í þjónustu við utanspítala- sjúklinga er hinn sami. Allir aðrir hafa lagt sérstaka áherslu á að stór- auka þá þjónustu á þeirri forsendu að þannig sé mögulegt að fækka spítalarúmum, sem eru margfalt dýrari, án þess að draga úr þjónustu við sjúklinga. Sama gildir í rekstri spítala. Alls staðar hefur fjöldi spít- ala, sem hafa reynst við þessar nýju aðstæður óhagkvæmir, verið lagðir niður og þjónustan flutt þangað sem hægt er að veita hana á hagkvæm- ari hátt. Rétt er að geta þess að sú þjónusta sem verið er að tala um er oft mjög sérhæfð, krefst flókins tækjabúnaðar og sérþjálfaðs starfs- fólks og því ekki hægt að veita hana nema á fáum stöðum. Spítalarnir í Reykjavík Móðurskip spítalaþjónustunnar eru hér í Reykjavík. Hingað sækir fólk alls staðar af landinu til þess að fá þá þjónustu sem ekki er hægt að veita annars staðar. Fjárhags- staða Ríkisspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur er hinsvegar mjög slæm. Þrátt fyrir margra ára hag- ræðingu, m.a. með sameiningu Landakots og Borgarspítala er enn ætlast til samdráttar á sama tima og verkefni þessara stofnana fara vaxandi. Slæm rekstrarstaða Sjúkrahúss Reykjavíkur er kunn en rekstrarstaða Ríkisspítala er ekki betri samkvæmt upplýsingum úr íjármálaráðuneyti. Um mitt ár var talið að þá skorti 450 milljónir króna á þessu ári. I lok ágúst fengu þeir 200 milijónir króna aukafjár- veitingu en ekki er kunnugt hvern- ig vandinn verður leystur að öðru leyti. Það er þannig verið að stór- skaða þessa mikilvægu þjónustu á grundvelli rangrar fjármögnunar. Ný viðhorf Heilbrigðiskerfið á að geta lagað sig að markmiðum ríkisstjórnarinn- ar um hallalaus fjárlög. En til þess að skaða ekki kerfið verður stjórnin að skapa heilbrigðiskerfinu eðlileg- an rekstrargrundvöll. Fyrsta skrefið er greining kostnaðar á öllum þátt- um þjónustunnar og að fjármagnið fylgi sjúklingnum. í framhaldi af því er nauðsynlegt að gera þjón- ustusamninga við spítalana þar sem skilgreint er hve mikla þjónustu rík- ið vill kaupa. Reyndar var í sam- komulagi um stofnun Sjúkrahúss Reykjavíkur gert ráð fyrir slíkum samningi en engin vinna hefur haf- ist í því máli. Fyrr en staðreyndir um reksturskostnað á öllum sviðum liggja fyrir er ekki mögulegt að taka afstöðu til meiriháttar breyt- inga í rekstri, svo sem sameiningu stærstu spítalanna í einn. Höfundur er læknir og framkvæmdustjóri v. Sjúkrahús Reykjavíkur. Afmælisfagnaðir Árshátíðir - Brúðkaup J Erfidrykkjur Margrómuð VEISLUÞJONUSTA fyrir gæði, gott verð og lipra þjónustu S KÚTAN Hólshrauni Hafnarfirði sími: 555 1810 Þeir fiska sem róa Til þess að róa þarf að kunna áralagið SÁ SEM þessar lín- ur ritár las um síðustu helgi grein í Morgun- blaðinu eftir Jakob F. Ásgeirsson, rithöfund. í greininni er sérstak- lega slegið upp eftir- farandi lýsingu: „Kristján Ragnarsson er holdtekja þess „fyr- irtækja-sósíalisma“, sem segja má að sé eitt helsta verkefni nútíma stjórnmála að kveða niður, segir Jakob F. Ásgeirsson, og bætir við að for- maður LÍÚ berjist fyr- ir miðstýringu í sjávarútvegi." Lík- lega er uppslátturinn blaðsins. Undirrituðum fannst yfirlýsing- in merkileg og gluggaði nánar í greinina. Þar gat að lesa lýsinguna sem vitnað er í hér að framan en ekki mikinn rökstuðning með henni. Um skoðanir Kristjáns Ragn- arssonar formanns LÍÚ á sjávarút- vegsmálum er iðulega fjallað í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, oft þannig að fréttamenn leita eftir upplýsingum hjá honum og spyija hann um afstöðu til mála. Undir- ritaður fylgist töluvert með frétt- um og hefur því fylgst nokkuð með málflutningi Kristjáns. Málflutningur hans hefur í ræðu og riti byggst á því að útgerðar- menn beri sjálfir ábyrgð á rekstri sínum. Hlutverk stjórnvalda sé hins vegar að setja atvinnulífinu, þar á meðal útgerðinni, almennar reglur til þess að skapa þau skil- yrði að auðlindir og atorka lands- manna nýtist sem bezt, lands- mönnum öllum til hagsbóta. Formaður LÍÚ hefur margoft tjáð sig um reglurnar sem settar hafa verið um takmörkun þess magns sem sótt er af fiski í sjó. Hann hefur lýst því að reglurnar séu settar vegna þess að með ótak- mörkuðum fiskveiðum verði geng- ið of nærri fiskistofnunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir lífsafkomu þjóðarinnar. Útgerðar- menn, sjómenn á Alþingi og ríkis- stjórn hafi sýnt fyrirhyggju og ábyrgð þegar þessar reglur voru settar. Það er dálítið kúnstugt að Jakob Ásgeirsson skuli telja að skoðanir formanns LÍÚ eigi eitthvað skylt við sósíalisma. Annaðhvort hefur hann ekki fylgst með umræðunni eða hann hefur einhvern allt annan skilning á því hugtaki en flestir aðrir. Rithöfundurinn hlýtur að misskilja reglurnar um aflatak- mörkun, eðli þeirra og tilgang, ef hann telur þær sambærilegar við viðskiptahöftin sem sett voru hér á árum áður. Vissulega hafa reglurnar um aflatakmörkun verið umdeildar, enda hafa þær áhrif á margra hag með margvíslegum hætti. Það gildir almennt um sjávarútveginn að hann er svo mikil- vægur þjóðinni að umræðan um sjávar- útvegsmál • verður áfram lífleg og sýnist sitt hveijum. Líklega hefur sjáv- arútvegurinn við þann vanda að glíma að of mörg skip róa miðað við þann afla sem heimilt er að færa að landi. Þessi vandi vex ef aflinn minnkar eða skipunum fjölgar en minnkar að sama skapi ef aflinn eykst og skip- unum fækkar. Þess vegna er mikil- vægt að finna heppilega leið til þess að auka aflann og fækka skipunum. Viðskipti með afla- heimildir, segir William Thomas Möller, hafa þau áhrif að fækka skipum. Reynslan sýnir að ekki farnast öllum jafn vel sem atvinnurekstur stunda. Kemur þar margt til. Heppilegast hlýtur að vera að þeir sem eru hæfastir til þess að stunda tiltekinn atvinnurekstur fái til þess sem mest frelsi jafn- framt því að þeir beri sjálfir ábyrgð á rekstrinum ef illa fer. Þess munu dæmi að pólitískar aðgerðir stjórnvalda á undanförn- um árum hafi gengið þvert á þetta viðhorf. Aðalinntakið í reglunum um aflatakmörkun, svonefnt kvóta- kerfi, er það að skipin, sem áður sóttu ótakmarkað fisk í sjó, mega hvert um sig samkvæmt reglun- um sækja tiltekið magn, kvóta. Með þessum takmörkunum og minnkandi fiskafla hefur rekstur- inn gengið illa hjá mörgum út- gerðarmönnum. Þá hafa menn reynt að finna leiðir til þess að koma rekstrinum í lag, með mis- jöfnum árangri eins og gengur. Hjá sumum hefur það orðið niður- staðan að draga úr eða hætta rekstri. Aflatakmörkunarreglurnar hafa þróast þannig að menn hafa mátt selja veiðirétt sinn öðrum eftir ákveðnum reglum. Reynslan hefur sýnt að þessi heimild hefur auðveldað mönnum að hætta rekstri. Þetta gerist í stuttu máli þannig að útgerðarmaður sér hag í því að greiða öðrum útgerðar- manni fyrir aflaheimild. Sá sem William Thomas Möller Whpt HEWLETT' mLtiM PAPKARD Njkomin ódýr PRENTARAR OG SKANNAR Geriö náttfatnaður, verðsamanburð /7 leikfóng og gjafavara. Tölvu-Pósturinn tfvtPlJ/PVÍMrtVJÍíTyi Hrímarksgæði Lrígmarksvcrð JfL) V///flLdf/líAí / GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM, Vj i leibinni SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601 H Glasiba, s. 553 3305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.