Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
_________AÐSENPAR GREINAR____
Er réttlætanlegt að bínda
unglínga með límbandi?
EFTIR að staðfest
var fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur nýlega að
unglingar væru bundnir
með límbandi á Ungl-
ingaheimili ríkisins í
Efstasundi komst málið
í fréttir. Unglingaheim-
ilið heitir nú Meðferð-
, . arstöð ríkisins fyrir
unglinga (MRU) sem er
deild Barnavemdar-
stofu. Þó tæp þijú ár
séu liðin frá því að þessi
gjömingur var fyrst
gagnrýndur má enn
heyra á forstöðumanni
MRU, Áskeli Erni Kára-
syni sálfræðingi, að
hann telji hann réttlætanlegan. Ég
er honum ekki sammála og held því
fram að það að binda ungling með
límbandi sé ómannúðleg aðferð sem
spilli meðferð á unglingum í vanda.
Ég tel víst að margir sem unnið hafa
og vinna nú meðferðarstörf með
unglinga geti tekið undir það.
Samkvæmt lýsingu er unglingur
bundinn fastur með límbandi á hönd-
um og fótum. Þetta á ekkert skylt
við það að binda börn í öryggisskyni
t.d. í barnastól eða bílstól. Sennilega
þarf a.m.k. tvo starfsmenn til verks-
ins, því líklegt er að unglingurinn
beijist um á hæl og hnakka þegar
honum verður ljóst hvað stendur til.
Svo er unglingurinn festur með lím-
bandi við rúm og getur sig þá hvergi
hrært. Lesendur geta reynt að setja
sig í spor unglingsins.
Skiptir þetta nokkru máli fyrst
- 'að tilvikin á hveiju ári þar sem ungl-
ingar eru bundnir eru fá? Já, það
skiptir máli, þó aðeins væri um eitt
tilvik að ræða. Þetta snýst um við-
horf til fólks, viðhorf til manneskj-
unnar, ungs fólks sem á að njóta
þjónustu, uppeldis og meðferðar á
stofnun. Þetta snýst einnig um við-
horf unglinganna til meðferðarinnar,
en það viðhorf litast óneitanlega af
því hvort unglingnum verður hugsað
til þess að límbandið sé til taks upp
í skáp. Einn gjömingur af þessu
tagi er alvarlegt mál, því hvert ein-
stakt bam skiptir miklu máli og það
hvernig búið er að því. Meðferð sem
barni er veitt getur haft úrslitaáhrif
fyrir líf þess.
Þessi aðgerð er að mínu mati
harðneskjuleg og getur valdið skaða
í meðferð. Tilfinningar sem búast
má við hjá unglingi sem
hefur verið bundinn með
límbandi eru t.d. inni-
lokunarkennd, kvíði,
tortryggni eða reiði
gagnvart þeim sem
meðferð veita. Þegar
svona er komið er með-
ferð farin að hafa öfug
áhrif en til stendur.
Unglingur getur fundið
til niðurlægingar og
vanvirðingar gagnvart
sér. Sá unglingur sem
verður vitni að meðferð
sem þessari getur átt
við tilfinningalega erfið-
ieika að stríða á eftir
vegna þeirrar reynslu.
Hann getur t.d. orðið hræddur við
starfsfólk, fengið neikvæða mynd af
meðferðarstarfinu, auk þess sem
martraðir og fælni geta komið fram.
Meðferðin skapar meiri vanda en hún
leysir og er því að mínu mati ósam-
rýmanleg við meðferð.
Sú aðgerð að binda fólk snertir
mannréttindi þess. Það er svipt frelsi
til að hreyfa sig. Vert er að hafa í
huga að unglingarnir eru í erfiðri
stöðu til að tala máli sínu um þessi
efni, bæði á meðan á vistun stendur
og eftir hana. Sömuleiðis eru foreldr-
ar þeirra í erfiðri stöðu til að gera
athugasemdir ef þeim mislíkar aðf-
arirnar. Ástæðan er sú að þetta fólk
er ekki ánægt með að geta ekki leyst
sín mál án hjálpar, það skammast
sín oft fyrir að þurfa að leita hennar
og treystir sér ekki til að segja skoð-
anir sínar.
En hvað á þá að gera á stofnun
ef unglingur missir sjálfstjórn?
Vissulega er það staða sem reynir
mikið á starfsfólk. Starf með ungl-
ingum í vanda er oft mjög krefj-
andi. Þegar unglingur missir sjálf-
stjórn getur verið að hann grýti hlut-
um, bijóti og bramli, öskri og láti
illum látum. Þá eykst hætta á að
hann slasi sig eða aðra. Þá þarf
vissulega að grípa inn í og spurning-
in er með hvaða hætti það er best.
Það eru til betri aðferðir en að binda
ungling með límbandi.
Unglingaheimilið var rekið í mörg
ár án þess að unglingur væri bund-
inn eða settur í einangrun. Best er
auðvitað að tala hann til og róa
hann þannig niður, en hér gerum
við ráð fyrir að það dugi ekki til.
Það úrræði er vel þekkt og hefur
gefist vel að einn til þrír fullorðnir
gangi að unglingnum, haldi honum
þéttingsfast og jafnframt tali við
hann með róandi hætti þar til hann
slakar á og nær sjálfstjórn. Þá er
smám saman slakað á tökum, sæst
á að ræða málin, unglingnum sleppt
og málin rædd. Ef' þetta er gert með
ákveðni og festu, næmni og mann-
legri hlýju, róast unglingurinn yfir-
ieitt fljótlega. Oftast liggur ungl-
ingnum eitthvað á hjarta þegar
svona stendur á og hann fær þá
tækifæri til að ræða það. Hann finn-
ur að ekki er verið að kúga hann
til uppgjafar heldur að hindra að
hann fari sér eða öðrum að voða.
Hann skynjar að verið er að veita
honum hjálp til sjálfstjórnar. Oft
Það að binda unglinga
með límbandi er, að
mati Gunnars Hrafns
Birgissonar, meðferð á
villigötum.
verður þetta til að treysta tiltrú
unglings á starfsfólkinu. Þegar ekki
er hægt að sefa ungling á þann
hátt sem hér er lýst getur verið eitt-
hvað annað að, t.d. geðveiki, þar sem
læknisfræðileg úrræði þurfa að
koma til.
Að binda ungling ristir að kjarna
meðferðarstarfs gagnvart ungling-
um sem eiga við vanda að etja. Þetta
er mál sem snýst um stefnu í með-
ferðarmálum og taka þarf skýra
afstöðu til. Ef við samþykkjum þessa
aðferð sem meðferðarúrræði, ættum
við að geta mælt með henni við aðra
kinnroðalaust, t.d. við fagfólk er-
lendis og við foreldra. Getum við
það? Ég held ekki. Ef foreldri bindur
barn eða ungling á það yfir höfði
sér ákæru fyrir ofbeldi. Vestræn
samfélög viðurkenna það ekki sem
meðferðarúrræði að binda niður börn
eða unglinga.
Það að binda unglinga niður spill-
ir ímynd meðferðarstarfs og skilur
eftir sig slæmar minningar hjá ungl-
ingum og skapar jafnframt nei-
kvæða afspurn af meðferðinni.
Unglingar í vanda ræða sín á milli
um reynslu sína og þeir vísa hver
öðrum þangað sem þeim finnst þeir
hafa fengið hjálp. Þeir vara einnig
hveijir aðra við ef þeir hafa fengið
vonda reynslu. Við vitum að margir
unglingar þurfa hjálp og þá er mikil-
vægt að þeir viti hvert þeir geti leit-
að og að þeir treysti sér til að leita
aðstoðar. Sömuleiðis er mikilvægt
að foreldrar, vistunaraðilar og aðrir
geti haft trú á þeirri meðferð sem
veitt er unglingum. Aðferðin dregur
úr þeirri tiltrú og úr eftirspurn eftir
þjónustu. Án eftirspurnar getur
meðferðarstofnun ekki sinnt því
hlutverki sem henni er ætlað.
Sú spurning vaknar af hveiju að-
ferðinni hefur verið beitt á undan-
förnum árum, þegar ekki þurfti að
beita henni áður. Að henni sé beitt
nú er ekki gott að skilja þegar haft
er í huga að starfsfólki meðferðar-
stofnana fyrir unglinga hefur fjölgað
á seinni árum miðað við fjölda vi-
staðra unglinga, og einnig hefur
auknu fé verið varið til þessara mála.
Því er varla hægt að halda fram að
unglingar sem eru vistaðir í dag séu
það mikið erfiðari en áður að það
þurfi að binda þá. Böndin berast að
þeirri meðferðarstefnu sem rekin
hefur verið. Forsvarsmenn Barna-
vemdarstofu og MRU, sem ábyrgð-
ina bera á meðferðarstefnunni, hafa
mér vitanlega hvorki gefið gildar
skýringar á þessu meðferðarúrræði
né kveðið á um að henni verði hætt.
Á árum áður, þegar Kristján Sig-
urðsson var forstöðumaður, var
metnaður lagður í það grundvallar-
atriði að hjálpa með mannúðlegum
aðferðum þeim unglingum sem erf-
iðastir voru og erfiðast áttu. Mark-
miðið var að aðlaga þá aftur að sam-
félaginu. Áhersla var lögð á að Ungl-
ingaheimilið væri síðasta úrræði sam-
félagsins fyrir þessi böm og ekki
yrði gefist upp á þeim á hveiju sem
gengi. Starfið byggðist á að mynda
góð tengsl við unglingana og hafa
samvinnu við þá. Það að binda börn
og unglinga ber vott um að önnur
sjónarmið hafi tekið við og meðferð-
arstarfið hafi leiðst út í að beygja
unglingana til hlýðni. Það er að mínu
mati meðferð á villigötum. Margt
bendir til að endurskoða þurfi viðhorf
til unglinga í vanda og umönnun
þeirra, þannig að þeim verði verði
ekki sýnt harðræði og að þeir fái
einungis mannúðlega meðhöndlun.
Höfundur er sálfræðingur, starfaði
sem uppeldisfulltrúi á Unglinga-
heimili ríkisins á árunum 1979-1986.
Gunnar
Hrafn Birgisson
Tilboð a hreinlætistækjum
Verð frá
Handlaugar, 17 geröir
á vegg og borð
RAÐGREtÐSLUR
VATNS VIRKINN HR
Ármúla 21, símar 533 2020 og 533 2021
Grænt númer 800 402O
Verslið þar sem úrvalið er mest!
Baðkör upp í
190 cm
Verö frá
Verð frá
Stálvaskar
í eldhús yfir
30 gerðir
WC meö stút
í vegg eöa gólf
með setu.
Verð frá
Verð frá
Blöndunartæki í
miklu úrvali
Hitastillitæki Verð frá
Mikiö úrval af sturtuklefum,
sturtuhornum og huröum.
Athugaðu verðið!
BRIDS
Ums jón
Arnór G. Ragnarsson
Föstudagsbrids BSÍ
Föstudaginn 1. nóvember var spil-
aður einskvölds tölvureiknaður
Monrad Barómeter með forgefnum
spilum. 23 pör spiluðu sjö umferðir
með fjórum spilum á milli para. Efstu
pör voru:
Stefán Jóhannsson - Sigurbj. Haraldsson +86
Agnar Kristinsson - Jón V. Jónmundsson +35
Vilhjálm. Sigurðs. yngri - Jacqui McGreal +28
Eðvarð Hallgríms. - Magnús Sverriss. +22
FriðrikJónsson- Eggert Bergsson +19
Að spilamennsku lokinni var síðan
spilað Miðnætur-útsláttar sveita-
keppni með þátttöku átta sveita. Spil-
aðir voru 6-spila leikir með útsláttar-
formi. Til úrslita spiluðu sveitir Jakobs
Kristinssonar og Hrafnhildar Skúla-
dóttur. Sveit Jakobs vann úrslitaleik-
inn 17:0. Með Jakobi spiluðu: Sigur-
björn Haraldsson, Stefán Jóhannsson
og Guðbjörn Þórðarson. Með Hrafn-
hildi spiluðu: Jörundur Þórðarson,
Eyþór Hauksson og Helgi Samúelsson.
Föstudagsbrids BSI er spilaður öll
föstudagskvöld í húsnæði BSÍ. Spila-
mennska byijar kl. 19 og að loknum
tvímenningnum hefst Miðnætur-
útsláttar sveitakeppni fyrir þá sem
hafa áhuga á að spila áfram. Allir
spilarar eru velkomnir.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
MÁNUDAGINN 4. nóvember var spil-
að annað kvöldið af 4 í A. Hansen,
aðaltvímenningi félagsins. 24 pör
keppa á mótinu og þetta kvöld voru
spilaðar 6.-11. umferðirnar. Hæsta
skor kvöldsins fengu:
Siguijón Harðarson - Arsæll Vignisson +75
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjömsson +69
Hulda Hjálmarsdóttir - Halldór Þórólfsson +52
Jón Sigurðsson - Sigurður Aðalsteinsson +30
Hæstu pörin eftir 11 umferðir af 23:
Jón Hjaltason — Gylfi Baldursson +116
Hulda Hjálmarsdóttir - Halldór Þórólfsson
NN-AndrésÞórarinsson +89
Siguijón Harðarson’- Ársæll Vignisson +77
Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson +64
Ámi Þorvaldsson - Sævar Magnússon +60
Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson +54
Tvö kvöld eru eftir af A. Hansen
tvímenningnum og næsta keppni fé-
lagsins er aðalsveitakeppnin og hefst
hún mánudaginn 26. nóvember. Brids-
félag Hafnarfjarðar spilar öll mánu-
dagskvöld í félagsálmu Haukahússins
með innkeyrslu frá Flatahrauni. Spila-
mennska byijar kl. 19.30.
Bridsfélag SÁÁ
Þriðjudaginn 5. nóvember var spil-
aður eins kvölds tölvureiknaður How-
ell-tvímenningur með þátttöku 14
para. Spilaðar voru 13 umferðir með
2 spilum á milli para. Meðalskor var
156 og efstu pör voru:
Reynir Grétarsson - Hákon Stefánsson 199
Guðlaugur Sveinsson - Lárus Hermannsson 182
Bjarni Bjamason - Guðmudur Þórðarson 177
JónH.Hilmarsson-JónBaldvinsson 176
Bridsfélag_ SÁÁ spilar öll þriðju-
dagskvöld í Ulfaldanum, Ármúla 40 á
2. hæð. Spilamennska byijar kl. 19.30.
Spilaðir eru tölvureiknaðir eins kvölds
tvímenningar með forgefnum spilum.
Allir spilarar eru velkomnir. Keppnis-
stjórar eru Sveinn R. Eiríksson og Jón
Baldursson.
Bridsspilarar FEB í Reykjavík
bikarmeistarar
SÍÐASTLIÐINN laugardag háðu birds-
spilarar félaga eldri borgara í Kópavogi
og Reykjavík sveitakeppni um farand-
bikar. Þetta var þriðja árið í röð sem
keppt er um bikarinn og í þriðja sinn
sem bridsspilarar Félags eldri borgara
í Reykjavík eru sigurvegarar. Þeir telj-
ast því bikarmeistarar og hafa unnið
verðlaunabikarinn til eignar.
Mánudaginn 28. okt. spiluðu 22 pör
í tveimur riðlum.
A
Mapús Halldórsson - Baldur Ásgeirsson 135
Júlíus Guðmundsson - Jón Mapússon 117
Ingunn K. Bemburg - Vigdís Guðjónsdóttir 117
Meðalskor 108
B
Gunnþómnn Erlingsd. - Þorsteinn Erlingss. 216
Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 194
Eggert Einarsson - Karl Adólfsson 184
Meðalskor 165
Fimmtudaginn 31. okt. spiluðu 20
pör Mitchell.
N/S
Bjöm Kristjánsson - Hjörtur Elíasson 260
Þórarinn Ámason - Bergur Þorvaldsson 245
Sigurður Pálsson - Þórhildur Mapúsdóttir 235
A/V
Sigurleifur Guðjónsson - Lárus Hermannsson 276
Fróði B. Pálsson - Haukur Guðmundsson 248
Rafn Kristjánsson - Tryggvi Gíslason 245
Meðalskor 216