Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Einar Pálsson var fæddur í Reykjavík 10. nóv- ember 1925. Hann lést á heimili sínu 30. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Kristín Norðmann, f. 4.11. 1898, d. 29.8. 1944, og Páll Isólfsson, f. 12.10. 1893, d. 23.11. 1974. Systk- ini Einars: Jón Norðmann Pálsson, f. 13.2. 1923, d. 1993, Þuríður Páls- dóttir, f. 11.3. 1927, hálfsystir Anna Sigríður Pálsdóttir, f. 16.7. 1947, og jafnframt átti Einar þijár stjúpsystur, Hjör- dísi, Erlu og Hildegaard Diirr. Arið 1948 kvæntist Einar eftirlifandi eiginkonu sinni Birgitte Laxdal, f. 1926, og eignuðust þau þijú börn: 1) Páll, f. 1949, kvæntur Stein- unni Maríu Einarsdóttur og eiga þau þijú börn, Sigrúnu - Birgitte, Einar og Gunnar Þór. 2) Þorsteinn Gunnar, f. 1951. 3) Inger, f. 1952, d. 10.1. 1993, og hennar sonur er Einar Mar- teinsson. Einar lauk stúdentsprófi frá MR 1945, cand. phil. prófi frá HÍ 1946, prófum í leiklistar- fræðum við Royal Academy of Nú þegar komið er að kveðju- stundu, togast á í mér ólíkar tilfinn- . jngar, gleði að þessi stóri, sterki, giæsilegi maður er nú laus út fjötr- um veikinda, en ekki síður djúp sorg að eiga ekki framar eftir að njóta nærveru hans. Engum manni hef ég kynnst sem hefur haft jafn- sterk og varanleg áhrif á mig og Einar Pálsson tengdafaðir minn. Að skrifa um Einar án þess að það hljómi sem oflof, er þrautin þyngri, svo stór var hann í öllu. Einar hafði mikið aðdráttarafl, fólk dróst að honum vegna visku hans, góðvildar og örlætis. Návist hans veitti fólki öryggiskennd. Ekkert var honum meira virði en fjölskyldan, enda var hann höfuð ættarinnar í orðsins fyllstu merkingu. Við leituðum til Jans með stórt og smátt, í blíðu og stríðu. Við Einar höfðum þekkst í ein þrjátíu ár, eða frá því að við Páll sonur hans bundumst. í fyrstu bar ég óttablandna virðingu fyrir honum sem fljótlega breyttist í mikla væntumþykju þegar ég gerði mér grein fyrir hvern mann hann hafði að geyma. Ég hef oft sagt, að þó ég hefði sjálf valið mér tengdaforeldra hefði ég ekki getað verið heppnari. Einar var fjölgáfað- ur maður, ekki aðeins var hann skarpgreindur, hann var einhver fyndnasti og skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst. Eftirherma af guðs náð, fyrir vikið var hann senu- þjófur á mannamótum, hans gaman \sar alltaf græskulaust, eingöngu til að gleðjast með glöðum. Einar sýndi mikið sálarþrek í öllu, hvort heldur var langvinnum veik- indum, áralangri baráttu við að koma kenningum sínum á framfæri eða öðru sem upp kom á hans ævi. Hann stóð ekki einn, eins og hann sagði svo oft sjálfur, mér eru allir vegir færir meðan ég hef hana Bessie eða Birgittu danamús eins og hann kallaði hana stundum. Þau voru ekki aðeins hjón og uppalend- ur. Þau voru það sem er vandfundn- ^ra, miklir vinir og félagar. Að leiðarlokum er efst í huga mér þakklæti fyrir það sem Einar tengdafaðir minn var mér og fjöl- skyldu minni. Minning hans mun lifa með okkur. Steinunn María. I dag verður til moldar borinn -í'rændi minn Einar Pálsson, fræði- maður og fyrrverandi skólastjóri Dramatic Art 1948 og BA-prófum í ensku og dönsku við HÍ 1957. Einar var formaður Leik- félags Reykjavíkur er það var endur- reist 1950-1953, leikstjóri hjá LR, Þjóðleikhúsinu og útvarpinu til 1963, og framkvæmda- stjóri Norræna fé- lagsins meðan á byggingu Norræna hússins __ stóð 1966-69. Á árunum 1953-83 var hann eigandi og skólastjóri Málaskólans Mímis. Jafnframt þessum störfum samdi hann bækur, almenns eðlis sem og kennslubækur og leikrit. I meira en 30 ár fékkst Ein- ar við rannsóknir og ritstörf með aðaláherslu á fornfræði, miðaldafræði og táknmál goð- sagna. Hélt hann fyrirlestra um þessi mál bæði heima og erlendis og ritaði fjölda bóka bæði á íslensku og ensku, m.a. ritsafnið Rætur íslenskrar menningar í 11 bindum. Einar var sæmdur fálkaorðunni árið 1995 fyrir fræðistörf. Útför Einars fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Málaskólans Mímis. Þótt Einar væri af því sem við frændsystkinin köllum eldri kynslóð barnabarna þeirra Þuríðar Bjarnadóttur og Isólfs Pálssonar á Stokkseyri, en ég af þeirri yngri, átti ég því láni að fagna að kynnast Einari vel, sérstaklega hin síðari árin. Þegar sem barni fannst mér þessi full- orðni frændi minn um margt óvenjulegur. Oll framkoma hans bar merki aga, öryggis og sjálfsvirðing- ar. Einar var skarpgreindur, hörku- duglegur, áræðinn og fylginn sér í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var einn helsti boð- beri einkaframtaksins á sínum tíma í orðsins bestu merkingu. Þannig reisti hann nánast upp úr engu Málaskólann Mími árið 1953, sem á undraskömmum tíma varð fjöl- sóttasti skóli landsins. Einar var brautryðjandi á fleiri sviðum, enda lét honum vel að ryðja brautina eða varða leiðina, en að snúa sér síðan að öðrum verkum. Að stúdentsprófi loknu lagði Ein- ar fyrir sig leiklistarnám í Lundún- um. Því námi lauk hann með sóma eins og öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þótt Einar legði leikhús- fræði ekki fyrir sig sem lífsstarf vann hann töluvert að leikstjórn eftir heimkomuna með glæsilegum vitnisburði. Stærsta afrekið var uggiaust þegar hann tók að sér ásamt öðrum fullhugum að endur- reisa Leikfélag Reykjavíkur á árun- um 1950-1953, en þau ár gegndi hann formennsku í félaginu. Var þetta ekki svo lítið afrek, því þá hafði Þjóðleikhúsið nýlega tekið til starfa og sjónir manna beindust því eðlilega mikið að því. Einar hafði óbilandi trú á getu einstaklingsins og taldi bráðnauðsynlegt að ríkið einokaði ekki leiklistina fremur en aðra menningarstarfsemi. Snemma á sjötta áratugnum eða um þær mundir sem Einar stofnaði Málaskólann Mími kviknaði alvar- legur áhugi hans á forn- og mið- aldafræði, sérstaklega goðafræði og mátti rekja upphafið til Bret- landsdvalar hans er hann stundaði þar leiklistarnám. Þótt Einar væri ekki maður troðinna slóða var hann eins og sunnlenskir forfeður hans allt of jarðbundinn til þess að hella sér út í fræðistörfin án þess að sjá til lands. Jafnframt skólastjóra- starfinu við Mími hóf hann því nám í ensku og dönsku við Háskóla Is- lands og lauk prófum í þeim grein- um á stuttum tíma, enda kunni hann málin vel fyrir. Einari fannst ekki við hæfi að skólastjóri mála- skóla væri prófgráðulaus í tungu- málum. Þó held ég að meiru hafi ráðið að nú fór stigvaxandi áður- nefndur áhugi hans á forn- og mið- aldafræðum og þekkinguna og grundvöllinn var aðallega að sækja til Bretlands. Þannig var staðan metin og næsti leikur undirbúinn af kostgæfni. Einar virðist þannig hafa erft þann eiginleika sem mér er sagt að einkenni fólk af Bergs- ætt sem er að ekkert sé svo erfitt að það sé ekki á sig leggjandi þjóni það tilgangi eða sé leið að settu marki. Kemur mér hér í huga sagan af vini Einars og föðurbróður, Ing- ólfi ísólfssyni, sem var eftirminni- legur maður í Reykjavík á sinni tíð en Ingólfur fékk óslökkvandi áhuga á jarðfræði þegar hann var kominn á fertugsaldur og til að geta tileink- að sér fræðin lærði hann ensku svo vel að undrum sætti. Ég gerði mér far um að fylgjast með fræðistörfum Einars, þótt ég verði að viðurkenna að ekki var ég alltaf með á nótunum, enda fræðin nýstárleg og um margt byltingar- kennd. Ég átti bágt með að sætta mig við það tómlæti sem mér fannst Háskóli íslands sýna fræðimennsku Einars, því mín mynd af háskóla var sú að þar ætti að fara fram gagnrýnin umræða og rökræða, jafnt um kenningar Einars sem um aðrar kenningar sem studdar eru rökum og rannsóknum. Einar tók þessu með jafnaðargeði og kvað eðlilegt að menn væru varir um sig þegar þeir teldu vegið að viður- kenndum fræðikenningum. Það átti ekki við Einar að bukta sig og beygja fyrir háskólamönnum. Hann áleit að gagnrýnin umræða yrði að lúta eigin lögmálum en ekki duttl- ungum viðmælendanna. Einari hlotnaðist hins vegar margur heið- urinn frá erlendum menntastofnun- um fyrir rannsóknir sínar og kenn- ingar svo það mun væntanlega sannast enn og aftur sem segir í heilagri ritningu að enginn sé spá- maður í eigin föðurlandi. Oft kemur upphefðin að utan. Þótt Einar væri einarður baráttu- maður, fastur fyrir og hefði mótað- ar skoðanir var hann einstaklega ljúfur maður. Fjölskyldan og heimil- ið voru honum allt. Ungur kynntist hann Birgitte Laxdal, Bessí, og stóð farsælt hjónaband þeirra í hartnær hálfa öld. Hún hefur staðið við hlið Einars alla tíð sem klettur og stutt hann í blíðu og stríðu. Mikið mæddi á henni síðustu misserin er veikindi Einars urðu nánast óbærileg. Þau hjón urðu fyrir þeirri djúpu sorg að missa Inger dóttur sína í blóma lífsins fyrir tæpum fjórum árum frá kornungum syni. Tóku þau ásamt Þorsteini syni sínum soninn að sér og hafa verið honum sem foreldrar síðan. Þessi mikla íjölskyldurækt beindist einnig að okkur ættingjum hans en tvo síðustu áratugina höf- um við niðjar Þuríðar og Isólfs hist reglulega. Þar hefur Einar setið í öndvegi og miðlað af fróðleik sínum og skemmtilegheitum. Til marks um ættræknina kaus hann framar öðru að halda upp á sjötugsafmælið í hópi frændfólksins. Það er vissulega eftirsjá í Einari Pálssyni, því hann var þeirrar gerð- ar að maður hefði viljað hafa hann sem lengst ofan moldar. Á móti verður að segjast að gott er að lok- ið er þeirri þrautagöngu sem á hann var lögð undir það síðasta. Fræði- maðurinn Einar Pálsson átti hins vegar heilmikið ógert og vona ég að hæfur maður taki við af honum og haldi áfram því starfi sem hann ruddi brautina. Ég þakka skaparanum fyrir að hafa átt þess kost að ganga með Einari Pálssyni hluta af leið hans og bið hann blessa Bessí, synina Pál og Þorstein, aðra niðja og ást- vini. Ingimar Sigurðsson. Einar Pálsson olli tímamótum í menningarsögu íslendinga. Hann varð fyrstur til að taka upp ein- dregna baráttu gegn þeim næfur- þunna og alflata pósitívisma, sem hefur gegnsýrt íslenzk fræði frá því fyrir aldamót. Hann hóf að innleiða hin sígildu viðmið miðaldafræðanna í sögu, bókmenntir og trúarbragða- fræði miðalda á íslandi. Um þessi efni ritaði hann margar bækur. í þeim sýndi hann fram á, að forfeð- ur okkar höfðu kunnað skil á þeim fræðum, sem kennd eru við Pýþagó ras og Platón. Hann sýndi fram á, að þeir þekktu þær hugmyndir sem ríktu meðal Kelta og má m.a. sjá steingerðar í Stonehenge og mörg- um öðrum slíkum minnismerkjum frá menningarsvæði þeirra. Einar Pálsson hefur opnað viða- mikið svið rannsókna. Nú bíður það næstu kynslóðar að halda áfram, þar sem hann lagði frá sér penn- ann. Margar spurningar bíða svara, mörg verkefni úrlausnar. Verið get- ur, að Einar hafi ekki alltaf ratað á réttu svörin. En hann opnaði dyrn- ar. Hann er maður framtíðarinnar. Hann hvatti til rannsókna. Öll þau mál, sem hann fékkst við, þarf að rannsaka nánar og betur. Einari sárnaði það mjög, hversu heimspekideild háskólans kom fram við hann. Þar á bæ kom hann að lokuðum dyrum. Forseti heimspeki- deildar flutti meira að segja um hann dómadagsræðu mikla í út- varpið fyrir um það bil 14-15 árum. Þá kom í ljós, að marxistar eru í raun pósitívistar, þegar kemur að því að útlista grunn fræðanna. En sá pósitívismi er nú orðinn æði slit- inn og óvíst hversu lengi hann dug- ir enn. Pósitívistum er fyrirmunað að skilja hugmyndaheim miðalda. Þeir halda að miðaldamenn_ hugsi eins og þeir. Þeir halda, að íslend- ingasögur séu skáldsögur af svipuð- um toga og nítjándualdarrómanar. Það var mér mikil ánægja að taka þátt í ráðstefnu, sem haldin var í háskólanum fyrir tveim árum um fræði Einars Pálssonar. Hún sýndi, að ungt fólk sýnir miðalda- fræðum aukinn áhuga. Sá áhugi mun væntanlega aukast enn á næstu árum og áratugum. Næsta öld mun sjá gerbreytingu íslenzkra miðaldafræða. Brautryðjandinn á því sviði var Einar Pálsson. Orðstír hans mun lengi lifa. Arnór Hannibalsson. Þegar Einar Pálsson, skólastjóri Málaskólans Mímis, nú er kvaddur eftir langt og hart stríð, er margs að minnast og margt, sem ber að þakka. Hann er sá eini í okkar sam- tíð, sem einn og óstuddur kom skyn- samlegu viti í fornbókmenntir ís- lendinga og tengdi þær menningar- straumum Evrópu fram til þess tíma, þegar þær voru færðar í letur hér á landi. Þetta er afrek andans, sem þegar hefír valdið tímamótum í rannsókn íslenzkra fræða, svo að aldrei verður þar snúið til baka og aldrei verður sniðgengið við síðari rannsóknir. Grundvöllurinn er lagð- ur. Strax i menntaskóla gerði Einar sér grein fyrir því, að skilningur á grundvelli fornbókmennta íslend- inga var mjög áfátt, og að nauðsyn- legt væri að ný og ítarleg rannsókn yrði gerð á uppruna þeirra. Hann lauk prófi í leikstjórn í London 1948 og starfaði við leikstjórn og slíkar menntir um tíma, en árið 1953 stofnaði hann Málaskólann Mími, og varð rekstur skólans aðalstarf hans síðan um langt árabil. Með rekstri skólans tókst honum að fá fjárhagslegt öryggi til rannsóknar á ævilöngu áhugamáli sínu, upp- runa og grundvelli fyrir fornmenn- ingu Islendinga. Jafnframt lauk hann prófi frá heimspekideild Há- skóla Islands árið 1956, þá 30 ára að aldri. Samhliða störfum skóla- stjóra og kennara við Mími, tókst honum að fá tíma til rannsókna á fornmenningu íslendinga, og stund- aði hann þær rannsóknir síðan dag- lega alla daga ársins allt sitt líf. Hann sagði í raun skilið við lysti- semdir lífsins til að helga sig þess- um rannsóknum meðan honum ent- ist heilsa og aldur. Áhuginn var ódrepandi og kunnáttan eftir því. Hann gróf sig beinlínis niður í EINAR PÁLSSON áhugamálið, sem var fyrst og fremst rannsókn og nýr skilningur á fornbókmenntunum. Þótt Einar kæmi víðar við í menningarmálum landsins, var ævi- starf hans og áhugamál fyrst og fremst skýringar á fornbókmennt- um Islands. Þegar hann í lok 6. áratugarins tekur að birta niður- stöður sínar í fyrirlestrum og út- gáfu ritsafnsins Rætur íslenzkrar menningar, á hann óbirtar næstum 1.200 sjálfstæðar rannsóknar- skýrslur á ýmsum atriðum úr forn- bókmenntum landsins. Munu vísast engin dæmi finnast um slíkan áhuga eða eljusemi. Ritsafnið Ræt- ur íslenzkrar menningar er 11 grundvallarrit, en auk þess útdrætt- ir á ensku og allmörg sjálfstæð minni rit, einnig á ensku og dönsku. Síðasta stórrit Einars: Kristni- takan og kirkja Péturs í Skálaholti, er grundvallarrit til skilnings á sam- bandi kristninnar og hinni fomu menningu, sem hún er úr runnin. Þúsund ára afmælis kristnitökunn- ar verður ekki minnst með verðugri hætti, enda sendi Einar öllum prest- um landsins eintak af bókinni þeim til fróðleiks. Veglegri minningu af- mælisins er vart hægt að hugsa sér. Enginn getur séð af lestri bók- arinnar, að hann gekk ekki heill til skógar, þegar hann skilaði þessu andlega afreksverki í nóvember 1995. Þetta var hans fagri svana- söngur til samtíðarinnar. Þetta munu ekki aðrir eftir leika. Einar er nú laus við hið jarð- neska stríð, en íslenzk menning hefir misst merkasta menningar- frumheija þessarar aldar. Við erum þakklát fyrir skemmtilegar og fróð- legar samverustundir með þeim hjónum á liðnum árum, og sendum Bessí og öðrum vandamönnum ein- lægar samúðarkveðjur. Eva Ragnarsdóttir, Önundur Ásgeirsson. í Menntaskólanum í Reykjavík veturinn 1940-41 hófust kynni okk- ar Einars Pálssonar, en hann var í öðrum bekk, en ég í fyrsta. Bekkj- unum tveimur var kennt í Alþingis- húsinu sakir hertöku húss skólans. Dró Einar ósjálfrátt að sér athygli, öðrum þræði sakir glaðværðar og gamansaminna tilsvara, en hinum sakir atorku. Tveimur árum síðar, þegar á ný var kennt í gamla skóla- húsinu við Lækjargötu, var blóm- legt félagsstarf með nemendum um menningarmál og þjóðmál. Einar vann að og lék í hinum árlegu leik- sýningum og mun þá hafa afráðið að leggja fyrir sig leiklist. Á þessum árum, 1943-45, kvað álíka mikið að hægri vængnum og hinum vinstri í Framtíðinni, málfundafé- lagi lærdómsdeildar. Á vinstri vængnum, sem Einar hallaðist að, bar mest á róttækum sósíalistum, en Einar setti fr_am „lýðræðislega jafnaðarstefnu". í Háskóla íslands veturinn 1945-46 stóð Einar að framboði undir því heiti til Stúd- entaráðs (ef rétt er munað). í sjötta bekk 1944-45 var Einar Pálsson inspector scolae, en ég skólaritari. Bar þá ýmislegt til, að kynni okkar urðu meiri en áður, m.a. heimsókn í fimm nemenda hópi til Menntaskólans á Akureyri í fylgd Pálma Hannessonar rektors. Á árum þessum, stríðsárunum, komu í bókabúðir ódýrar bækur á ensku frá Bretlandi og Bandaríkj- unum. Margir nemenda fóru þá að reyna við lestur þeirra, sumir meira að segja í ríkum mæli, á meðal þeirra Einar Pálsson. í London nam Einar Pálsson leik- list í Royal Academy of Dramatic Art í tvo vetur, og þá líka nokkrir aðrir íslendingar þar og í annarri stofnun, en í borginni voru þá líka allnokkrir við annað nám. Á laugar- dagskvöldum sóttu þeir veitinga- stað, Harrington Hotel, í Gloucester Road í Kensington. Þar hittumst við Einar tvisvar, eða jafnvel þrisv- ar í mánuði, og alloft annars stað- ar. Sakir kynna af leiklistarnemun- um sótti ég þá Ieikhús, efstu svalir þeirra. Þótt Ieiklistin muni hafa verið Einari efst í huga, bryddaði hann upp á mörgu öðru í viðræðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.