Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 43

Morgunblaðið - 08.11.1996, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 43 og mörg ljón í veginum eins og gengur og gerist oft við sjávarút- veginn. Eg man þegar vélin hrundi í bátn- um hjá honum og hann varð af litl- um efnum að brjótast í því að fá sér nýja vél. Hann komst í gegnum það með mikilli vinnu og þrældómi. Þar var vel að verki staðið eins og hans var von og vísa. Það var svo fyrir 15 árum að þau Balli og Magga eignuðust sumarbú- stað í Miðfellslandi við Þingvalla- vatn sem hefur verið þeirra sælu- reitur síðan. Balli undi hag sínum vel í sveitinni og nostraði við bústað þeirra sem er mjög fallegur utan sem innan. Þingvallavatn hafði mik- ið aðdráttarafl fyrir veiðimanninn Baldur. Það var hans líf og yndi að fara út á vatnið og veiða enda þekkti hann orðið Þingvallavatn enda á milli og var mikill veiðimað- ur. Balli átti bát sem hann nefndi Hilmi eftir þeim Hilmi sem hann átti þegar hann var í útgerð. Þessi bátur var vel stór og svo fallegur og vel hirtur að eftir var tekið. Við Balli hittumst oft úti a vatni og spjölluðum saman. Áttum þar skemmtilegar stundir. Við hjónin eigum svo margar ógleymanlegar minningar frá þeim tíma þegar við eyddum saman kvöldunum í kyrrð og fegurð Þing- vallasveitar. Vatnið lá spegilslétt og fagurt og endurvarpaði kvöld- sólargeislum yfir umhverfi sitt. Þarna sátum við í þessari nátt- úrufegurð sem engu er lík. Það eina sem rauf kvöldkyrrðina voru harmonikutónar frá Baldri vini okkar þegar hann tók lagið með sinni snilld. Þessar minningar eru umvafðar tónaflóði og fegurð sem aldrei gleymast. Nú er Baldur vinur okkar geng- inn á vit feðra vorra. Stór fjölskylda syrgir góðan dreng og góðan heim- ilisföður. Magga mín, sorgin er stór og þung. Við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk og þrek til þess að mæta sorginni. Þið eigið vísa samúð og stuðning okkar Heiðu og margra annarra góðra vina og ætt- ingja. Heiða og Ragnar. við Skeijafjörð hafa fallið frá hver af öðrum. Til heiðurs minningu þeirra allra munum við frænd- systkinin áfram rækta og styrkja fjölskylduböndin í anda þess mannlífs sem þreifst í Vogi og einkenndist umfram allt af lífs- gleði og umhyggju fyrir fjölskyld- unni. Far þú í friði, elsku frændi, og þökk fyrir allt og allt. Hemmi bróðir og fjölskylda hans senda samúðarkveðjur frá Nýja- Sjálandi. Erlu og börnum þeirra, tengdabörnum og barna- börnum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur. Sigríður, Ágústa, Sólveig og María Hjaltadætur. Ólafur Jensson var vinur minn, stéttarbróðir og samstarfsmaður í áraraðir. Saman unnum við að lækning- um, hagnýtum rannsóknum, vís- indarannsóknum, stjórnun og kennslu. Miklar og fjölhæfar gáfur, vilja- styrkur, samviskusemi og ósér- hlífni voru hans aðalsmerki. Ólafur var læknir af lífi og sál en þrátt fyrir það hafði hann eld- legan áhuga á ýmsum þjóðfélags- málum og þar á meðal stjórnmál- um. Að læknisnámi loknu komu hæfileikar hans sem vísindamanns fljótlega í ljós. Hann valdi sér frumurannsóknir sem sérgrein og varð brautryðjandi á því sviði á íslandi. Önnur sérgrein hans, blóð- sjúkdómafræði, tók brátt hug hans allan og rannsóknir hans á nokkr- um ættlægum blóðsjúkdómum beindu honum inn á svið mann- erfðafræði sem hann tók síðar doktorspróf í við Háskóla íslands. Um tíma starfaði ég með honum ARNI VILBERG + Árni Vilberg var fæddur í Reykjavík 17. jan- úar 1914. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur aðfaranótt 31. október síðast- liðinn. Móðir Árna var Jódís Árnadótt- ir og faðir hans var Guðmundur Krist- jánsson. Hálfsystir Árna var Valgerð- ur Eiríksdóttir, f. 8. nóvember 1922, Mér brá nokkuð þegar Magga kona Baldurs sagði mér í símann að hann væri látinn. Þótt hann hefði barist hatrammri baráttu við illvíg- an sjúkdóm stóðu vonir til að um- skipti yrðu ekki með svo skjótum hætti. Ég kynntist Baldri fyrst fljótlega eftir að starfssvæði mitt færðist hér á Suðurnes 1987, en þá lágu leiðir okkar saman í tengslum við stofnun Félags harmonikuunnenda á Suður- nesjum. Eftir það unnum við ásamt öðrum félögum okkar að framgangi harmonikunnar. Þar var hann óþreytandi liðsmaður, áhuginn brennandi á félagsstarfínu og harm- onikutónlistinni á öllum sviðum en þó einkum danstónlistinni. Baldur var snillingur að fara höndum um nótnaborðið og hafði yfír ótrúlegri hæfni að ráða svo hljóðfærið skilaði því sem hann krafðist af því. Höfum við félagar hans margs að minnast frá því að hlusta á hann leika og einnig því hve oft hann leiðbeindi um það sem betur mátti fara. Öil lög lærði hann utan að við að hlusta á upptökur, útvarpsþætti eða aðra hljóðfæraleikara og mátti af því ráða hve tónheyrnin var frá- bær og minnið óskeikult. Baldur var um margra ára bil stjórnarmaður í FHUS og lét ekki deigan síga þótt alvarlegur sjúkleiki væri tekinn að hijá hann. Síðast lék hann með okkur opinberlega á „Uppákomu" í göngugötunni við Flughótel hinn 14. apríl sl. vor. Á stjórnarfund kom hann í sept. þeg- ar við unnum að undirbúningi for- manna- og fulltrúafundar á Norð- firði og lagði þar sitt af mörkum um leiðir til eflingar harmonikutónl- ist í landinu. Við félagarnir í FHUS kveðjum Baldur með söknuði og vottum eig- inkonu hans, börnum, tengdabörn- um og öðrum aðstandendum dýpstu samúð og hluttekningu vegna frá- falls hans. Persónulega þakka ég honum samvinnuna og félagsskapinn und- anfarin ár. Hér er nú genginn góður og vandaður maður. Gestur Friðjónsson, form. FHUS. á rannsóknastofu hans í Domus Medica og eftir að hann varð for- stöðumaður Blóðbankans urðum við nágrannar á Landspítalalóð- inni. Gott var að leita til hans og njóta ráðgjafar í sambandi við greinaskrif um læknisfræði og átti ég því marga ferðina til hans og a.ldrei fór ég erindisleysu. Eftir að Ólafur tók við Blóðbankanum komst meiri skriður á rannsóknir hans enda kom hann sér þar upp hópi góðra og hæfileikaríkra vís- indamanna og ritaði hann með þeim fjölda merkra vísindagreina í virt erlend læknatímarit. Á grundvelli þessa starfs þótti læknadeild Háskólans sér mikill sómi í því að veita honum persónu- bundið prófessorsembætti. Ólafur var gleðimaður að eðlis- fari, gæddur mikilli frásagnar- og kímnigáfu og hláturmildur var hann með afbrigðum. Söngrödd hafði hann mikla og fagra eins og hann átti kyn til og fengu lækn- ar og makar þeirra oft að njóta hennar á samkomum sínum. Á þeim stundum efuðust sumir um að hann væri á sinni bestu hillu sem læknir, en strax næsta dag var sá efi á brott og læknisfræðin hafði að nýju tekið völdin. Síðustu mánuðir lífs Ólafs voru honum erfiðir en hann bar þraut sína með karlmennsku, dyggilega studdur af fjölskyldu sinni og ekki síst af Erlu, eiginkonu sinni, sem hjúkraði honum síðustu vikurnar. Vísindaáhuga sínum hélt Ólafur til hinstu stundar og vinnufundi hélt hann með samstarfsmönnum sínum mikið sjúkur fram til hins síðasta. Ég bið Erlu og ijölskyldunni Guðs blessunar og þakka Ólafi langa og góða samfylgd. Jónas Hallgrímsson. d. 16. júlí 1987. Árni var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Jóhanna Hall- dórsdóttir, f. 1. júní 1914, d. 24. mars 1942. Sonur þeirra var Jóhann Vilberg, f. 5. febrúar 1942, d. 14. mars 1970. Kona hans var Elísa Þorsteinsdóttir og áttu þau eina dóttur, Jódísi, f. 6. febrúar 1966. Hinn 30. desember 1950 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Jónínu Magnúsdóttur frá Hraunholtum í Kolbeinsstaða- hreppi, f. 9. janúar 1919. Þeirra börn eru: 1) Svandís, f. 15. jan- „Sæll bóndi“ svona heilsaði ég Árna tendapabba oftast þegar ég sat í eldhúskróknum á Rauðalækn- um og hann kom í dyragættina. Tók hann hlýlega kveðjunni þó ekki væri hann nú bóndi í bókstaflegri merkingu, settist þá gjarnan í horn- ið sitt við eldhúsborðið og spurði frétta. Árna Vilberg sá ég fyrst árið 1966 þegar við Svandís byijuðum að vera saman eins og sagt er. Man ég hvað mér fannst hann alvarlegur og fjarlægur og var ekki laust við að ég væri hálf smeykur við hann. í fyrstu gekk nú á ýmsu hjá unga fólkinu og kynntist ég Áma lítið fyrr en eftir að Jóhann Ámi sonur okkar fæddist og við Svandís vomm farin að búa. Smátt og smátt juk- ust kynnin og þegar hann fór að taka mér og við að spjalla saman um fortíð - nútíð og framtíð, varð mér fljótt ljóst hve hin erfiða æska og áföll í lífinu höfðu mótað viðmót hans. Jafnframt sá ég hvað hann var prýddur mörgum góðum kostum og að undir skrápnum sló heitt hjarta. Ákveðinn og sjálfstæður í skoðunum, vildi hafa hlutina í lagi og allt í röð og reglu, traustur og fylginn sér ef því var að skipta. Eiginleikar sem komu sér vel til sjós þar sem hann var vélstjóri í mörg ár framan af ævi og síðar í yfír 20 ár sem gjaldkeri á Sendibílastöðinni Þresti hf. en þar byijaði hann fljót- lega að aka bíl eftir að hann kom alfarinn í Iand. Bílarnir sem Ámi átti og voru hans atvinnutæki bára vott um snyrtimennsku hans. Ætíð hreinir og í toppstandi enda gert við allt strax sem bilaði. Mér er enn minnisstætt þegar ég kom fyrst í geymsluna hans. Þetta Iíktist ekki geymslu eins og ég þekkti. Þarna var allt í röð og reglu og líktist meira snyrtilegu litlu verkstæði, all- ir hlutir á sínum stað og ekkert óþarfa drasl. „Frétta, það er nú ósköp lítið að frétta." Ég vissi þó að hann vildi fá fréttir af framkvæmdum okkar Svandísar fyrir austan því hann hafði einlægan áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, því hag fjölskyldu sinnar og barna vildi hann sem bestan. Þegar hann hafði fengið að vita það sem gerst hafði frá því síðast, ef það var þá nokk- uð, barst talið að öðm. Gat spjallið farið í ýmsan farveg ef tími leyfði. Oft var rætt um þá ólmu „tík“ póli- tík og var Ámi að mér fannst sjálf- stæður jafnaðarmaður. Sjómennsk- una fyrr og nú bar oft á góma og þar var sko ekki komið að tómum kofunum. Tækni og vísindi og al- heimurinn var líka eitt af hans uppá- halds umræðuefnum. En hvað svo úar 1950, gift Sæv- ari H. Jóhannssyni, f. 16. júlí 1949,eiga þau Jóhann Árna, f. 22. júní 1976, og Olgu Dís, f. 30. apríl 1985. 2) Gylfi Vil- berg, f. 4. janúar 1956, kvæntur Soff- íu Guðlaugsdóttur, f. 9. júlí 1960. Hans barn er Hilmar Vil- berg, f. 14. maí 1980, og hennar barn er Karl Guðni, f. 31. mars 1982. Saman eiga þau Valdísi Nínu, f. 1. mars 1988, og Andra Frey, f. 24. júlí 1989. Fyrstu starfsárin starfaði hann sem vélsljóri á hinum ýmsu bátum þó einna lengst á Svanin- um RE 88 eða í þrettán ár. Eftir að í land kom í kringum 1960 starfaði Árni sem sendibíl- sljóri á Sendibílastöðinni Þresti sem þá var nýlega stofnuð. Einnig sat hann í stjórn Þrastar í rúm 20 ár. Útför Árna fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. sem um var rætt, kom greinilega í ljós hve skynsamur, minnugur og vel upplýstur hann var, enda mátti helst aldrei sleppa fréttum á hvor- ugri sjónvarpsstöðinni og vom dag- blöð og útvarp óspart notuð. Þarna var vissulega maður með báða fæt- ur á jörðinni, eins og góður „bóndi“. Stundum barst talið að Þresti og varð ég því fljótt var við hversu hag Þrastar hann bar alla tíð mjög fyrir bijósti. Eftir starfslok fóm hann og Nína tvisvar í viku upp á stöð til að þrífa. Þannig, meðal annars, hélt hann traustu sambandi við stöð- ina sína allt til dauðadags. Kæri Árni, með þessum fáu orð- um vil ég þakka þér viðkynnin og samfylgdina. Ég veit að þér fannst þinn tími kominn og vel verður tek- ið á móti þér hinu megin. Fölna laufin, falla viðir, fimast menn sem trén í skóg, Ellin kemur, aflið rénar, opnast loksins grafar þró, Eins fékk þennan öðling bugað ellin fyrst og síðan hel, Sæmdarmann, er sanntrúr nægði sinni stöðu lengi og vel. (Steingr. Thorst.) Elsku Nína, ég votta þér og börn- um þínum mína dýpstu samúð og megi góður Guð vera með ykkur. Sævar H. Jónsson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku afí. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur systkinin að kveðja þig. Við gerum það með söknuði, þó að við vitum að hvíldin hafi ver- ið þér kærkomin. Eftir lifa góðu minningarnar og er mér nú efst í huga síðasta rabb- ið okkar uppi á spítala stuttu áður en þú lést þar sem við töluðum um heima og geima í orðsins fyllstu merkingu, en þú hafðir alltaf svo gaman af þeirri umræðu. Guð geymi þig, elsku afi. Jóhann Arni og Olga Dís. Nú hnígur sól að sævar barm, sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blóma hvarmi, blundar þögul fuglahjörð. í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðm.) Oft er erfítt að koma hugsunum sínum á blað því margt kemur upp í huga'minn er ég minnist tengda- föður míns sem lést í síðastliðinni viku í Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Saman áttum við yndislegar stundir þó sérstaklega um jólin því tengdaforeldrar mínir höfðu þann sið að dvelja til skiptis hjá börnunum sínum um hátíðardaga og dvaldi hann um síðustu jól hjá okkur og voru það ógleymanlegar stundir. I sumar fóram við í tvær ferðir með honum austur í sumarbústaða- land sem við eigum því hann hafði brennandi áhuga á öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur og vildi fylgj- ast vel með öllu og ef rekinn var nagli einhverstaðar eða einhver önn- ur breyting gerð þá vildi hann koma og sjá það. Oftar en ekki gistu börnin okkar hjá þeim hjónúm Jónínu og Árna og hafði hann það þá til siðs að tefla við þau, byijaði hann að tefla við elsta strákinn og þegar hann var farinn að tapa fyrir honum valdi hann sér yngri andstæðinga og vora þetta þeirra dásamlegustu stundir með afa sínum. Enda var það það fyrsta sem kom upp í huga þeirra við frétt af andláti afa síns að nú yrði ekki hægt að tefla meira við hann, þar sem englarnir hefðu kom- ið og tekið hann til Jesú. Þegar manni sýnist allt svo dökkt þá eru minningarnar um góðu stundirnar ljós í myrkrinu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbj. Egilsson) Soffía Guðlaugsdóttir. í dag kveðjum við einn félaga okkar, Árna Vilberg, sem er látinn eftir stutta legu. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem einn hverfur úr hópnum hérna á sendibílastöðinni Þresti, en það er rétt rúmur mánuður síðan við kvöddum Hallgrim Kristgeirsson og núna Áma Vilberg en báðir höfðu þeir starfað á Þresti yfir 30 ár. Ámi var bílstjóri á Þresti í mörg ár en eftir að hann hætti akstri var hann starfsmaður stöðvarinnar þar til hann lést. Hann var í stjórn Þrast- ar frá 1962 til 1987, fyrst sem rit- ari en síðan gjaldkeri. Árni var sérlega samviskusamur og heiðarlegur og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Hann var hægur í framkomu en hrókur alls fagnað- ar í góðra vina hópi og lét sig sjaldnast vanta, meðan heilsan leyfði, þegar við hittumst á gleði- stundum. Það verður mikill sjónar- sviptir að Árna hérna á stöðinni og við munum sakna hans í framtíð- inni, en síðustu árin gekk hann ekki heill til skógar og því trúlega verið sáttur við hvíldina. „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið.“ (K.G.) Elsku Nína, við sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Svo kveðjum við þig, Árni minn, og þökkum þér sam- fylgdina öll árin. Bílstjórar og samstarfsfólk á sendibílastöðinni Þresti. Skilafrestur minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fímmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.