Morgunblaðið - 08.11.1996, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 1996 45
\
MORGUNBLAÐIÐ
)
!
I
I
I
.
:
I
1
I
!
FJARHUNDAKEPPNIA HESTI
Gunnar Einarsson dómari og „gupfaðir"
smalahundamennningarinnar á íslandi
Hvetjandi og
leiðbeinandi
„KEPPPNI sem þessi er góð að
mörgu leyti í þeirri viðleitni að auka
getu og afköst smalahunda," sagði
formaður Smalahundafélags Is-
lands, Gunnar Einarsson bóndi á
Daðastöðum, þegar rætt var við
hann að lokinni fjárhundakeppninni
sem haldin var um helgina að Hesti
í Borgarfirði. Hann hefur verið
helsti frumkvöðull að því að bændur
legðu rækt við fjárhunda sina og
temdu þá á þann hátt að þeir nýtt-
ust vel til aðstoðar við smölun fjár.
„Hún virkar hvetjandi á þá sem
eiga efnilega eða góða fjárhunda
til að temja hunda sina á réttan
hátt. Menn með sama áhugamál
koma saman og skiptast á ráðum
og skoðunum og menn sjá hunda
hvor annars í vinnu. Keppnin getur
verið leiðbeinandi um það hvort
menn eru með vel hæfa eða jafnvel
óhæfa hunda í notkun,“ bætti hann
við.
Einn hundur á við sjö manns
Þegar Gunnar var spurður
hversu mikinn mannskap einn góð-
ur hundur sparaði sagði hann sögu
af því þegar 10 kindur sluppu sem
fjórir ríðandi menn og fjórir hlaup-
andi voru að reyna að reka í að-
hald. „Ef til staðar hefði verið brúk-
legur hundur, ekki endilega góður,“
undirstrikar Gunnar „hefði einn
maður ásamt hundinum dugað til
að koma skjátunum inn.“
Gunnar kvað áhuga manna á
því að koma sér upp góðum smala-
hundum hafa aukist mjög síðustu
tvö árin og taldi hann ástæður
þess mega rekja til fólksfækkunar
í sveitum og hinu að við lifum á
upplýsingaöld. „Fólk er farið að
sjá að góður smalahundur getur
sparað mikla fyrirhöfn og tíma og
eins hitt að tíminn sem fer í að
þjálfa upp góðan smalahund tekur
mun styttri tíma en margur hygg-
ur. Það tekur svipaðan tíma að
grunnþjálfa ungan hund og að
gera fola sæmilega reiðfæran,"
segir Gunnar.
Eitthvað sem aldrei gleymist
Eftir grunnþjálfun koma fram-
farirnar í gegnum vinnu með hund-
inn og segir Gunnar að sé rétt að
farið séu þeir í framför til níu ára
aldurs. Þótt löng hlé skapist milli
verkefna sem hundurinn fær
gleymist grunnurinn aldrei. Um
framhald á smalahundakeppni
sagði Gunnar að rætt hafi verið
um að halda keppni í hverjum
landsfjórðungi árlega og enda
síðan með nokkurskonar landsmóti
þar sem bestu smalarnir mættu
með bestu hundana. Hann taldi
ekki enn grundvöll fyrir að hrinda
þessari hugmynd í framkvæmd en
þess yrði þó ekki langt að bíða
með svipaðri þróun og verið hefur
síðustu árin.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Hlýðin og næm
ÞÆR STÖLLUR Harpa og Snerpa leystu verkefnið vel af hendi, Snerpa hélt vel utan um hópinn,
hlýddi smalanum í hvívetna og ærnar enduðu í aðhaldinu hægt en örugglega.
Harpa og Snerpa með
sigur í þriðju tilraun
Smalahundamenningin hefur tekið stefnuna
upp á við, á því er enginn vafi. Órækt vitni
um það var Fjárhundakeppni Vesturlands-
*
deildar Smalahundafélags Islands sem hald-
in var á sunnudag í þriðja sinn. Sjö fjár-
bændur mættu með hunda sína, alla
af border collie-kyni og reyndu með sér við
að reka ijórar kindur úr einu aðhaldi yfir
í annað. Valdimar Kristinsson fylgdist
með keppninni og hreifst óneitanlega af
i
l
I
I
I
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
GUNNAR á Daðastöðum er aðalhvatamaður að ræktun og
tamningu smalahunda af border collie-kyni sem þykja einstak-
lega góðir við fjársmölun. Hann var dómari í keppninni og
afhenti verðlaunin. Hér er hann ásamt sigurvegaranum, Hörpu
Reynisdóttur.
þessum vel tömdu og húsbónda-
hollu hundum.
KEPPNIN var haldin nú eins og í
fyrri skiptin á fjárbúi Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins að Hesti
í Andakílshreppi. Verkefni sem
hundur og smali þurftu að leysa
af hendi var þannig að fjórum kind-
um var sleppt út á völlinn þar sem
smalinn beið í u.þ.b. hundrað metra
fjarlægð og sagði hundi sínum að
sækja hópinn, reka hann að smalan-
um og áfram aðra hundrað metra,
gegnum hlið, til vinstri spölkorn
gegnum annað hlið til baka og inn
á miðjan völlinn þar sem hundurinn
átti að halda hópnum kyrrum á
afmörkuðu svæði meðan smalinn
færði sig að aðhaldinu sem reka
skyldi kindurnar inn í að endingu.
Gefin eru hámark 100 stig en refsi-
stig ef eitthvað fer úrskeiðis.
Að sjálfsögðu gekk mönnum og
hundum misjafnlega að leysa verk-
efnið af hendi en sigurvegarinn
Harpa Reynisdóttir frá Hæli og
tíkin hennar hún Snerpa gerðu
þetta af stakri prýði. Snerpa hélt
hópnum vel saman og hlýddi hús-
bónda sínum nær skilyrðislaust.
Athyglisvert var meðal annars
hversu rólegum Snerpa hélt ánum
meðan Harpa opnaði hliðið á litlu
réttinni. Snerpa og Harpa hlutu
70 stig en sigurvegararnir frá síð-
asta ári Guðmundur Guðmundsson
frá Kaðalstöðum og Sokki höfn-
uðu í öðru sæti og höfðu þau
Harpa sætaskipti að þessu sinni.
Gunnar Þór Þorsteinsson frá
Brekku í Norðurárdal og Kátur
urðu í þriðja sæti með 65 stig en
þeir hlutu bikar auk sigurvegarans
þar sem Kátur var besti unghund-
ur keppninnar aðeins átján mán-
aða gamall.
GUNNAR Þór Þorsteinsson
frá Brekku og Kátur þó sér
í lagi, hlutu bikar fyrir besta
unghund keppninnar en þeir
höfnuðu í þriðja sæti.
Ættirnar liggja til Daðastaða
Harpa hefur verið í verðlauna-
sæti í öllum keppnunum þremur
sem haldnar hafa verið til þessa.
Fyrst í þriðja sæti, þá með hundinn
Skarða sem bóndi hennar Jóhann
Pjetur Jónsson var nú með og höfn-
uðu þeir í þriðja sæti með 63 stig.
Dómari nú sem fyrr var Gunnar
Einarsson frá Daðastöðum við Öx-
arfjörð en hann er óumdeilanlega
guðfaðir_ smalahundamenningar-
innar á íslandi.
Gunnar hefur verið ötull við að
kenna á námskeiðum, á Hvanneyri
aðallega, en einnig á Hólum og
Skriðuklaustri. Þá má geta þess að
allir hundar keppninnar eiga ættir
að rekja til ræktunar Gunnars. Þar
á meðal sigurvegarinn hún Snerpa.
! Náið samband við hundmn
grundvöllur góðs árangurs
HJÓNIN Jóhann Pjetur Jónsson og
Harpa Reynisdóttir geta vel við unað
eftir fjárhundakeppnina á Hesti, frú-
I in og tíkin hennar Snerpa með fyrstu
| verðlaun og Jóhann og Skarði í
| fjórða sæti. Að vísu var Jóhann ekki
alveg sáttur með fjórða sætið því
Skarði hefði verið með í öll skiptin
þijú og í þriðja sæti í fyrra og hitti-
fyrra þannig að hefð væri að kom-
ast á þriðja sætið.
Fall er fararheill
Eftir að hafa eyðilagt að eigin
sögn fyrsta Border collie hundinn
sem þau eignuðust fengu þau hvolp
j hjá Arna bónda Ingvarssyni á Skarði
| í Lundarreykjadal i skiptum fyrir
hreinræktaðan eðalborinn veiðikött
og var þar kominn Skarði. Þau hjón-
in fóru bæði á námskeið hjá Gunn-
ari Einarssyni með Skarða og lærðu
þar undirstöðuna í þjálfun smala-
hunda. Síðar langaði Hörpu til að
eignast sinn eigin hund og fengu
þau þá tíkina Snerpu sem hefur
reynst frábær smalahundur eins og
vel sást í keppninni.
Þau Jóhann og Harpa lögðu
áherslu á að nauðsynlegt væri fyrir
alla að fara á þessi námskeið sem
vildu þjálfa upp góðan smalahund.
Slíkt bjargaði mönnum frá að eyði-
leggja efnilega hvolpa. Það sem
hafi getið að líta í keppninni sé
aðeins brot af því notagildi sem
góður smalahundur býður upp á.
Jóhann sagðist aldrei þurfa að
sækja kýrnar á sumrin því Skarði
sjái alfarið um það. „Eitt sinn
sluppu kýrnar út og fóru heim á
næsta bæ og voru við það að sam-
einast kúnum á þeim bænum. Þá
var Skarða hleypt út og var hann
fljótur að afgreiða málið enda kýrn-
ar okkar vanar honum og hlýða
skilyrðislaust," sagði Jóhann.
Fylgja með í daglegxim
störfum
Harpa segir Snerpu mikið örari
að upplagi en Skarði, hún sé einnig
hlýðnari og næmari fyrir öllum
bendingum og skipunum. Þau eru
sammála um að hún sé betri smali.
Jóhann og Harpa eyða ekki miklum
tíma í að þjálfa hundana sérstak-
lega heldur byggist árangurinn
meira á að vera mikið með hundun-
um. „Þau taka þátt í flestu sem við
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
SNERPA var ánægð með eiganda sinn, Hörpu Reynisdóttur,
að loknu góðu dagsverki, aðdáunin svo mikil að hún gaf sér
ekki tíma til að líta til Ijósmyndarans en Skarði var slakari
enda urðu hann og eigandinn Jóhannes P. Jónsson, eiginmaður
Hörpu, örlítið neðar í röðinni.
gerum í búskapnum, eru alltaf með fyrir góðum árangri í allri vinnu
okkur ðg við það skapast mjög náið með hundunum,“ segir Harpa sæl
samband sem er grundvöllurinn og glöð með árangur dagsins.