Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 11

Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 11 FRÉTTIR Félagsmálastofnun stækkar við sig BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaup á um 260 fermetra viðbótar- húsnæði fyrir Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar að Suðurlands- braut 32. Áætlað kaupverð eru rúmar 15,6 milljónir. í erindi félagsmálastjóra til borgarráðs er bent á að í maí sl. hafi hverfaskrifstofa II, flutt úr húsnæði aðalskrifstofu í Síðumúla 39 í nýkeypt 408 fermetra hús- næði á 2. hæð við Suðurlands- braut 32. í kaupsamningi var gert ráð fyrir forkaupsrétti að viðbótar- húsnæði á sömu hæð. Húsnæði Útideildar i Tryggvagötu auglýst til sölu Fram kemur að endurskipu- lagning fjölskyldudeildar hafi ver- ið í undirbúningi í vor og óljóst um staðsetningu deilda hvað varð- aði húsnæði. Akörðun lægi nú fyr- ir og felur breytingin í sér flutning á starfsemi Útideildar úr Tryggva- götu 12 og þar með sé ekki lengur þörf fyrir það húsnæði. Er lagt til að húsnæði deildarinnar verði aug- lýst til sölu strax og til afhending- ar 1. mars næstkomandi. Jólanáttföt 100% silki frá kr. 3.690 Nouveau ásama tímaog aðrir SALA á Beaujolais Nouveau, fyrsta víni uppskeruársins frá Frakklandi, hófst á miðnætti í nótt á Kaffi Reykjavík og var um að ræða vín frá Georges Blanc, er rekur þriggja stjörnu veitingastað í Frakklandi. Sam- kvæmt frönskum lögum er sala á víninu leyfíleg þriðja fimmtu- dag í nóvember ár hvert og má opna flöskurnar á miðnætti. Vín þessi hafa notið mikilla vinsælda um heim allan og jafn- an mikið kapphlaup að koma víninu, sem enn var þrúgur á vínviði fyrir tveimur mánuðum, í hús á réttum tíma. Vegna breyttra reglna gafst nú tækifæri í fyrsta skipti til að selja vínið á íslandi á réttum tíma. Til þessa hefur franska ríkisstjórnin veitt leyfi til að flytja vínið til ákveðinna ríkja þannig að það verði afhent 17. nóvember. Nú hefur þessum reglum verið breytt þannig að afhenda má vín til allra ríkja þann 15. nóvember, með því skilyrði að sala heflist ekki fyr- ir 21. nóvember. Er innflytjendum gert að rita undir yfirlýsingu þar sem þeir heita að selja vínið ekki fyrir miðnætti aðfaranótt fímmtu- dagsins. Bijóti þeir þá reglu verða þeir að greiða þúsund franka sekt (um þrettán þúsund krónur) fyrir hveija flösku, sem seld var á röngum tíma. Guðrún Guðlaugsdóttir, hjá víndeild Austurbakka, sem flutti inn vín frá Georges Blanc í flugi, segir að fyrsta sending- in sé þegar uppseld og að mörg veitinga- og kaffihús hyggi á sölu þegar á fimmtudagsmorg- un. Má gera ráð fyrir að Beau- jolais Nouveau komi í verslanir einhvern tímann í næstu viku. gera?“ Á köldum vetrardögum, þegar hestar standa í höm í hvössum vindinum virðast þeir láta sér fátt um allar gestakomur finnast. Þessir tveir, sem voru í hópi annarra hrossa í Hvalfirði, gátu þó ekki stillt sig um snúa sér að ljósmyndaranum. Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Hörð gagnrýni á íslenska bankakerfið í utandagskrárumræðu á alþingi JÓ „Hvað er hún að NÝJAR Kjólar frá kr. 2.690 Brýnt að breyta ríkis- bönkunum í hlutafélög FINNUR Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, segist vonast til þess að hægt verði að samþykkja formbreytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög á yfirstandandi þingi. Hins vegar sé það ekki forgangsverkefni að selja eignarhlut ríkisins í ríkisviðskipta- bönkunum heldur þurfí að auka eig- ið fé bankanna með því að gefa nýj- um aðiium kost á að kaupa hlutafé í þeim. Þetta kom fram í utandag- skrárumræðu á Alþingi í gær sem efnt var til í tilefni af nýrri skýrslu OECD um rekstur bankakerfísins. Ágúst Einarsson, alþingismaður, hóf umræðuna og spurði meðal ann- ars tii hvaða aðgerða viðskiptaráð- herra hygðist grípa til að Islending- ar, einstaklingar og fyrirtæki, byggju við sambærilegan mun á inn- og útlánsvöxtum og þjónustugjöld og tíðkuðust erlendis. „Umfangsmikið starfsmannahald og miklar afskriftir benda til þess að stjórnun íslenska bankakerfisins sé ábótavant. Afskriftir eru mun hærri hér og mikið hefur tapast vegna óvarkárni í útlánum og enginn er látinn bera ábyrgð á því. Starfs- mannakostnaður er einnig hæstur hér sem er ekki vegna hárra launa bankastarfsmanna, heldur vegna mikils fjölda starfsmanna." Ein milljón á mánuði i laun „Það er altalað í viðskiptalífínu að ýmsir íslenskir bankar séu slakir í rekstri," sagði Ágúst ennfremur. „Stjómun bankakerfísins og hæfni bankastjóra kemur landsmönnum við. Almenningur á stærstan hluta banka- kerfísins og greiðir þessum mönnum laun. Það hefur ekki vafíst fyrir ýms- um í bankakerfínu að hafa eina millj- ón króna í laun á mánuði og þá get- ur sá sem greiðir gert kröfur um hæfni og árangur. Það virðist ekki vera fyrir hendi og því spyr ég: Hver ber ábyrgð á þessum afleita rekstri og hyggst ráðherra grípa til aðgerða til að bæta stjómun í ríkisviðskipta- bönkunum, t.d. með því að stuðla að uppsögnum bankastjóra?" Ágúst sagði að samkeppni erlendis frá væri engin. „Erlendir bankar vilja ekki koma hingað vegna smæðar markaðar. Fyrirtæki og einkum þau stærri reyna að hafa helstu bankavið- skipti sín í útlöndum hjá ódýrari og betur reknum bönkum. Almenningur verður hins vegar að skipta við þetta innlenda staðnaða og óhagkvæma kerfí sem hann á sjálfur." Þingmaðurinn vakti einnig athygli á því að íslandsbanki hf. væri með þriðja hæsta rekstrarkostnaðinn og vandamálið væri því fyrst og fremst fákeppni. Tvöfaldur rekstrarkostnaður Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, benti á í svari að hér á landi væru litlir bankar með stórt útibúa- net sem veittu víðtæka þjónustu á litlum markaði í stóm landi. „En ís- lenska bankakerfið er hins vegar of dýrt. Á síðasta ári var rekstrarkostn- aður íslenska bankakerfisins um 13 milljarðar króna. Það er alltof mikill kostnaður miðað við það að miðla fjármagni í okkar fámenna landi. Rekstrarkostnaður banka og spari- sjóða í Danmörku og Noregi er um 2,5% af eignum en hér á landi er rekstrarkostnaðurinn nálægt 5% eða tvöfalt hærri en í nágrannaríkjum okkar. Nauðsynlegt er að draga úr rekstrarkostnaði til að bankakerfið geti varist ásókn erlendra keppinauta í sífellt harðnandi samkeppni á al- þjóðlegum vettvangi. Stefna ríkis- stjórnarinnar hefur einmitt markast af nauðsyn þess að gera nauðsynleg- ar skipulagsbreytingar á fjármagns- markaði til að markaðurinn sé betur í stakk búinn til að mæta erlendri samkeppni.“ Viðskiptaráðherra sagði að brýn þörf væri á hagræðingu í íslenska bankakerfínu. „Hlutverk ríkisvalds- ins er fyrst og fremst að móta um- gjörðina í kringum þessa starfsemi. Brýnt er því að breyta ríkisviðskipta- bönkunum í hlutafélög. Umgjörðin sem stjórnvöld búa markaðnum á að vera með þeim hætti að samkeppni sé sem virkust því samkeppni leitar til hagræðingar."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.