Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 13
AKUREYRI
Áætlun um rekstur, fjármál og framkvæmdir bæjarsjóðs
G-listi vill byrja á við-
byggin^u við bókasafn
Morgunblaðið/Kristján
HELGI Orlygsson sölustjóri við vélar sem laga ýmsa heita drykki
og Kaffibrennsla Akureyrar útvegar viðskiptavinum sínum.
Kaffibrennsla Akureyrar
Vélar og búnaður til
að laga heita drykki
TILLÖGUM fulltrúa G-lista Alþýðu-
bandalagsins í bæjarstjórn Akur-
eyrar við áætlun um rekstur, flármál
og framkvæmdir á vegum bæjarsjóðs
á árunum 1997-1998 var vísað til
frekari umræðu í bæjarráði og af-
greiðslu fjárhagsáætlunar. Seinni
umræða um áætlunina var á fundi
bæjarstjórnar í vikunni.
Fulltrúar Alþýðubandalags lögðu
til að á næsta ári yrðu 25 milljónir
króna settar á gjaldfærðan stofn-
kostnað vegna Samkomuhússins, en
fénu yrði varið til brýnustu lagfær-
inga á sal hússins, fyrst og fremst
nýrra sæta en dnnig yrði lögð hita-
veita í húsið. Á móti leggja þeir til
að liðurinn önnur mál, óráðstafað,
lækki um sömu upphæð.
Þá lögðu fulltrúar Alþýðubanda-
lags til að framkvæmdir við viðbygg-
ingu Amtsbókasafnsins á Akureyri
hefjist árið 1997. Fjárveitingar vegna
verkefnisins verði 50 milljónir það ár,
TILRAUNABORANIR eftir heitu
vatni í landi Ytri-Víkur og næsta
nágrenni á Árskógsströnd lofa góðu
en þar hafa fundist um 5 sekúndu-
lítrar af um 70 heitu vatni. Sveinn
Jónsson, bóndi og framkvæmdamað-
ur á Ytra-Kálfskinni, stendur fyrir
borunum fyrir eigin reikning en
hann rekur m.a. ferðaþjónustu á
landi sínu í Ytri-Vík. Alls hafa verið
boraðar 13 holur á svæðinu, um 150
metra djúpar og nú er verið að bora
virkjunarholu í landi Sólbakka, sem
verður um 200 metra djúp.
„Þetta er virkilega spennandi
verkefni, ég vissi að á þessu svæði
væri heitt vatn en árangurinn af
þessum borunum er mun betri en
ég þorði að vona,“ sagði Sveinn í
samtali við Morgunblaðið. „Það ligg-
ur við að þetta vatnsmagn dugi fyr-
ir hitaveitu um allan hreppinn.
Vatnsmagnið þyrfti þó að vera að-
eins meira fyrir öll þau 130 hús sem
eru á svæðinu og 8-10 sekúndulítrar
væri meira en nóg. Við erum að
fara dýpra núna og vatnið hitnar
enn.“
Hitaveita í sumarhúsin
Sveinn er þegar farinn að huga
að því að ieggja hitaveitu í sumar-
BJARNI Hafþór Helgason, fram-
kvæmdastjóri Utvegsmannafélags
Norðurlands, hefur að undanförnu
orðið var við mikla óánægju meðal
sjómanna og útgerðarmanna vegna
umræðu um sjálfsvíg og einnig að
fiski sé fleygt í stórum stíl.
í síðustu viku var þrálátur orð-
rómur í gagni um að Siglir væri á
leið heim af veiðislóð með tvö lík
í lestinni og þá veit hann til þess
að í heita pottinum í Sundlaug
Akureyrar hafi verið mikil umræða
um að fimm lík væru í varðskipi á
heimleið úr Smugunni. „En þegar
eiginkona mín kom eitt síðdegið
og spurði hvort ég vissi hvaða skip-
stjóri hjá Samheija hefði svipt sig
lífi úti á sjó, þá tók steininn úr,“
segir Bjarni Hafþór. Þegar umræð-
an um sjálfsvíg sjómanna komst í
hámæli gerðu bæði Landssamband
70 milljónir árið á eftir og loks 60
milljónir árið 1999. Á móti lækki sér-
stök uppgreiðsla lána bæjarsjóðs um
50 milljónir á næsta ári, ný lán hækki
um 50 milljónir árið 1998 og 40 millj-
ónir ári síðar. Þá lækki liðurinn önnur
mál, óskipt um 20 milljónir árið 1998
og ’99. Áfram verði’ haldið samning-
um við ríkið um þátttöku í bygging-
unni og framlög þess lækkuðu þá
þörf á lántökum samsvarandi.
Svigrúm
Þröstur Ásmundsson, Alþýðu-
bandalagi, sagði að á næsta ári yrðu
liðin 10 ár frá því bæjarstjórn Akur-
eyrar samþykkti á hátíðarfundi í til-
efni 125 ára afmælis bæjarins að
gefa bæjarbúum viðbótarbyggingu
við Amtsbókasafnið sem búið hefur
við þröngan húsakost. Fjárhagsleg
staða bæjarins ætti að leyfa slíka
byggingu á næstu þremur árum.
„Við teljum að svigrúm sé til að
hús sín í Ytri-Vík og heim í Kálf-
skinn en þangað eru tæpir 2 km.
Jafnframt er hann farinn að leggja
á ráðin um frekari uppbyggingu í
ferðaþjónustunni. „Veturinn er allt-
of langur hjá okkur sem erum í
ferðaþjónustu og við þurfum að
leita leiða til að ná fólki til dvalar
yfir lengra tímabil á árinu.
Hann segir að því heitara sem
vatnið er því meiri möguleiki sé á
að leggja hitaveitu um alla sveitina.
„Hreppurinn hefur ekki sýnt þess-
ari tilraun mikinn áhuga en maður
verður að hætta einhveiju til við
svona tilraun. Frá Kálfskinni er
örstutt út í Árskóg en þar er sund-
laug sem kynt er með rafmagni,
stór hús, iðnaðarhverfi og kirkja.
Heitt vatn sem næst á skikkanlegu
verði er gjörbreyting á húsakynnum
og þá kynda menn betur. Ég er því
að leggja á ráðin um hvert fram-
haldið verður.“
Ekki fundist jafnheitt vatn
Sveinn segir að ekki hafi áður
fundist jafnheitt vatn þarna vestan
megin í firðinum og það sé heitara
en á Dalvík, í Svarfaðardal, á Hamri
og á Hámundarstaðahálsi. „Það er
mjög líklegt að við séum komnir
íslenskra útvegsmanna og Útvegs-
mennafélag Norðurlands úttekt á
því meðal útgerða hvort þessar
sögusagnir ættu við einhver rök
að styðjast. Niðurstaðan varð sú
að frá því seinni tíma úthafsveiðar
hófust er vitað um tvö sjálfsvíg í
skipum.
„Þessi umræða flokkast undir
atvinnuróg af verstu gerð, það
hljóta að vera einhver takmörk fyr-
ir því hvað menn leggjast lágt í til-
hefla þessar framkvæmdir nú,“ sagði
Þröstur.
í áætluninni er gert ráð fyrir að
íbúum fjölgi um 1% á ári frá árinu
1995. Þá er gert ráð fyrir að útsvars-
prósenta lækki um 0,20%. Fasteigna-
gjöld hækka um 1% á ári.
Skuldir lækkaðar
Á árinu 1996 er gert ráð fyrir 500
milljón króna framlagi frá Fram-
kvæmdasjóði vegna sölu á hlutabréf-
um í eigu bæjarins, þar af verða 400
milljónir notaðar til að lækka skuldir
bæjarsjóðs og 100 milljónir fara í
viðbótarframkvæmdir á næsta og
þarnæsta ári.
Skuldir bæjarsjóðs lækka umtals-
vert, heildarskuldir voru um einn
milljarður króna við lok síðasta árs,
þær verða 521,5 milljónir um næstu
áramót og er gert ráð fyrir, sam-
kvæmt áætluninni, að skuldir verði
alls 475,6 milljónir í lok árs 1999.
niður á Hríseyjarsprunguna en í
Hrísey er vatnið um 80 heitt. Okk-
ar kannanir benda til að sprungan
sé í sjó þarna rétt framan við en
nái aðeins inná nesið þar sem við
erum að bora.“
Borvinnan hefur staðið yfir í um
3 vikur en Sveinn vonast til að
raunum sinum til að rakka eina
atvinnugrein niður. Þetta er mikið
tillitsleysi við aðstandendur, þetta
eru viðkvæm mál og verða ekki
útskýrð eða afgreidd með kjafta-
gangi úti í bæ,“ segir Bjarni Hafþór.
Fiski ekki hent í stórum stíl
Hann telur að umræðan komi í
beinu framhaldi af „landsbyggðar-
skatti sem gengur undir nafninu
veiðileyfagjald", eins og hann orðar
STARFSEMI Kaffíbrennslu Akur-
eyrar hefur á síðustu misserum breyst
í þá átt að fyrirtækið sem áður var
eingöngu í að pakka kaffí er nú í æ
ríkari mæli farið að sækja inn í þjón-
ustugeirann.
„Hér áður fyrr vorum við eingöngu
í að pakka kaffí, framleiddum þá
fimm tegundir, en nú erum við með
henni ljúki um eða upp úr næstu
helgi. Tveir menn frá Ræktunar-
sambandi Flóa og Skeiða hafa séð
um borunina en Ómar Bjarki
Smárason, jarðfræðingur hjá Jarð-
fræðistofunni Stapa í Reykjavík
hefur unnið að rannsóknum á svæð-
inu með Sveini.
það. „Á sama tíma birtist viðtal við
skipstjórnarmann sem segist hafa
hent svo og svo miklu af fiski í
hafið án þess að tilgreina hvenær
það gerðist eða á hvaða skipi þann-
ig að hægt sé að staðfesta sann-
leiksgildi frásagnarinnr. Sjómenn -
og útgerðarmenn reiðast ummælum
sem sett eru fram með þessum
hætti, allir eru undir sömu sök sett-
ir,“ segir Bjarni Hafþór og bendir
á að það hafi alltaf fylgt veiðum,
hvar sem er í veröldinni að eithvert
hlutfall fengsins nýtist ekki. „Þar
er þó aðeins um brota brot að ræða
og fráleitt að draga upp þá mynd
af íslenskum sjávarútvegi að menn
séu fleygjandi fiski í stórum stíl,
en það er eins og ákveðin öfl í sam-
félaginu hafi sérstakan hag af því
að rakka þessa atvinnugrein niður,“
segir Bjarni Hafþór.
ýmislegt fleira á okkar könnu. Við
bjóðum upp á ráðleggingar og útveg-
um vélar og búnað sem laga ýmsa
heita drykki, kaffi af ýmsu tagi, þar
með talið espresso og capputino,
súkkulagði og te. Það hefur mælst
vel fyrir hjá okkar viðskiptavinum og
hefur þessi þáttur starfseminnar farið
vaxandi á síðustu misserum," segir
Úlfar Hauksson, framkvæmdastjóri
Kaffibrennslu Akureyrar, en veitinga-
staðir og mötuneyti eru helstu við-
skiptavinir fyrirtækisins á þessu sviði.
Þá hafa sérpakkningar einnig færst
í vöxt, en um þessar mundir framleið-
ir Kaffibrennslan kaffi sérmerkt fjór-
um kaupendum, einum í Reykjavík
og þremur kaupfélögum, Þingeyinga,
Héraðsbúa og fyrir verslunina Nettó
á Akureyri, sem er í eigu KEA.
„Innflutningur á kaffi hófst ekki
að ráði fyrr en um 1980, en frá þeim
tíma hafa innlendir framleiðendur,
sem áður voru alls ráðandi á mark-
aðnum, verið að tapa markaðshlut-
deild, hratt framan af en minna á
allra síðustu árum. Vafalaust hefur
of lítið úrval og ef til vill að ein-
hveiju leyti gæðamál haft þar sitt að
segja, en ég fullyrði að nú eru þessi
atriði, gæðin og úrvalið, í góðu lagi
hjá innlendum framleiðendum," segir
Úlfar. „Kaffi er ferskvara, það er því
aldrei betra en nýmalað, innlendir
framleiðendur eiga því að geta boðið
bestu vöruna."
------» ♦ ♦-----
Átta mánaða
uppgjör KEA
Hagnaður
62 milljónir
króna
HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags
Eyfirðinga og dótturfyrirtækja varð
62 milljónir króna fyrstu átta mán-
uði ársins en á sama tímabili í fyrra
varð 9 milljóna króna tap á rekstrin-
um. Magnús Gauti Gautason, kaup-
félagsstjóri, segist ánægður með að
niðurstaðan sé betri í ár en á sama
tímabili í fyrra. „Hins vegar hefði
ég viijað sjá meiri hagnað af rekstr-
inum.“
Brúttóvelta samstæðunnar var
tæpir 7 milljarðar króna og hefur
hækkað um 1% frá sama tímabili í
fyrra. Heildartekjur, þegar búið er
að draga frá innbyrðis viðskipti,
voru 5.907 milljónir króna, sem einn-
ig er um 1% aukning frá fyrra ári.
Launagreiðslur á tímabilinu námu
um 1.214 milljónum króna og hafa
hækkað um 3%.
Akoma móðurfélagsins er mjög
svipuð milli ára en hins vegar hefur
afkoma dótturfélaganna batnað og
munar þar mestu um mjög góða
afkomu Útgerðarfélags Dalvíkinga
hf. sem er 100% í eigu KEA. Tölu-
vert tap varð þó af rekstri AKVA
USA í Bandaríkjunum. Magnús
Gauti segir að ekki hafi verið teknar
neinar ákvarðanir um breytingar
varðandi vatnsútflutning AKVA en
hann reiknar með það liggi fyrir í
næsta mánuði hvaða stefna verður
tekin í þeim málum.
Tilraunaboranir eftir heitu vatni í Ytri-Vík á Árskógsströnd lofa góðu
Fundnir 5 sek-
úndulítrar af um
7 0 heitu vatni
Morgunblaðið/Kristján
FRAMKVÆMDAMAÐURINN Sveinn Jónsson á Ytra-Kálfskinni,
t.v., heilsar upp á bormennina frá Ræktunarsambandi Flóa og
Skeiða, þá Bárð Magnússon og Johnny Símonarson. Þeir eru
að bora 200 metra djúpa virkjunarholu í landi Sólbakka og
vonast til að ljúka þvi verki um eða upp úr næstu helgi.
Fr amk væ md astj óri Útvegsmannafélags Norðurlands um umræðu um sjálfsvíg sjómanna
Atvinnurógur
af verstu gerð