Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 17
NEYTENDUR
Hagkaup gefur út kökubók
HAFIN verður sala á Kökubók Hag-
kaups í dag, fimmtudag, en það er
185 síðna uppskriftabók sem Jó-
hannes Felixson bakarameistari er
höfundur að og Hagkaup gefur út.
í bókinni er að finna um 220 upp-
skriftir að ýmiss konar kökum, konf-
ekti og eftirréttum. Að sögn forráða-
manna hjá Hagkaup hafa allar upp-
skriftirnar verið margprófaðar. Með
hverri uppskrift er litmynd og stund-
um fylgja skýringarmyndir líka en
það er ljósmyndarinn Bára sem hefur
tekið allar myndir í bókina. Henni
er skipt upp í kafla, fyrst koma tjó-
matertur, þá marengstertur, form-
kökur, lagtertur og rúllur og súkkul-
aðitertur. Þá er sérstakur kafli til-
einkaður eftirréttum og ís, einn kafli
um konfekt og að lokum kafli sem
ber heitið ýmsar kræsingar. Bókin
kostar 998 krónur. Henni er ætlað
að koma að notum allan ársins hring.
Engu að síður völdum við úr bókinni
tvær uppskriftir sem geta nýst þeim
sem eru í jólabaksturshugleiðingum
þessa dagana.
Flex toppar
4 eggjahvítur
___________200 g sykur___________
80 g kókosmjöl
80 g kornflex
100 g rjómosúkkulaði
100 g salthnetur
___________50 g rúsínur__________
Þeytið eggjahvítur og blandið
sykri saman við og þeytið þar til
sykurinn er vel uppleystur. Saxið
niður súkkulaðið og annað ef vill.
Blandið öllu saman við með sleikju,
setjið á plötu með tsk. og bakið við
180°C í 10-12 mínútur.
Kanilterta
4 botnqr:
175 g smjör
___________225 g sykur___________
1 hrært egg
150 g hveiti
1 tsk kanill
negull ó
hnífsoddi
Rjómi:
3-4 dl rjómi
2 tsk kakó
'ótsk
vanilludropar
Vinnið sykur og
smjör vel saman
með hrærara og
hrærið egg
þannig að helm-
ingurinn fari _______________________________________________________
saman við í einu. Flextoppar Ljósmynd/Bira
Ef allt er sett í
einu skilur deigið sig. Blandið svo 10 mínútur. Þeytið allt saman, smyij-
þurrefnum saman við. Smyijið út í ið sultu á botnana og smyijið þeytt-
3-4 botna og bakið við 190°C í ca. um rjómanum á milli. ■
Handverks-
sýning á
Garðatorgi
UM HELGINA sýna 40 einstakling-
ar verk sín á handverkssýningunni
á Garðatorgi. Verkin eru flest til
sölu og meðal þess sem þar er til
sýnis er ýmiss konar jólaskraut,
leirmunir, pijónavörur, og skraut-
munir úr timbri. Þá munu menn
vinna á staðnum við rennibekk.
Sýningin verður opnuð á laugardag-
inn klukkan 10 og á sunnudaginn
klukkan 12. Kvenfélag Garðabæjar
sér um kaffisölu báða dagana.
Heildsölubak-
aríið býður egg
á lækkuðu verði
HEILDSÖLUBAKARÍIÐ býður við-
skiptavinum sínum egg á lækkuðu
verði eða 250 krónur kílóið. í frétta-
tilkynningu frá bakaríinu segir að
þetta verð sé 31.5% lægra verð en
býðst víða þar sem verðið er 365
krónur kílóið.
Jólastjörnur
á tilboði
FRAM á sunnudag eru jólastjörnur
af öllum stærðum á tilboði í
Blómavali bæði í Reykjavík og á
Akureyri. Boðið er upp á sértilboð
þar sem þijár mismunandi stærðir
af jólastjörnum í bakka kosta 999
krónur.
'örnur kr. 999,-
(kassinn)
Allar Jólastjörnur lækka
Verð áður Verð nú
Stærð 1 W>,- 795,-
Stærð 2 79ST- 595,-
Stærð3 59sT- 495,-
Stærð 4 395,-
í kassanum eru:
Stærbir 2, 3 og 4.
Fullt verb á jólastjörnum
í kassa áður kr. 1885,-