Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 23
Fjárdráttur
í Norrænu
ráðherra-
nefndinni
SÆNSKUR maður, sem var hátt-
settur starfsmaður Norrænu ráð-
herranefndarinnar, er grunaður um
að hafa svikið um sex milljónir króna
út úr ráðinu, að því er sagði í dag-
blaðinu Svenska Dagbladet á þriðju-
dag.
Ráðið lagði fram kæru á hendur
manninum til saksóknaraembættis-
ins í Stokkhólmi á föstudag. Maður-
inn var yfirmaður upplýsingamála í
þijú ár hjá ráðherranefndinni í Kaup-
mannahöfn. Hann sagði starfinu upp
í sumar og flutti til Svíþjóðar, nokkr-
um mánuðum áður en starfstími
hans rann út.
Samþykkti reikninga eigin
fyrirtækis
Grunsemdir vöknuðu um að mað-
urinn hefði dregið sér fé fyrir tveim-
ur vikum og er talið að misferlið
hafi staðið frá árinu 1994 til síðasta
sumars. Við endurskoðun kom í ljós
að Svíinn hafði samþykkt háa reikn-
inga frá ráðgjafarfyrirtæki, sem
hann á sjálfur. Ástæðan fyrir því að
þetta mál uppgötvaðist ekki fyrr var
sú að maðurinn hafði miklar upphæð-
ir tii ráðstöfunar í embætti sínu.
Berth Sundström, eftirmaður
mannsins, segir ekki rétt að norrænu
samstarfsráðherrarnir fjórir hafí ætl-
að að þegja yfir málinu. Ráðherrarn-
ir komu saman á föstudag til að
ræða meintan fjárdrátt mannsins.
Hinn grunaði hefur ekkert viljað
láta hafa eftir sér um málið.
Samkomu-
lag um evró-
skatt á Ítalíu
Róm. Reuter.
ÍTALSKA ríkisstjórnin hefur náð
samkomulagi við verkalýðshreyf-
inguna um svokallaðan evró-
skatt, sem á að fleyta Ítalíu inn í
Efnahags- og myntbandaiag Evr-
ópu (EMU) með því að fjárlaga-
hallinn fari niður fyrir tilskilin
mörk. ítalir hyggjast nú ganga
að nýju inn í Gengissamstarf Evr-
ópu (ERM).
Verkalýðshreyfingin hafði hót-
að allsheijarverkfalli, yrði skatt-
urinn lagður á. Eftir erfiðar
samningaviðræður hefur hún hins
vegar sætt sig við tillögur Roman-
os Prodi forsætisráðherra.
Evró-skatturinn er margþætt-
ur. í fyrsta lagi verður aukatekju-
skattur lagður á til takmarkaðs
tíma og á hann að skila tæplega
helmingi þeirrar upphæðar, sem
á vantar til að halli ríkissjóðs
verði innan við 3% af landsfram-
leiðslu. Afganginum á að ná með
skatti á starfslokagreiðslur laun-
þega og innheimtu gjaldfallinna
skatta. Auk þess á að reyna að
skuldbreyta einhverju af erlend-
um lánum ítaliu.
Skattafrádráttur
eða forkaupsréttur við
einka væðingu
Prodi segir að almenningi verði
bætt skattheimtan, annað hvort
með skattafrádrætti frá og með
árinu 1999 eða með því að veita
skattgreiðendum forkaupsrétt að
hlutabréfum í rikisfyrirtíekjum,
sem á að einkavæða.
Þótt tekizt hafi að friða verka-
lýðshreyfinguna eru atvinnurek-
endur óánægðir með evró-skatt-
heimtuna og stjórnarandstaðan
hefur sett sig upp á móti tillögum
Prodis. „Þetta mun ekki verða
timabundin skattheimta og senni-
lega verða engar endurgreiðslur
heldur,“ segir Giulio Tremonti,
fyrrverandi fjármálaráðherra,
sem nú er í stjórnarandstöðu.
Drengir skáka stúlk-
um í vísindum
Boston. Reuter.
ÞRETTÁN ára gamlar stúlkur
eru eftirbátar drengja i ýmsum
vísindagreinum. Kemur það
fram í rannsókn, sem gerð var
á menntunarástandi í 45 ríkjum
víða um heim og birt var í
gær. Nemendur í ýmsum Asíu-
rilqum stóðu sig almennt best.
Þriðja alþjóðlega stærð-
fræði- og vísindarannsóknin
náði til hálfrar miiyónar nem-
enda og er niðurstaða hennar
meðal annars sú, að þótt lítill
munur sé á kynjunum í stærð-
fræði er annað uppi á teningn-
um í vísindum. Þar standa 13
ára gamlir drengir sig veru-
lega betur, sérstaklega í eðlis-
fræði, efnafræði og jarðvísind-
um. Sagði dr. Albert Beaton,
sem stjórnaði rannsókninni, að
á þessum tímum æ meiri tækni-
væðingar boðaði það ekkert
gott fyrir atvinnumöguleika
kvenna.
Nemendur í Singapore
stóðu sig best, jafnt í stærð-
fræði sem vísindum, og nem-
endur í Suður-Kóreu, Japan
og Tékklandi stóðu sig líka
vel. Bandaríkin, England og
Nýja Sjáland voru fyrir neðan
miðju í stærðfræði en árangur
bandarískra og enskra nem-
enda í vísindagreinum var
nokkru betri. Alls staðar þar
sem nemendur fengu að nota
vasatölvur var árangurinn
góður eða sæmilegur en þess
ber þó að geta, að nemendur
í Suður-Kóreu nota þær ekki
en voru samt í öðru sæti. Ætla
má, að bekkjarstærð hafi sín
áhrif á kennslu og frammi-
stöðu nemenda og í flestum
rikjum eru færri en 30 í bekk.
í S-Kóreu eru þeir þó yfirleitt
rúmlega 40.
Það vakti athygli í könnun-
inni, að alls staðar þar sem
nemendur höfðu aðgang að
sjónvarpi horfðu þeir á það í
um það bil tvær stundir á dag.
.ff
JUNCKERS
Gegnheilt og varanlegt
íþróttahús
Verslanir og
skrifstofur
Heimili
Kceror þakkirl
Junckers í Damörku þakkar þann heiður sem íslensku forsetahjónin
sýndu fyrirtækinu með því að heimsækja verksmiðjur þess í Koge.
Um leið færum við öllum íslendingum þakkir fyrir gott samstarf og
frábærar viðtökur á gegnheila Junckers parketinu okkar sem landsmenn
hafa notað á þúsundir heimila, fyrirtækja og stofnana í meira en 60 ár.
Egill
Arnason hf
Samstarfsaðili Junckers á Islandifrá 1934
Allir þekkja Blitsa parketlökk,
viðarolíur og hreinsiefni
frá Junckers.