Morgunblaðið - 21.11.1996, Side 24

Morgunblaðið - 21.11.1996, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Zaire Flest flóttafólk- ið komið heim? Bonn, Kigali. Reuter. KLAUS Kinkel, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði í gær, að nokkur ríki, sem hefðu ætl- að að standa að sendingu fjöl- þjóðaliðs til Austur-Zaire, ef- uðust nú um nauðsyn þess. Kinkel sagði, að fundi, sem vera átti í gær, um skipan fjöl- þjóðaliðsins hefði verið frestað og verður hann líklega í dag eða á morgun að loknum við- ræðum fulltrúa ríkjanna um hvaða aðstoðar er þörf. Michele Quintaglie, talsmað- ur Matvælaaðstoðar Samein- uðu þjóðanna, sagði í gær, að um 100.000 flóttamenn væru á leið frá borginni Bukavu og stefndu líklega til Goma. Talið er, að um hálf milljón manna hafi snúið aftur til Rúanda frá Zaire og að frátöldum fyrr- nefndum 100.000 þá er enn óljóst, að mati hjálparstofnana, hvar um 600.000 manns eru niðurkomnir. Paul Kagame varaforseti Rúanda sagði, að ástandið hefði gjörbreyst og meiri þörf væri fyrir vistir en vopn. Kvaðst hann telja, að meiri- hluti flóttafólksins væri kom- inn til Rúanda og hafði litla trú á yfirlýsingum hjálpar- stofnana um 600 þúsundin, sem horfin væru sporlaust. Sósíalistar bíða ósigur í stærstu borgunum í sveitarstjórnakosningum í Serbíu Belgrad. Reuter. SÓSÍALISTAFLOKKUR Slobodans Milosevic, forseta Serbíu, varð fyrir miklu áfalli í sveitarstjómakosning- unum í Serbíu um helgina þegar kosningabandalag stjómarand- stöðuflokka náði meirihluta í höfuð- borginni, Belgrad. Mikil spenna ríkir í öðrum borgum landsins vegna ásakana stjómarandstæðinga um að sósíalistar hafí falsað kjörgögn til að geta ógilt kosningamar. Kosningabandalag stjómarand- stöðuflokkanna fékk 60 sæti af 110 í borgarstjóm Belgrad og Sósíalista- flokkurinn aðeins 23, en tveir aðrir flokkar fengu alls 17 sæti. Formað- ur kjörstjómarinnar sagði að kjósa þyrfti að nýju um 10 sæti. Þúsundir manna fögnuðu úrslit- unum í miðborg Belgrad í fyrra- kvöld, margir með tárin í augunum. „Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að lifa þann dag að kommúnist- ar létu í minni pokann,“ sagði aldr- aður borgarbúi. Mikil umskipti Úrslitin eru ekki síst merkileg fyrir það að fyrir aðeins hálfum mánuði sigraði vinstrabandalag Mi- losevics forseta örugglega í kosning- Sakaðir um stórfelld kosningasvik um til sambandsþings Júgóslavíu. Stjómarandstæðingar sögðust hafa unnið stórsigur í sveitarstjóma- kosningunum og fengið meirihluta í 12 stærstu sveitarstjómunum, svo sem miklum iðnaðarborgum eins og Nis, Kragujevac, Uzice og Cacak og í höfuðstað Vojvodina-héraðs, Novi Sad. Sigurgleðin var þó skammvinn því kjörstjómin ákvað að ógilda kosningar á 19 kjörstöðum í Nis. Ákvörðunin olli mikilli ólgu í borg- inni, þúsundir manna mótmæltu henni á götunum og frambjóðendur stjómarandstöðunnar sóra að gefa sæti sín ekki eftir. Vuk Draskovic, leiðtogi Serbnesku endurreisnar- hreyfíngarinnar, skoraði á stuðn- ingsmenn sína að bjóða sósíalistum birginn. Draskovic var í fylkingar- bijósti stjómarandstæðinga sem mótmæltu einræðistilburðum Milo- sevic árið 1991 og forsetinn beitti skriðdrekum til að kveða mótmælin niður eftir að tveir menn höfðu fallið. „Æsa til ófriðar" Kjörstjómin ógilti kosningar í fímm bæjum til viðbótar. „Sósíalist- ar era að reyna að ógilda kosningar út um allt land með því að falsa kjörgögn og leggja fram kvartan- ir,“ sagði í yfírlýsingu frá Lýðræðis- flokknum. „Þeir geta einfaldlega ekki sætt sig við ósigurinn og reyna að æsa til ófriðar og mótmæla." Óttast er að óeirðir blossi upp í bænum Kraljevo og leiðtogar stjórnarandstæðinga hafa efnt til mótmælasveltis í ráðhúsi bæjarins. Kosið verður til þings Serbíu á næsta ári og talið er að þá verði á brattann að sækja fyrir andstæð- inga Milosevic þar sem kjósendur hafa hingað til ekki treyst þeim til að stjórna landinu. Úrslitin um helgina eru mikið áfall fyrir Milo- sevic og sérstaklega ósigur hans í Belgrad en bent er á að eftir sem áður ráði hann öllu í landinu, lög- reglunni, fjölmiðlunum og efna- hagslífínu. Kosið var einnig til sveitarstjórna í Makedóníu um helgina en þar sem afgerandi úrslit fengust aðeins í 10% þeirra verður kosið aftur í hin- um. Samkvæmt fyrstu tölum hefur stjórnarandstöðuflokkum vegnað betur en spáð var en eftirlitsnefnd frá Evrópuráðinu segir, að 25% kjósenda hafi vantað á kjörskrá og hafi því ekki getað kosið. Reuter estan við Seðlabankann UÍuGABooeyMi Notaðu þægindin! o l Gervitungli skotið á braut um jörðu ÁHÖFN geimfeijunnar Kólumb- íu, sem skotið var út í geiminn í fyrrakvöld, kom þýskum gervi- hnetti á braut um jörðu í gær, en hann verður tekinn aftur um borð að tveimur vikum liðnum eftir að hafa rannsakað gasmyndanir milli stjarna. Á morgun verður öðrum disklaga hnetti komið á braut en tæki í honum munu nota þyngdarleysið til að framleiða hálfleiðara í þrjá sólarhringa áður en hann verður tekinn aftur um borð í Kólumbíu. í ferðinni munu geimfarar ganga tvisvar í geimnum og þjálfa sig í smíði geimstöðvar. Svo sem myndin sýnir, kipptu krákurnar á Cana- veralhöfða sér ekki upp við geim- skotið. Samið um hægri- stjórn í Litháen Vilnius. Reuter. HÆGRIFLOKKARNIR, sem fóru með sigur af hólmi í þingkosningun- um í Litháen nýlega, undirrituðu í gær samkomulag um myndun fyrstu samsteypustjórnarinnar í landinu. Föðurlandssambandið, undir stjórn Vytautas Landsbergis, og Kristilegi demókrataflokkurinn, náðu samkomulagi um myndun nýrrar stjórnar og gert er ráð fyrir að hún taki við völdunum í næstu viku. Flokkarnir eru með öruggan meirihluta, 86 þingsæti af 141, eftir að hafa borið sigurorð af fyrrver- andi kommúnistum í Lýðræðislega verkamannaflokknum í þingkosn- ingunum. Vignorius forsætisráðherra Landsbergis staðfesti að flokk- amir myndu í dag tilnefna Gedimin- as Vagnorius, formann stjórnar Föð- urlandssambandsins, sem forsætis- ráðherra stjórnarinnar. Gert er ráð fyrir að Landsbergis verði forseti þingsins og búist er við að hann bjóði sig fram í forsetakosn- ingunum 1998.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.