Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 28
28 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Rödd óreiðunnar LEIKLIST Vox Arcna KAFFI KAOS Fjórir einþáttungar. Leikstjóri Jón Einar Gústafsson. Aðstoðarleik- stjóri Rakel Dögg Óskarsdóttir. Hljóðmaður Ólafur Númason. Ljósamenn Bjarni Páll Tryggvason og Jóhann Þór Helgason. í REYKJANESBÆ er Fjölbrauta- skóli Suðurnesja. í þeim skóla er starfrækt leikfélagið Vox Arena. Föstudaginn 15. nóvember var þar frumsýnt Kaffi Kaos, fjórir sjálf- stæðir einþáttungar; Meindýr, Strákurinn sem gleypti tunglið, Andinn og Nakin kona og full- klæddur maður. Kaffi Kaos er, að því er mér skilst, fyrra verkið sem Vox Arena setur upp á þessu skóla- ári. Þó enginn þátturinn hafi heitið Kaffi Kaos þá var salurinn útbúinn sem kaffihús, Kaffi Kaos. Áhorfend- ur sátu við borð og drukku kaffi, þeir sem vildu, meðan á sýningu stóð. Tveir kynnar, Helgi Þór Einars- son og Ástmar Ólafsson, sáu um að koma áherfendum inn í hvern þátt með mislangsóttum líkingum og hugrenningum um lífið og tilveruna. Þessar kynningar þeirra voru nánast fimmti einþáttungur kvöldsins (þeir hafa þá brotið blað í leikritun með einþáttungi sem skipt er í fimm þætti), en í leikskrá segir að þeir semji sinn texta sjálfir. Hver þáttur hafði sitt svið svo í sjálfu sér voru engin „betri sæti“, þau voru öll einhvern tíma á bezta stað. Því voru engar breytingar gerðar á leikmynd. Þær voru ailtaf til staðar, í meira lagi raunsæisleg- ar; biðstofa var biðstofa, kvikmynda- hús var kvikmyndahús o.s.frv. M.ö.o. þá var ekki mikið í þær lagt. Leikstjóri var Jón Einars Gústafs- son, en hann hefur áður sett tvo af leikþáttunum upp erlendis sem þá hétu One Naked Woman and a Fully Clothed Man og The Boy who Ate the Moon. Hans verk var mjög gott og náði hann að gera góða heild- stæða sýningu, þrátt fyrir hve ólíkir þættirnir voru. Eins og fyrr sagði voru tveir þátt- anna erlendir og var það Kamilla Ingibergsdóttir, formaður Vox Ar- ena, „og aðrir aðstandendur..." sem þýddu þá. En hún gerði fleira en þýða hálfa sýninguna, hún lék aðal- hiutverkið í Nöktu konunni, hugsanir Kristjönu, _en það var því sem næst einleikur. í þeim einleik fór Kamilla á kostum. Leikarahópurinn var yfir- höfuð góður og jafn. Þetta var skemmtileg og nokkuð frumleg sýn- ing sem ég get hiklaust mælt með. Heimir Viðarsson Gullna hliðið sýnt í Kópavogi LEIKRITIÐ Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson verður frumsýnt á laugardaginn, 24. nóvember, í Kópavogsleikhúsinu á vegum Nafnlausa leikhópsins, sem er leik- félag eldri borgara í Kópavogi. Leikstjori er Þórir Steingríms- son, leikmynd gerði Gunnar Bjarnason, tónlist er eftir Pál ísólfsson í útsetningu Þuríðar Pálsdóttur, Helgi Páll Þórisson og Bjarni Baldursson sjá um lýs- ingu og hljóð, sviðsvinnu Kristján Guðmundsson og förðun Svala Ólafsdóttir og Harpa Hauksdótt- ir. Búningaráðgjöf sér Elín Jóns- dóttir um. Meðal leikenda eru: Rósa Ing- ólfsdóttir, sem leikur kerlinguna, Guðbrandur Valdimarsson leikur Jón bónda, Arnhildur Jónsdóttir er Grasakerlingin, Valdimar Lár- usson Lykla-Pétur, Theódór Hall- dórsson Páll postuli, Hjálmar Bjarnason kölski, Klemens Jóns- son prestur, Evert Ingólfsson sýslumaður og Jón S. Gunnarsson leikur ríkisbubba. Ekki er allt gull sem glóir KVIKMYNPIR Bí ó h ö 11 i n GULLGRAFARARNIR („Gold Diggers“) ★ ★ Leikstjóri Kevin Dobson. Hand- ritshöfundur Barry Glasser. Kvik- myndatökustjóri Ross Berryman. Tónlist Joel McNeely. Aðalleik- endxu- Christina Ricci, Anna Chlumsky, Polly Draper, Diana Scarwid, David Keith. Kanadísk. Universal 1995. GULLGRAFARARNIR er ævintýramynd fyrir börn og unglinga sem sækir talsvert til sígildra unglingabókmennta á borð við Stikilsbeija Finn, en ekki nóg. Beth (Christina Ricci) er nýflutt frá Los Angeles til smábæjar (í Klettafjöllunum?) út í sveit og saknar umferð- argnýsins er hún vaknar við hanagal á morgnana. Eftir að hún kynnist bæjarvillingnum Jody (Anna Chlumsky) þarf henni ekki að leiðast lengur. Jody er nefnilega eldhress og haldin ólæknandi ævintýraþrá. Á m.a. kort af fólgnum gull- sjóði hátt upp í hinu hrikalega Bjarnarfjalli. StöIIurnar reyna að hafa uppá gullinu en það tekst illa til því Beth slasast og málin taka alvarlegri stefnu. Sem fyrr segir er myndin einkum fyrir börn en fullorðnum þarf ekki að leiðast neitt voða- lega. Umhverfið er a.m.k. und- urfagurt á að horfa. Það sem gefur Gullgröfurunum örlítið meira en afþreyingargildi er hliðarsaga af Jody, sem er lögð nánast í einelti í þorpinu og hefur illt orð á sér án þess að hafa virkilega til þess unnið. Anna Chlumsky (man einhver eftir My GirP.) fer ekki ólaglega með hlutverk þessa utanveltu fjörkálfs og er mun blóðríkari en Christina Ricci sem borgar- barnið. Það hefur ekki verið mulið undir þessa framleiðslu, það má sjá á mjög frauðplast- legum námugöngum og hallær- islegum brellum. David Keith er í nánast aumkunarverðu hlutverki, en í þessu pæla ekki blessuð börnin, ætla ég rétt að vona. Sæbjörn Valdimarsson Morgunbladiö/Jón bigurmundsson BJÖRGVIN Tómasson orgel- smiður leggur síðustu hönd á frágang nýja orgelsins í Þor- lákshöfn. Sonur hans, Júlíus Óttar, er aðstoðarmaður. Stórglæsilegt úrval af sófasettum í leöri og áklæði á hreint firábæru verði. ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 Orgelvígsla í Þorlákshöfn TONLIST Þ o r I á k s h a f n a r k i r k jj a ORGEL, TROMPET og KÓR Flyljendur þrír orgelleikarar, 13 ára trompetleikari, barnakór og bland- aðurkór. 17.11. kl. 17. ÍSLENSKT, já takk mætti eins vera fyrirsögn þessa pistils því til- efni hátíðahalda í kirkjunni var vígsla á íslensku, nýuppsettu pípu- orgeli í kirkjunni. Hér var um 19 radda orgel að ræða, smíðað og teiknað af Björgvini Tómassyni og mun hljóðfærið vera hans ellefta í röðinni, sem sagt op. 11. Nítján röddum hljóðfærisins er deilt niður á tvö nótnaborð og fótspil. Teikn- ingin hefur tekist mjög vel hjá Björgvini því orgelhúsið fellur vel inn í byggingarstíl kirkjunnar. Þegar undirritaður mætti var kirkjan svo til fullsetin, sem vitan- lega sýndi áhugann fyrir þessu nýja hljóðfæri kirkjunnar, sem ekki eingöngu er hugsað til að þjóna í guðsþjónusum safnaðins, heldur og að nýtt verði til tónleikahalds, eða eins og einhver orðaði það, með komu orgelsins er Þorlákshöfn komin inn á kortið. Efnisskrá var engin fyrir þessi hátíðahöld, en atriðin , sem fram fóru, kynnt frá orgelpalli. Nöfn og heiti öll henti undirritaður ekki á fluginu og verð- ur því margt útundan í upptalning- unni. Hátíðin hófst með ávarpi sóknarprestsins Svavars Stefáns- sonar, síðan kom organleikari kirkjunnar, Robert Darling, og lék á orgelið, organistar úr nágranna- byggðunum, þeir Hilmar Örn Agn- arsson, organleikari í Skálholti, og síðast Glúmur Gylfason frá Sel- fossi, og lék hver þeirra nokkur verk á hið nýja orgel. Blandaður kór söng, einnig barnakór sem söng óvenju hreint af slíkum kór að vera og efnilegur þrettán ára trompetleikari úr tónlistarskóla staðarins blés af öryggi á trompet- inn sinn seð samkómum. Björgvin er orðinn öruggur orgelsmiður og óhætt er að treysta hljóðfærunum frá honum. Orgelið hljómar vel í kirkjunni sem hefur litla sem enga ómun og við slíkar aðstæður reynir mest á orgelsmið- inn. Ekkert er fullkomið og alltaf má fynna eitthvað sem manni finnst að betur mætti fara, t.d. er óvenjulegt að byggja svellverkið alveg fyrir framan aðalverkið, sem hlýtur að tjalda nokkuð fyrir hljóm- inn úr aðalverkinu, kannski var erfitt að koma verkunum öðruvísi fyrir, en ekki er ég frá því að þetta hafi bitnað nokkuð á hljómmagn- inu, en kirkjan hefði vel þolað enn- þá fyllri hljóm. Erfitt er að dæma raddgæði hljóðfærisins, sem reyndar hljóm- aði fagurlega niður í kirkjuna, en til þess hefði maður þó þurft að heyra fjölbreyttari notkun radd- anna. Gleðilegast er þó að íslensk- ur orgelsmiður hefur náð fótfestu á þessum markaði og vonandi tekst honum að teygja armana út fyrir landsteinana því þrátt fyrir ágæti sitt gæti orðið um of að þurfa að fyrirhitta Björgvina á hverju götu- horni. Ánægjulegt er og þegar kirkjan tekur afstöðu með tónleikahaldi í kirkjunni, líkt og þeir gera í Þor- lákshöfn og ekki hvað síst nú þegar maður heyrir frá öðrum kirkjudeild- um að takmarka eigi tónleikahald, eða afnema, vegna þess að kirkjan sé ekki tónleikahús. Þeir páfar, eða biskupar, sem slíkar ákvarðanir taka þekkja auðsjáanlega aðeins sína eigin leið til Guðs síns og vita ekki að margir skynja leiðina miklu sterkar í gegnum t.d. tónlist heldur en margar máttlitlar predikanir. Guð er sá sami nú og hann var fyrir tveim milljónum árum, en maðurinn hefur breyst, betur væri að sumir kirkjufeður skildu þetta og að ekki er lengur hægt að hlekkja mannshugann í þrældóm vegna vanþekkingar og ekki vil ég trúa að vanþekking þurfí að vera lykillinn að samneyti við Krist. Það skyldi þó ekki vera að ef Kristur gengi um meðal okkar í dag að hann notaði svipuna sína líkt og forðum og ræki út úr musterinu fleiri en aðeins vígslarana. Að lok- um ræður Hann, ekki misvitrir við. En til hamingju með orgelið ykkar Þorlákshafnarbúar og þótt kirkjan verði kannski ekki fullsetin við hveija orgeltónleika megi það ná til sem flestra. Ragnar Björnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.