Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 29
LISTIR
Guðný
Svava sýn-
ir í Borgar-
bókasafni
NÚ stendur yfir sýning
Guðnýjar Svövu Strandberg í
Borgarbókasafninu í Gerðu-
bergi á myndskreytingum
hennar við bók Jónasar Bald-
urssonar „Ævintýri í sveitinni"
sem er nýkomin út.
Guðný
Svava nam
við Myndlist-
arskólann í
Reykjavík
sem barn og
unglingur og
seinna við
Myndlista-
Guðný 0g handíða-
Svava skóla íslands.
Strandberg Guðný hef.
ur unnið sem lausráðinn teikn-
ari í nokkur ár og hefur m.a.
myndskreytt fyrir Glit, hannað
leikskrár og auglýsingar fyrir
Skagaleikflokkinn, starfað
fyrir ferðamannaiðnaðinn og
hannað merki fyrir Stígamót,
Sjúkrahús Akraness og fleiri.
Árið 1994 myndskreytti hún
bók Þorgríms Þráinssonar og
vinnur hún nú m.a. fyrir Fjölva
sem lausráðinn teiknari.
Guðný Svava hefur einnig
fengist við ljóðagerð.
HARPA Kristjánsdóttir gull-
og silfursmiður.
Listmuna-
sýning Hörpu
SÝNING Hörpu Kristjánsdóttur,
gull- og silfursmiðs, verður opnuð
í Galleríi Sævars Karls, föstudag-
inn 22. nóvember og stendur til
12. desember. Þar verða sýndir
smíðisgripir úr góðmálmum sem
Harpa hefur hannað og smíðað
undanfarin misseri. Sýningin er
opin á verslunartíma.
Harpa Kristjánsdóttir er ein af
fáum sérmenntuðum silfursmið-
um á Islandi. „Hún sækir viðfangs-
efni sín til þjóðlegra sagna og
hefða í íslenskri silfursmíði en
með skarpri hönnun nær hún að
sveipa gripina nútímablæ. Þó silf-
ursmíði Hörpu sé að mörgu leyti
byggð á þjóðlegum grunni er
handverkshefðin hér á íslandi
hvergi eins sterk og samfelld og
á Norðurlöndum þar sem Harpa
stundaði nám. Undir áhrifum mið-
evrópskrar hönnunarhefðar hefur
henni tekist að laða fram persónu-
legan stíl. Silfursmíði sem sérstakt
fag hefur látið litið yfir sér á síð-
ari áratugum og hafa hefðbundin
viðfangsefni islenskra silfur- og
gullsmiða verið einna helst kven-
silfur af öllu tagi annars vejgar
og kirkjusilfur hinsvegar. I þenn-
an brunn sækir Harpa viðfangs-
efnið og þróar til nútíðar og sýnir
bæði skartgripi og kirkjusilfur,"
segir í kynningu.
Að syngja
íslensk „Lieder“
TÓNLIST
Norræna húsið
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Elisabet F. Eiríksdóttir og Elín
Guðmundsdóttir fluttu íslensk
sönglög. Þriðjudagurinn 19. sept-
ember, 1996.
SÖNGUR er margslungið fyr-
irbæri og byggist ekki aðeins á
góðri söngrödd. Framburður og
túlkun texta er svipað vandamál
og að vera í upplestri en er að
því leyti til vandasamari að tónun
í söng er mun meiri og ekki nær
aðeins bundin við eina tónhæð
eins og í venjulegu tali. Leshraði
og lengd sérhljóða í söng er allt
annar en í tali og túlkunin bæði
háð skilningi á merkingu textans
og tónlistinni, þ.e. innri gerð
hennar. Sungið lag er leikhús
og tjöldin flutt ýmist af píanói
eða hljómsveit. Hraði og styrkur
eru mikilvæg fyrirbrigði, bæði í
tónlist og leiklist en útfærð með
nokkuð ólíkum hætti.
Með þessi fyrirbæri lék Elísa-
bet F. Eiríksdóttir af miklu list-
fengi. Að syngja hægt og halda
vel utan um tóninn getur verið
erfiðara en að syngja hratt og
að geta hamið röddina í veikum
söng er ekki öllum gefið. Elísa-
bet hefur mikla og góða rödd en
vaidi að flytja nær alla efnis-
skrána mun hægar en venja er
og auk þess að beita röddinni
ekki að fullu, syngja með tempr-
uðum tóni.
Fyrsta lag tónleikanna _ var
Vorgyðjan kemur, eftir Árna
Thorsteinsson, sem venjulega er
sungið hratt og jafnvel sterkt en
Elísabet og Elín fluttu lagið
bæði hægt og þýðlega. Það tók
undirritaðan nokkurn tíma að
sættast við þessa stefnu, eins og
t.d. í í dag skein sól, eftir Pál
ísólfsson. í lagi Hallgríms Helga-
sonar, Ef engill ég væri, í tveim-
ur lögum eftir Jórunni Viðar,
Vökuró, fallegu og geðþekku lagi
við kvæði eftir Jakobínu Sigurð-
ardóttur og Glugginn, marg-
'orotnu söngverki við kvæði Hall-
dórs Laxness, og sömuleiðis í
tveimur lögum eftir undirritað-
an, Glerbrot og Gítarinn, bæði
kveðin af Freysteini Gunnars-
syni, var þessi hægferðugi og
fínlegi flutningur sérlega trú-
verðugur. Horfinn dagur eftir
Árna Björnsson og tvö lög eftir
Sigvalda Kaldalóns, Leiðsla og
Svanasöngur á hejði, voru fal-
lega flutt. Þær stöllur fluttu
Svanasönginn aftur sem auka-
lag og þá mátti finna að tón-
leikagestir skildu hvað fyrir lis-
takonunum vakti. Með túlkun
sinni færðu þær íslensku lögin
nær „Lieder-söng“ og höfnuðu
þar með að „syngja út“, með
fullum hljómi og hrynrænt beint
af augum.
í seinni hluta efnisskrár var
flutningurinn markvissari og
hófst á lagi eftir Loft Guðmunds-
son, sem um margt er ágætt
lag, nema miðhlutinn, sem að
hljómbyggingu og raddferli er
sérlega ómarkvisst. Um nótt,
eftir Emil Thoroddsen er dágott
lag en Til skýsins, sem er af-
burða góð tónsmíð hjá Emii og
að hluta til byggð á þjóðlagi,
söng Elísabet á eftirminnilegan
máta, stutt af vel mótuðum und-
irleik Elínar. Vögguvísa eftir
Sigurð Þórðarson var eðlilega
hægferðug en það var í lagi
Þórarins Guðmundssonar, Þú
ert, sem Elísbet náði að kristalla
þennan söngskilning sinn, að
móta íslensk sönglög eins og um
„Lieder“ væri að ræða. Tvö lög
eftir undirritaðan, Barnagæla
frá Nýja íslandi og Vor hinsti
dagur er hniginn, bæði ort af
Halldóri Laxness, voru mjög vel
flutt, sérstaklega Barnagælan.
Það er langt síðan Bjarni Þor-
steinsson hefur átt lag á tónleik-
um en eftir hann söng Elísabet,
við kvæði Guðmundar Guð-
mundssonar „skólaskálds", lag-
ið Taktu sorg mína, svala haf
og gerði það dýrðlega vel. Gígj-
an, eftir Sigfús Einarsson er
orðin forrituð í huga hlustenda
en svo sannarlega braut Elísa-
bet upp þær venjur og söng
manni eitthvað alveg nýtt og
fallegt, eitthvað sem hafði
gleymst. Lokalag tónleikanna
var Síðasti dansinn, sem allir
hamast á, en varð hér tilfinn-
ingaþrungið ástarljóð.
Að leika sér með röddina, er
ekki á færi margra en á því sviði
gerði Elisabet margt eftirminni-
legt og túlkun hennar, sérstak-
lega eftir hlé, var glæsilega
mótuð. Eins og fyrr segir, var
flutningurinn gæddur því sem
helst verður líkt við „Lieder-
söng“, þár sem öguð tónmyndun,
túlkun texta og mótun tónlistar
var sameinuð í órofa heild.
Píanóleikur Elínar Guðmunds-
dóttur var sérkennilega samlitur
þessari hægferðugu tóntúlkun,
sem er alls ekki auðveldur leik-
máti.
Jón Ásgeirsson.
Kynning
í Gallerí
Listakoti
NÚ STENDUR yfir kynning á
verkum tveggja textílhönnuða
í iitla sal Gallerí Listakots á
annari hæð. Þær sem sýna verk
sín eru; Hugrún Reynisdóttir
sem sýnir jurtalitaðar silkislæð-
ur en við litunina notar hún
íslenskar jurtir og Þórdís
Sveinsdóttir sem sýnir spegla
þar sem hún notar handgerðan
pappír, laufblöð og jurtir.
Kynningin stendur til 5. des-
ember. Gallerí Listakot er til
húsa við Laugaveg 70 og er
opið frá kl. 12-18 virka daga
og kl. 10-14 laugardaga. í des-
ember verður opið frá kl. 10.
Bókakvöld á
Súfistanum
U PPLESTRARKV ÖLD verður
haldið í kvöld fimmtudagskvöld
á Súfístanum, bókakaffínu í
Bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18.
Eftirtaldir höfundar munu
lesa þar upp úr nýjum bókum
sínum: Elísabet Jökulsdóttir úr
bókinni Lúðrasveit Ellu Stínu,
Guðmundur Andri Thorsson úr
skáldsögunni Islandsförin, Hall-
grímur Helgason úr bókinni 101
Reykjavík, Linda Vilhjálmsdóttir
úr ljóðabókinni Valsar úr síðustu
siglingu og Össur Skarphéðins-
son segir frá verki sínu Urriða-
dans - ástir og örlög stórurrið-
ans í Þingvallavatni.
Dagskráin hefst kl. 20.30.
Aðgangur er ókeypis og allir
velkomnir.
Sósan er frábær með öllu grænmeti.
Hún er kjörin í samlokur og ómissandi
í salatið.
Prófaðu þessa! Hún er pottþétt.
v\l//
BRAGÐGÓB OG
PRISKANnh
kæuvarAí.
SfSí'qæx fcrvdcf.
410,4
z3
* S6s
í^S r'í C
"d'*'Jl'-xVó