Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Nýjar bækur
Leyndardómar
sjávarins
ÚT ER komin bók-
in Undraveröld
hafdjúpanna við
ísland eftir Jörund
Svavarsson og
Pálma Dungal.
Bókin gefur les-
endum kost á að
kynnast nokkru af
leyndardómum
sjávarins við land-
ið. Þetta er gert
með hjálp ljósmynda sem teknar eru
við froskköfun og sýna lífverur neð-
ansjávar í náttúrulegu umhverfi
sínu.
„Hér eru ýmsir kunnuglegir fisk-
ar og þó ekki síður alls konar tor-
kennilegar skepnur og furðudýr sem
sum hver hafa
ekki verið fest á
filmu áður í heim:
kynnum sínum. í
fróðlegum og að-
gengilegum texta
er svo sagt frá líf-
verunum og lífríki
sjávar,“ segir í
kynningu.
Jörundur Svav-
arsson, prófessor,
ritar textann en Ijósmyndirnar tók
Pálmi Dungal.
Útgefandi er Mál og menning.
Alda Lóa Leifsdóttir sá um útlit og
kápu bókarinnar sem er 120 bls. í
stóru broti og prentuð í Danmörku.
Verð 3.990 kr.
Jörundur
Svavarsson
Pálrai
Dungal
Spíritisminn á íslandi
EKKI dáin - bara
flutt. Spíritismi á
íslandi - fyrstu
Ijörutíu árin er heiti
á nýútkominni bók.
Eins og undirtitill
bókarinnar gefur til
kynna er hér fjallað
um spíritisma eða
sálarrannsóknir á
íslandi frá aldamót-
um fram til ára
seinni heimsstyrjaidarinnar.
Spíritismi náði fótfestu á íslandi
á fyrstu árum aldarinnar undir
verndarvæng og forystu karla og
kvenna sem skipuðu sér í fremstu
röð í listum og stjórnmálum í þjóð-
lífinu. Þarna voru m.a. Einar H.
Kvaran rithöfundur og frú Gíslína
Kvaran, Indriði Einarsson leikskáld
og frú Martha María Gudjohnsen,
Guðmundur Hannesson læknir,
Þórður Sveinsson geðlæknir, Björn
Jónsson, ritstjóri og ráðherra, og
séra Haraldur Níelsson.
„Þau stofnuðu Tilraunafélagið í
upphafi aldarinnar og störfuðu með.
Indriða Indriðasyni
miðli sem margir
telja annaðhvort
stórkostlegasta
miðil okkar tíma eða
ósvífinn svikahrapp.
Á fundum með
Indriða gerðust
hlutir sem bestu vís-
indamenn þjóðar-
innar á þeim tíma
gátu ekki fundið
jarðbundna skýringu á,“ segir í
kynningu.
í bókinni er fjöldi mynda af fólki
og stöðum sem koma við þessa
sögu. Þar eru líka myndir sem eru
teknar á miðilsfundum hjá Láru
Ágústsdóttur snemma á fjórða ára-
tugnum og hafa aldrei birst opin-
berlega áður. Höfundar bókarinnar
eru Bjarni Guðmarsson sagnfræð-
ingur og Páll Ásgeir Ásgeirsson
blaðamaður.
Útgefandi er Skerpla. Ekki dáin
- bara flutt er 234 bls. og prýdd
íjólda mynda. Gutenberg prentaði.
Leiðbeinandi verð er 3.480 krónur.
Bjarni Guðmarsson og
Páll Ásgeir Ásgeirsson.
LISTIR
Kona eldhúsguðsins
BOKMENNTIR
Skáldsaga
KONA ELDHÚSGUÐSINS
Höfundur: Amy Tan. Þýðandi: Sverr-
ir Hólmarsson. 416 síður. Útgefandi:
Vaka Helgafell. Reylqavík 1996.
FYRIR nokkrum árum kom út á
íslensku skáldsagan Leikur hlæj-
andi láns eða Joy Luck Club, eins
og hún heitir á ensku, eftir banda-
ríska rithöfundinn Amy Tan. Amy
Tan er dóttir kínverskra innflytj-
enda og þarf ekki löng kynni við
verk hennar til að rekast á þá stað-
reynd. Leikur hlæjandi láns fjallaði
um fernar mæðgur, alls átta per-
sónur, sem sögðu sögu sína. Sögur
mæðranna byrjuðu austur í Kína
en sögur dætranna áttu sér stað í
Bandaríkjunum.
Nú hefur komið út í íslenskri
þýðingu Sverris Hólmarssonar stór
og mikil skáldsaga eftir Amy Tan,
Kona eldhúsguðsins. Hin fertuga
Pearl, gift kona og móðir tveggja
dætra, rammar söguna inn. Hún
gengur með sjúkdóm, hefur ekki
sagt mömmu sinni, Winnie, frá
honum en Helen, náinn samstarfs-
maður mömmu hennar, veit leynd-
armálið.
Pearl hefur í upphafí sögunnar
reynt sem heitast að forðast kín-
verskan uppruna sinn. Siðirnir og
hjátrúin fara bæði í taugarnar á
henni og bandarískum eiginmanni
hennar. Þurr fjarlægð, án þess að
þær vilji það báðar, hefur ríkt í
sambandi hennar og mömmu henn-
ar. Það verður hlutverk Helenar
að koma atburðunum af stað og
einn daginn setjast Pearl og Winnie
niður og Winnie segir dóttur sinni
stórbrotna sögu sína, alveg frá því
hún er lítil stelpa í Kína og þangað
til hún fer til Bandaríkjanna um
það leyti sem kommúnistar eru að
sigra landið.
Og saga Winnie er engin venjuleg
saga fyrir íslending á síðari hluta
tuttugustu aldar en vafalaust sam-
eiginleg þeim Kínverjum sem lifðu
umbrotatíma fyrri hluta aldarinnar.
Winnie fæðist inn í
ríka fjölskyldu.
Mamma hennar, sem
er önnur eiginkona
pabba hennar, hverfur
skýringalaust af heim-
ilinu þegar Winnie er
sex ára. Þar með flyst
stelpan til fjölskyldu
föðurbróður síns, verð-
ur einhvers konar
stjúpdóttir og fær að
gjalda fyrir hugsan-
legan glæp mömmu
sinnar. Örlög hennar
eru algjörlega í hönd-
um annarra og hjóna-
band hennar er verk
Qölskyldu hennar og fjölskyldu eig-
inmannsins, Wen Fu. Þessi Wen
Fu gerist flugmaður í heimsstyij-
öldinni síðari og Winnie flyst stað
úr stað með honum. Hún kynnist
Helen sem líka er eiginkona flug-
manns og höfundar vináttu þessara
tveggja kvenna eru kannski þær
sjálfar og kannski neyðin og erfið-
leikarnir sem þær upplifa. En
a.m.k. stjórna ekki gamlar hefðir
eða reglur sambandi Winnie og
Helenar sem er eitt eftirtektarverð-
asta sambandið í bókinni og þó
víðar væri leitað.
„Það var eftir að ég giftist að
ég hitti Helen. Og ég get sagt þér
að við erum ekki sömu manneskjur
og við vorum 1937. Hún var kjáni
og ég var sakleysingi. Og eftir
þetta ár hélt hún áfram að vera
kjáni og þráaðist við. En ég glat-
aði sakleysi mínu og sá alltaf eftir
því sem ég glataði. Og vegna þess
að ég glataði svona miklu man ég
svona mikið. Hvað Helen snertir -
hún heldur bara að hún muni“ (bls.
160).
Uppruni Helenar og Winnie er
ólíkur. En þó sú síðarnefnda sé
komin af því sem kallað er „fínu
fólki" er staða þeirra svo til jöfn
undir því óeirðaskýi sem lá yfír
Kína á þessum tíma. Hvort sem
þeim líkar betur eða verr verða þær
að standa saman til að hafa það af.
í Konu eldhúsguðsins eru sagðar
sögur illa lukkaðra hjónabanda,
sannra ástarsam-
banda, fjölskyldu-
banda og vináttu. Hjá-
trúarfullur hugur
Winnie, fuliur af kín-
verskri speki sem býr
á jaðri ævintýrisins,
sjarmerar lesandann
til sín:
„Hann féll í ómegin,
dreymdi að hann væri
að borða vetrarskýin
sem sigldu kringum
hann“ (bls. 50-1).
„Ef þú tekur ekki
áhættuna gefur ein-
hver annar þér ógæf-
una sína“ (bls. 118).
„Af hveiju lifa sumar minningar
bara í tungunni eða nefinu? Af
hveiju eru aðrar kyrrar í hjart-
anu?“ (bls. 233).
„Þegar við fluttum inn fengum
við Wen Fu verstu herbergin sem
bæði sneru í ógæfuátt" (bls. 237).
Og gerir lesandann ekki bara
fróðari um líf og örlög annars stað-
ar í tíma og rúmi heldur líka áhuga-
samari um eigin gæfu og um-
gengni, t.d. umgengnina við eld-
húsið sitt. Þess vegna breytir þessi
bók lesandanum pínulítið.
Svo má kvarta yfir því að bókin
sé aðeins of löng. Það þótti mér
framan af en þegar lengra var
komið inn í bókina leystist þessi
tortryggni upp og við nánari athug-
un er ekki að sjá að nokkurt atriði
megi missa sín. Því svona er
Winnie. Minnið hennar raðar sam-
an smáatriðum sem byggja söguna
upp kubb fyrir kubb eins og borg
úr legókubbum.
Verk þýðandans er til sóma og
öll umgerð bókarinnar líka. Kápan
er mjög falleg. Amy Tan er tamt
að segja sögur kvenna og hér still-
ir hún aftur saman mæðgum eins
og í Leik hlæjandi láns en stækkar
myndina. Setur sögu móðurinnar
undir smásjá og varpar síðan sýn-
inni upp á vegg. Þar eru konurnar
í forgrunni og ástæðurnar fyrir því
hljóta að liggja í augum uppi.
Kristín Ómarsdóttir.
Amy Tan
Frásögnr
• VALSAR úr síðustu siglingu
er ljóðabók eftir Lindu Vilhjálms-
dóttur.
„Þetta er ljóð handa sjómönnum,
lítil og falleg gjafabók þar sem sjó-
mannsdóttirin og
öndvegisskáldið
Linda Vilhjálms-
dóttir hyllir ís-
lenska sjómanna-
stétt með því að
bregða upp snjöll-
um svipmyndum af
lífinu um borð í
saltfiskskipi sem er
á leiðinni frá
Vilhjálmsdóttir Njarðvík til Frakk-
lands,“ segir í kynningu.
Valsar úr síðustu siglingu er þriðja
ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur en
áður hafa komið út eftir hana bæk-
urnar Klakabörnin og Bláþráður.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er57bls. ogprentuð íSinga-
púr._ Verð 790 kr.
• í FYRRA var það bókin Þeim
varð á í messunni, nú er það Þeim
varð aldeilis á í messunni. Prestar
stíga hér öðru sinni fram og segja
grínsögur af sjálfum sér og félögun-
um.
„Ótölulegur grúi núlifandi presta
lendir í sviðsljósinu; Pálmi Matthí-
asson tekst á við vídeókall norðan
heiða og er kallaður „tíski", Sigurð-
ur Haukur fer á kostum og Vigfús
Þór Árnason og Pétur Þórarinsson
gera óspart grín að sjálfum sér.
Kvenprestarnir Dalla og Irma Sjöfn
kveða sér hljóðs og Sigurður Ægis-
son yrkir Gróur í kútinn. Þá fæst
nú loks úr því skorið hver sé kven-
samasti klerkur Islandssögunnar,"
segir í kynningu.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 195 bls., ritstjórar eru
Guðjón Ingi Eiríksson ogJón Hjalta-
son. Verð 2.580 kr.
BOKMKNNTIR
S m á s ö g u r
ÞÆTTIR AF EINKENNI-
LEGUM MÖNNUM
eftir Einar Kárason. 179 bls. Útg.:
Mál og menning. Prentun: Oddi hf.
Reykjavík, 1996.
FYRSTU íslensku skáldsöguna
kallaði höfundurinn frásögu þar eð
orðið skáldsaga hafði þá ekki verið
búið til. Frásaga! Orðið, sem haft
er um sannfræði fremur en skáld-
skap, eða skáldskap og sannfræði
í bland, kemur í hugann við lestur
þessara þátta Einars Kárasonar.
Nafngreindir _ einstaklingar koma
þar við sögu. í Skáldaþingi, örstutt-
um þætti, eru t.d. nefndir með nafni
þekktir íslenskir rithöfundar.
Sömuleiðis í Knut Hamsun í Vest-
mannaeyjum. Hvort söguefnið er
þá einnig gripið beint upp úr raun-
veruleikanum skal ósagt látið. Vera
má að svo sé. Þá er líka verið að
segja frá í bókstaflegum skilningi.
Sagan er þá ekki fabúla, tilbúning-
ur, heldur frásaga. Hvor tveggja
þátturinn ber og keim af frásagnar-
hefð þeirri sem þjóðlegir fræðimenn
hafa löngum ástundað - að segja
frá einkennilegum mönnum. Sumir
segja áð í þeirri hefð megi nema
grunntóninn í íslenskri menningu.
Hitt er Einars Kárasonar að tefla
fram hinu frumstæða og hráa í
mannlegu eðli andspænis sléttu og
felldu yfirborði, flækingnum gegn
fyrirmanninum. Stundum leiðir það
til árekstra, stundum veldur það
einungis titringi í taugakerfinu. Í
Knut Hamsun í Vestmannaeyjum
gerist það til að mynda að hópur
þroskaheftra tekur að skemmta
fínu mönnunum um borð í Herjólfi.
Lítt er fjölyrt um áhrifin. Lesandinn
verður að gera sér þau í hugarlund!
Að öðru leyti eru frásagnarefnin
í þáttum þessum af ýmsu tagi;
sundurleit, mætti víst segja. Vér
Pamperar heitir löng saga um nor-
rænt samstarf með
bjór og snafs og ræðu-
höldum ásamt ýmiss
konar blönduðu sjónar-
spili. Sannkallaðir ráð-
stefnutöfrar. Þar koma
líka fyrir kunnugleg
nöfn. í Siðmenntað
fólk, er lesandinn
kynntur fyrir mann-
gerð sem kunnugleg
er úr fyrri skáldverkum
höfundar, ábyrgðar-
lausa unga manninum
sem berst mikið á, eyð-
ir og spennir á annarra
kostnað og lætur að
lokum lífið eftir
glæfraakstur á stoln-
um bíl. I Glataður sonur tekur Ein-
ar fyrir efni sem gengið hefur aftur
í íslenskum smásögum, hvað eftir
annað, og ætla mætti að væri úrelt
orðið: góðborgarann sem verður
fyrir þeirri óvæntu reynslu að ung-
ur maður gefur sig fram við hann
og - segist vera sonur hans! Fram-
an af gengur sagan sú með venju-
bundnum hætti: Manninum bregður
en ákveður að taka því sem að
höndum ber. En svo beygir frásögn-
in þvert af leið og hlýtur mjög svo
óvæntan endi - í Einars Kárasonar
stíl, skulum við segja. Múkki og
mastrahvalur er sjóferðasaga, eins
og reyndar fleiri; sniðug en tæpast
nógu samþjöppuð fyrir smekk und-
irritaðs. Öðru máli gegnir um Mosk-
ítóflugur á Grænlandi. Bráðsniðug
er hún líka, sagan sú, dálítið gró-
tesk eins og höfundarins var von
og vísa, en uppfyllir jafnframt allar
gömlu góðu kröfurnar
um smásöguformið
sem skorða skal innan
síns tilsniðna ramma.
Enginn héraðsbrestur
er hugtæk frásögn af
vanmætti lítilmagnans
í samfélagi sem hann
þekkir ekki, skilur ekki
og kann ekkert á; sam-
félagi þar sem hann
getur engan veginn
bjargað sér af eiginn
rammleik eftir að
óvænt röskun hefur
orðið á högum hans.
Kvöldkaffi í Flóanum
miðar til hins sama
nema hvað máttar-
stólpar þjóðfélagsins fá þar út-
mældan skammt fyrir seinheppni
og ráðaleysi. Allt endar þó skap-
lega. Handleggsbrotinn heil-
brigðisráðherra verður að lokum
tii að bjarga málunum. Kannski
er sagan ekki með öllu laus við
ádeilu eins og raunar fleiri sögur
höfundar. Flýja land er lausari í
efninu. Póstmeistarinn í Klakksvík
og sauðurinn Magnús, sem báðir
koma þar við sögu, standa tæpast
nógu föstum fótum í veruleikanum.
Og Hamborgardraumarnir hefðu
mátt útfærast betur. Reyndar eru
Færeyjar víðar í sjónmáli í sögum
þessum.
Minnisstæðari er þátturinn
Hólmveijar. Kynleg frásögn af
góðglöðum náungum sem skella sér
í sumarbústað með bijóstbirtuna
að leiðarljósi og lenda þar í rugli
og hrakningum; ótrúlegum nokkuð
svo. Væri höfundurinn áttræður
mundi lesandinn líta svo til að hann
væri að segja frá dularfullum fyrir-
bærum. Sagan er sögð út frá tvenns
konar sjónarhorni. Miðað við að hún
er aðeins sjö eða átta síður er sú
frásagnaraðferð ekki áhættulaus.
En dæmið gengur upp. Bóndinn,
sem bjargar málunum í sögulok,
bindur hressilegan og harla raun-
verulegan enda á söguna.
Um útgáfuna sem slíka er fátt
að segja nema hvað efnisyfirlit hef-
ur gleymst. Vonandi verður bætt
úr því þegar bókin verður gefin út
aftur.
Um stíl Einars Kárasonar eða
hæfileika almennt verður ekki fjöl-
yrt hér; maður klappar ekki á öxl-
ina á slíkum frægðarmanni. Hvort
bestu smásögu hans sé að finna í
safni þessu, það er að sjálfsögðu
álitamál. En þar sem höfundurinn
er nú einu sinni maður sem mark
er tekið á er vonandi að tónninn
sé hér með gefinn fyrir komandi
tíð svo farið verði á ný að taka við
smásögunni sem raunverulegum
alvöru bókmenntum. Oðrum ungum
höfundum fremur hefur Einari
Kárasyni tekist að ná til hins breiða
og mislita lesendahóps, það er að
segja þjóðarinnar. Skýringin er ekki
sú að öllum falli skoðanir hans eða
afstaða til þjóðfélagsins heldur hitt
að hann talar vafningalaust, kemur
rakleitt að efninu, skrifar beint út
frá daglega lífinu; og þykir, síðast
en ekki síst - skemmtilegur!
Erlendur Jónsson
Linda
Einar
Kárason