Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ISLENZKA BANKAKERFIÐ A ISLENZKA bankakerfið er mun dýrara og óhagkvæmara í rekstri en bankakerfi hinna Norðurlandanna, segir í nýútkom- inni skýrslu, sem tekin hefur verið saman á vegum Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, OECD. Rekstrarkostnaður er hlut- fallslega hæstur hérlendis, um og yfir 5% af niðurstöðutölum efnahagsreiknings bankanna á árunum 1990-’94, en 2-3% að jafnaði meðal banka og sparisjóða í Danmörku, Svíþjóð og Nor- egi. Undantekning er, að rekstrarkostnaður sænskra banka var 5,35% 1992 og 6,46% árið 1993, en þar virðast liggja að baki sérstakar ástæður. Vaxtamunur var sömuleiðis hærri hér á landi, en í þessum sömu löndum. Hiutfall hreinna vaxtatekna af niðurstöðu efna- hagsreiknings var hjá dönskum viðskiptabönkum 3,83%, hjá sænskum viðskiptabönkum 2,56%, hjá norskum viðskiptabönkum 2,92% og 4,14% hjá norskum sparisjóðum. í íslenzka bankakerf- inu var þetta hlutfall langhæst eða 4,71% Talsmenn íslenzkra banka setja ýmsa fyrirvara við samanburð- inn í skýrslu OECD. Þeir segja, að langtímalán til fyrirtækja kunni að vera hluti af bankakerfinu erlendis, en hér sé þessi tegund lána hjá sérstökum fjárfestingalánasjóðum, ísland sé strjálbýlt land og því sé dýrt að halda uppi viðamiklu útibúaneti hérlendis. Að fjárfestingalánin séu utan bankakerfisins geri það að verkum, að efnahagsreikningar íslenzkra banka séu minni og stórt fámennt land hleypi reksturskostnaði bankanna upp. Þessar staðreyndir geri samanburðinn óhagstæðan íslenzku bönkunum. íslenzka bankakerfið hefur um áratuga skeið búið í mjög vernd- uðu umhverfi og hefur ekki þurft að búa við utanaðkomandi samkeppni. Þessi staða þess hefur að vísu breytzt nokkuð hin síðari ár með auknu frelsi í flutningi fjár í milli landa. Einnig hafa verðbréfafyrirtæki hafið samkeppni við bankakerfið, sem hefur aftur svarað með eignaraðild að verðbréfafyrirtækjunum. Alltaf eru einhverjar sérstakar aðstæður í hverju þjóðfélagi, sem skekkja samanburð sem þann, sem skýrsla OECD fjallar um, en ætla má að í þessum samanburði sé ekki meiri skekkja en í öðr- um, sem gerður hefur verið á öðrum sviðum þjóðlífsins. Margt hafa og íslenzkir bankar gert vel og má þar t.d. minna á að þeir eru margir hverjir mun tölvuvæddari en bankar erlendis og í fararbroddi í tölvuþjónustu við viðskiptavini sína. Það breytir hins vegar ekki því, að hinn mikli kostnaður sem fylgir íslenzka bankakerfinu er óviðunandi fyrir atvinnulífið og almenning. SJÁVARÚTVEGUR OG UMHVERFISVERND SAMSPIL hagsmuna sjávarútvegsins og umhverfisverndar- sjónarmiða hljóta nú síaukna athygli. Nýlega ákváðu sjáv- arútvegsráðherrar Norðurlanda að stefna að því að auðkenna sjávarafurðir frá Norðurlöndum með þeim hætti, að fram komi að þær komi úr fiskistofnum, sem ekki séu í útrýmingarhættu, og að veiðistjórnun sé ábyrg. í framhaldi af þessu hélt norræna ráðherranefndin ráðstefnu í Danmörku um sjávarútveg og um- hverfismál, sem sagt er frá í Morgunblaðinu í gær. Þessi tengsl eru sömuleiðis aðalumræðuefni Fiskiþings, sem hófst í gær. Þessar umræður eru viðbrögð við þróuninni í ýmsum helztu markaðslöndum okkar, þar sem fjöldahreyfingar umhverfis- verndarsinna og stórir fiskkaupendur hafa tekið höndum saman og krafizt þess að fiskurinn, sem neytendur leggja sér til munns, sé veiddur með vistvænum hætti. Líkt og fram kom á ráðstefnu norrænu ráðherranefndarinnar hefur hagsmunaaðilum í sjávar- útvegi hætt til að líta á umhverfisverndarsinna sem öfgasinna og ekki viljað ræða málin við þá. Staðreyndin er hins vegar sú, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að sjónarmið umhverf- isverndarsinna eiga mikinn og vaxandi hljómgrunn í markaðs- löndum okkar og eru raunar hluti af markaðsumhverfinu þar, sem við verðum að taka tillit til. Það eru þannig hagsmunir sjávarútvegsins að jafnvægi sé tryggt á milli umhverfissjónarmiða og hagkvæmnissjónarmiða — raunar fer þetta tvennt í flestum tilvikum saman. Miklu skiptir að sjávarútvegurinn taki nú frumkvæðið í þess- um málum, í stað þess að láta umhverfissinnum og stórum fisk- kaupendum það eftir. íslenzkir sjómenn og útgerðarmenn þurfa til dæmis að sýna fram á að þeir stundi ábyrgar veiðar, jafnt á heimamiðum sem á útmiðum, að fiskveiðistjórnunarkerfið stuðli ekki að brottkasti afla, að vinnsluaðferðir séu vistvænar og í samræmi við heilbrigðissstaðla og þannig mætti áfram telja. íslendingar eiga sjálfir að sækjast eftir því að vottað sé af alþjóðlegum stofnunum að þessir hlutir séu í lagi. Síðast en ekki sízt er það aðeins með skoðanaskiptum og samræðum, sem hægt er að sannfæra umhverfisverndarsinnaða neytendur í markaðslöndum okkar um að íslendingar beri virð- ingu fyrir umhverfi og auðlindum hafsins. Það er ekki fallið til árangurs að skella skollaeyrum við sjónarmiðum þeirra. A Benedikt Sveinsson, forstjóri Islenskra sjávari Við eigum að velta þessum snjóbolta áfram Umsvif íslenskra sjávarafurða hf. hafa aukist mjög hröðum skrefum undanfarna mánuði. Munar þar mest um starfsemi fyrírtækisins á Kamtsj atka-skaga austast í Rússlandi. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Benedikt Sveinsson forstjóra um starfsemina, stóraukna veltu, nýja verksmiðju í Bandaríkjunum, markaðsskrifstofu á Spáni og framtíðarhorfur í rekstrinum. ÍSLENSKAR sjávarafurðir voru deild innan Sambands íslpnskra sam- vinnufélaga, en þegar SIS leið undir lok var stofnað hlutafélagið íslensk- ar sjávarafurðir hf. Stofnun þess markaði tímamót í rekstrinum, því þar með var lagður grunnur að stór- auknum umsvifum. „Hlutafélaga- formið er svo miklu þægilegra rekstrarform en við höfðum áður búið við,“ segir Benedikt Sveinsson forstjóri. „Allar ákvarðanir er hægt að taka skjótt, sem skiptir miklu máli í þessum rekstri. Við gátum til dæmis gengið frá samningum við rússneska útgerðarfyrirtækið á Kamtsjatka og leitað svo til hluthafa um aukið hlutafé. Áður hefðum við þurft að ráðast í miklar og dýrar lántökur. Ég held að við hefðum ekki náð þessum árangri innan Sam- bandsins, en hins vegar er ljóst að við nutum þess að byggja á gömlum grunni. Hann veitti okkur þá spyrnu sem við þurftum til að halda áfram.“ Stóraukin umsvif íslenskra sjávarafurða má að miklu Ieyti rekja til samninganna, sem Benedikt nefn- ir, við rússneska útgerðarfyrirtækið UTRF í Petropavlovsk. Árið 1993 tók ÍS að sér að aðstoða Rússana við útgerð á einu frystiskipi og sölu aflans. Árið 1995 leitaði einkavæð- ingarnefndin í Moskvu, sem styrkt var af Evrópusambandinu, til alþjóða ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey og óskaði eftir tillögum um rekstur UTRF. Hjá McKinsey komust menn að þeirri niðurstöðu, að ÍS hefði stað- ið sig vel og eðlilegast væri að bjóða íslenska fyrirtækinu fyrstu að taka að sér fleiri og stærri verkefni fyrir rússnesku útgerðina. Ánægðir með mat McKinsey „Þegar Rússarnir komu hingað árið 1993 þá töluðu þeir við ýmsa aðila í sjávarútvegi. Þeim leist greini- i gegnum McKinsey vorum við ekki fyllilega ánægðir, en gagntilboði okkar var tekið. Við erum mjög ánægðir með mat þessa virta ráð- gjafarfyrirtækis á störfum okkar.“ Fyrsti samningurinn við Rússana var til eins árs og í honum fólst að ÍS aðstoðaði við veiðar, vinnslu og markaðssetningu afurða úr 120 þús- und tonnum af fiski, mest al- askaufsa. í október sl. var þessum samningi skipt í tvennt og gerðir tveir samningar, annar til tveggja ára en hinn til þriggja. Annar samn- ingurinn Qallar um veiðar fyrir móð- urskip, vinnslu um borð í þeim og sölu afurðanna, en hinn um veiðar og vinnslu tveggja frystitogara, ásamt sölu afurðanna. Veltan 20 milljarðar á þessu ári Velta íslenskra sjávarafurða fyrstu 10 mánuði þessa árs var 17,6 milljarðar króna, en á sama tíma í fyrra var veltan 12,5 milljarðar. Framleiðsla fyrirtækisins fyrstu tíu mánuðina í ár var 122 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra 56 þúsund tonn. „Við reiknum með að veltan í ár verði alls 20 milljarðar, en í fyrra var hún um 15 milljarðar," segir Benedikt. „Fimm milljarða mismun má að mestu rekja til starfseminnar á Kamtsjatka, en einnig til aukinnar framleiðslu hér heima og í Namibíu." Ólíklegt er að ÍS láti við þetta sitja í Rússlandi, því árangur fyrir- tækisins þar hefur vakið athygli fleiri rússneskra útgerða, sem hafa leitað eftir rekstraraðstoð. „Ef starfið á Kamtsjatka gengur áfram jafnvel og það hefur gert, þá fáum við lík- lega fleiri verkefni. Þau verða ekk- ert endilega bundin við Rússland, enda er heimur sjávarútvegsins lítill og það sem vel er gert spyrst fljótt út. Við erum með annað stórt verk- efni erlendis, í Namibíu, og viljum ekki taka að okkur fleiri strax,“ seg- ir Benedikt. Ómótað viðskiptaumhverfi Benedikt segir að þrátt fyrir að starfsemin í Rússlandi gangi vel, þá hafi ýmis ljón verið í veginum. „Hér á landi, líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi, eru viðskipti i föst- um og öruggum skorðum og lagaum- hverfi miðast við að veita slíkt ör- yggi. Rússar eru hins vegar í algjör- lega ómótuðu viðskiptaumhverfi. Lög eru síbreytileg, skuldir fyrir- tækja eru mjög miklar og starfs- menn allt of margir, sem er arfleifð frá gamla Sovét þar sem allir áttu að hafa vinnu. Við getum hins vegar ekki farið þangað austur með látum, heldur verðum við að brjóta þetta kerfi þeirra niður og breyta því á hæverskan máta. Þarna skella saman tveir heimar og eðlilegt að einhver átök verði.“ Starfsmenn íslenskra sjávaraf- urða eru ekki þeir einu sem gert hafa starfsemina á Kamtsjatka að veruleika. „Lögfræðingur okkar, Þórður Gunnarsson, hefur starfað mjög náið með okkur og er áreiðan- lega einn helsti sérfræðingur íslands í rússneskum lögum. Endurskoðand- inn fylgist einnig vel með öllu og Landsbankinn hefur stutt okkur dyggilega, um leið og starfsmenn hans hafa áreiðanlega öðlast mikil- lega vel á okkur og við ákváðum að stökkva. Verkefnið var lítið miðað við það sem síðar varð, en ------- það kom sér vel því við tókum litla áhættu en höfð- um jafnframt tækifæri til að kynna okkur starfsem- ina á Kamtsjatka og öðlast dýrmæta reynslu. Þegar Rússarnir gerðu okkur stærra tilboð Velta IS eykst um fimm millj- arða króna frá síðasta ári væga reynslu af verkefninu. íslensk- ar sjávarafurðir eru í forsvari, en aðrir aðilar koma við sögu. Þannig höfum við safnað saman her manna með mikla þekkingu. Það mun auð- velda okkur mjög að taka að okkur fleiri verkefni með skömmum fyrir- vara.“ Trúum á framtíðina Það er ekki eingöngu í austri sem umsvif íslenskra sjávarafurða auk- ast, því tekin hefur verið ákvörðun um byggingu nýrrar fiskréttaverk- smiðju í Bandaríkjunum. Dótturfyr- irtæki ÍS, Iceland Seafood Corporati- on, reisti þar verksmiðju árið 1965 og hefur hún oftsinnis verið stækkuð og endurbætt. Þegar skýrt var frá byggingu nýrrar verksmiðju sagði Hal Carper, forstjóri Iceland Seafood, í samtali við Morgunblaðið að margir stórir framleiðendur væru ýmist að hætta þessari framleiðslu eða héldu að sér höndum. Við slíkar aðstæður væri rétt að vera hugrakkur og taka stór skref fram á við. Hvað er það sem íslenskar sjávarafurðir og dótturfyr- irtæki þess vita um framtíðarmark- aðinn, sem bandarískum framleið- endum er hulið? „Við trúum á framtíðina,“ svarar Benedikt, sem er stjórnarformaður Iceland Seafood. „Menn tala um að framleiðslugetan í Bandaríkjunum sé nóg og vilja því ekki reisa nýjar verksmiðjur. En hvernig framleiðslu- geta er það? Verksmiðjur í Banda- ríkjunum eru tiltölulega gamaldags
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.