Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 35

Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 35 afurða hf., um stóraukin umsvif fyrirtækisins Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir BENEDIKT Sveinsson, forstjóri íslenskra sjávarafurða hf. Sambandsstjórnarfundur ASI Hætta í öllum nefndum land- búnaðarkerfis Ákveðið var á sambandsstjórnarfundi ASÍ í gær að hætta allri þátttöku í þríhliða sam- starfí við bændur og stjómvöld í nefndum opinbera landbúnaðarkerfísins. Á fundinum var einnig kynnt samkomulag formanna landssambanda um sérsamninga á vinnustöð- ------------------------------ um en Omar Friðriksson komst að raun um að mikið ber í milli hugmynda ASÍ og vinnu- veitenda um vinnustaðasamninga. og við trúum því að nútímaleg verk- smiðja hafi alla burði til samkeppni og geti í raun staðið sig miklu betur en hinar. Markaðurinn fyrir fiskrétti í Bandaríkjunum er stór og ríkur. Neytendur gera kröfu um mjög góða vöru á lágu verði. Þessari kröfu get- um við ekki mætt nema með því að byggja nýja verksmiðju og auka framleiðnina. Það er vitleysa að tala um nóga framleiðslugetu. Eg get líkt þessu við bílaiðnaðinn. Einu sinni töldu menn sig geta framleitt alla bíla sem þörf væri á í þeim verk- smiðjum sem þá voru til, en til allrar hamingju var uppbyggingu og end- urnýjun ekki hætt, því annars væri framleiðslan löngu orðin óhagkvæm og bílar væru miklu dýrari en þeir eru;“ Ákveðið var að reisa nýja verk- smiðju í Newport News í Virginíu- fylki, en núverandi verksmiðja er í Harrisburg í Pennsylvaníu. „Við leit- uðum að vinsamlegu umhverfi fyrir nýju verksmiðjuna, þar sem við vær- um ekki háðir verkalýðsfélögum og þar sem fylki og borg væru tilbúin til að leggja eitthvað á sig til að fá verksmiðjuna. Vinnulaun í gömlu verk- smiðjunni eru mjög há, enda er starfsemi verka- lýðsfélaga þar öflug og við urðum að ná fram meiri hagræðingu, meðal annars með ódýrara vinnuafli og nýrri tækni.“ Fýrst lægri laun skipta miklu, kom þá aldrei til greina að reisa verk- smiðjuna annars staðar en í Banda- ríkjunum? „Mesta eign okkar í Bandaríkjun- um felst í dreifikerfi okkar og vöru- merki,“ svarar Benedikt. „Við hefð- um getað byggt verksmiðjuna í Mex- íkó, en tókum ekki áhættuna af því hvernig markaðurinn myndi bregð- ast við ef Mexíkó væri allt í einu tilgreint sem framleiðsluland í stað Bandaríkjanna. Við skoðuðum hins vegar hin ýmsu fylki í Bandaríkjun- um, áður en ákveðið var að byggja í Virginíu.“ Fjárfesting í Seaflower Whitefish borgaði sig íslenskar sjávarafurðir hafa veitt aðstoð við veiðar og vinnslu í Namib- íu undanfarin þrjú ár. „í Namibíu er fyrirtækið Seaflower Whitefish, sem IS á 20% í, en namibíska ríkið á 80%. Við veitum ráðgjöf og mark- aðssetjum alla vöru fyrirtækisins, sem er mest lýsingur. Hann er seld- ur á Spáni og í öðrum Miðjarðarhafs- löndum, en hefur einnig verið seldur til Englands. Verslanakeðjan Marks & Spencer selur til dæmis lýsing frá Seaflower Whitefish.“ Benedikt segir að íslenskar sjáv- arafurðir hafi lagt um 100 milljónir króna í Seaflower Whitefish, en tekj- ur fyrirtækisins hafi verið miklar og fjárfestingin því skilað sér vel. „Starfsemin hefur þó ekki gengið hnökralaust. Við þurftum að byija á að koma skipakosti og búnaði frysti- húss í gott horf og kvóti hefur verið mun minni en gert var ráð fyrir. Upphaflega var búist við að fyrirtækið fengi 20 þúsund tonna kvóta á ári, en á þessu ári var hann 10 þúsund í byijun^ en síðan aukinn í 13 þúsund tonn. Á næsta ári minnk- ar hann aftur í 10 þúsund, vegna minni heildarkvóta, en þrátt fyrir þetta er reksturinn í þokkalegum farvegi.“ Er ekki mögulegt að kaupa kvóta í Namibíu? „Jú, en hann er mjög dýr svo við hugsum okkar gang áður en við grípum til slíkra ráða,“ segir Bene- dikt. „Reksturinn verður að laga sig að kvóta félagsins, rétt eins og hér heima og áhugi heimamanna á rekstrinum er vaxandi.“ Benedikt segir aðspurður að ekki sé við sama vanda að etja í Namibíu og Rússlandi. „Lagabálkur þessa nýfrjálsa ríkis er aðeins um 6 ára gamall og sniðinn að enskri fyrir- mynd, svo viðskiptaumhverfið er að því leyti gott. Hins vegar er töluverð verðbólga í Namibíu og vextir eru háir. Það setur auðvitað strik í reikn- inginn.“ Markaðsskrifstofa á Spáni Enn eykst starfsemi íslenskra sjávarafurða erlendis þegar fyrir- tækið opnar markaðsskrifstofu á Spáni, en stjórn ÍS tók þá ákvörðun í liðinni viku að hefja undirbúning að opnun skrifstofunnar. „Núna störfum við á íslandi, í Bandaríkjun- um, Namibíu, Englandi, Þýskalandi, Frakklandi, Rússlandi og í Japan, þar sem við opnuðum nýlega mark- aðsskrifstofu í Tókýó. Á skrifstof- unni á Spáni, sem líklega verður í Madrid, verða 3-4 starfsmenn og hlutverk hennar verður að selja fisk- inn frá Namibíu, en að auki nýtist hún til að selja aðra vöru okkar. Lýsingurinn frá Namibíu gerir okkur kleift að opna skrifstofuna á Spáni, rétt eins og afurðir frá Kamtsjatka styrkja skrifstofuna í Tókýó, en öll starfsemi okkar nýtur góðs af.“ Benedikt segir ijölbreytni í rekstri æskilega, því kaupendur telji fyrir- tæki álitlegra eftir því sem umsvifin séu meiri og sýslað sé með fleiri fisk- tegundir. „Fyrirtæki, sem framleiðir 130-150 þúsund tonn á ári, eins og ÍS gerir í ár, er miklu álitlegra en fyrirtæki sem framleiðir 65 þúsund tonn, sem var heildarframleiðsla okkar í fyrra. Það er allt sem mælir með að fyrirtækið stækki enn frek- ar. Hins vegar er ÍS sjávarútvegsfyr- irtæki og á að halda því áfram. Þetta er það sem við kunnum og við eigum að velta þessum snjóbolta áfram og hlaða utan á hann, en ekki fara að reyna fyrir okkur á gjörólíkum svið- um.“ Hættum aldrei starfi á íslandi íslenskar sjávarafurðir hafa fjár- fest mikið hér á landi og segir Bene- dikt að fyrirtækið gæti þess vel að styrkja undirstöður sínar. Hann svar- ar því hins vegar játandi, hvort ekki sé hætta á því að vopnin snúist í höndunum á stórum fyrirtækjum þegar umsvifin verði mjög mikil á litlum markaði hér á landi. „Jú, þetta er mjög lítið þjóðfélag og fyrirtæki, sem nýtur velvildar sem öflugur vinnuveitandi, getur orðið það stórt að neikvætt viðhorf myndist. Við munum aldrei hætta starfsemi hér á landi, því hér er grundvöllur alls ann- ars starfs okkár. Við gætum ekki starfað um allan heim, ef við hefðum ekki þann trausta grunn. Ég tel hins vegar að fyrirtæki, sem eru stór á íslenskan mælikvarða og hafa reynslu af alþjóðaviðskiptum, eigi mikla framtíð fyrir sér utan landsteinanna. Sem dæmi _um slík fyrirtæki get ég nefnt, auk ÍS, Eimskip, Flugleiðir og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Þessi fyrirtæki geta verið boðberar, ekki bara fyrir sína starfsemi, heldur óbeint í ýmsum verkefnum." Trú á landvinnslunni Benedikt kveðst hafa mikla trú á framtíð landvinnslu sjávarafurða á íslandi, þrátt fyrir erfiðleika hennar nú. „Hráefnið er dýrt og vinnslu- kostnaður hár, en ef þorskafli fer vaxandi og hagkvæmni í útgerð og vinnslu eykst, þá getur landvinnslan gengið vel. Við flytjum út hráefni, en of lítið af unnum vörum og því þarf að breyta, því kröfur neytenda um fullunna vöru aukast sífellt. Framtíð landvinnslunnar felst í að sinna þessu kalli.“ Benedikt Sveinsson segir að ís- lenskar sjávarafurðir hf. vinni nú ásamt Aflvaka að því að kanna, hvort hagkvæmt sé að reka fiskréttaverk- smiðja hér á landi fyrir markað í Evrópu. „Ég vil engu spá um hver niðurstaðan verður, en ég vona að málin skýrist fyrir mitt næsta ár. Þá getum við tekið afstöðu til þess hvort skynsamlegt sé að byggja fiskrétta- verksmiðju hér, sem framleiði fyrir Evrópumarkaðinn." SAMBANDSSTJÓRN Al- þýðusambandsins sam- þykkti í gær að draga full- trúa sína út úr fimm- manna-, sexmanna- og. sjömanna- nefndum landbúnaðarins og taka ekki frekari þátt í þríhliða sam- starfi við bændur og stjórnvöld í nefndum opinbera landbúnaðar- kerfisins. Samþykkt var á miðstjórnarfundi í september sl. að tilnefna fulltrúa í nefndirnar til bráðabirgða en meta árangurinn í nóvember. Mikil óánægja er innan ASÍ með hve lítið hefur þokast í átt til hagræðingar, markaðsaðlögunar og aukins frjáls- ræðis í íslenskum landbúnaði. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, segir það mat ASÍ að svo lítið hafi gerst á þessum vettvangi að ákveð- ið hafi verið að draga fulltrúa ASÍ út úr starfí í þessum nefndum. ASÍ telur opinbera verðlagningu land- búnaðarafurða úrelta og að stefna beri að því að hætta henni. Marka þurfi framtíðarstefnu varðandi tolla og innflutningshöft á landbúnað- arafurðum. Stéttarfélög geti hlutast til um vinnustaðasamninga Formenn landssambanda ASÍ hafa náð samkomulagi um drög að rammasamningi um sérsamninga á vinnustöðum. Var tillaga þeirra kynnt á sambandsstjómarfundinum í gær og kom engin andstaða við hana fram á fundinum. Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, segir að sam- komulagið byggist á samþykktum þings ASÍ, þar sem lögð er áhersla á samningaviðræður við einstakar starfsgreinar og fyrirtæki. Bjöm Grétar segir þennan ramma einnig byggjast á mikilli reynslu verkalýðsfélaga af sérsamningum á undanfömum árum, sem oft hafi verið gerðir að beiðni atvinnurek- enda sjálfra og gefíst báðum aðilum vel. í samkomulaginu segir að vinnu- staða- eða sérkjarasamningar skuli vera skriflegir og undirritaðir af trúnaðarmanni starfsfólks og fulltrúa fyrirtækis og staðfestir af viðkomandi stéttarfélögum. Náist sam- komulag ekki eiga stéttar- félög að taka við málinu. Gert er ráð fyrir að í slíkum samn- ingi sé hægt að semja um hæfnisá- lag, álag vegna sérstæðra vinnuað- stæðna, framleiðslutengd laun, laun tengd afkomu fyrirtækis, upphaf og lok vinnutíma innan þeirra marka sem aðalkjarasamningur setur, lengd og skipulag matar-, kaffi- og hvfldarhléa, skipulag orlofs og töku frídaga í stað greiðslu fyrir yfir- vinnu. Sérstök áhersla er lögð á að ágreiningsefni verði leyst hratt og ef það gangi ekki sé hægt að kalla stéttarfélög til aðstoðar, skipuð verði sáttanefnd og náist ekki samkomu- lag geti samtök starfsmanna og atvinnurekenda beðið um sáttaum- leitan í málinu. Björn Grétar segir nýjar hug- myndir sem vinnuveitendasamtökin hafa sett fram um vinnustaðasamn- inga byggjast á hugmyndafræði sem sé fjarlæg því sem formenn lands- sambandanna séu að leggja til. „Við byggjum okkar störf á því umhverfi og þeim lögum sem við búum við. Ef ætti að fara út í þess- ar hugmyndir þeirra þyrfti að tryggja rétt trúnaðarmannanna mikið betur en kjarasamningar og lög hér á landi gera ráð fyrir. Það er himinn og haf á milli réttinda og verndar trúnaðarmanna hér á landi og í nágrannalöndunum. Ef Vinnu- veitendasambandið ætlar að klifra niður úr trjánum núna, verða þeir að taka tillit til gróðursins. Við ger- um það og ég vona að þeir geri það líka,“ segir Björn Grétar. „Kemur hvergi nálægt hugmyndum VSI“ Þegar Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, var inntur álits á þessu samkomulagi sagði hann að þama væri um að ræða tillögu sem byggðist á gömlum hug- myndum ASI um samninga ein- stakra stéttarfélaga við einstök fyrirtæki. „Hún kemur hvergi ná- lægt þeim hugmyndum sem við höf- um verið að bjóða upp á um sam- starf starfsmanna og stjómenda við að aðlaga kjarasamninginn að þörf- um hvers vinnustaðar og skapa á þann veg svigrúm til kaupmáttar- auka á unna vinnustund," segir hann. Forsvarsmenn vinnuveitenda gagnrýna fyrst og fremst að í hug- myndum ASÍ formannanna sé geng- ið út frá því að stéttarfélögin geti hlutast til um samninga á vinnustöð- um. Þórarinn segir að miðstýringar- krafa landssambandsformannanna gangi úr hófí fram. Hann telur þó að þessar tillögur muni ekki trufla samn- ingaviðræðurnar að ráði því að VSÍ hafí fengið góðar undirtektir í þeim viðræðum sem þegar eru hafnar. „Alvarlegasta villan í þessum gömlu hugmyndum ASÍ er þó sú að samningar á vinnustað geti verið gerðir undir verkfallshótun þannig að tvöföld verkfallshætta steðji að fyrirtækjunum, vegna almennra samninga og síðan vegna sérkjara- samninga í einstökum fyrirtækjum. Það er algerlega fráleitt," segir Þór- arinn. Starfsemi Bslenskra sjávarafurba hf. NlOSkVU; gússlaod' SðSlSS* Ný verk- smiðja þegar aðrir halda að sér höndum Opinberri verðlagningu verði hætt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.