Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
AÐSEIMDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Teboð aldarínnar
„ÞAÐ ER kunnara
en frá þurfi að segja“
er sú orðatiltekt sem
ævinlega hefur verið
notuð um áratuga skeið
þegar samgöngumál við
Ólafsfjörð hafa verið til
umfjöllunar. Notast
verður við þessa orðatil-
tekt í þessari grein.
„Það er kunnara en
frá þurfi að segja“, að
í fyrstu snjóum lokast
Lágheiðin og þar með
leiðin _til Siglufjarðar
frá Ólafsfírði þegar
grátt verður í rót. „Það
er kunnara en frá þurfi
að segja“, að leiðin um
Lágheiði er lokuð í 2-3 mánuði ár
hvert vegna aurbleytu og sérstakrar
þurrkunar á vegi. „Það er kunnara
en frá þurfí að segja“, að vegurinn
á Lágheiðinni er með beygjum allt
að 70° og undir melhólum og börðum
sem ná allt að 4-6 metra hæð, og
víðast er vegurinn niðurgrafinn. „Það
er kunnara en frá þurfí að segja“,
að ráðandi menn á Ólafsfirði hafa
alla tíð óttast það að fá góðan veg
um Lágheiði. Múlavegur jafn hættu-
legur og hann var hefði aldrei orðið
að veruleika hefði verið til auðfarin
leið um Lágheiði. Múlavegur seink-
aði hins vegar gerð jarðganga a.m.k.
um hálfan annan áratug um Múla-
kollu. Svonefndir ráðamenn Ólafs-
firðinga hafa oft unnið gegn augljós-
um hagsmunum síns byggðarlags að
mínum dómi.
Skoðum. nánar leið-
ina frá Ólafsfirði um
Lágheiðina í Fljót.
Frá Ólafsfirði, mið-
bær/skekkjumörk lítil í
lengdarmælingum.
að Kálfsá, 6,8 km nýr
vegur
að Bakka, 12,9 km
þarnfast endurbóta
að brú/Reykjarétt, 14,2
km (sumarbústaðir,
Lágheiði hefst)
að hæðarpunkti 300
m.y.s., 17,7 km
að slysavarnahúsi, 19,1
km
á láglendi vestan heið-
ar, 22,3 km
að Þrasastöðum, 24,2 km
að Stífluhólum, sporður, 31,0 km
að Skeiðsfossafleggjara, 33,3 km
að Molastöðum, 36,1 km
að Ketilási, 38,8 km nýr vegur
skv. vegahandbók Ólafsfjörður-Ket-
ilás 38 km.
Lágheiðin er 409 m.y.s., til viðmið-
unar er Holtavörðuheiði 407 m.y.s.
og Vatnsskarð 420 m.y.s. Samkvæmt
korti útgefnu 1989 útgáfa 1-DMA
1:50 000 er hæsti punktur á vegi á
Lágheiði hvergi hærri en 380 m.y.s.
Af þessari töflu má sjá að vega-
gerð um Lágheiði snýst fyrst og
fremst um veginn frá brú við Reykja-
rétt að Þrasastöðum í Fljótum eða
um lagningu 10 km kafla. Af þessum
10 km eru tæpir tveir í 300 m.y.s.
eða hærra, 4-5 km í 200 m.y.s. eða
hærra í svipaðri hæð og Mosfells-
Góður vegur um
Lágheiði, segir
Hörður Ingimarsson,
kostar aðeins 6% af
jarðgöngum.
heiði vegnr. 36 á Þingvallaleið. Hvað
sem allri jarðgangagerð líður verður
örugglega góður vegur úr Ólafsíjarð-
arhorninu fram í sveitina allt að
Reykjum. Sömuleiðis verður vegur
frá Ketilási fram í Stífluna að Þrasa-
stöðum sama hvemig fer um alla
jarðgangagerð. Vegagerð um Lág-
heiði snýst því um 10 km kafla. Veg
sem hefði verið fær vegna snjóa vet-
urinn 1995-1996 að undanskildum
2-7 dögum.
Hvað kostar vegur
um Lágheiði?
Vegagerðin er auðveld en mikil
vinna fyrir stórvirkar vélar og tæki.
Það kostar um 17-24 millj. kr. að
gera veg við þær aðstæður sem til
staðar eru á Lágheiði. Gefutp okkur
enn hærri upphæð, 30 millj. kr. á
kílómetra eða 300 millj. kr. á þessa
10 km. í útboði fer þetta verk í 240
millj. kr., jafnvel neðar. Jarðgöng
milli Ólafsíjarðar og Siglufjarðar
með vegum kosta aldrei undir 4.000
milljónum að fróðra manna áliti.
10 km góður vegur um sjálfa Lág-
heiðina kostar ekki nema 6% af jarð-
Hörður
Ingimarsson
Alzheimersjúklingar og
fjölskyldur þeirra
eiga líka rétt á góðu lífi
ÞEGAR ég verð göm-
ul og daglegum skyld-
um fer að fækka þá
ætla ég að leggjast í
ferðalög, lesa góðar
bækur og njóta lífsins
sem mest ég má.
Það er að segja EF
heilsan leyfír. Ég vona
auðvitað, eins og allir,
að fá að lifa góðu lífí
þar til yfir lýkur, en
enginn veit hvað bíður
hans og því miður hljóta
sumir þau örlög að lifa
síðustu árin í skugga
aivarlegra sjúkdóma.
Einn af þeim sjúk-
dómum sem getur fylgt
hækkandi aldri er alzheimersjúkdóm-
urinn, sem er algengasta tegund
heilabilunar hjá öldruðu fólki. Fyrstu
einkenni sjúkdómsins er skert nær-
minni og áttunarerfíðleikar sem áger-
ast með tímanum og geta valdið al-
varlegri líkamlegri og andlegri fötlun.
Þegar einstaklingur greinist með
alzheimersjúkdóm er það mikið áfall
fyrir hann og fjölskyldu hans; þung-
ur dómur sem vekur ótta og óöryggi
gagnvart framtíðinni.
Afleiðingar sjúkdómsins eru alltaf
alvarlegar en vandamálið helgast af
því hvenær á lífsleiðinni áfallið dynur
yfir. Er sá sem greinist með sjúkdóm-
inn ennþá á vinnumarkaðnum?
Hvernig standa fjármálin? Er maki
til staðar? Ef svo er, er hann við
góða heilsu? Er makinn í vinnu utan
heimilis? Er fjölskyldan fær um að
hjálpast að við að leysa þau vanda-
mál sem upp koma?
Það stendur allt og fellur með fjöl-
skyldu hins sjúka. Ef maki ertil stað-
ar er það oftast hann/hún sem ber
þyngstu byrðarnar og getur álagið
verið óbærilegt á stundum. Þess
vegna er stuðningur við fjölskyldu
alzheimarsjúklinga afar mikilvægur.
A meðan sjúklingurinn dvelur í
heimahúsum þarf að bjóða stuðning
og ráðgjöf inni á heimilinu. Eins
verða að vera úrræði utan veggja
heimilisins í formi dagvistunar og
skammtímavistunar.
Auk þess þarf að sjá til
þess að næg sambýli og
hjúkrunarrými séu til
staðar.
Ég sé fyrir mér að
þjónustu á heimili sjúkl-
ings sé stjórnað frá
heilsugæslunni og til að
hún verði sem best sjái
heimahjúkrun, sjúkra-
þjálfarar og iðjuþjálfar
hver um sína hlið á
þjónustunni. Auk þess
er heimilishjálp mjög
mikilvægur hlekkur í
stuðningskeðjunni, en
heimilishjálp kemur frá
félagsmálastofnun —
svona til að flækja málið.
Til að flækja málið enn frekar
hafa enn ekki fengist stöðugildi fyrir
iðjuþjálfa innan heilsugæslunnar
jafnvel þó segi í lögum að svo eigi
að vera.
Fjársöfnun Caritas til
eflingar fræðslu um alz-
heimersjúkdóminn er,
að mati Ingibjargar
Pétursdóttur, verðug
stuðnings almennings.
Sem dæmi um hvernig iðjuþjálfar
gætu orðið alzheimersjúklingum og
fjölskyldum þeirra að liði heima fyrir:
— Meta færni sjúklingsins í dag-
legum athöfnum og út frá því skipu-
leggja framkvæmd þeirra í samvinnu
við aðstandendur.
— Aðstoða ijölskylduna við að
skipuleggja daginn þannig að sem
mest jafnvægi sé mill vinnu (þjálf-
unar) tómstunda og hvíldar.
— Meta þörf á breytingum í um-
hverfinu og húsnæðisbreytingum svo
öryggi sjúklingsins verði sem best
tryggt heima fyrir.
— Leiðbeina aðstandendum um
rétta líkamsbeitingu við aðstoð og
umönnun sjúklings.
Oftast er dagvistun algjör for-
senda þess að alzheimersjúklingur
geti búið heima. í Reykjavík eru tvær
dagvistarstofnanir fyrir minnissjúka
sem standa heimabúandi alzheimer-
sjúklingum til boða; Hlíðarbær við
Flókagötu og dagvist við Vitatorg.
Starfsemi þessara deilda felst í þjálf-
un og aðstoð svo einstaklingurinn
megi vera sem mest sjálfbjarga og
fær um að búa heima eins lengi og
kostur er.
Mikilvægt hlutverk dagsvistar er
einnig að rjúfa þá félagslegu ein-
angrun sem oft fylgir alzheimersjúk-
dómnum.
Eins og segir í upplýsingabæklingi
Hlíðarbæjar er markmiðið með starf-
seminni að efla öryggiskennd skjól-
stæðinganna, sjálfstraust, sjálfsvirð-
ingu og efla tengsl þeirra við annað
fólk. Dagskránni er skipt þannig að
sem mest jafnvægi sé milli vinnu,
tómstunda og hvíldar. Mikil áhersla
er lögð á reglu og skipulag þannig
að óvæntar uppákomur séu með allra
minnsta móti, þar sem það getur
valdið óöryggi og kvíða.
I meðferð alzheimersjúklinga er
virk þátttaka í daglegu lífi mjög
mikilvæg, þar sem hún er talin
hægja framgang sjúksómsins. Mjög
mikilvægt er að gera kröfur í sam-
ræmi við áhuga og getu sjúklingsins
og haga verkefnunum í samræmi
vði það.
í samfélaginu gætir nokkurra for-
dóma gagnvart alzheimersjúkdómn-
um. Því er fjársöfnunm Caritas til
eflingar fræðslu um sjúkdóminn
mjög þarft framtak og ber að þakka
það. Almenningur virðist ætla að
allir alzheimersjúklingar séu mjög
illa haldnir og nánast ósjálfbjarga.
Vissulega leikur sjúkdómurinn suma
grátt en það má ekki gleyma því að
margir geta með stuðningi og aðstoð
frá aðstandendum og fagfólki lifað
viðunandi, jafnvel góðu lífi um
margra ára skeið.
Höfundur er iðjuþjálfi íHlíðarbæ.
Ingibjörg
Pétursdóttir
gangadraumum forystumanna
ýmissa Siglfirðinga sem allir lands-
menn eiga að borga fyrir. 6% eru
lágir raunvextir á ári svo bara vaxta-
kostnaður af 4 milljörðum á einu ári
borgar og afskrifar mikilvægasta
vegarkaflann um Lágheiði.
A síðari árum þykja það heldur
ómerkilegir stjórnmálamenn sem
ekki tala í jarðgöngum og það helst
mörgum í einu. Kristján Möller fann
einhver ósköp af hlýjum straumum
(sbr. viðtal í fy'ölmiðli) frá Halldóri
Blöndal til landsbyggðarinnar, sem
vel var hægt að skilja svo að tryggðu
nánast jarðgangagerðina um Héðins-
fjörð. Það kann að vera að 6% lausn-
ir rétti ekki nægjanlega úr Halldóri
Blöndal, svo borðaklipping líti þokka-
lega út á mynd, en trúlega yrði Frið-
rik Soph. vel fattur með þá lausn.
Draumar Kristjáns Möller og fé-
laga um eitt sveitarfélag um Olafs-
fjörð, Dalvík, Svarfaðardal og Ár-
skógsströnd yrðu endanlegt náðar-
högg fyrir Siglufjörð. Skattstofan
yrði lög niður á Siglufírði, fógetinn
sæti á Ólafsfirði eða Dalvík. Sjúkra-
húsið yrði gert að öldrunarheimili.
Siglufjörður hætti að tilheyra Norð-
urlandi vestra. Sérúgáfa siglfirskra
þingmanna á borð vi Jón Sæmund
hættu að verða til. Siglfirðingar yrðu
útkjálkamenn og kratar legðust af í
stækkuðu stórsveitarfélagi.
Oftsinnis hefur utanaðkomandi
aðstoð orðið Siglfirðingum til ómet-
anlegrar hjálpar. 6% lausn mín yrði
farsæl fyrir uppbyggingu og sjálf-
stæði Siglufjarðar með Fljótin í sam-
einuðu sveitarfélagi. Það er raunhæf-
ur kostur um sjálfstætt og sjálfbært
sveitarfélag.
Ég afþakka þvi teboð Kristjáns
L. Möller forseta bæjarstjórnar
Sigluijarðar sem getið er í Degi/Tím-
anum 19. okt. sl. Sem fram á að
fara 19. okt. árið 2003 klukkan fjög-
ur að siglfírskum tíma í tilefni opnun-
artveggjajarðganga um Héðinsfjörð
til Ólafsfjarðar. Fjögurra milljarða
boðsmiði greiddur af íslenskri þjóð
er of dýrt teboð fyrir minn smekk.
Við opnun 10 km kafla um Lág-
heiði býð ég hins vegar til veislu á
þeim eðalstað Ketilási. Meðlætið
verður pylsa og kók eða gamla góða
prinsið. Vinum og vandamönnum og
öllum þeim Skagfírðingum og öðrum
landsmönnum sem vilja ferðast óheft
í 11 ’/s mánuð á ári um Fljót í Ólafs-
flörð er boðið að samfagna.
Sem sannur heiðursmaður og stór-
vinur margra Siglfirðinga hopa ég
hvergi af hólmi með veisluna í Ketil-
ási, verði ég ofar moldu og ekki
staurblankur á þeim hátíðisdegi er
vegur um Lágheiði verður tekinn af
skrá fornminja.
Höfundur er fv. bæjarfulltrúi á
Sauðárkróki.
Lyfjaofnotkun
Hagkaups
AÐ AUKA kostnað-
arhlutdeild sjúklinga í
heilbrigðisþjónustu er
pólitísk ákvörðun sem
leiðir til iækkunar á
opinbera kostnaðinum
þó oftast í litlum mæli
sé. Til að ná fram
spamaði í heilbrigðis-
þjónustunni hefur þessi
leið stundum verið orð-
uð og stundum farin.
Oftast er hún þó metin
af sérfræðingum sem
of „billeg" til að ná fram
raunverulegum sparn-
aði. Til dæmis velti
nefnd á vegum norska
stórþingsins fyrir sér
þeim möguleika á síðasta ári að falla
frá svo kölluðu fríþaki barna upp að
sjö ára aldri sem var sett í norsku
almannatryggingalögin árið 1991.
í forsendum frumvarpsins var get-
ið rannsóknar frá USA þar sem fram
kom að eftirspurn eftir heilbrigðis-
þjónustu fyrir börn væri í ríkum
mæli háð verði fyrir þá þjónustu.
Fulltrúar læknasamtakanna hafa í
samninganefndarstarfí og við önnur
tækifæri bent á að fríþakið fyrir
börn, einkum á læknavaktinni, hafi
leitt til ofnotkunar á þjónustunni.
Það má til sanns vegar færa að
endurgjaldslaus þjónusta leiði til
vissrar ofnotkunar og endurkræf
þjónusta til vissrar vannotkunar. Við
þessar aðstæður getur kostnað-
arhlutdeild sjúklinga virkað sem
stjómtæki í heilbrigðisþjónustu, til
þess að finna eðlilegt jafnvægi þarna
á milli. Sama gildir um hlutdeild
sjúklinga í lyfjakostnaði. Sjúklinga-
hlutinn á að vera til þess fallinn að
koma í veg fyrir óþarfa ofnotkun
lyfja.
Nú ber svo við að kaupmenn á
Islandi taka frumkvæði á vettvangi
heilbrigðismála. Lyfsalar keppast við
að veita afslátt af verði lyfja og þeir
í Hagkaupum ganga svo langt að
bjóða lyfin ókeypis gegn framvísun
lyfseðils. Ætla mætti að þessi ávöxt-
ur fijálsu samkeppninnar væri til
hagsbóta fyrir neytendur en það er
sjónarspil og bjarnargreiði. Tökum
dæmi til skýringar. Lyf kostar
10.000 kr. Hlutur sjúklings er 1.000
kr. Hagkaup býður 100% afslátt af
sjúklingahlutanum þ.e. 1.000 kr.
Hagkaup endurkrefur Trygginga-
stofnun ríkisins um 9.000 kr. sem
Tryggingastofnun og þar með samfé-
lagið greiðir Hagkaupum. Söluhagn-
aður Hagkaupa getur numið rúmlega
helmingi eða 5.000 kr. Til eru lyf
sem kosta mun hærri upphæðir og
skipta hundruðum þús-
unda.
Sé litið á lyfjakostnað
Tryggingastofnunar
ríkisins sem endur-
greiddur er lyfsölum í
þessu landi kemur í ljós
að hann var 2,4 millj-
arðar árið 1991, 2,9
milljarðar 1994, 3,3
milljarðar 1995 og
stefnir í 3,7 milljarða á
þessu ári.
Það markmið er sett
með ákvæðum lyfjalaga
að við verslun með lyf
skuli ætíð hafa til hlið-
sjónar að lyljadreifing
er hluti af heilbrigðis-
þjónustu og starfsmenn við dreifingu
skulu vinna með öðrum aðilum í heil-
brigðisþjónustu að opinberum heil-
brigðismarkmiðum hvetju sinni. Það
er einnig markmið með lyfjalögum
Samfélagið greiðir
reikninginn, segir
Skúli Thoroddsen,
sem lyfsalarnir búa sér
til með þessari óvenju-
legu neysluhvatningu.
að sporna við óhóflegri notkun og
halda lyijakostnaði í lágmarki.
íslendingar virðast allra þjóða
fíknastir í hvers konar lyf. Það er
þess vegna markmið heilbrigðisyfir-
valda hér á landi að sporna við of-
notkun lyfja. Greiðsluhlutdeild.sjúkl-
inganna sjálfra er meðal annars ætl-
að að styrkja það markmið. Markaðs-
aðgerðir Hagkaups og annarra lyf-
sala þjóna ekki þessum tilgangi.
Annars vegar virðist mér markaðs-
setningin vera ólögmæt aðför að
markmiðum og stjórnun heilbrigðis-
mála. Hins vegar er hinum greiðanda
lyíjaverðsins, Tryggingastofnun rík-
isins, ekki boðin sama hlutdeild í
hagnaðinum, þ.e hlutfallslega sama
afslátt og sjúklingurinn fær. Hegðun
lyfsalanna á þannig ekkert skylt við
fijálsa verðmyndun í fijálsri sam-
keppni til lækkunar á lyfjaverði. Það
er samfélagið í heild sem greiðir
reikninginn sem lyfsalarnir búa sér
til með þessari óvenjulegu neyslu-
hvatningu á „ókeypis" lyfjum.
Höfundur cr lögfræðingur, mcð
framhaldsmenntun á sviði
beilbrigðismála.
Skúli
Thoroddsen