Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H t Föðurbróðir okkar, TEITUR MAGNÚSSON frá Seljalandi, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 18. nóvember. Kveðjuathöfn fer fram frá bænahúsi Fossvogskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 14.30. Jarðsett verður frá Snóksdalskirkju laugardaginn 23. nóvember kl. 14.00. Systkinin frá Seljalandi. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÚLÍA ANDRÉSDÓTTIR, Kleppsvegi 42, Reykjavík, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudag- inn 15. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Andrés Valdimarsson, Katrín H. Karlsdóttir, Ragnheiður Hafstein, Hannes Hafstein, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur sonur og bróðir, BJARNI ÓMAR STEINGRÍMSSON frá Stóra-Holti, Fljótum, sfðasttil heimilis á Grettisgötu 84, Reykjavík, lést þriðjudaginn 12. nóvember. Útförin fer fram frá Barðskirkju laugar- daginn 23. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Steingrimur Þorsteinsson og systkini hins látna. t Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma, JÓNÍNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR, Eskihlíð 8, Reykjavik, lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudag- inn 18. nóvember. Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson, Gunnar Halldór Antonsson, Anton Eyjólfsson. t Hjartkær kjörmóðir, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma okkar, GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Bræðraborgarstfg 24, andaðist á heimili sínu þann 19. nóvem- ber sl. Jóhann Þ. Jónsson, Sigríður Vilhjálmsdóttir, íris Þórarinsdóttir, Werner Ipsen, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÍVAR HANNESSON, Granaskjóli 11, Reykjavík, andaðist í Landspítalanum 19. nóvem- ber sl. Matthildur Jónsdóttir, Ingunn ívarsdóttir, Guðmundur Jónsson, Valdfs Ragnheiður fvarsdóttir, Viðar Stefánsson, Herdfs ívarsdóttir, Ingi Þór Vigfússon, ívar ívarsson, Arný Sigri'ður Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Guðbjörg S. Guðmundsdótt- ir fæddist á Mos- völlum í Onundar- firði 5. október 1921. Hún lést á heimili sínu á Húsa- vík 27. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Hjálm- arsson og kona hans Sólveig Sigurðar- dóttir. Eiginmaður Guðbjargar var Hermann S. Aðal- steinsson, f. 16.2. 1932, d. 5.8. 1987. Fósturdóttir þeirra er Guðný Ó. Jónsdóttir, f. 14.1. 1953. Útfðr Guðbjargar fór fram frá Húsavíkurkirkju 5. október. Mig langar til að skilja eftir fá- ein orð í minningu Guðbjargar Sig- ríðar Guðmundsdóttur, Guggu frá Mosvöllum. Guðbjörg ólst upp hjá afa sínum og ömmu sem bjuggu á Mosvöllum, Hjálmari Guðmundssyni og Guð- björgu Björnsdóttur. Hjálmar afi hennar andaðist 1931 en Björn son- ur hans tók þá við búinu. Guðbjörg vandist algengri vinnu utan húss og innan á unglingsárun- um. Þegar hún var um tvítugt veikt- ist hún alvarlega. Hún lá mánuðum saman í sjúkrahúsi á ísafirði vegna bijósthimnubólgu. Seinna lá hún í gifsi í sjúkrahúsi í Reykjavík vegna berklaskemmda í baki og umbúðirnar var hún látin bera lengi eftir að hún komst á fætur. Þetta var erfitt hlutskipti ungri stúlku en Guðbjörg var jafnan hress í máli og æðru- laus, létt og glöð svo að okkur fannst stund- um sem hún byði stað- reyndunum birginn. Guðbjörg reis upp af sjúkrabeði sínum og komst á vinnumarkaðinn. Hún vann við mötuneyti sjómanna í Sandgerði á vetrarvertíð 1953. Þá var það enn algengt að menn kæmu að vestan og norðan til að vera í Sandgerði á vertíðinni. Þar kynntist Guðbjörg ungum vermanni að norðan. Her- mann Aðalsteinsson hét hann, þing- eyskur maður. Með honum fór hún norður og þau giftust vorið 1953. Þau voru á Húsavík fyrst í stað en vorið 1954 fóru þau að búa á Hóli á Tjömesi. Þar bjuggu þau farsælu búi í meira en 30 ár. Þau eignuðust ekki bam en ólu upp frá fmmbernsku systurdóttur Guðbjargar, Guðnýju Olöfu Jóns- dóttur. Og eftir að hún var uppkom- in og gift kona á Húsavík komu barnaböm til dvalar hjá afa og ömmu á Hóli. Þar var ánægð fjöl- skylda sem leið vel. Hermann andaðist sumarið 1987. Eftir það flutti Guðbjörg til Húsa- víkur þar sem hún undi síðustu árin. Hún dó 27. september sl. Ég átti leið um Tjörnes og gisti þá á Hóli, þá urðu mér rík í huga orðin sem Jónas Hallgrímsson legg- ur smalanum í munn um Eggert Ólafsson sem hefði kveðið mest: „... um bóndabæ er blessun eflir sí og æ, af því að hjónin eru þar öðrum og sér til glaðværðar." Ég held að Guðbjörg, og raunar þau Hennann bæði, hafi notið lífs- reynslunnar svo að þau hafi óvenju vel kunnað „að eygja hveija stund sem af ævinni líður sem auðlegð og fagnaðarbót", svo enn sé vitnað í skáldskap. Þeir sem í sveitum búa umgang- ast færri en borgarbúar en þekkja granna sína almennt því betur. Argangar kunningjanna eru fá- mennari en þó má vera að vinahóp- urinn verði engu minni. Sú er reynsla mín að leiksystkin og æsku- féíagar sem fluttust í önnur héruð hafi verið bundin æskusveitinni alla tíð. Grundvöllur vinfengis sem lagð- ur var í bemsku og æsku reyndist traustur og óbilgjam. Og þá er eðlilegt að tryggðarböndin fomu séu virt og metin eftir því sem þau sýna gildi sitt lengur og betur. Síðustu kveðjuorð mín að þessu sinni skulu vera þau að Guðbjörgu mat ég því meir sem ég þekkti hana lengur og betur og að sama skapi þótti mér vænna um hana. Því er hún kvödd með söknuði og hjartanlegri þökk. Halldór Kristjánsson. MIWIMIWGAR_______ GUÐBJÖRG S. GUÐMUNDSDÓTTIR + Ásta Júlía Andr- ésdóttir fæddist 16. desember 1913. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 15. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ágústa Pétursdóttir hús- freyja í Reykjavík, f. 10. ágúst 1885, d. 24. desember 1954, og Andrés Pálsson kaupmaður í Reykjavík, f. 14. apríl 1875, d. 23. mars 1951. ^ Bræður Ástu voru Páll og Pétur, kaupmenn í Reykjavík, báðir látnir. Ásta giftist Valdimar Stef- ánssyni ríkissaksóknara, f. 24. Okkar ástkæra Ásta Júlía hefur kvatt. Sár söknuður og djúp virðing er það fyrsta sem grípur hugann. Óvenjulega yndisleg kona, sem flutti á Kleppsveg 42 árið 1973 september 1910 í Fagraskógi í Arn- arneshreppi, hinn 17. október 1936, en hann lést 23. apríl 1973 í Reykja- vík. Börn þeirra eru Andrés, f. 25. febr- úar 1937, kvæntur Katrínu Helgu Karlsdóttur, f. 27. desember 1939 og eiga þau fjögur börn, og Ragnheið- ur, f. 26. apríl 1941, gift Hannesi Þórði Hafstein, f. 14. október 1938, og eiga þau fjögur börn. Bama- barnaböniin eru sex. Útför Ástu Júlíu fór fram frá Fossvogskapellu hinn 20. nóv- ember. eftir makamissi. Þar bjuggum við fjölskyldan fyrir, á sömu hæð. Við urðum fljótlega mjög góðir vinir. Bömin hændi hún svo að sér að heimili hennar var sem þeirra annað heimili. Hún naut þess að fræða þau. Ósjaldan kúrðu þau í rúminu hjá henni þar sem hún hlýddi yfír námsefni dagsins eða þau horfðu á sjónvarp saman. Það var ótrúlega ljúft að hafa þessa glæsilegu konu við hliðina á sér. Hún fylgdist einnig vel með leik barnana í garðinum. Þau höfðu greinilega eignast þriðju ömmuna. Börnin mín elskuðu og virtu þessa konu, sem gaf sér alltaf tíma til að tala við þau og útskýra. Fróðleik- ur frá henni var alltaf vel þeginn. Við fluttum heimili okkar 1977. Það var í raun sárt að slíta þessari óvenju góðu sambúð. Við söknuðum daglegrar samveru við Ástu okkar og hún jafnframt okkar. En við héldum áfram að hittast. Skoðana- skipti með viðeigandi glaðværð sem okkur gekk svo vel að ná fram hvorri hjá annarri. Allir miklir menn oss sýna, manndóms tip er unnt að ná, og eiga þegar árin dvina eftir spor við tímans sjá. - Spor, sem villtum vegfaranda vísa braut um eyðisand, og sem frelsa frá að stranda farmann þann, er berst á land. (Henry W. Longfellow.js Það er með miklum söknuði og trega sem við hripum þessi fátæk- legu orð; í minningu stórbrotinnar konu. Bömum hennar, Ragnheiði og Andrési, ásamt fjölskyldum þeirra, vottum við samúð og hluttekningu. Megi Guð blessa ykkur öll. Astu Júlíu Andrésdóttur þökkum við af alhug samfylgdina. Ingibjörg Árnadóttir, Guðný Sif Jónsdóttir, Tómas Árni Jónsson, Helga Aðalheiður Jónsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTJÁNSSONAR húsgagnabólstrara. Þóra Þórðardóttir, Hildur Jónsdóttir, Guðrún Elísabet Jónsdóttir, Sigríður Björk Sævarsdóttir, Kristín Ásta Þórsdóttir, Sigurjón Örn Þórsson, Ása Þórsdóttir, Camilla Þóra Þórsdóttir Þór Sigurjónsson, Valgerður Marteinsdóttir, Sigurður Örn Þorleifsson, Hörður Valgeirsson, Laufey Bjarnadóttir, Ágúst Þór Gylfason, og barnabarnabörn. ÁSTA JÚLÍA ANDRÉSDÓTTIR € I í i c i i ( ( ( < < i I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.