Morgunblaðið - 21.11.1996, Page 53
r
4
i
i
i
3
i
i
i
i
í
<
(
<
<
i
<
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
ASGEIR O.
EINARSSON
Ásgeir Ólafsson,
svo heitinn eftir ung-
um frænda sínum, er
fæddur í Reykjavík
hinn 21. nóvember
1906, Borgfirðingur í
föðurætt, að móður-
kyni Sunnmýlingur.
Voru foreldrar hans
Einar Ólafsson skips-
kokkur frá Stóru-
Fellsöxl og kona hans
Þórstína Gunnarsdótt-
ir frá Fögruhlíð á
Djúpavogi. Bjuggu
þau lengst á Lindar-
götu 18, þar sem for-
eldrar Einars og fjölskylda byggðu
hús á aldamótum, síðast í Borgar-
nesi. Börn þeirra voru sjö og eru
enn á lífi Gunnar og Sigurbjörg.
Eftir menntaskólanám, sem Sig-
urjón föðurbróðir Ásgeirs styrkti
hann til, vann hann um hríð að
ýmsu verki, harðduglegur, ungur
íþróttamaður og kappsfullur félagi
í Ármanni, unz hann sigldi til
Þýzkalands 1929 og hóf nám við
dýralæknaskólann í Hannover. Því
lauk hann 1934, en hafði gert eins
vetrar hlé til að vera aðstoðarlækn-
ir Hannesar Jónssonar, sem þá var
héraðsdýralæknir í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, héraði, sem Ásgeir
var skipaður til löngu síðar, 1950,
og gegndi nær 18 ár. Þegar Ás-
geiri hafði verið veitt Austurland,
er hann var fullnuma, voru dýra-
læknar á landinu orðnir sex. Annir
hans voru miklar eystra í þau sex
ár, sem hann gegndi þar embætti,
enda vann hann mjög að rannsókn-
um búfjársjúkdóma - og svo að
athygli vakti, m.a. annars prófess-
ors Níelsar Dungals, sem fékk
hann til veturlangra starfa
1935-36 á Rannsóknarstofnun
háskólans. Gekk hann ötullega
fram í greiningu Deildartunguveik-
innar og annarra illvígra sjúk-
dóma, sem bárust til landsins með
hinu alræmda karakúlfé frá Þýzka-
landi 1933, þó að enn meira væri
vert að hans eigin mati og annarra
vísindamanna í greiningu búfjár-
sjúkdóma, er hann uppgötvaði
gamaveikina austur á Héraði. Fyr-
ir það, klums- og doðalækningar
með kalkgjöf í æð, hlaut hann síð-
ar viðurkenningu hinnar íslenzku
fálkaorðu.
Eystra kynntist hann konu sinni,
PCI lím og fuguefni
-f
i * 4
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 567 4844
Láru Sigurbjömsdótt-
ur í Ási í Reykjavík,
en hún var einn vetur
handavinnukennari á
Hallormsstað, aðsetur
hans í sömu sókn, Ket-
ilsstöðum á Völlum.
Vegna hörmulegs
slyss í fjölskyldu henn-
ar, er móðir hennar
Guðrún Lárusdóttir
rithöfundur og alþing-
ismaður og tvær dæt-
ur hennar fórust í bíl-
slysi, fluttu hin ungu
dýralæknishjón að
austan og settust að í
Ási. Bjuggu þeir þar í 30 ár saman
síra Sigurbjörn Á. Gíslason og
Ásgeir Ó. Einarsson, en dóttir
prestsins og eiginkona dýralæknis-
ins stýrði annasömu og gestkvæmu
heimili tveggja embættismanna,
sem vægt sagt var mikið til leitað.
Síra Sigurbjörn mat kapp og for-
sjá Ásgeirs mikils, áhuga hans og
árangur í háskólagrein hans, auk
íþróttamennsku, sönghæfni og fá-
gætrar tungumálakimnáttu og
málfræðiþekkingar. Á sama hátt
virti Ásgeir tengdaföður sinn vel
og var reiðubúinn til söngs og að-
stoðar í starfi hans, hvenær sem
færi gafst.
Dýralæknis- og rannsóknar-
störf Ásgeirs verða rakin annars
staðar í tilefni af 90 ára afmæli
hans, sem hann og fjölskylda hans
bjóða til gestum í safnaðarheimili
Lágafellssóknar í Mosfellsbæ nk.
laugardag, 23. þ.m., kl. 15.30, en
þar í sókn búa fjögur barna þeirra
hjóna, en hið elzta norðan heiðar.
í dag samgleðjast nánustu vinir
og mágafólk afmælisbarninu á
Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund, en þar hefur Ásgeir verið
bókavörður lengst af, síðan hann
lét af opinberum störfum sjötug-
ur, og er ennþá. En lokakaflinn
voru sex ár fulltrúa og ráðunautar
hjá Heilbrigðiseftirliti ríkisins,
auk kjötskoðunar á afskekktum
stöðum í dreifbýlinu haust eftir
haust, m.a. á Ströndum og á Norð-
austurlandi.
Ásgeir dýralæknir er glaðsihna
maður, reifur og félagslyndur.
Hjálpsemi hans í starfi, viðbragðs-
flýti og uppörvun samfara læknis-
heill lofuðu bændur og búendur.
Hann er einarður og vandur að
virðingu sinni, og drenglyndi hans
og vináttu þakka gamlir kunningj-
ar og vinir - og við tengdabörn
hans og barnabörnin. Því að enn
er afi í Ási. Síra Sigurbjörn lézt
á tíræðisaldri fyrir 27 árum. Mað-
ur kemur í manns stað. Og Ás-
geir dýralæknir og húsbóndi í Ási
fyllir hinn níunda tug aldurs síns
í dag.
Ágúst Sigurðsson,
Prestbakka.
Reykvíkingan!
Reglulegum fundi
Borgarstjórnar Reykjavíkur
sem haldinn verður í dag,
fimmtudag kl. 17:00, verður
útvarpað á Aðalstöðinni FM 90.9.
Skpilstola
borgarstjóra
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 53
FRÁ ungiingameistaramóti íslands um síðustu helgi. Fremst tefla þeir Jón Viktor
Gunnarsson, t.v., og Björn Þorfinnsson.
Islandsmót á alnetínu
SKAK
A1 n e t i ð
ÍSLANDSMÓT í
„NETSKÁK"
Nútímatækni gerir keppendum
kleift að sitja heima hjá sér við
einkatölvuna og tefla. Sunnudag-
inn 24. nóvember kl. 20.
SKÁKMÖNNUM, sem eiga
tölvu og eru tengdir alnetinu, gefst
nú kostur á að tefla um íslands-
meistaratitilinn í nýrri grein: „net-
skák“ eins og aðstandendur móts-
ins kalla það. Eftirfarandi fréttatil-
kynningu má lesa á alnetinu:
„Taflfélagið Hellir heldur ís-
landsmót í netskák sunnudaginn
24. nóvember næstkomandi sem
hefst kl. 20. Tefldar verða 9 um-
ferðir eftir Monradkerfi, 4 mínútna
skákir með 2 sekúndu viðbót fyrir
hvern leik.
Veitt verða þrenn verðlaun í
þremur flokkum, íslandsmeistari,
Islandsmeistari áhugamanna
(1.800 stig eða minna) og besti
byrjandinn (skákmenn án íslenskra
Elo-stiga). Gefandi verðlaunanna
er EJS hf. Þetta er að athyglis-
vert skákmót fyrir margra hluta
sakir. Þetta er fyrsta skipulagða
skákmótið á íslandi sem er teflt
yfir alnetið og það sem meira er,
Island er þar með fyrsta landið til
að halda meistaramót í netskák!
Teflt verður undir dulnefnum
svo að aðilar vita ekki hvort þeir
eru að tefla við stórmeistara eða
byijendur!
Þeir sem ætla að vera með skrái
sig í gegnum tölvupóst til Halldórs
Grétars Einarssonar (hge@ejs.is)
fyrir 22. nóvember. í póstinum
þarf að koma fram það dulnefni
sem menn vilja nota í mótinu.
Mótið er í boði Taflfélagsins
Hellis og Einars J. Skúlasonar hf.
og þátttaka er ókeypis."
Þessar og frekari upplýsingar
um mótið er að finna á heimasíð-
unni:
http://www.vks.is/skak/hell-
ii7isnet96.html. Áhugasamir
ættu að hafa samband við Hall-
dór fyrr en seinna til að vera
öruggir um að hafa réttan hug-
búnað.
Frá Skákfélagi Akureyrar
Keppni í efsta flokki á Haust-
móti Skákfélags Akureyrar er lokið.
Keppendur voru aðeins sex og tefldu
tvöfalda umferð. Að sögn Þórs Val-
týssonar, formanns SA, hefur félag-
ið misst 20 öfluga skákmenn suður
til Reykjavíkur, til náms og starfa,
undanfarin fimm ár.
Sigurvegari á haustmótinu var
Jón Björgvinsson, fékk 7'/2 vinn-
ing af 10. Jón er í Skákfélagi
UMSE og aukafélagi í Skákfélagi
Akureyrar, hann getur því ekki
orðið Haustmeistari SA. I 2.— 3.
sæti urðu Smári Ólafsson og Þór
Valtýsson með 6,5 vinn. Þeir tefldu
einvígi um titilinn og sigraði Þór.
Þór Valtýsson er því Haustmeist-
ari Skákfélags Akureyrar 1996.
Skákstjórar voru Albert Sigurðs-
son og Ari Friðfinnsson.
Atskákmót Akureyrar
Mótið fór fram dagana 14. og
17. nóvember. Þátttakendur voru
10 og lauk mótinu með glæsilegum
sigri Jóns Björgvinssonar, sem
fékk fullt hús vinninga. Hann er
því atskákmeistari Akureyrar
1996.
.1. Jón Björgvinsson 9 v.
2. Rúnar Berg 8 v.
3. Smári Ólafsson 6'A v.
Kiwanisskákmótið
Kiwanisskákmótið, hið sjöunda
í röðinni, var haldið laugardaginn
16. nóvember (á degi íslenskrar
tungu). Mótið er fyrir grunnskóla-
nemendur á Akureyri og hefur
ávallt verið vel sótt. Teflt var í 9
aldursflokkum og gaf Kiwanis-
klúbburinn Kaldbakur öll verðlaun
og viðurkenningar og sá um veit-
ingar á skákstað. Félagar í Skák-
félagi Akureyrar sáu um skák-
stjórn. Keppendur voru 107. Sig-
urvegarar urðu:
9.-10. bekkur: Sverrir Arnars-
son, Gagnfræðaskóla Akureyrar.
8. bekkur: Egill Örn Jónsson,
Gagnfræðaskóla Akureyrar.
7. bekkur: Stefán Bergsson,
Lundarskóla.
6. bekkur: Gunnar Ingi Valdi-
marsson, Oddeyrarskóla.
5. bekkur: Júlíus Arason, Síðu-
skóla.
4. bekkur: Ragnar Heiðar Sig-
tryggsson, Lundarskóla.
1.-3. bekkur: Almarr Ormsson,
Barnaskóla Akureyrar.
Stúlknaflokkur eldri: Li(ja Sig-
urðardóttir, Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar.
Stúlknaflokkur yngri: Valdis Ösp
Jónsdóttir, Barnaskóla Akureyrar.
Mótaáætlun SA til áramóta:
10 mínútnamót með skylduleikjum
(ítalski leikurinn) fimmtudaginn 21.
nóvember kl. 20.
15 mínútnamót sunnudaginn 24.
nóvember kl. 14.
Skákmót fyrir 45 ára og eldri
fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.
Fischer/Fide klukkur. Hraðskák.
Hraðskákmót sunnudaginn 1. des-
ember kl. 14.
Bikarmótið hefst fimmtudaginn 5.
desember kl. 20.
Sveitakeppni grunnskóla á Akureyri
og nágr. lau. 7. og su. 8 des. kl 13.30.
10 mínútnamót fyrir 45 ára og eldri
fimmtudaginn 12. desember kl. 20.
15 mínútnamót sunnudaginn 15.
desember kl. 14.
Keppni eldri og yngri skákmanna
fimmtudaginn 19. desember kl. 20.
10.7 mínútnamót sunnudaginn 22.
desember kl. 14.
Hverfakeppnin föstudaginn 27. des-
ember kl. 19.30.
Jólahraðskákmótið sunnudaginn 29.
desember kl. 14.
HM öldunga
Ingvar Ásmundsson er í 13.
sæti ásamt rússneska stórmeist-
aranum Mark Taimanov og mörg-
um öðrum skákmeisturum á
heimsmeistaramóti öldunga í Bad
Liebenzell í Þýskalandi, sem lýkur
um næstu helgi. Ingvar hefur fimm
og hálfan vinning eftir átta
umferðir og er taplaus. Eftir er
að tefla þijár umferðir. Efstir með
sex og hálfan vinning eru þrír
gamalkunnir stórmeistarar, Wolf-
gang Uhlmann, Þýskalandi, Evg-
ení Vasjukov, Rússlandi og dr.
Krogius, auk Rússans Shesto-
perovs sem er titillaus.
Margeir Pétursson
TONLEIKAR
Vi
v j
Sérstakur gestur: Maggi"mandolín"Einarsson
y§f
ROSENBERGKJALLARINN
i KVÖLD 21. NÓV. K L. 21:00
Diskurinn er koftíiri
JAPISS i