Morgunblaðið - 21.11.1996, Síða 56
>6 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Egfrttti ab, )JZL, þeUa.
Ctnn&r t>a nkö^ acrisb •
k-c-yptA
Ferdinand
Smáfólk
Það er hellingur af fugla-
skoðurum á ferli í dag ...
Þeir munu taka myndir. Þú ættir
því að rísa upp og fara að fljúga
um kring.
Ég átti nú ekki beinlínis
við þetta ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Okur
Frá Gunnari Kr. Sigurðssyni:
FIMMTUDAGINN 31. október síð-
astliðinn voru tónleikar bresku rokk-
sveitarinnar Super Furry Animals
ásamt þremur íslenskum sveitum
á skemmtistaðnum Tunglinu. Tón-
leikarnir sem áttu að hefjast kl. 22
hófust þó ekki fyrr en um kl. 23
sökum rafmagnsleysis á staðnum
fyrr um daginn, og þurftu því áhorf-
endur að bíða í hrollkulda inná staðn-
um meðan hljómsveitimar stilltu upp
og prófuðu hljóðið.
Tónleikamir vom hinir ánægjuleg-
ustu og gáfu íslensku sveitimar þeirri
bresku lítið eftir í gæðum og þá sér-
staklega hljómsveitin Kolrassa
krókríðandi sem að mínu mati átti
þetta kvöld. Breska sveitin spilaði
vel en þó skemmdi að mínu mati þó
nokkuð fyrir hve hávaðinn var gífur-
legur sem gerði það að verkum að
erfítt var að greina bæði söng og
einstök hlóðfæri, þar sem þau yfir-
gnæfðu hvert annað. Svona vanda-
mál eru þó venjulega fylgifískar tón-
leika af þessu tagi og því ber að
taka með jafnaðargeði. Það sem ég
gat hins vegar ekki tekið með jafnað-
argeði var álagning á drykki á barn-
um þetta kvöld. Er ég ætlaði að
væta kverkarnar og mýkja mig upp
fyrir tónlist kvöldsins með 2-3 öl-
krúsum komst ég að því að eini bjór-
inn sem hægt var að fá var bjór í 33
cl fiöskum og það á 600 kr. stykk-
íð!!! Þar sem ég var nú eiginlega
búinn að kaupa bjórinn þegar ég
heyrði þetta bijálæðislega verð lét ég
mig hafa það að bölva í hljóði meðan
afgreiðslumaðurinn tók 1.200 krónur
út af debetkorti mínu fyrir tvo bjóra
— ég hafði nefnilega slysast til að
bjóða félaga mínum upp á bjór í til-
efni kvöldsins. Ég hafði í einfeldni
minni haldið að á þessum bar væri
bara rukkað venjulegt okurverð fyrir
flösku af bjór, eða 400-450 kr. stykk-
ið, en ekki súper-okurverð.
Það er skemmst frá því að segja
að við félagarnir keyptum ekki meira
á barnum þetta kvöld þó svo að upp-
haflega hafí það verið hugmyndin
að hlusta á góða tónlist og fá sér
„nokkra kalda“ með. Það versta var
að í för með bresku rokksveitinni
voru erlendir blaðamenn og ljós-
myndarar sem ætluðu að fylgjast
með tónleikunum og stemmningunni
og þeir hafa sjálfsagt ekki farið var-
hluta af því að ein bjórflaska á barn-
um kostaði um 6 ensk pund. Því
þykir mér ekki ólíklegt að þessar
upplýsingar fái að fjóta með í greina-
skrifum þeirra eins og reyndar fjöþda
annarra fyrirrennara þeirra. Við Is-
lendingar verðum að fara að hugsa
með hausnum áður en við fælum síð-
asta ferðamanninn frá landinu hlæj-
andi að okrinu á veitinga- og
skemmtistöðum þessa lands. Falleg
og sérstök náttúra er ekki það eina
sem ferðamenn vilja sjá þegar þeir
koma hingað, þeir vilja einnig borða
á góðum veitingastöðum og skemmta
sér án þess að þurfa í mörgum tilfell-
um að borga 2-3 sinnum hærra verð
en í heimalandi sínu. Meðan við
bætum ekki úr þessu verðum við að
athlægi hjá öðrum þjóðum og ferða-
mönnum fjölgar ekki eins mikið og
við viljum — svo mikið er víst.
GUNNAR KR. SIGURÐSSON,
Móaflöt 55, Garðabæ.
Hvers vegna þarf endi-
lega að staðla örnefni?
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni:
LENGI hef ég ætlað að andmæla
skrifum Þorkels Guðbrandssonar á
Sauðárkróki og læt loks verða af
því. Öll örnefnagjöf forfeðra okkar
var rökrétt. Þeir voru ekki að burð-
ast við að fínna upp nöfn á viðkom-
andi kennileiti, vík, vog eða fjall, sem
enginn skildi og átti ekki við, gagn-
stætt núlifandi fólki sem smíðár
hveija fáránlegu nafngiftina eftir
aðra á staði sem hafa fram að þessu
haft falleg og frambærileg nöfn sem
allir skyldu sem á annað borð vildu
skilja. En snobbræfilsháttur núlif-
andi manna veldur því að nú skulu
allir þéttbýliskjarnar enda á bær, þar
með sveitirnar í kring, breytir í engu
hvað hétu áður fallegu og auðskildu
nafni. Greinilegt er að sama aðför
skal höfð að gömlu nöfnunum sem
prýða fjöll og firði, víkur og voga,
einhæfa allt í örfá nöfn með svipuð-
u.m formerkjum og þéttbýliskjarn-
arnir eftir þvi sem hr. Þorkell Guð-
brandsson, Grundarstíg 3, Sauðár-
króki, skrifar um í Morgunblaðið
fyrir nokkru og bar heitið „Stöðlun
örnefna". Eftir þeim skrifum að
dæma skulu öll ijöll heita til dæmis
Mælifell, Tindastóll, Glóðafeykir,
breytir engu hvað þessi flöll hétu
áður, Hengill, Esja, Skjaldbreiður
eða Herðubreið. Þessi nöfn þekkja
allir og vita hvar þessi fjöll eru á
landinu. Rökin fyrir stöðluðu nafn-
giftinni eru að skjalaskáparnir í
Bruxelles eigi að hýsa allt saman!
Þvílíkur undirlægjuháttur! Nei, kæri
hr. Þorkell, þangað í skjalaskápana
í Bruxelles höfum við íslendingar
ekkert að gera með okkar nafngiftir
og örnefni. Við eigum að varðveita
örnefnagjafir okkar óbrenglaðar á
heimaslóðum þar sem örnefnin urðu
til fyrr á öldum. Með því höldum við
í heiðri séreinkenni hverrar sveitar
og sýslu til yndis og ánægju fyrir
óbornar kynslóðir.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON,
Suðurgötu 124, Akranesi.
Hvad skal segja? 69
Væri rétt að segja: Hann ljáði mér þessa bók?
Rétt væri: Hann léði mér þessa bók.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.