Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 21.11.1996, Qupperneq 68
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 tfgunMfifrifr K <Ö> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar MORGUNBLADID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Formenn landssambanda ASI kynna tillögnr um vinnustaðasamninga Djúpstæður ágreiningur er á milli ASÍ og VSÍ FORMENN landssambanda innan ASÍ hafa náð samkomulagi um drög að rammasamningi um sérsamninga á vinnustöðum. Var tillaga þeirra kynnt á sambandsstjómarfundi ASÍ í gær en þar er gert ráð fyrir að stjórnandi fyrirtækis eða trúnaðarmaður starfsfólks og fulltrúi stéttarfé- lags geti óskað eftir sérstökum vinnustaða- eða sérkjarasamningi um tiltekin atriði aðalkjara- samnings. Skuli slíkir samningar staðfestir af viðkomandi stéttarfélögum. Vinnuveitendasambandið hefur kynnt hug- myndir sínar um kjarasamninga í fyrirtækjum en forsvarsmenn þess gagnrýna harðlega hug- myndir ASÍ fyrir að gera ráð fyrir beinni íhlutun stéttarfélaga við gerð vinnustaðasamninga. Þór- arinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir að tillaga landssambandsformanna ASI komi hvergi nálægt þeim hugmyndum sem VSÍ hafi verið að bjóða upp á um samstarf starfs- manna og stjómenda við að laga kjarasamninga að þörfum hvers vinnustaðar. „Alvarlegasta villan í þessum gömlu hug- myndum ASÍ er þó sú að samningar á vinnustað geti verið gerðir undir verkfallshótun, þannig að tvöföld verkfallshætta steðji að fyrirtækjun- um, vegna almennra samninga og síðan vegna sérkjarasamninga í einstökum fyrirtækjum. Það er algerlega fráleitt,“ segir Þórarinn. Trúnaðarmenn njóta ekki nægi- legra réttinda og vemdar Björn Grétar Sveinsson, formaður Verka- mannasambands íslands, segir að samkomulagið byggist á samþykktum þings ASÍ, þar sem lögð er áhersla á samningaviðræður við einstakar starfsgreinar og fyrirtæki. Hann segir nýjar hugmyndir sem vinnuveit- endasamtökin hafa sett fram um vinnustaða- samninga byggjast á hugmyndafræði sem sé fjarlæg því sem formenn landssambandanna séu að leggja til. „Við byggjum okkar störf á því umhverfi og þeim lögum sem við búum við. Ef ætti að fara út í þessar hugmyndir þeirra þyrfti að tryggja rétt trúnaðarmannanna miklu betur en kjarasamningar og lög hér á landi gera ráð fyrir. Það er himinn og haf á milli réttinda og verndar trúnaðarmanna hér á landi og í ná- grannalöndunum. Ef Vinnuveitendasambandið ætlar að klifra niður úr trjánum núna verða þeir að taka tillit til gróðursins. Við gerum það og ég vona að þeir geri það líka,“ segir Björn Grétar. ■ Hætta í öllum nefndum/35 Bílar fást á rekstr- arleigu INGVAR Helgason og Bíl- heimar hafa ákveðið að bjóða upp á svonefnda rekstrarleigu bifreiða. Þessi viðskiptamáti hefur rutt sér mjög til rúms erlendis að undanförnu, en um nýjung er að ræða hér á landi. Fyrsta bifreiðin samkvæmt þessum skilmálum hefur þegar verið afhent, en rekstrarleiga felst í því að gegn ákveðinni mánaðarlegri upphæð hefur viðskiptavinurinn nýja bifreið til fullra afnota. Allt viðhald bifreiðarinnar er innifalið í leigunni og rekstrargjöld önn- ur en eldsneyti, bifreiðagjöld og tryggingar og að tveimur árum liðnum tekur umboðið síðan við bílnum aftur. ■ Boðið upp á/B2 IS opnar sölu- skrifstofu á Spáni STJÓRN íslenskra sjávarafurða hf. hefur ákveðið að opna söluskrif- stofu á Spáni. Skrifstofan verður að öllum líkindum í höfuðborginni Rekstur banka kostar 13 milljarða REKSTRARKOSTNAÐUR ís- lenska bankakerfísins nemur um 13 milljörðum króna ári. Rekstrar- kostnaður banka og sparisjóða í Danmörku og Noregi er um 2,5% af eignum, en hér á landi er kostn- aður nálægt 5%. Þetta kom fram í svari Finns Ingólfssonar viðskiptaráðherra við fyrirspurn frá Ágústi Einarssyni alþingismanni í utandagskrárum- ræðu á Alþingi. „Nauðsynlegt er að draga úr rekstrarkostnaði til að bankakerfíð geti varist ásókn er- lendra keppinauta í sífellt harðn- andi samkeppni á alþjóðlegum vett- vangi,“ sagði Finnur. Kvaðst hann vona að hægt yrði að samþykkja •breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög á yfirstandandi þingi. ■ Brýntaðbreyta/11 Madrid og verður hlutverk hennar að selja fisk frá Seaflower White- fish, útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tæki í Namibíu, sem ÍS á 20% hlut í. Að auki nýtist skrifstofan til að selja aðra vöru ÍS. Benedikt Sveinsson, forstjóri ís- lenskra sjávarafurða, segir að lýs- ingur frá Namibíu geri fyrirtækinu kleift að opna skrifstofuna á Spáni, rétt eins og afurðir frá samstarfs- fyrirtæki IS á Kamtsjatka styrki nýja skrifstofu í Tókyó í Japan, en öll starfsemi ÍS njóti góðs af. Auk starfseminnar hér á landi, í Japan og væntanlega á Spáni, starf- ar ÍS nú í Bandaríkjunum, Eng- landi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og Namibíu. Fiskréttaverk- smiðja á íslandi? Benedikt segir að íslenskar sjáv- arafurðir starfi nú að því, ásamt Aflvaka, að kanna hagkvæmni fisk- réttaverksmiðju hér á landi. „Ég vil engu spá um hver niðurstaðan verður, en ég vona að málin skýrist fyrir mitt næsta ár. Þá getum við tekið afstöðu til þess hvort skyn- samlegt sé að byggja fiskréttaverk- smiðju hér, sem framleiði fyrir Evr- ópumarkaðinn," segir Benedikt. ■ Við eigum/34 Morgunblaðið/0ivind Kaasa Ovenju mikið af hnúfubaki í Eyjafirði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi um frákast á fiski Akureyri. Morgunblaðið. ÓVENJU mikið hefur sést af hvölum í Eyjafirði að undan- förnu, bæði hnúfubaki og hrefnu. Lögbrjótarnir sæti ábyrgð „KJARNI málsins er sá að þeir, sem taka ábyrgðina á því að henda fiski, verða að sæta þessari ábyrgð í umræðunni og gagnvart lögum og það er ábyrgð útvegsmanna og skipstjórnarmanna sem þarna veg- ur þyngst. Framhjá því verður aldr- ei litið,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, m.a. í ávarpi sínu til Fiskiþings í gær. Sjávarútvegsráðherra sagði það valda nokkrum áhyggjum á hvem veg hin almenna umræða um frá- kast á fiski hefði þróast þó ljóst mætti vera að vandinn væri hvergi leystur. í almennri umræðu um þetta efni væri spjótunum mjög sjaldan beint að þeim, sem væru að bijóta lögin, heldur væri sökinni yfirleitt varpað eitthvert annað og ýmist bent á fiskveiðistjórnunar- kerfið eða trékarlana í ráðuneytinu. í máli Þorsteins kom fram að í síðustu viku hefði skapast mikil umræða er skipstjóri hefði opinber- lega greint frá því að á skipi, sem hann starfaði á, hafi fiski verið hent á tilteknu tímabili. „Mér finnst mjög mikilvægt að þeir, sem á sjón- um eru, komi fram með upplýsingar sem þessar og geri það mögulegt að taka á afbrotum eins og þessum. Það fyrirtæki, sem þarna á í hlut, getur, ef þessar fullyrðingar reyn- ast réttar, átt verulegar refsingar í vændum, háar sektir og jafnvel sviptingu veiðileyfis," sagði ráð- herrann. Aflamarkskerfið verði aflagt Fiskifélagsdeild Vestfjarða legg- ur til á yfirstandandi Fiskiþingi, að aflamarkskerfið verði aflagt í áföngum. Alls liggja um 70 tillögur fyrir þinginu. ■ Fiskiþing/18-19 Mikið er af æti í firðinum og hefur hnúfubakur sést innan við Hrísey og hrefna inn undir Hjalt- eyri. Öivind Kaasa, sjávarlífræð- ingur, starfsmaður Hafrann- sóknastofnunar og kennarivið Háskólann á Akureyri, og Árni Halldórsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Hauganesi, voru á siglingu innan um hvalina í vikunni og festi 0ivind hvalina á filmu. Árni, sem einnig stendur fyrir hvalaskoðunarferðum fyrir ferðamenn, hefur séð sjö hnúfu- baka blása í einu innan við Hrís- ey, sem verður að teljast harla sjaldgæf sjón á því svæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.