Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 6
6 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
150 g smjör eða smjörlíki
5 dl léttmjólk
1 g saffran
Jólabrauó
Orunndeig
50 g pressuger 2 dl rúsínur
hálf dós sýrður rjómi 36% 1 egg til að pensla með
1 /2 dl Ijóst sýróp
1 e99
'/i tsk salt
19-20 dl hveiti
1.100-1.200 g hveiti
Bræðið smjörið og bætið
mjólkinni út í. Hitið þar til
blandan nærum 37°.
Steytið saffranið með
einni teskeið af sykri
og blandið út í vökv-
ann. Bætið geri
Bætið rúsínum út í grunndeigið og
hnoðið vel. Rúllið út í fingurbreiðar
lengjur og mótið. Látið hefast í 25
mínútur og bakið við 250°. Minnstu
brauðin þurfa 7-8 mínútna bakstur
í miðjum ofni, miðlungsstór í miðjum
ofni í 10-15 mínútur og þau stærstu
15-20 mín. neðst í ofni.
Þekktustu brauðin eru líklega
lúsíukettir. Þá er deigið hnoðað í
lengjur, sem skornar eru í 20 sm
bita. Þeir eru lagðir eins og S á
plötuna og rúsína sett í hvorn krók-
inn. Jólavagn er gerður úr þremur
slíkum, sem lagðir eru hver yfir
SAFFRAN er dýrasta krydd
í heimi, nánast þyngdar
sinnar virði í gulli. Það
gefur einstakan keim og
lit og er ein þeirra kryddtegunda
sem menn tengja jólum, t.d. í Sví-
þjóð. Appelsínurauða saffran-þræð-
ina er að finna í fjólublárri lilju sem
er sérvitur á loftslag en gerir ekki
kröfur um sérlega frjóan jarðveg.
Spánverjar rækta þjóða mest af
liljunni sem gefur af sér saffran, en
ástæðan fyrir hinu háa verði er að
hvert einasta blóm er handtínt.
Aðeins þrír þræðir eru í hverju blómi
og eftir tínslu eru þeir þurrkaðir í
ofni með viðarkolum. Þá kemur hinn
sérstaki ilmur þeirra fram en þræð-
irnir eru lyktarlausir nýtíndir.
Kílóverð á saffrani er um 300
þúsund krónur en hér á landi er
það selt í 0,4 og 2 gramma pakkn-
ingum í stórmörkuðum og heilsu-
búðum. En á móti kemur að afar
lítið þarf af saffrani til að gefa
bragð og raunar verður að fara
sparlega með það, þar sem bragð-
ið verður rammt sé notað of mikið
af því. Mælt er með því að keyptir
séu saffranþræðir en ekki eftirlík-
ingar, sem yfirleitt eru seldar sem
duftblöndur.
Saffran er sagt hafa lækninga-
mátt, örva blóðrás og kynhvöt. í
Grikklandi hinu forna var saffrani
dreift á gólf leikhúsa til að slá á
mesta óþefinn. í Indlandi var saffr-
an notað eins og ilmvatn og gest-
ir voru boðnir velkomnir með
saffranilmi. í Egyptalandi hinu
forna drukku menn saffrante til
að auka sér andlegan kraft og
bjartsýni. í Tíbet er saffran notað
til að lita kufla munka og er guli
liturinn talinn tákna ríkidæmi og
heiðarleika.
Grunndeig meó
saffrani
Morgunblaðið/Kristinn
JÓLABRAUÐ með saffrani i, svokallaðir lúsíukettir, lussekatter, og hár prestsins er íforgrunni.
út í, svo sýrðum rjóma, sírópi,
eggi, salti og mestu af hveitinu.
Hnoðið, stráið hveiti yfir og látið
hefast á heitum stað í 40 mínútur.
Hnoðið upp og bakið.
Í/J71
annan, svo að þeir mynda hring.
Prestahár er gert úr sex mjóum
lengjum. Sú fyrsta er lögð tvöföld
og rúllað upp á endana. Lengjurn-
ar eru svo lagðar hver utan um
aðra og rúsína sett í endana. Svo
er um að gera að láta ímyndunar-
aflið ráða ferðinni.
Gullbollur meó
kryddgróp
Grunndeig
75 g mjúkt smjör
3 msk strásykur
1 tsk kanill
1 tsk kardimomma
1 egg til að pensla með
Hrærið kryddið saman við
smjörið og hnoðið deigið vel.
Mótið bollur og gerið holu í
miðjuna sem klípu af kryddsmjöri
er skellt ofan í. Látið hefast í 25
mínútur, penslið með eggi og
bakið við 250°. í miðjum ofni í 8-9
mínútur.
Saffrandraumar
(30 stk)
100 g smjör eða smjörlíki
___________2 dl sykur__________
______Vb tsk sgffrgn, um 0,5 g
___________2 dl hveiti___________
________1 msk vanillusykur_______
1 tsk hjgrtgrsalt
Hrærið smjör og sykur þar til
það er Ijóst og létt. Steytið saffran-
ið með einni tsk af sykri og bætið
út í smjörið. Bætið þurrefnunum
saman við. Mótið 30 kúlur og setj-
ið á bökunarplötu en gætið þess
að nægilegt bil sé á milli, því kök-
urnar renna út. Bakið í miðjum
ofni í 20 mínútur við 175°.
Saffranferningar
___________'/2 dl möndlur________
______150 g smjör eða smjörlíki__
___________2 dl sykur_____________
______________2 egg______________
___________'/2 g saffrgn_________
___________'/2 dl súrmjólk_______
___________3 dl hveiti____________
___________1 tsk lyftiduft_______
kanill
Stillið ofninn á 175°. Hakkið
möndlurnar fínt niður. Hrærið
smjör og sykur létt og Ijóst. Bætið
eggjunum út í á meðan hrært er.
Steytið saffranið með einni tsk af
sykri og setjið það út í
smjörhræruna ásamt súrmjólkinni.
Bætið möndlum og þurrefnunum
saman við og hnoðið. Smyrjið form
sem er u.þ.b. 20x28 sm og setjið
deigið í. Bakið neðst í ofni í 35
mínútur. Skerið kökuna í litla
ferninga og sigtið flórsykur eða
kanil yfir.
Taktu bömin með í jólahlaðborð Skiðaskálans
ekkert fyrír 12 ára og yngri á fimmtudögum og sunnudögum*
■II
Jólahlaðborö Skíðaskálans
að dönskum hætti
er hlaðiö norrænum kræsingum öll fimmtudags-, föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöid til jóla.
Skíöaskálinn skartar fegursta jólaskrauti og einstakri
stemningu þessa dagana enda styttist til jóla.
Gætiö þess aö panta borö í tíma,
því vinsælustu dagarnir eru þegar fullbókaöir.
*Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri,
fimmtudaga og sunnudaga í fylgd foreldra.
Yngstu börnin fá óvæntan glaöning úr poka jólasveinsins.
Njótiö náiægöar jólanna í Skíöaskálanum
■ veriö velkomin!
Skíðaskálinn Hveradölum
Veitingahús og veisluþjónusta, sími 567-2020
Borðapantanir
567-2020