Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 01.12.1996, Qupperneq 20
20 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ ERU ekki aðeins íslendingar, sem hafa tekið ástfóstri við sænska aðventudrykkinn glögg. í Danmörku flýtur allt í glögg vikurn- ar fyrir jól og sama hvort maður mætir í jólaföndur leikskóla og barnaskóla eða í virðulegar jóla- samkomur á vinnustöðum: alls staðar er boðið upp á misgott - og þó oftar misvont glögg - hvort sem er í fallegum glösum eða plastkrúsum. Svíar snæða pipar- kökurnar sínar með og það gera Danir reyndar líka, en oftar en ekki bjóða þeir upp á eplaskífurnar sínar með, sem reyndar standa ekki lengur undir nafni, því engin eru eplin í þeim lengur. En það má sumsé ylja sér á fleiru á aðventunni en glögg og hér á eftir fara nokkrar hugmyndir í þá átt. Allir drykkirnir sóma sér vel með krydduðum jólakökum af öllu tagi, hunangskökum og jóla- brauði, en þurrkaðir ávextir eins og rúsínur, gráfíkjur og apríkósur að ógleymdum möndlum og hnet- um eru hreint afbragð með drykkjunum. Og þegar kveikt hefur verið á kertunum þá er hinn ytri aðventuandi kominn, en hinn innri verður hver að sjá um sjálfur... Góða skemmtun! þurru. Þennan dag halda þeir upp á Guy Fawks' Night til að minnast þess að á þessum degi árið 1605 reyndu Fawks og félagar hans að sprengja upp kónginn og þinghús- ið. Tilræðið tókst ekki, en í minn- ingu þessa sprengja Bretar óskað- legri sprengjur þennan merkisdag. Til að hlýja sér drekka þeir til dæmis heitan síder og borða með kryddkökur og sírópsepli. Síder- inn breski er gjarnan léttáfengur, líkt og bjór, en fáist hann ekki er hægt að nota óáfengan síder. ________1 msk púðursykur_________ 1 I þurr síder (ekki sætur) ________1 tsk allrahondaber______ ________5 sm flís af kanilberki__ ________3flögurofmace____________ 1 appelsína Síderinn er hitaður með sykri og kryddi, en ekki látinn sjóða. Sneiðið rækilega þvegna appelsín- una í þunnar sneiðar og setjið eina sneið í hvert glas eða krús, hellið sídernum yfir og berið fram. Þad er f leira gott en glögg til að ylja sér i skammdeginu, segir SIGRÚN DAVÍDS- DÓTTIR og dregur upp nokkrar uppskriftir þvi til sönnunar. einhvern hátt er bragðbætt með ávaxta- og kryddolíum. Fyrir te- unnendur eru flestir tegundir af slíku tei óáhugaverðar, því bragðið vill oftar en ekki vera skelfilega gervilegt. Hér gegnir öðru máli, því hér fæst bragðið af alvöru kryddi og engu öðru. Fyrst er soð- ið kryddseyði og það notað til að gera te. Best fer á að nota svart te, English Breakfast Tea eða Ceylon Tea, en síður Earl Grey. Þeir sem kjósa reglulega sérkenni- legt te nota Lapsang, sem með reykbragði sínu Ijær kryddteinu alveg sérstakan keim. Þið getið notað eftirfarandi kryddblöndu eða spreytt ykkur á eigin uppfinningu, en aðalatriðið er að nota heilt krydd og ekki duft. ______________1 Vá I vatn________ 4 heilir stjörnuanísar Látið kryddið og vatnið malla saman í 15-30 mín. og notið svo kryddseyðið til að gera ykkur te. Ef afgangur er af seyðinu getið þið geymt það í nokkra daga og átt í næstu tegerð. Flestir kjósa vísast sykur í kryddteið. Berið fram með því hun- ang, hrásykur, kandís og/eða púð- ursykur svo hver geti sykrað að vild. Styrkt kryddte: Hinir fullorðnu kjósa kannski að setja msk. af ein- hverju sterku í bollann sinn, hvort sem það nú er koníak, kláravín, romm eða annar brenndur drykk- ur. Sjálf er ég veik fyrir að styrkja kryddte með þurru sérríi. .. wmmmfflmfflammmmmum Heitur síder á enska visu ••• • . -. Kryddte Það er hægt að kaupa ýmsar tegundir af kryddtei eða tei sem á _____8 negulnoglar_____ 10 kgrdimommur 1 msk heil gllrahandaber te eftir smekk Þeir sem hafa verið í Bretlandi 5. nóvember hafa kannski hrokkið í kút þegar þessir rólegu og yfir- veguðu Bretar hafa skyndilega far- ið að skjóta flugeldum upp úr Heitur ávaxtasaf i Víða á ávaxtaræktarsvæðum Evrópu tíðkast að drekka heitan f/(a(t(ht/*/n(t(uf' ftfit (f//((/t /n’i/fi Sendum hátíðarmatinn hvert sem er, innanlands sem til vina og ættingja erlendis. Þu gleður með góðri gjöf og við spörum þér sporin. 2. O 22. O: Grensásvégi 48. s: 553-1600 ávaxtasafa á veturna, einkum sól- berja- eða eplasafa. Þótt þið búið ekki í skugga ávaxtatrjáa er hægt að kaupa safa og spreyta sig á slíkum drykkjum. Kryddið hér að ofan getur verið góð viðbót við heitu safana, sem hér eru nefndir. Látið þá kryddið malla um stund í safanum, áður en hann er borinn fram. Hér er kannski óþarfi að nota nokkuð syk- urkyns, en kannski eru ekki allir á einu máli um það. Vin chaud Vin chaud erfranska hliðstæðan við glögg (og þarlendir bera nafnið fram sem veng sjó). Nafnið þýðir einfaldlega heitt vín og það er líka þannig sem drykkurinn er: hitað vín. En í viðbót er notað krydd og í Frakklandi er hægt að kaupa til- búnar kryddblöndur í heita vínið. Aðferðirnar eru ýmsar, en hér kemur ein útgáfan. Vínið þarf auð- vitað ekki að vera neitt gæðavín, en best fer á að nota bragðmikið vín og það getur auðvitað eins verið ítalskt og franskt. 1 flaska rauðvín 1 dl vatn 3 heilir stjörnuanísar _________3 negulngglor_________ um 5 sm flís af kanilberki 1 tsk allrahandaber ______púðursykur, sykur eða____ hunong eftir smekk Látið vatnið og kryddið malla saman í um 15 mín. Bætið víninu út í og látið það hitna en ekki sjóða, því þá rýkur vínandinn úr því og það breytir um eðli. Sætið það ögn, til dæmis með 3 msk af púðursykri, en hver og einn verður að styðjast við sinn smekk. Reglan er þó að vínið á alls ekki að vera dísætt, heldur á sykurinn bara rétt aðeins að hamla á móti sýrunni í víninu, því sýru- bragðið styrkist við hitunina. KANILL er ekki allur þar sem hann er séður. Það sem við köllum kanil og er selt í duftformi er af ætt- ingja lárviðarins, cinnamomum cassia en „ekta“ kanill kallast hins vegar cinnamomum zelanicum. Sá síðarnefndi er runni sem vex á Sri Lanka og á Indlandi en cassia-tréð vex í hlíðum Himalaya. Börkur runnanna er mun þynnri en á cassia-trjánum en duftið er unnið úr berkinum. Griski læknir- inn Galenos lýsti þessu svo árið 200 f.Kr.: „Besta cassian er álíka góð og sísti kanillinn. Eini munurinn er sá að maður verður að nota helm- ingi meira af kassíunni til að fá sama bragð." Kanilduft er úr cassiu en heill kanill, tvær barkarrúllur hvor inni i annarri, er iiklega „ekta“. Mest er flutt inn af kanil frá Indónesiu. í Biblíunni er kanill nefndur í einni af Mósebókunum. Kanilstjörnur (30 slk.) 300 g gfhýddar möndlur 2 tsk. kgnill 3 dlsykur 3 eggjghvítur I tsk. sítrónusafi I dl flórsykur glassúr: 5 dl flórsykur 1 Vi (3 msk.) eggjahvíta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.