Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 28

Morgunblaðið - 01.12.1996, Side 28
28 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FAST er haldið í jólasiðina á heimili Einars Odds Krist- jánssonar alþingismanns og konu hans Sigrúnar Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræð- ings. Farið er í gönguferð til að örva matarlystina á aðfangadag, en á borðum er hátíðamatur sem ekki er matreiddur eftir uppskriftum heldur tilfinningu húsmóðurinnar. Jóhanna, systir Einars Odds, lumar hins vegar á nokkrum góðum upp- skriftum sem hafa verið notaðar mann fram af manni í fjölskyldu þeirra fram á þennan dag. Jó- hanna segir að jólahaldið hafi allt verið frekar í föstum skorðum, þau hafi hlustað á messu og síðan hafi jólamaturinn verið snæddur um sex- leytið á aðfangadag. Sér sé enn minnisstæður ilmurinn af jólaávöxt- unum, og þá aðallega lyktin af epl- unum. Á jólaborðinu var steik og ( eftirrétt smjördeigs-sveskjuterta með þeyttum rjóma. Kvöldinu var síðan eytt við að opna pakka og spila á spil frameftir kvöldi. Einar Oddur hafði ærna ástæðu til að hlakka til jólanna, því afmælisdag hans ber upp á annan dag jóla, þannig að væntanlega hafa pakk- arnir verið aðeins fleiri á þeim bæ. Ekki var slegið slöku við smá- kökubakstur, hafist var handa í byrj- un nóvember og bakað alveg fram á síðasta dag. Jólasagan á aðfangadag Einn er sá jólasiður sem haldist hefur í fjölskyldunni og það er jóla- sagan. Hún var ætíð sögð á að- fangadag af föður þeirra og enn í dag er það faðir sem segir söguna börnum sínum, og það er Einar Oddur sjálfur. Jólasagan er ekki til í bók, heldur eru þetta sögur sem Einar Oddur semur sjálfur og um leið taka gestir og aðrir fjölskyldu- meðlimir þátt í þeim. Oft eru þessar sögur hið mesta bull, en allir hafa gaman af. Óttaðist skötuát Sigrún Gerða er alin upp í vest- urbænum í Reykjavík og segist koma fjölskyldu sem einnig hafði fastmótaða jólasiði. í húsinu sem hún ólst upp í bjuggu saman tvær fjölskyldur, föðursystur hennar og svo hennar eigin fjölskylda. Sigrún segist hafa alist upp við að foreldrar hennar skreyttu jólatréð og engum var hleypt inn í stofuna fyrr en klukk- an sex um kvöldið. Þegar hún flutti vestur, eftir að hafa kynnst Einari Oddi, var ekki laust við að hún kviði því að þurfa að borða skötu á Þorláksmessu. Til allrar hamingju fyrir Sigrúnu Gerðu reyndist það ekki til siðs á heimili frú Maríu, móður Einars Odds. Sig- rún Gerða segist ekki fara í bæinn á Þorláksmessu fyrr en eftir fjögur á daginn, því þá hafi menn lokið við að snæða skötuna. Eina skatan sem hún hefur smakkað er lóðskata. Einar Oddur segist ekkert vera á móti skötu, hann hafi aldrei vanist því að snæða hana og þar að auki hafi sér fundist lyktin af henni vond. Morgunblaðið/Egill Egilsson SIGRÚN Gerða og Einar Oddur á Sólbakka. Þar er engin skata á borðum á Þorláksmessu en jólasiðirnir að öðru leyti hefðbundnir. Skarf ur og Þó hann sé Vestfirðingur finnst hon- um sér ekki bera skylda til að þykja skata góð, þar sem hún hafi aldrei verið á boðstólum á Þorláksmessu á heimili hans þegar hann var að alast upp. Dansað í kringum jólatréð Þau hjónin, Einar Oddur og Sig- rún, hafa haldið þeim sið að hafa margt um manninn hjá sér um jólin. Allir hjálpast að við jólaverkin og fjöl- skyldan er öll samankomin um jólin, spilað er og spjallað og að sjálf- sögðu mikið borðað. Einnig sungið og dansað í kringum jólatréð. Þetta hefur ekki breyst mikið þrátt fyrir alla aðra dægrastyttingu sem boðið er upp á. Einn er sá siður sem Einar Oddur og Sigrún Gerða halda í og það er jólagöngutúr um fjögurleytið á að- fangadag, sem þau tvö bregða sér í. Jólagöngutúr þessi er hugsaður í þeim tilgangi að örva matarlystina fyrir jólamatinn. Síðan sameinast fjölskyldan og fer í messu. Sigrún Gerða segist ætíð hafa lagt mikið upp úr því að skreyta allt húsið um jólin og hafa börnin ætíð tekið þátt í því. Skreytingarnar eru handunnar og oftast gerðar af fjöl- skyldumeðlimunum sjálfum. Hún býr til jólakörfur og fyllir þær af Jólahaldióá Sól- bakka vió Önund- arffjöró er heffó- bundió aó mestu, þó aó þar sé ekki boróuó skata ýmsu góðgæti. Síðan er farið í heim- sókn á Þorláksmessu og körfurnar gefnar vinum og kunningjum. Þessi siður er ennþá við lýði, börn fara með pakka og jólakort hvert til ann- ars á Flateyri. Hún hefur einnig viðhaldið hefð- inni, sem hún var alin upp við, í uppeldi barna sinna, en nú sé skemmtilegri hefð að skreyta jóla- tréð með börnunum. Jafnframt því er húsið þrifið í krók og kring, engin yfirborðshreinsun eigi sér stað. Á hádegi á aðfangadag er borð- aður möndlugrautur. Er þetta skemmtileg samverustund og af- slöpþun mitt í öllum önnunum á aðfangadag jóla. Eins og áður hefur komið fram hefur fjölskyldan stækk- að og því var þess krafist að möndl- unum yrði fjölgað. Þær eru orðnar þrjár og mikil spenna hefur skapast á þessum degi. Jólaskarfur Jólamaturinn hjá þeim hjónum hefur oftast nær verið fuglakjöt, og þá gæs eða kalkúnn. Ein jólin var hins vegar matreiddur skarfur hjá móður Einars Odds, þótt ekki hafi það verið ætlunin. Skarfurinn var tekinn í misgripum fyrir kalkún sem átti að liggja í frystihólfinu í frysti- húsinu. Fuglinn var matreiddur sem kalkúnn en þegar átti að skera hann gekk mikið á við skurðinn og mönn- um brá heldur betur í brún þegar kjötið reyndist vera svart en ekki hvítt. Sigrún Gerða segist oft hafa hlegið að þessu atviki og þetta sé oft rifjað upp á aðfangadag. Á jóladag er hangikjöt á boðstól- um með öllu tilheyrandi. Hangikjöt- ið, sem kemur frá Sæbóli á Ingj- aldssandi, á engan sinn líka hvað varðar bragð og útlit. Þegar menn borði þetta hangikjöt, komist þeir að því hvað hangikjöt er í raun og veru, segir Sigrún Gerða. Hangikjöt- ið er heimareykt og dökkbrúnt. í eftirrétt er dönsk eplakaka með rjóma, og er þetta samkvæmt pönt- un frá nokkrum fjölskyldumeðlim- um. Jólasmákökur Mar- iu Össurardóttur 500 g smjár 2egg % stöng vanilla 500 g kartöflumjöl 500 g sykur 1 tsk hjartarsalt 500 g hveiti Smjörið skal bræða, kæla og hræra þangað til það er orðið Ijóst. Þá á að hræra saman við það syk- urinn, síðan eggin, vanilluna og hjartarsaltið sem hefur áður verið leyst upp í vatni. Að lokum er hveit- inu og kartöflumjölinu blandað saman við. Deigið sett á plötu í smákúlur og þær bakaðar Ijósbrúnar. Nægir í um 200 kökur. Smjördeigs- sveskjuterta 250 g smjör 250 g hveiti %dl vatn 'A tsk edik Hveitið er sigtað. 'h af smjörinu mulinn saman við. Vatni og ediki bætt út í. Hnoðað þangað til deig- ið er orðið dálítið seigt. Látið bíða á köldum stað í a.m.k. 10 mínút- ur. Þá er hnoðað þangað til deigið verður mjúkt á tréplötu sem vætt er með köldu vatni. Nú er deigið flatt út þangað til það er u.þ.b. ’A sm á þykkt. Smyrjið útflatt deigið með helmingnum af smjörinu og látið bíða í 10 mínútur. Þá er deig- ið flatt út á ný og því sem eftir er af smjörinu er smurt eins og í fyrra skiptið yfir deigið. Rúllað saman og látið bíða í 10 mín. Nú er deigið flatt út eins þunnt og mögulegt er (á þykkt við sver- ari enda hnífsblaðs). Tvö hring- laga form skorin út, t.d. eftir pott- loki. Annar hlutinn verður botn. Hann er pikkaður með gaffli og ytri kanturinn (u.þ.b. 3 sm) smurð- ur með eggjahvítu. Á þennan smurða kant er settur deigrenn- ingur svo þetta verði eins og skál eða djúpur diskur. Þetta er sett á plötu og bakað Ijósbrúnt í heitum ofni. Hinn hlutinn verður lok á tertunni. Deigið er sett á plötu. Þá eru skornar rendur u.þ.b. 2 sm frá kantinum. Þær eiga að vera um 2 sm breiðar. Annarri hverri rönd er lyft í burtu, en hinar flétt- aðar þannig að efri hluti tertunnar verði eins og girðingarnet. Þetta er nú penslað með eggjahvítu og bakað eins og botninn. Þegar smjördeigsbotnarnir eru orðnir kaldir er neðri hlutinn fylltur með sveskjum sem eru soðnar með dálitlum sykri þangað til þær eru mjúkar. Það má auðvitað nota aðra soðna ávexti. Ofan á ávaxta- maukið er látinn þeyttur rjómi. Þar ofan á er „rimlalokið" sett og þrýst á þannig að rjóminn sprautist í gegn. „Aðalatriðið fyrir stjórnmálamenn er að menn taki eftir verkum þeirra og myndi sér skoðanir á þeim. Það er síðan eðli lýðræðisins að menn séu ýmist með þeim eða á móti. Stjómmálamenn semfólk lætur sér fátt umfinnast eru ekki að vinna verk sem einhverju máli skipta. “ Ólafur Ragnar Grímsson í febrúar 1990 BÓKIN ER RITUÐ AF PÁLMA JÓNASSYNI SAGNFRÆÐINGI I > BÓKAFORLAG SÍMI 588 2225 - FAX 588 72\S

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.