Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 32

Morgunblaðið - 01.12.1996, Síða 32
32 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 3 msk ólífu- eða vínberiakjgmaolía________ _______2 laukar, sneiddir_____ _______í þunnar sneiðar_______ safi af 2 appelsínum og fínrifinn börkurinn með 2 dl rauðvínsedik 3 msk hungng, hrósykur eða _______hvítur sykur_______ 5 negulnaglgr og I msk heil allrahandaber SUMIR borða alltaf rjúpur á jólum, aðrir alltaf ham- borgarhrygg og enn aðrir alltaf eitthvað allt annað, en flestir borða það sama ár eftir ár. Þó að hefðum og venjum sé haldið í höfuðréttum er hægt að bregða út af föstum venjum þegar kemur að meðlætinu og reyna þar nýjar leiðir. Ekki af því að jólin þurfi endilega að vera tími nýjunga og tilrauna, heldur af því að það er til svo margt gott og spennandi meðlæti, sem er þess virði að það sé reynt á hátíðlegum stundum. Hér á eftir fara nokkur vel valin dæmi um slíkt ... og uppskriftirnar eru lauslega miðaðar við að vera hæfilegur skammtur handa fjórum. Góða skemmtun og gleðilega hátíð! Appelsinurauökál Soðið rauðkál á við margvíslega jólarétti. Hvort sem fólk kýs fugla eins og rjúpur og endur eða reykt kjöt eins og hamborgarhrygg þá er rauðkálið tilvalið meðlæti. Eitt- hvað súrt og eitthvað sætt er gott með rauðkálinu, sem batnar við langa og hæga suðu og verður betra ef það er lagað daginn áður og síðan hitað upp. Rauðkál geym- ist vel í kæliskáp og það er einnig hægt að frysta það ef nauðsyn krefur. Rauðkál er matur, sem ekki borgar sig að búa til nema í vænum skömmtum og eiga og sumir eru ekki síður hrifnir af því köldu en heitu, ekki köldu úr kæliskápnum, en við stofuhita. 1 vænt og þétt rouðkólshöfuð Flestir eru bundnir heföum og venjum þegar þeir vel ja jólamatinn. Þó aó haldió sé fast i þœr mó bregóa ó leik i meólætinu eins og SIGRÚN DAVÍDSDÓTTIR bendir ó hér ó eftir. 1. Salatgerðin fer fram á hefð- bundinn hátt: Rauðkálið er fín- sneitt eins og áður er lýst og gul- ræturnar rifnar saman við, ásamt piparrótinni. Svo er að blanda sós- unni og hella yfir grænmetið. Nú má salatið gjarnan standa áður en það er borið fram. Rauórófu- eg gulrótarsalat Svo við höldum okkur enn við rauð salöt þá tökum við rauðrófu- salat fyrir næst. Rauðrófur eru ekki aðeins góðar soðnar í súrsæt- um legi á norræna vísu, heldur einnig hráar og þá í eftirfarandi salati. Jafnvel minnstir aðdáendur rauðrófunnar, þessa vanmetna rótarávaxtar, geta varla annað en viðurkennt að salatið er frábær matur. Það er hægt að bera fram eins og salatið hér að ofan, batnar 1. Kúnstin er að skera kálið i þunn- ar sneiðar og það getið þið gert í vél, ef þið hafið slíkt tæki við hönd- ina, en annars er bara að beita hnífnum fimlega. 2. Hitið olíuna og setjið kálið og laukinn í pottinn. Flestir eru kannski vanir að nota smjör en olían sest ekki eins utan á kálið ef það er snætt kalt og rennur vel saman við hin hráefnin. 3. Nú er að bæta öllu öðru saman við kálið og láta það malla við vægan hita í 1 'A klst. Hugið að því að ekki verði of þurrt í pottinum og bætið þá appelsínusafa í eða svolitlu af vatni. Það er smekks- atriði hversu mikið soðið kálið á að vera, svo hver hefur sína henti- semi í þeim efnum. Bragðið og sætið eða sýrið eftir smekk. Þeir sem kjósa skarpt bragð bæta vís- ast við ediki eða appelsínusafa og þeir sem vilja bragðið vel sætt bæta í hunangi eða annarri sætu. Rauókálssalat Rauðkál er ekki aðeins gott soð- ið, heldur einnig hrátt í salat og hér kemur dæmi um jólalegt rauðkálssalat, sem er fjarska gott með köldum hamborgarhrygg, hangikjöti eða öðru bragðmiklu kjötmeti. Svo er auðvitað ekkert að því að gæða sér á því án kjöts- ins, kannski þegar komið er fram á annan eða þriðja dag jóla og þörfin fyrir eitthvert ferskmeti er farin að gera vart við sig. Salatið geymist vel, er reyndar best þegar það hefur staðið í nokkrar klukku- stundir eða yfir nótt, svo þið getið átt það í kæliskápnum yfir jóladag- ana og borið fram þegar þörf er á. Þeir sem ekki eru gefnir fyrir piparrót geta sleppt henni, en hún gefur salatinu óneitanlega sér- stætt bragð. __________1 rauðkólshöfuð_______ _____________3 gulrætur_________ 3 sm af piparrót, fínrifinni Oliuedikssósa 6 msk vínberjakjarna- __________eðg ólífuolía_________ __________2 msk rauðvínsedik____ 1 mskgott, ósætt frgnskt sinnep 1 tsk hrásykur eða einnig við geymsluna, en er auk þess léttur og góður forréttur ef því er að skipta. __________5 vænar rauðrófur______ __________5 vænar gulrætur_______ __________V* hluti sellerírót____ _____edikssósan hér að ofan að ________sykrinum slepptum________ 1. Hér er ekkert annað en að hreinsa og þerra grænmetið og rífa það fínt. Hrærið sósuna svo hún verði létt og freyðandi og hell- ið henni yfir grænmetið. venjulegur sykur Epla- og sellerisalat Þetta salat er algjör uppáhalds- uppskrift og ómissandi um jólin, því salatið fer jafn vel með síldar- réttum og þeim kjötréttum, þar sem svokallað Waldorfsalat er við hæfi. Með skinku er það frábært og einnig með öðru reyktu köldu kjötmeti. Eins og annað með hráum eplum er það best nýlagað, en ef það hefur staðið bætið þá í svolítilli súrmjólk og/eða sýrðum rjóma saman við það til að gera það svolítið ferskara. Galdurinn við salatið er að bæði er notaður sýrður rjómi og súr- mjólk, svo útkoman verður léttari en ef eingöngu er notaður sýrður rjómi að ekki sé nú minnst á majónes. 5 græn og hörð epli 1 sellerírót lítil dós af sýrðum rjóma 2 dl súrmjólk 1. Afhýðið eplin, skerið þau í báta og fjarlægið úr þeim kjarnana áður en þið skerið þau í litla bita. Hreins- ið selleríið, afhýðið og skerið það sömuleiðis í litla bita. 2. Hrærið saman sýrða rjómann og súrmjólkina og hellið yfir eplin og selleríið. Sellerí meó vinberjum Hér kemur svo heitt meðlæti, sem hentar sérstaklega vel með villibráð, hvort sem er rjúpur eða hreindýr og einnig með kalkún. Hér gildir að sjóða selleríið ekki í mauk og bæta vínberjunum ekki í fyrr en rétt áður en meðlætið er borið fram. Ef ykkur hentar getið þið soðið selleríið daginn áður og bætt svo vínberjunum bara út í þegar meðlætið er hitað upp og borið fram. Vínberin eiga að vera sæt og góð til að falla sem best að selleríinu. _______1 stöngulselleríknippi_ um 30 g smjör 300 g græn vínber 1. Hreinsið selleríið og flettið ef til vill grófu trefjunum af með afhýð- ara. Ristið stönglana í mjóar ræmur og skerið þær í um 3 sm bita. Sker- ið vínberin í tvennt og takið kjarn- ana úr. Það hljómar kannski eins og mikil vinna, en er fyllilega þess virði og ekki eins seinlegt og það lítur út fyrir að vera. 2. Hitið smjörið og bætið selleríinu út í. Látið það malla á vægum hita í um 20 mín. eða þar til stönglarn- ir hafa mýkst, en eru þó enn fastir fyrir. Bætið vínberjunum í, látið þau hitna í gegn og berið meðlæt- ið fram. mmmmmmmmmmmmmm Sœtsúrl rósakál meó heslihnetum Rósakál er einstaklega gott meðlæti með dökku kjöti og villi- LEIKHÚSFERÐ ■é*.. er kærkomin Sjof jT /Ti 7 ■ \ J ' i Gjafakort í Þjóðleikhúsið Skemmtileg og sígild gjöf l i ' i *J 1 % % £ ifHL Æ1' 515 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ _ " w w* 551 1200 .STEFNUMÓT V© ÍSLAND* IJÓLAPAKKANN! Dvöl á Hótel Eddu er skemmtileg jólagjöf fyrir þá sem vilja fara I gott frí á Islandi. Gjafakortin, sem eru útbúin eftir óskum hvers og eins, gleðja náttúruunnendurna, útivistar- fólkið og alla hina sem vilja láta sér liða vel á notalegu hóteli. Hægt er að velja á milli fimmtán sumarhótela og tveggja heilsárshótela; á Kirkjubæjarklaustri og Flúðum. Ailar nánari upplýsingar eru veittar á Ferðaskrifstofu Islands. FERÐASKRIFSTXm ÍSLANDS ICELAND TOURIST BUREAU Skógarhlíð 18 101 Reykjavík Sími 562 3300 Bréfasími 562 5895

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.