Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 44
44 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Muriid gjQfokortiri Kqíq ekkjan frumsijnd í febrÚQr Sími 552 7033 Tniiii ISLENSKA OPERAN lllll SVANNI Stangarhyl 5 Pósthólf 10210,130 Reykjavík Kennitala 620388 - 1069 Sími 567 3718 Fax 567 3732 PAB.TE dTW i náttföt mullarvend 3.740,- Gæðavörur á góðu verði Sendum pöntunarlista út á land, sími 567 3718. Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. erumfintfyrirjólin Gjafakortfrá Persíu eru tilvalin jólagjöf fpr fr . ■■ ■ frr’ ShJ frr' fr fai M w . h rúlega gott verö á austurfenskum teppum ■ 1 -t r P T í íCi Sérverslun með stök teppi og mottur Suburlandsbraut 46 - Sími: 568 6999 Opiö alla sunnudaga fram aö jólum Persía éf CXO Bláu húsin við Faxafen CX KRISTÍN MARJA BALDURSDÓTTIR brýtur islenskt jólahald til mergjar MÉR ER mjög anntum kaupmenn og at- vinriurekendur og þvíhef ég deilt öllu mínu sparifé á milli þeirra fyrir hver einustu jól. Ég hef séð svo um að fatakaupmenn fái sitt, gjafa- vörukaupmenn sitt, nú og svo gull- smiðir, skósalar, bóksalar, fisksal- ar, blómasalar, og strákarnir í Bón- us og Hagkaupi. Fyrirtilstuðlan mína hafa þessir aðilar auk margra annarra getað haldið hátíðleg jól með fjölskyldum sínum og ástvin- um. Þess utan hef ég svo skapað fjölda manns aukavinnu fyrir jólin, afgreiðslufólki íverslunum, starfs- mönnum hjá stofnunum og fyrir- tækjum og jafnvel skólafólki, sem fær til dæmis vinnu á Póstinum við að bera út jólakortin mín. Auk þess held ég uppi bensínstöðvum, því til að kaupmenn og atvinnurek- endur fái í tæka tíð þetta sparifé mitt, sem ég hef safnað með því að neita mér um allt sem vekur lífslöngun, hef ég þurft að þeysa milli staða á bifreið minni. Það kostar nú heldur betur bensín eins og menn geta ímyndað sér, að ég nefni nú ekki umferðarþungann sem það hefur skapað, enda hefur lögreglan þurft að setja allan mannskapinn í aukavinnu á þess- um tíma. En þar með er ekki allt upptalið, því ég hef líka styrkt stofnanir og félagasamtök, keypt jólakerti og servíettur af líknarfélögum, jóla- kort af kirkjunni og flugfreyjum, og jólatré af Skógræktinni. Ef menn hafa álitið að þar með sé endir, bundinn á höfðingsskap minn skjátlast þeim, þvíá millijóla og nýárs styrki ég íþróttafélögin og skátana með rakettukaupum, og útvega vitanlega í leiðinni lækn- um og hjúkrunarliði á bráðavakt aukavinnu á nýársnóttu. Gæska mín í garð kjötiðnaðarmanna og súkkulaðiframleiðenda fyrir jólin hefur og iðulega í för með sér aukið umfang líkamans, sem þýðir einfaldlega að eigendur líkams- ræktarstöðva fá sinn skerf af aur- unum mínum strax eftir áramót. Lítið hef ég gert af því að hreykja mér af örlætinu. Ég hef komið hljóðlega inn íverslanir, afhent þessa aura með auðmýkt, stund- um spurt lágróma hvað klukkan sé, en annars reynt að vera ekki fyrir og gengið afturábak út til að sýna lítillæti mitt. Og þegar lög- regluþjónarhafa stöðvað bifreið mína í jólaumferðinni hef ég hvorki minnt þá á hverjum þeim beri að þakka aukavinnuna né sýnt hroka, heldur spurt hvernig mamma þeirra hafi það og talað róandi til þeirra meðan þeir skrifa mig upp. Nú veit ég að menn spyrja, og ekki að ástæðulausu, hvort allt þetta fólk sem ég styrki og veiti gleði sýni mér ekki þakklæti sitt með einum eða öðrum hætti, hringi í mig eða sendi mér blóm og svoleiðis. Nei. Það sendir mér ekki einu sinni jólakort. í gamla daga þegar engar kröfur voru gerðar til mín aðrar en þær að hætta að fikta í kertunum og láta eldspýturnar kjurrar, hlakkaði ég til jólanna. En með sívaxandi kröfum og tilætlunarsemi ofan- greindra aðila hefur þessi tilhlökk- un eitthvað dvínað, og satt best að segja hef ég saknað hennar. Mig erfarið að langa svo mikiðtil að hlakka til jólanna aftur. Ég er því að hugsa um að draga mig smám saman í hlé en leyfa þeim sem elska að deila út sparifénu sínu eða að sýna kortið sitt taka við. Eg er að hugsa um að hafa bara vinnufrið í desember ef fólki er sama. Skjótast kannski í bíó og á kaffi- hús, bara eins og ég er vön. Nú, ég bý til þennan aðventukrans eins og ég er vön, á allt efni í hann nema grenið, kaupi jólagjafir handa fjölskyldunni eins og ég er vön, kaupi bara það sama og í fyrra handa þeim, sendi sama fólkinu jólakort eins og ég er vön, kaupi það sama í jólamatinn eins og ég ervön, baka þessartvær kökur eins og ég er vön, og þríf eldhús- skápa og gardínur eins og ég er vön. Þá held ég að þetta sé bara komið. Þetta verður allt annað líf. Vinkona mín spurði mig hvers vegna jólin þyrftu alltaf að vera svona dýr, hvers vegna hún þyrfti alltaf að vera svona þreytt í desem- ber, hvers vegna hún þyrfti alltaf að fá greiðsludreifingu á kredit- korti febrúarmánaðar fram á mitt sumar. Því er til að svara að jólin eru ekki mér að kenna. En ég veit svo- sem hvers vegna hún er svona pirruð. Hún heldur nefnilega að hún verði að gera öllum til hæfis. Þar með sé hún kristin manneskja. Hún áttar sig ekki á þvi að enginn kærir sig um kærleik hennar, bara kortið hennar. Svo koma allaraug- lýsingarnar fyrir jólin, svona gjafir á hún að gefa, svona húsgögn á hún að kaupa, svona fötum á hún að vera í, svona fötum eiga börnin hennar að vera í, svona skreyting- ar á hún að kaupa, svona mat á hún að laga, svona kökur á hún á baka, svona konfekt á hún að búa til, svona skúripúlver á hún að nota og svo lendir hún í því sama og ég, fær ekki einu sinni jólakort þótt hún hafi gert öllum til hæfis. En ég ætla ekkert að hafa orð á þessu við hana strax því eins og ég nefndi er mér mjög annt um kaupmenn og atvinnurekendur og kæri mig ekki um að hún fari að draga sig í hlé svona eins og ég. Einhver verður að hugsa um þetta fólk. En auðvitað veit ég hvers vegna jólin eru henni þessi byrði og ég get vel sagt öðrum það þótt hún fái ekki að vita það strax. Hún kvartar til dæmis mikið yfir jóla- gjöfunum, sem er auðvitað ekkert undarlegt. í fyrsta lagi þarf maður að finna gjafir handa heilli fjölskyldu og stundum fleirum á um það bil tutt- ugu dögum, eftir vinnutíma. Þetta kostar heilabrot, sem tefur mann frá öðrum verkefnum, búðaráp og eilífan þeyting milli staða. Yfirleitt er það nú nógu átakanlegt að finna eina afmælisgjöf, hvað þá gjafir fyrir tug manna. í öðru lagi er viðhorf til jólagjafa oft svo einkennilegt á íslandi. Allir vita að allt er svo dýrt í þessu landi. Samt er fólk oft að rembast við að gefa sem dýrastar gjafir, það er að segja, gjafir sem allir vita hvað kosta. Sumirverðleggja nefnilega gjafirnar sem þeir fá og meta manngildi gefandans í sam- ræmi við það. Svo gefa þeir mann- eskjunni fyrir svipaða upphæð á næstujólum. Skiptimarkaðursem- sagt. Og af því að íslendingar eru alltaf í keppni um það hver er best- urog ríkastur, hækkar verð jóla- gjafanna árfrá ári. En skyldi engum hafa dottið í hug að of dýr gjöf getur valdið óþægindum? Menn opna pakkann sinn, sjá einhvern rokdýran hlut og verða alveg miður sín því þeir gáfu þessum aðila miklu ódýrari hlut. Aðfangadagskvöld ónýtt. Og skyldi það aldrei hafa hvarfl- að að mönnum að reyna að auð- velda valið hver fyrir annan með því að láta vita hvað þá langar í, eða hverju þeir eru að safna? Menn hafa nefnilega tilhneigingu til að langa alltaf í sömu hlutina. Þetta er mjög sálrænt. Ég veit um konu sem hefur gefið manninum sínum sömu tegund jólagjafar ár eftir ár í tæpa þrjá áratugi og allt- af verður hann víst utan við sig og Miðbae Hafnarfirði 1-9505 og 565-0165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.