Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 55

Morgunblaðið - 01.12.1996, Page 55
í MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 E 55 Kór á stærð við meðalkór í venjulegri íslenskri sókn- arkirkju stóð skammt frá prestunum, en þær fjörutíu mínútur sem ég staldraði við í leit að jólaandanum komst hann aldrei að fyrir síbylju prestanna, svo á endanum gafst ég upp. Ég veit ekki hvort hátíðleiki jól- anna fyrirfinnst í Róm, en ég fann hann aldrei. Við reikuðum um göturnar fram undir kl. 2. Þar var fullt af fólki og mörg kaffihús opin. Aðfangadagskvöld í Róm er líflegt eins og önnur kvöld í Róm, en hátíðlegt er það öldungis ekki. Fyrir alvörugefinn og jólaþenkj- andi íslending urðu þetta jólin, sem aldrei komu . . . Saltfiskur ó italska visu Napólíbúar borða salt- fiskinn gjarnan djúpsteikt- an, en einn uppáhalds salt- fiskréttur minn er þó öðru- vísi. Hvort einhver vill borða hann á jólunum er önnur saga, en hann bragðast Ijúf- lega alla aðra daga. Upp- skriftin dugir fjórum eða fimm í forrétt. 400 g góður saltfiskur 2 dl góð ólífuolía 3 væn fínsöxuð hvítlauksrif vænt knippi ný steinselja agnarögn af rauðum pipar ef vill PASTA með skeldýrum ítómatsósu. i | Ohátíðleiki á rómverska vísu í þessu kaþólska landi er út- varpsmessan auðvitað óþekkt fyr- irbæri á aðfangadagskvöld og sjónvarpið hefur ekki heldur á sér sérlega trúarlegan blæ, þó messu bregði þar fyrir. Eftir máltíðina á aðfangadagskvöld langaði mig að | koma við í kirkju, svo haldið var inn ^ í gamla bæinn og inn í Pantheon, . þessa gríðarmiklu hvelfingu, sem I nú hýsir kirkju, en var áður róm- verskt hof. Þarna átti að vera mið- næturmessa og tónleikar. Við komum rétt eftir miðnætti. I einu horninu sátu um 200 manns, en þess utan stóðu sennilega heldur fleiri. Þrátt fyrir fólksfjöldann virt- ist kirkjan tóm, svo stór er hún. Þarna stóð fjöldi presta fyrir altari og skiptust á að fara með guðs- orð sem sökum slæms hljómburð- ar varð þvoglukennd síbylja. Kirkjugestir stungu saman nefjum og þeir sem stóðu gengu fram og aftur, svo undir glymjandi guðs- orðinu var stöðugur kliður og and- rúmsloftið minnti fremur á lestar- stöð en kirkju, hvað þá miðnætur- messu á aðfangadag jóla. 1. Fiskurinn er útvatnað- ur og settur í kalt vatn. Lát- ið suðuna koma ofurhægt upp og látið fiskinn síðan malla við þennan lága hita í um 30 mín. 2. Takið fiskinn úr soðinu, hreinsið roð og bein frá og setjið í pott ásamt olíu, hvítlauk og pip- ar. Hrærið í með gaffli svo fiskur- inn fari í bita og dragi vel í sig ol- íuna. Ef ykkur finnst hann of þurr bætið þá olíu í fiskinn. Blandið steinseljunni saman við og berið fiskinn fram, gjarnan með góðu brauði. Hér á hvítvín vel við, en bjór er heldur ekki illa til fundinn, þótt hinn ítalski blær hverfi þá svolítið. STUTT matreiðslubók fyrir sveitaheimili hefur án efa þótt nokkuð framúrstefnuleg á sinni tíð en hún kom út árið 1906. Bókinni var ætlað að gefa sveitakonum kost á ís- lenskri matreiðslubók en efnið var mestallt þýtt úr dönsku og ýmislegt forvitnilegt kynnt til sögunnar. Margt tengdistjól- um, ekki síst baksturinn, og í bókinni er m.a. að finna upp- skrift að vínartertu sem var þá að ná fótfestu hér á landi. Vinarkaka 1 pd [450 g] smjör, sem legið hefir stundarkorn í köldu vatni, 1 pd af hveiti, 1 pd af sykri, 10 sætar möndlur og nokkrar beizkar og brytjaður sítrónubörk- ur. Þetta er hrært vel saman, hnoð- að, flatt út með kefli og kökurnar kringdar undir diski. Þær eru hafð- ar margar eða fáar eftir vild og eftir því, hve stórar kökurnar eru. Þær eru bakaðar við lítinn hita, þar til þær eru ljósbrúnar. Þegar þær eru orðnar kaldar eru þær lagðar hver ofan á aðra og sultutau á milli þeirra. Ef menn vilja, má hafa sitt lagið með hveijum lit, t.d. fyrsta lagið rautt, annað brúnt og þriðja gult. ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ( ■ í -• :■ -. : s s e s s s 2 s 2 í: 2 S 2 s 2 í 2 f 2 s 2 S 2 S 2 í 2 S 2 S 2 í 2 í 2 S 2 S 2 s 2 S 2 í 2 s 2 Teddy varmibjörn er mjög sérstakur bangsi. Eftir 2 mínútna dúr í örbýlgjuofninum getur þú vafið þig um hann og hann gefur frá sér hita sem varir í margar klukkutíma. Teddy er frábær gjöf fyrir smábörnin sem aðra. . ■ : ■ »1 ;2:: i ■22: i 222 1 2 222 I -2: : : 2:íl 222 22 ' : 2;: 2 : : ■ 22 2 S 2 22 '2 22- Teddy varmibjörn kemur með svefnpoka og ítarlegum leiðbeiningum. Teddy uppfyllir evrópska öryggisstaðla og hafa barnaspítalar um allan heim notað Teddy fyrir börn. Komdu og skoðaðu þennan sérstaka bangsa! Bíldshöföa 20-112 Reykjavfk - Sfmi 587 1410 S' í! íí' 51 5' ??■ íí‘ í?' íí' ÍÍ Í!‘ -í íí « í! •?: V. v! •?!' 2Í I 22 1 22 1 22 I ' KOMMOÐUR ^ SKATTHOL VEGGBORÐ með marmara SÍMABORÐ SÓFABORÐ með marmara SKARTGRIPABORÐ TE OG KAFFIBORÐ o.fl. o.fl. ' Faxafeni m HÖFUM STÆKKAÐ Kringlunni STÓR 0G FALLEG SPEGLAR OG HUSGOGN ■ OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.