Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hæðarmælum bar ekki saman samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um flugnmfer ðaratvik Raunveruleg flughæð sögð 300 fetum lægri -Jr" _J___________l Stöðumiðið Aldan er ein aðalleið flugvéla til og frá Keflavík á leið til til Evrópu. Þegar talað er um að skipta aðflugs- og brottflugsleið er hugsunin sú að nota sitt hvort stöðumiðið fyrir aðkomu- og brott- fararvélar til að tryggja tiltekna fjarlægð á milli þeirra þegar þær mætast. Næstu mið eru Breki og Celló, en þau eru nefnd með staðiaðri aðferð. Aldan er stysta leið að næsta stöðumiði, sem er íjaðri íslenska flugstjórnar- svæðisins (61 °N og 10°V). L I L61*N v ktv \ LOFTUR Jóhannsson, varaformað- ur Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segir að uppgefin flughæð um borð í ICE-520 hafi verið röng þar sem hæðarmælir hafi ekki ver- ið stilltur í samræmi við gildandi loftþrýsting í Keflavík þegar flug- umferðaratvik sem rannsóknar- nefnd skilgreinir sem alvarlegt varð í september síðastliðnum í grennd við flugvöllinn. Raunveruleg flug- hæð samkvæmt flugrita vélarinnar hafi verið 300 fetum lægri þegar árekstrarvari sendi frá sér skipun um að lækka flug vegna aðflugs ICE-855 úr gagnstæðri átt. Vélarnar, Boeing 757 og 737, voru í áætlunar- og leiguflugi fyrir Flugleiðir til og frá Frankfurt þegar atvikið varð og eru auðkenndar með kallmerki sínu. í niðurstöðu rannsóknarnefndar flugslysa um atvikið, sem varð 15 sjómílur suðaustur af Keflavík í september á liðnu ári, og Morgun- blaðið greindi frá, kemur meðal annars fram að flugmenn ICE-520, á leið til Frankfurt, hafí ekki heyrt fyrirmæli flugumferðarstjóra um að klifra ekki ofar en 7.000 fet vegna umferðar á móti. Flugheimild hafði kveðið á um hindranalaust klifur í 29.000 fet. í niðurstöðu rannsóknarnefndar- innar segir að um „líkt leyti“ og flugumferðarstjóri gaf fyrirmælin sem ekki heyrðust hafi árekstrar- vari gefið til kynna flugumferð framundan og ekki sé hægt að úti- loka að það hafi fangað athygli flugmannanna. „Þótt árekstrarvar- inn sé gott tæki á hann til að skapa hættu, sem ég tel að gerst hafi í þessu tilviki. Ef boð árekstrarvara komu í veg fyrir að flugstjóri heyrði í flugumferðarstjóra, tel ég að hann hafi skapað hættu,“ segir Loftur. Upplýsingum ber ekki saman Hann segir jafnframt að þegar vitnað sé í skýrslunni til þess sem gerðist um borð í ICE-520 sé miðað við flugrita vélarinnar en að stuðst sé við segulbandsupptökur Flug- málastjórnar og ratsjármynd að öðru leyti og að upplýsingum beri ekki saman. „Hæðarmælir ICE-520 var stilltur á 1.013,2 hPa, sem er sama og millibar, og er „standard“ loftþrýstingur en hæðarmælir ICE- 855 á gildandi loftþrýsting í Kefla- vík, eða 1.003 hPa. Hæðarmælir ICE-520 sýndi flugmönnum því 300 feta meiri flughæð en raun bar vitni. Hæðarmælir ICE-855 sýndi hins vegar rétta flughæð og flug- umferðarstjórinn sá rétta flughæð á ratsjá," segir Loftur. Flughæð er reiknuð út miðað við merki ratsjár- svara og gildandi loftþrýsting í Keflavík þegar flugvélarnar fara niður fyrir 9.000 fet yfir sjó. Hann segir niðurstöðu rannsókn- arnefndar ekki sýna fram á að fiug- umferðarstjórinn hafi brotið vinnu- reglur. í skýrslunni segir meðai annars að flugumferðarstjórinn hafi „gripið of seint til aðgerða“ og að „lítill tími hafi verið til stefnu“ þeg- ar hann gaf ICE-520 fyrirmæli um að halda 7.000 feta flughæð. „Hve- nær hefði hann átt að bregðast við? Ef hann hefði kallað fyrr hefði hann áttað sig fyrr á því að flugstjórinn heyrði ekki. En flugumferðarstjór- inn verður að geta gengið út frá því að hann heyri.“ Loftur er spurður hvort oft hendi að flugumferðarstjórar þurfi að gefa fyrirmæli tvisvar. „Já, það kemur fyrir,“ segir hann. Auk þess segir Loftur ekki hægt að halda því fram að flugumferðarstjórinn hafi gripið of seint til aðgerða. „Hann hafði enga ástæðu til þess að ætla að hann hefði gripið of seint til aðgerða fyrr en kom í ijós að honum var ekki svarað. Flugum- ferðarstjórinn gat ekki komið skila- boðum til flugmannsins um aðgerð til að halda aðskilnaði. Það er ástæðan fyrir því að þarna verður flugumferðaratvik. Það þarf að finna út hvernig stóð á því að flug- stjórinn heyrir ekki fyrirmælin, sem ekki kemur fram í skýrslunni,“ seg- ir hann. Engin síþjálfun í sjö ár Loftur er inntur álits á tillögum rannsóknamefndar í öryggisátt, svo sem að taka fyrir í síþjálfun flugum- ferðarstjóra viðbrögð og nauðsyn staðlaðra talviðskipta þegar brugð- ið er út af flugheimild vegna boða frá árekstrarvara. „Auðvitað er hægt að taka undir þetta en flug- umferðarstjórar hafa ekki fengið síþjálfun í sjö ár, að minnsta kosti í Reykjavík. Ástandið í Keflavík hefur verið heldur skárra en þessi mál eru í miklum ólestri,“ segir hann. Loftur segir að tiltekinn timi af vinnuskyldu flugumferðarstjóra sé afmarkaður til að nýta i endur- eða síþjálfun en það sé ekki gert. „Þess i stað erum við látnir mæta út í skóla og drepa tímann á einhvern hátt. Oft og tíðum eru menn sendir til dæmis í flugferð til Egilsstaða eða niður í varðskip að skoða starf- semi Landhelgisgæslunnar í stað- inn, svo eitthvað sé nefnt.“ Þá segir hann að Flugmálastjórn hafí gefið út starfsreglur, sem flug- umferðarstjórum er ætlað að vinna eftir, en vart kynnt þeim breytingar sem verið hafi miklar, til dæmis í sambandi við aðskilnað loftfara. „Við vorum beðnir um að prófarka- lesa bókina og gera athugasemdir við villur í texta eða þess háttar en ekki farið í það á nokkurn hátt hvernig á að beita nýjum reglum. Enda notar þær enginn. Ef ein- hverjum dettur í hug að búa til nýjar reglur er þeim hent inn á borð í vinnusal hjá flugumferðar- stjórum, sem eiga að tileinka sér þetta jafnóðum. Oft vill það verða þannig að hver tileinkar sér með sínum hætti. Flugumferðarstjórar eru 50 og útfærslurnar því hugsan- lega jafn margar," segir Loftur. Skýrslan til skoðunar hjá loftferðaeftirliti Þorgeir Pálsson flugmálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri tímabært að tjá sig efnislega um tillögur rannsókn- arnefndarinnar. „Skýrslan er farin fyrir sérstaka nefnd sem í eiga sæti yfirmenn í loftferðaeftirliti og taka þeir skýrsluna til formlegrar meðferðar. Að því búnu skila þeir tillögum til mín um hvernig eigi að bregðast við, sem tekur væntanlega einhverjar vikur,“ segir flugmála- I stjóri. Rannsóknarnefndin leggur meðal annars til aðskildar brott- og að- flugsleiðir til og frá Keflavík í skýrslunni til að auka flugöryggi. „Það hefur verið rætt hjá Flugmála- stjórn áður og verður tekið sérstak- lega til endurskoðunar í tilefni skýrslunnar," segir hann. Þorgeir segir algengt að niður- stöður flugslysanefnda séu á þá leið að ekki verði fullyrt með vissu t hvernig flugumferðaratvik verði. „En mér sýnist að legið hafi fyrir gögn um flest í þessu máli. Skýrsl- an kom hins vegar ekki inn á mitt borð fyrr en í gær [fyrradag] og því ekki gefíst mikið ráðrúm til þess að skoða hana í smáatriðum," segir flugmálastjóri. Þorgeir segir aðspurður hvort ) flugstjóri vélar eigi að hlíta fyrir- j mælum flugumferðarstjóra eða árekstrarvara: „Á síðasta sumri var ’ ákvæðum bætt inn í reglugerð þar sem kveðið er skýrt á um að flug- maður skuli bregðast við í samræmi við það sem árekstrarvarinn segir honum.“ Rektorar setja fram tillögnr um bætta kennaramenntun Efla þarf endur- menntun kennara REKTORAR Háskóla íslands, Há- skólans á Akureyri og Kennarahá- skóla íslands lögðu í gær tillögur fyrir Björn Bjarnason menntamála- ráðherra um leiðir til að efla kenn- aramenntun í landinu. í tillögunum segir m.a. að áríðandi sé að efla endurmenntun kennara. Núverandi ástand í þeim efnum sé óviðunandi. Meginniðurstaða rektoranna er að gera þurfi störf og starfsum- hverfi kennara á öllum skólastigum eftirsóknarvert fyrir ungt fólk með trausta menntun. í öðru lagi sé brýnt að bæta kennaramenntun, bæði menntun grunn- og framhaldsskóla- kennara. I þriðja lagi hafi háskólarn- ir þrír ákveðið að starfa saman að menntun kennara, grunnnámi til fyrsta háskólaprófs, viðbótar- og framhaldsnámi, auk stuðnings við símenntun starfandi kennara. Þórir Ólafsson, rektor Kennarahá- skólans, átti frumkvæði að viðræð- um rektora háskólanna sem leiddi til þess að þessar tillögur voru settar fram. Tillögurnar koma fram í kjöl- farið á nýjum upplýsingum um slak- an árangur íslenskra grunnskóla- nema í raungreinum. Stefnuyfirlýsing um samstarf „Það má segja að þetta sé stefnu- yfirlýsing frá okkur um að vinna saman að þessum málum. Til þess að efla fagþekkingu kennara í efstu bekkjum grunnskólans þarf meira nám og okkar tillaga er sú að það verði skipulagt sameiginlega af skól- unum með það í huga að þessar faggreinar eru allar kenndar við Háskóla íslands. Við viljum skipu- leggja námið þannig að það nýtist bæði sem viðbótarnám grunnskóla- kennara og einnig sem fagnám fyrir framhaldsskólakennara," sagði Þór- ir. Þórir sagði ljóst að ekki væri nægilegt að auka fagþekkingu kenn- aranema. Nauðsynlegt væri sam- hliða að efla menntun starfandi kennara. Það væri mikilvægt að gefa starfandi kennurum færi á frekari menntun í sinni grein. í til- lögum rektoranna segir að fram að þessu hafi ekki verið hægt að anna eftirspurn kennara eftir endur- menntun. Brýnt sé að bæta úr því og gera verði ráð fyrir að sveitarfé- lögin taki í framtíðinni aukinn þátt í endurmenntun kennara. Þórir sagði að rektorarnir hefðu ekki gengið á fund menntamálaráð- herra til að óska eftir auknum fjár- munum til þessara mála því ýmislegt sé hægt að gera án þess að það kosti mikla fjármuni. Þeir hefðu vilj- að gera ráðherra grein fyrir þeim aðgerðum sem þeir hygðust grípa til. I menntamálaráðuneytinu er verið að skoða lengingu kennaranáms í tengslum við hugmyndir um stofnun uppeldisháskóla. Samkvæmt gild- andi lögum á að lengja kennaranám í fjögur ár í síðasta lagi 1998. Þórir sagði að á fundinum hefði verið rætt um þá leið að auka fagnám kennara á kostnað uppeldis- og kennslufræði. Hann sagði að ef fara ætti þá leið þyrfti að breyta lögum. Morgunblaðið/Golli Beitt á Suðureyri JENS Hólm, trillusjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð, var að beita í gær þegar ljós- myndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Hann sagði að gæftir hefðu verið lélegar að undanförnu, en vonaðist til að úr rættist fljótlega. i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.