Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 3 7 : Guðmundur Kristján Sigur- geirsson, fyrrverandi bóndi í Klauf í Eyja- fjarðarsveit, fæddist á Arnstapa í Ljósa- vatnsskarði 30. apríl 1918. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 28. desember siðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Bjarni Jóhannsson, f. 20. október 1891 í Landa- mótsseli, d. 8. júlí 1970, og Anna Guð- rún Guðmundsdóttir, f. 22. ág- úst 1897 á Kúfustöðum í Svart- árdal, d. 17. desember 1989. Systkini Guðmundar eru: Jó- hann Kristinn, f. 1919, Halldór, f. 1924, d. 1968, Sigrún, f. 1926, Sigurveig Brynhildur, f. 1930, Guðríður Kristjana, f. 1933, Erna, f. 1934. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Ingibjörg Jóhanns- dóttir frá Litladal í Tungusveit Elsku afi Þá ert þú loksins laus við þraut- irnar og hefur öðlast frið. Við systk- inin viljum minnast þín með fáum orðum og þakklæti fyrir allt. Við höfum notið þeirra forréttinda að búa með afa og ömmu á uppvaxtar- árum okkar, ólíkt flestum af okkar kynslóð og þau hafa verið okkur eins og aðrir foreldrar. Afi sá til dæmis um það að hjálpa okkur að losna við lausar tennur og þótti okkur aldeilis merkilegt að það gæti gengið svona sársaukalaust fyrir sig eins og aðgerðin var skelfi- leg frá okkar sjónarhóli. Appelsínur voru ekki ætar nema þegar afi flysj- aði þær. Þá skriðum við upp í sjón- varpssófann við hliðina á honum, hann náði í vasahnífinn og skar í börkinn eftir kúnstarinnar reglum svo að við gætum tekið hann utan af. Svo hölluðum við okkur upp að afa og borðuðum appelsínuna með bestu lyst yfir sjónvarpsfréttunum. Einnig var mjög vinsælt að fá afa til að sveifla okkur. Þá stóðum við á fótum hans og héldum í hendurn- ar og hann sveiflaði okkur upp og niður þangað til við fengum í mag- ann af hlátri. Afi vildi alltaf allt fyrir okkur gera þó að við höfum örugglega ekki alltaf verið svo þægileg við- fangs og hann fylgdist vel með því sem við tókum okkur fyrir hendur allt fram á síðasta dag. Hann gladd- ist fyrir okkar hönd þegar vel gekk, hvort sem það var í íþróttum, námi eða hverju sem var og sömuleiðis huggaði hann ef ekki gekk allt sem skyldi. Honum var mikils virði að við kæmum vel fram við menn og málleysingja og þroskuðumst sem manneskjur. Því reyndi hann að rækta með okkur það sem hann taldi nauðsynlegt að við byggjum yfir. Eitt af því var skógræktar- áhuginn. Afí gerði sér far um að taka okkur með sér þegar eitthvað þurfti að gera í skógarreitnum, kenna okkur réttu vinnubrögðin og vekja með okkur áhuga og virðingu fyrir tijánum og öðrum gróðri. í skógarreitinn hér heima plantaði hann þremur öspum, einni fyrir hvert okkar, sem við höfum fylgst með vaxa og dafna, rétt eins og með okkur hefur vaxið og dafnað sú þekking og speki sem afi kenndi okkur. í minningunni skipa veikindi hans óneitanlega stóran sess enda þurfti hann að kljást við þau síð- ustu tíu árin eða svo. Aldrei gafst hann upp þrátt fyrir ýmiss konar áföll aftur og aftur. Afi unni hvers kyns söng og skemmtunum og var fastagestur á öllum menningarvið- burðum hér í sveit og sá enga ástæðu til þess að láta veikindin aftra sér frá því. Honum fannst sjálfsagt að fylgjast með sveitung- í Lýtingsstaða- hreppi. Börn þeirra eru: 1) Geir, f. 1942, kvæntur Heiðbjörtu Eiríks- dóttur og eiga þau þijú börn. 2) Hólmfríður Guð- rún, f. 1946, gift Jóni Eggertssyni og eiga þau þijá syni. 3) Hjalti, f. 1947, kvæntist Sól- veigu Sigtryggs- dóttur sem lést 1982, þau eign- uðust tvær dætur, sambýliskona Hjalta er Guðný Ósk Agnarsdóttir, hún á tvö börn. 4) Leifur, f. 1952 kvæntur Þórdísi Karlsdóttur, þau eiga þijú börn. 5) Anna Sigríður, f. 1959, sambýlismaður hennar er Haukur Geir Guðnason, þau eiga einn son. Guðmundur verður jarðsung- inn frá Munkaþverárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. um sínum og öðrum og hafði mjög gaman af. Afi var góður maður og við sökn- um hans sárt. Við þökkum guði fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur um jólin. Mest er um vert að hann er ekki þjáður lengur og við vitum að honum líður vel og hefur öðlast frið. Við geymum hann í minningum okkar ásamt öllu því góða sem hann ræktaði með okkur. Guð blessi þig, elsku afi. Laufey, Karl og Ingibjörg Leifsbörn. Elsku afi í Klauf liefur nú fengið hvíldina. Við þurfum að hugsa langt aftur til að muna hvernig afi var áður en hann veiktist, en þegar við ger- um þaðmunum við eftir ýmsu, eins og til dæmis þegar við systurnar komum í Klauf þegar við vorum bara smástelpur og afi fór með okkur út í skógarreit til að sýna okkur hreiðrin. Hann lyfti okkur upp svo við gætum skoðað betur, en við urðum að vera fljótar svo fuglinn yfrigæfi ekki hreiðrið sitt. Eins vorum við æstar í að fara út í fjjós og hjálpa afa við að gefa kálfunum og leyfa þeim að sjúga aðeins á okkur fíngurna. Við fórum líka oft upp í gömlu Klauf og lékum okkur í gamla Willysnum á meðan afi hugaði að tijánum- sem hann var búinn að gróðursetja þar upp frá. Svona getum við haldið áfram, en elsku afi, þakka þér fyrir allt og all. Þínar sonardætur, Heiður og Gígja. Okkur systkinin langar að minn- ast í fáeinum orðum föðurbróður okkar Guðmundar Sigurgeirssonar sem okkur var afar kær. Foreldrar okkar, Halldór, sem nú er látinn, og móðir okkar, Her- dís, kynntust í Klauf á heimili Guð- mundar og Ingibjargar þegar Her- dís var þar kaupakona og hefur síðan verið sérstakt samband milli heimilanna auk frændskaparins. Guðmundur kom okkur fyrir sjón- ir sem ákaflega hjartahlýr maður, var góðsemin uppmáluð og stutt í húmorinn. Minningar um sumt fólk hlýja manni. Þannig er því einmitt háttað þegar við hugsum til hans Guðmundar frænda okkar í Klauf. Guðmundur og Ingibjörg komu oft á heimili okkar sem áður hafði verið æskuheimili hans að heim- sækja aldraða móður, ömmu okkar, en okkur fannst þau ekkert síður vera að heimsækja okkur krakkana því við fengum þá athygli sem við sóttumst eftir frá þeim Ingibjörgu. Það var okkur því alltaf gleðiefni þegar við höfðum einhvern pata af því, að von væri á þeim hjónum. Hann hafði yndi af veiðiskap og komu hann og tveir sveitungar hans stundum í veiðiferðir og þá var dreg- ið fyrir í Ljósavatni langt fram á kvöld. Við krakkamir eltum og sofn- uðum jafnan í bátnum þegar róið var á milli víknanna. Þá var farið í kaffí heim í Stapa, karlamir sögðu sögur og við hlógum með þó við vissum ekkert út af hveiju, það var svo gaman þegar Guðmundur kom. Guðmundur var afar frændræk- inn og umhugað um ættmenni sín og kannski þykir okkur svona vænt um hann þess vegna, það virtist alltaf pláss fyrir mann í huga hans. Við vitum að það var honum sér- stakt gleðiefni þegar haldið var ættarmót vorið 1991 og síðan aftur síðastliðið haust. Þá mætti hann, þó þrotinn væri að kröftum, heim í Stapa til að fylgjast með og hitta ættmenni sín. Það gladdi okkur öll að hann skyldi geta verið með. Kæra Ingibjörg og þið öll, við sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Við minnumst þessa frænda okkar með hlýju og virð- ingu. Systkinin frá Arnstapa, Halldórsbörn. t Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir og afi, ÓLAFUR SKÚLASON, Þórufelli 14, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Valborg GuSrún Eiríksdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Ingibjörg Laufey Ólafsdóttir, Guðmundur Lárus Guðmundsson, Þór Guðmundsson, Ágústa Þyrí Andersen, Karl Guðmundsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HENRY EDWARD CLEMENSEN (Eddie), 1412 Randall Rd, Independence, MO 64055-1608, U.S.A., andaðist á sjúkrahúsi 1. janúar 1997. Jarðarförin fer fram í Lúthersku kirkj- unni í Independence í dag, laugardaginn 4. janúar. Guðriður Jóna Jónsdóttir Clemensen (Dúa) frá Garðbæ á Akranesi, Nfna Anna Anders, Ira Anders, Jón Anders og Amy Anders. GUÐMUNDUR SIG URGEIRSSON t Eiginmaður minn, MAGNÚS AÐALSTEINSSON, fyrrv. lögregluþjónn, lést á heimili sínu 2. janúar. Hjördis Björnsdóttir og börn hins látna. t STEFÁN HANNESSON, Austurgötu 29B, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 31. desember sl. Aðstandendur. t Eiginkona mín, HREFNA MAGNÚSDÓTTIR, Bakkagerði 14, lést 3. janúar 19^7. Sigurður Gislason og aðrir vandamenn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, AÐALBJÖRG SKÚLADÓTTIR, Karfavogi 42, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. janúar. Fyrir hönd vandamanna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Einar Gunnarsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN A. SÆMUNDSSON blikksmíðameistari, Vogatungu 87, Kópavogi, lést á heimili sínu 2. janúar. Alda Sveinsdóttir, Jón Ingi Ragnarsson, Ólína M. Sveinsdóttir, Trausti Finnbogason, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, SIGURÐUR R. JÓHANNSSON frá Höfðahúsi í Vestmannaeyjum, Hrefnugötu 3, er látinn. Kristín Pétursdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og aðrir vandamenn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSLAUG SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Bústaðavegi 109, andaðist 26. desember 1996. Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Pétur V. Maack, Margrét Halldórsdóttir, Brynhildur M. Pétursdóttir, Ægir Pétursson, Hilmar Pétursson, Málfrfður Lorange, Gunnar Pétursson, Þórir Maack Pétursson, Bernharð M. Pétursson, Mari'a Pétursdóttir, Kristinn Steingrímsson, Elísabet Þ. Á. Maack Pétursdóttir, Halldór Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.