Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 35 alltaf verið mikill samgangur, og lengst af ævi sinni, meðan að heils- an leyfði, var Lárus boðinn og bú- inn að rétta hjálparhönd ef um var beðið, jafnt á nóttu sem degi. Þegar ég var að heiman vegna veikinda veturinn 1989 aðstoðaði hann fjöl- skylduna ótrauður við bústörfin, ef eitthvað bjátaði á. Það sama haust fengum við okkur fé og hófum örlít- inn fjárbúskap að nýju, þegar við keyptum tíu gimbrar af Lárusi. Hann hafði alla tíð dálítið gaman af þessum aukabúskap okkar og kom af og til að líta á féð hjá okk- ur, enda var búskapur með sauðfé líf hans og yndi og var hann mjög fjárglöggur maður. Þegar litið er yfír farinn veg er margs að minnast í samskiptum okkar frænda bæði í leik og starfi. En ekki er hægt að minnast Lárus- ar án þess að nefna einnig ríkan þátt eiginkonunnar, hennar Her- manníu, í öllum þeirra búskap. Hún var honum stoð og stytta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, og var honum ekki síst ómetanleg hjálpar- hella eftir að heilsa Lárusar fór að gefa sig. Lárus Kjartansson fæddist í Austurey 5. apríl 1927 og bjó þar allan sinn búskap. Hann lést á heim- ili sínu 22. desember sl., og hefði sjálfur ábyggilega ekki getað kosið að eiga síðustu ævidagana annars staðar, því þar var hugur hans alla tíð. Nú þegar samleið okkar er lokið vil ég þakka fyrir að hafa fengið að fylgja Lárusi þann tíma, sem nú er liðinn. Um leið vil ég og öll fjölskyldan í Austurey II senda Hermanníu, börnum hennar, tengdabömum og bamabörnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Snæbjörn Þorkelsson. Fyrir nær sautján árum fluttum við í Laugardalinn á næsta bæ við Lárus. Reyndar þekktum við hann þá þegar lítilsháttar en áttum svo sannarlega eftir að kynnast honum betur. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Það var alltaf gott að leita til Lámsar og oft þurft- um við á því að halda, ekki síst fyrstu árin okkar í búskap. Hjálp- semin var honum í blóð borin og neitun var ekki til í hans orðaforða. Oftar en ekki vom einhver af barna- börnunum með honum enda eftir- sótt að vera hjá ömmu og afa í Austurey. Það er varla hægt að minnast Lámsar án þess að kindur komi til tals. Það er óhætt að segja, að féð hafí verið hans „ær og kýr“. Og það var líkt Lámsi að mega ekki vera að því að leggjast inn á sjúkrahús því hann átti eftir að hleypa til. Það var nú ekki oft, sem Lárus fór í ferðalög, en ef hann fór eitthvað, þá var honum alltaf minn- isstæðast, ef hann sá fallega hrúta. Láms bjó í Austurey alla sína ævi og hvergi annars staðar hefði hann getað unað sér. Elsku Hermannía, börn, tengda- böm og barnabörn við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Elsa og Skúli í Útey. Lárusi bónda í Austurey kynntist ég fyrst fyrir um 40 árum þegar ég var kaupamaður á Laugardals- hólum í Laugardal. Fyrstu minning- arnar era tengdar því að hann kom oft ríðandi síðla dags með silung og átti leið um hlaðið á leið sinni í prentarabústaðina í Miðdal þar sem var markaður fyrir fiskinn, sem hann hafði veitt í net í Apavatni. Árið 1967 keyptum við hjónin skika úr landi Austureyjar undir sumarbústað en það var fyrsta spildan, sem Lárus seldi úr ættaróð- ali sínu. Upp frá því urðu samskipt- in mikil og náin, einkum á sumrin, en með Lárasi fékk ég að taka þátt í sveitabúskap, sem alltaf hefur verið mér hugleikinn. Láras var bóndi í þess orðs fyllstu merkingu en í mínum huga stafar ákveðnum ljóma af slíkum mönn- um. Hann fæddist og ólst upp í Austurey og bústörf voru hans líf. Fyrir borgarbarnið var mjög áhuga- vert að fylgjast með hve glöggur hann var á náttúruna og allt það sem bústörfunum fylgdi. Hann þekkti sínar rollur, jafnvel í umtals- verðri fjarlægð og gat sagt manni allt um hveija og eina. Fjárgleggri gerðust menn varla. Láras var að mínu mati einstakt góðmenni. Hann tók öllum vel sem til hans leituðu og var alltaf fyrsti maður til aðstoðar ef nágrannar eða aðrir þurftu einhvers með. Stundum fannst manni að honum þætti meira um vert að aðstoða aðra en að sinna sínum eigin málum. Hann eijaði jörð sína vel og hafði einlægan áhuga á sínu fagi. Ég hafði á tilfinn- ingunni að áhugi hans á fjárbúskap og hrossa stjórnaði meira um þá tegund búskapar, sem rekin var, en hugsanleg hagkvæmni eða tekjumöguleikar. Við ræddum hins vegar aldrei um slíkt en hann hafði greinilega góða stjóm á sínum málum og komst vel af þrátt fyrir lítið bú, einkum núna seinni árin. Á árum áður þótti eðlilegt að taka þátt í heýskap á þurrkdegi þegar að mestu var unnið í höndum. Oft var farið í smalamennsku og Lárusi á ég það sennilega mest að þakka að vera í dag að gutla í hesta- mennsku. Við fóram saman í útreið- ar hvert sumar og alltaf þótti sjálf- sagt að gestirnir fengju bestu hest- ana hans. Þannig hélt hann við hestaáhuga, sem byijaði með sveitamennsku minni í Laugardal. Það var auðsótt mál að fá haga- göngu og aðra aðstöðu fyrir hrossin þegar ég loks ákvað að fara sjálfur í hestamennsku. Sambýlið við Lárus, Hermanníu Hansdóttur, konu hans, og fyöl- skyldu þeirra hefur verið mér og minni Ijölskyldu ómetanlegt og fyr- ir það erum við þakklát. Laugardalur er fátækari nú í mínum huga þegar enn einn höfð- inginn er fallinn frá um aldur fram. Þótt heilsa Lárasar væri tæp mátti hann ekki vera að því að fara til læknis fyrir jól. Umhyggja fyrir rollunum var í fyrirrúmi og fengi- tími framundan. Síðast þegar við Lárus hittumst vildi hann heldur ræða áhyggjur sínar af 11 kindum, sem ekki höfðu skilað sér af fjalli, en sitt eigið heilsufar. Góður dreng- ur er fallinn í valinn en minningin lifir. Ég þakka samferðina og votta aðstandendum mína dýpstu samúð. Þorgeir Baldursson. Foreldrar Lárusar, Kjartan Bjarnason og Margrét Þorkelsdóttir hófu búskap á Minna-Mosfelli og síðar að Kringlu og er þau fluttu í Laugardalinn árið 1926 höfðu þeim fæðst tvö börn. Ári seinna fæddist þeim hjónum sonur í Austurey, sem var skírður Láras og átti sveinninn sá eftir að verða vinmargur og hjálpsamur, forustumaður í búfjár- rækt síns héraðs, sannkallaður „rollukarl" langa og farsæla bú- skapartíð sína. Kjartan og Margrét bjuggu síðan allan sinn búskap í Austurey. Kjartan lést fyrir aldur fram 1939, en Margrét bjó áram saman af einstökum dugnaði með stóra barnahópinn sinn, uns hún seldi jörðina í hendur tveggja elstu sona sinna. Margrét varð fjörgöm- ul, hún var smávaxin og fríð en lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Bræðurnir Þorkell og Láras skiptu nú með sér jörðinni. Þorkell reisti sér nýbýli á hálflendunni, byggði allt frá grunni en Lárus bjó á gömlu jörðinni og tók að byggja upp eins og þörf var á, á þeim tíma en Lárus hóf búskap árið 1951. Hér er farið hratt yfír sögu en ýmislegt kemur fleira upp í hugann er litið er yfir æviveg þessa öðl- ings. Sá er hér ritar á margar góð- ar minningar um Láras allt frá uppvaxtarárum. Við voram á líku reki, ég aðeins yngri, sem jafnaðist fljótt á barnaskólaárum okkar því í farskóla var óhægt um vik, einn kennari, ein skólastofa jafnvel bað- stofa notuð til þeirra þarfa svo ald- ursgreiningin fór fyrir lítið, sama og engin bekkjaskipting. En við vorum ólíkir félagarnir, ég óþekkur ærslabelgur en Lárus strax prúð- menni, svo hvorki datt af honum né draup. Einn kennari okkar, en skipti á þeim voru nokkuð tíð, gerði mikið til að þjálfa okkur í hugar- reikningi, vissi að það mundi koma sér fyrir alla í lífínu. Og þar naut Lárus sín öðrum fremur, þar hafði enginn við honum. Greind hans kom sérstaklega vel fram í þessu efni, hann mundi atburði upp á dag og klukku ef á reyndi og seinna í lífinu var ekkert mál að fá fram meðal- vigt sláturlamba hans, hvaða ár sem um var spurt. Það kom líka á dag- inn, þegar pilturinn fór að spreyta sig á gátum lífsins, að hann hafði vaðið fyrir neðan sig, tók réttar ákvarðanir og fór vel og hyggilega með fjármuni, stóð alltaf í skilum og var aldrei blankur. Já, talna- glöggur maður og heiðarleika Lár- usar í Austurey dró enginn í efa. Er hægt að fá betri efrirmæli? í mínum huga er það ekki. En höldum okkur aðeins lengur við unglingsár- in. „Himinninn var grár og dranga- legur er við Lalli skólabróðir minn gengum austur úr túninu á Laugar- vatni með Grána gamla í Austurey í taumi og stefndum á Stóranef.“ Nokkum veginn svona hófst frá- sögn í stíltíma í bamaskólanum eitt vorið er við krakkarnir höfðum fijálst efni að skrifa um. Var þá verið að reyna að segja frá nýlegum atburði og bendir upphafíð til að eitthvað skyldi nú vanda sig. Okkur kom vel saman, strákunum, og var stundum skipst á heimsóknum og þá gjarnan gist. Þarna var Lalli nær fermingu. Gráni hafði verið skilinn eftir á Laugarvatni daginn áður og reiðingur með klifbera, því mjölvöra og eitthvað smálegt átti Lalli að taka með sér heim. Lalli var maður til að búa upp á klárinn, kunni slauf- una og að binda að á móttakinu er girt var, batt litla eggjafötu við miðklakkinn o.s.frv. Við röltum af stað í hlákunni og þungbúnu lofti, snjórinn rann í sundur og eiginlega lá við að væri þokuslæðingur. Ut- mánaðartíð á Suðurlandi, þegar best lætur. Og hver var nú Gráni? Ég hafði sem smákrakki oft horft á hann bundinn við „stakketið" fyr- ir utan eldhúsgluggann okkar í skólahúsinu á Laugarvatni. Þangað komu bændumir með mjólk, kjöt o.fl. í mötuneytið, sem var niðri í kjallara. Það lá því beinast við að binda reiðingshestinn eða sleðaklár- inn þar fyrir utan meðan tafið var. Ósköp var þetta fótalágur og smár hestur og væri hann fyrir sleða sást vel hve söðulbakaður hann var, annað eins hefi ég aldrei séð. Við Lalli höfðum einmitt verið að velta þessu fyrir okkur, hann vissi að vegna hestafæðar á frambýlisár- um foreldra hans hafði Gráni verið notaður undir reiðing, aðeins þriggja vetra. Gæti þessi mikla sveigja í hrygginn stafað af því? Hvað sem þeim vangaveltum leið er víst að aldrei varð þessum hesti misdægurt fram undir þrítugt. Hann var allt sitt líf heima í hlað- varpanum eða við gott atlæti í kofa sínum. Fór svo fús og möglunar- laust í hveija þá ferð sem húsbónd- inn ætlaði honum. Við Lalli röltum austur af Stóranefi út á vatn (Laug- arvatn) og stefndum á Úteyjarbæ- inn vestari. Og nú var að gæta sín á vökunum, sem aldrei lagði. Þar áttu hjón frá heiðarbýlinu Blöndu- hálsi að hafa drakknað á heimleið í kafaldi frá jólamessu í Miðdal. Já, við þekktum nú Hjónavakimar og hafði lengi verið kennt að forðast þær. Það gekk allt vel, færið all- gott, ekki tvískelungur, snjór með köflum á ísnum og sæmilega góð för að fara eftir. Við komum um hlaðið í Útey og héldum áfram að Austurey og þar var gist i góðum fagnaði barna og húsfreyju. Lalli rauk með mig í öll útihús, sem vora á heimahlaði. Það var svo gaman að líta á búsmalann, og ná því fyr- ir dimmuna. Gleymi ég ekki þegar hann kynnti fyrir mér heimaféð: gemlingana, gamalær og svo hrút- ana, auðvitað allt með nöfnum. Þar var drengurinn í essinu sínu. Síðar var oft hugsað til þessarar stundar, er maðurinn jafnt og þétt með lífs- starfi sínu sannaði hæfni sína til að ná árangri í sauðfjárrækt. Heima hjá mér, þar sem vora næstum ár- leg skipti á fjármanni, horfði þetta öðruvísi við, þótti þar nóg að gefa hrútapungunum heiti. Segir nú ekki meira af þessu. Á næstu áram lífs síns er Láras við bústörf heima í Austurey, hann á orðið nokkuð af kindum en langar að kynnast lífínu betur og ástæður heima hjá móður hans leyfa að bömin skiptist svolítið á og hleypi heimdraganum. Um 1950 er haldið til sjós, Lárus rær eina vertíð í Þorlákshön á fyrstu áram endurreisnar þessarar frægu sunnlensku verstöðvar, en afla- brögð snarminnkuðu undir 1920. Þó allt gengi nú vel heillaði sjó- mannsstarfíð Láras ekki, hann vildi fremur til fjalla að uppruna sínum eins og er um flesta. Þá ræður hann sig sem vetrarmann eina þijá vetur, m.a. að Hárlaugsstöðum í Holtum. Bóndinn þar hafí ráðskonu og var ókvæntur, en Láras var það nú raunar líka. Á þessum vetri felldu þau hugi saman, Lárus og Hermannía Sigur- rós Hansdóttir, fríð stúlka og væn, og átti sér litla, fallega dóttur, Kristínu. Hermannía er ættuð frá Bláfeldi í Staðarsveit. „En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar," eins og haft er eftir Vésteini í Gísla-sögu Súrssonar. Þau giftu sig 1954 er Hermannía fluttist að Austurey og bjuggu þau þar uns Láras lést. Hermannía og Lárus eignuðust fjögur böm, en fósturdóttirin Krist- ín ólst að nokkra upp á Hárlaugs- stöðum. Þau eru öll gift og eiga afkomendur, allt úrvalsfólk. Lárasi var afar annt um fjölskyldu sína og gladdist mjög í seinni tíð að hafa bamabömin heima í Austurey, ekki síst að létta honum sporin við sauðburðinn. í þeim hópi átti hann alnafna, frækinn íþróttamann, sem reyndist afa sínum afar fylgispakur og kær. Austurey er umgirt vötnum, að norðan rennur Hólaá úr Laugar- vatni og svo liggur jörðin við Apa- vatn, eitt besta veiðivatn landsins. Þar dró Lárus mikla björg í bú en góð kunnátta, árvekni og dugnaður fylgir slíku starfi ef það á að skila arði og auðvelt að ganga svo um + ísleifur A. Pálsson fæddist í Vestmannaeyjum 27. febr- úar 1922. Hann andaðist á Landspítalanum 14. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 19. des- ember. Þessa síðustu dagana þegar líf frænda míns, ísleifs, fjaraði út á sjúkrahúsi í Reykjavík hefur hugur- inn oft reikað til æsku minnar, þeg- ar ísleifur var á besta aldri. Einkum hefur mér orðið hugsað til nokkurra mynda úr fjölskyldu- albúminu. Á þeim öllum er ísleifur í blóma lífs síns. Ég minnist mynda af honum með íjölskyldum okkar í jólaboði á glæsilegu heimili þeirra Ágústu Jóhannsdóttur. Á þeirri mynd er afi minn, faðir ísleifs, Páll Oddgeirsson, en báðir voru þeir feðgar háir á velli, skarpleitir og báru sig ávallt höfðinglega. Á annarri mynd er ísleifur ásamt Jóhanni syni sínum á Ráðhústorgi í Kaupmannahöfn, þegar hann var í viðskiptaferð á vegum Skreiðar- samlagsins. Hann var slíkur heims- maður að manni fannst að slík ferðalög væru bráðmerkileg, og af því faðir minn hafði ekki tök á slík- um ferðum þótti mér sjálfsagt þeg- ar fram liðu stundir að taka börn mín með mér í reisur og auðvitað varð að taka mynd á Ráðhústorgi. Á einni myndinni hefur ísleifur tekið sér frí frá stjórnunarstörfum og er nú orðinn háseti á stærsta skipi Islendinga, Hamrafellinu, og sigldi um fjarlægar slóðir, þar til hann var á ný bak við skrifborð í Morgunblaðshöllinni. Þá er mynd þegar hann heimsæk- veiðarfæri og auðlindina að ekkert hafíst nema puðið. En Láras var fískinn og harður við „Vatnið“ og lét ekki skvettur og vosbúð hindra störf sín. Hann var einn af stofn- endum Veiðifélags Apavatns og gjaldkeri Búnaðarfélags Laugar- dals áram saman. Þá er að geta þess, sem hvað mest einkenndi manninn en það var endalaus greiðvikni og hjálpsemi við nágranna sína. Oft fóra heilu dagsverkin fyrir lítið nema dreng- lyndið. Lárus var eftirsóttur, t.d. sem slátrari, skaust oft milli bæja að fletta úr roðinu nokkram kinda- skrokkum eða lagði að velli stór- gripi, hann kunni handtökin. Veit ég varla hvað það var, sem hann ekki lagði gjörva hönd á. Þó taldi *r hann sig ekki vera smið. Láras var formaður Sauðfjár- ræktarfélagsins „DALUR“ hér í sveit frá stofnun þess 1977 til dauðadags. Veit ég með vissu að allir kunnugir taka undir að þar voru hans hjartans hugðarefni. Það brást varla að á hverri hrútasýningu allan sinn búskap skyldi hann eiga vænsta hrútinn. Lárus hafði líka það orð á sér fyrir að fóðra allra manna best. Að lokum langar mig að minnast á hestamennsku Lárasar. Eins og allir, sem hafa alist upp í sveit, var Láras vanur hestum frá blautu bamsbeini. Hann var einn af stofn- félögum að Hestamannafélaginu Trausta árið 1960. í búskap sínum gerði hann sér far um að eiga trausta smalahesta. Og hann gerði meira, átti oft ágæta reiðhesta, var aldrei hestmargur, en lét þó eftir sér að eiga eina góða undaneldis- hryssu er leidd var undir álitlega hesta. Lárus kunni listina að búa með heldur færri en fleiri skepnur, en lagði sig fram við að þær skil- uðu fullum afurðum. Sannur bú- maður. Við kveðjustund era Lárasi Kjartanssyni færðar bestu þakkir fyrir áralanga tryggð, vináttu og ■ hjálpsemi frá okkur hjónum og fjöl- skyldu okkar. Við sendum Her- manníu og fjölskyldunni allri hjart- anlegar samúðarkveðjur. Þorkell Bjarnason. ir okkur nafna minn Tryggvason á sumardvalarheimili í Ljósavatns- skarði, en þá var höfðinginn á leið -v*- í veiðiskap fyrir norðan. Á þessum áram þótti manni margt það sem hann tók sér fyrir hendur spennandi. Hann var á viss- an hátt að feta í fótspor föður síns sem ungur hafði farið utan til náms og var lengst af viðloðandi útgerð og viðskipti. Afí bryddaði upp á ýmsu í útflutningi sjávarafurða og unnu þeir feðgar saman að sumu. Var afí iðulega erlendis að afla markaða. Vera má að fyrir áhrif þessara ættmenna minna hafí ég sjálfur siglt um tíma á farskipum og farið víða og kunnað það vel við mig í útlöndum að ég hef flenst fjarri heimaslóðum. Seinna var ísleifur um hríð við störf í Bandaríkjunum, en þar hafði hann ungur numið verslunarfræði að afloknu Verslunarskólanámi. Hann sagði mér ekki fyrir alls löngu að það hafí einkum verið fyrir hvatningu móður sinnar, Matthild- ar, sem hann og systkini hans mátu mikils, sem hann fór frá æskuheim- ili sínu til náms í Reykjavík. Isleifur fékkst síðar við hin ýmsu störf. Hvar sem hann fór bar hann sig vel og hélt sínu heimsborgarayf- irbragði fram undir það síðasta. Okkar síðustu fundir vora í sumait-- í brúðkaupi bróður míns og var hans kankvísa bros á sínum stað þegar hann skálaði fyrir brúðhjónunum. Ég og kona mín sendum sonum hans, Jóhanni, Ólafi og Erni okkar innilegustu samúðarkveðju Blessuð sé minning ísleifs Páls- sonar. Páll Hermannsson. ÍSLEIFUR A. PÁLSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.