Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 4. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR í MBL. sunnudaginn 15. desem- ber sl. birtist opið bréf Magnúsar Tómassonar myndlistarmanns til umhverfísráðherra um fyrirhugað- an urðunarstað fyrir úrgang við bæinn Fíflholt í Borgarbyggð. Ekki skal gert lítið úr áhyggjum ná- granna, en ýmislegt í bréfí Magnús- ar er ekki á rökum reist þrátt fyrir mörg og stór orð hans í þá veru. Undirritaður ætlar hér á eftir að- eins að bera í bætifláka fyrir sig og aðrar aumar „undirtyllur um- hverfisráðherra" eins og bréfahöf- undur kýs að nefna okkur sem þó teljum okkur bæði nenna og vinna þau störf sem okkur er trúað fyrir. Förgun úrgangs Förgun úrgangs er vissulega við- kvæmt mál sem krefst vandaðrar meðferðar. Á síðustu fimm árum hefur margt verið fært til betri vega í þeim málum hér á landi, nýir urðunarstaðir og nýjar sorp- brennslur hafa verið teknar í notk- un. Sæmileg sátt ríkir um þessa förgunarstaði þó að alltaf megi betur gera og eru þeir tvímælalaust mikil framför miðað við það sem áður var. Enn er þó eftir að bæta ástandið á nokkrum svæðum, þar á meðal á Vesturlandi. Þrátt fýrir verulega bættar aðferðir við förgun úrgangs linnir ekki mótmælum við fyrirhugaðar framkvæmdir á því sviði nema síður sé. Ekki er full- komlega ljóst hvað veldur þessu, en svo virðist að með aukinni um- hverfisvitund fólks vaxi líka hræðsla þess við hverskyns fram- kvæmdir hvort sem hún er á rökum reist eða ekki. Fólk er tortryggið gagnvart nýjum lausnum og lengi að gleyma þeim förgunarháttum úrgangs sem það hefur séð áratug- um saman. Því ber að leggja miklu meiri vinnu í að upplýsa almenning á öllum stígum fram- kvæmdar, ekki síst í upphafi áður en nokkr- ar ákvarðanir hafa ver- ið teknar og fólki finnst ennþá að ekki sé verið að keyra yfir það. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmda á að tryggja að skoðaðir verði allir þættir henn- ar m.t.t. til jákvæðra og neikvæðra breyt- inga á umhverfínu og að líkur á umhverfís- slysi seinna meir verði hverfandi. Fram- kvæmdaraðilar eru enn að tileinka sér ný vinnubrögð í þeim efnum og mis- brestur hefur orðið á að almenning- ur sé látinn fylgjast með hvernig staðið er að framkvæmdum. Ef fólk er ósátt við efni matsskýrslu um tiltekna framkvæmd getur það gert athugasemdir eða jafnvel kært til umhverfísráðherra úrskurð skipu- lagsstjóra ríkisins um tiltekna fram- kvæmd. Mjög mikilvægt er að at- hugasemdir eða kærur séu mál- efnalegar og snúist um staðreyndir. Þáttur Hollustuverndar ríkisins Sem starfsmaður Hollustu- verndar ríkisins ætlar undirritaður einungis að gera athugasemdir við þann hluta bréfsins sem snýr beint að stofnuninni. Hún veitir starfs- leyfi fyrir förgunarstaði úrgangs en hvað varðar urðunarstaðinn á Vesturlandi er eftir að vinna stærstan hluta nauðsynlegrar und- irbúningsvinnu fyrir leyfíð. Hins- vegar hefur stofnunin gefið um- sögn um mat á umhverfisáhrifum fyrir væntanlegan urðunarstað sem lagt var fram á haustmánuð- um og hefur Magnúsi Tómassyni og fleirum orðið tilefni til kæru. Helstu atriði úr um- sögninni eru þau að stofnunin telur um- hverfisáhrif urðunar ásættanleg ef kröfum um mengunarvamir í væntalegu starfsleyfi verður framfylgt. Hollustuvernd ríkisins leit líka á þá staðreynd að nú kæmi einn stað- ur með viðeigandi mengunarvörnum í staðinn fyrir fimm förgunarstaði þar sem úrgangur er ýmist brenndur eða grafinn á ófullkom- inn hátt með tilheyrandi mengun. Á þessu stigi málsins, þegar heild- aráhrif urðunar á umhverfið eru metin, hefur Hollustuvemd ríkisins fyrst og fremst lagt mat á mengun- arhættur og ber þar að nefna sem mikilvægasta mál hugsanlega mengun yfirborðsvatns og vatns- bóla. Þær athuganir og rannsóknir sem hún mun fara fram á við fram- kvæmdaraðila snúast einnig aðal- lega um vatnsvernd. í bréfi Magnúsar er þess m.a. getið að stofnunin hafi ekki skýrt frá mengunarþáttum og ekki hirt um að opinbera þá ásamt öðrum tilteknum upplýsingum eins og greint væri frá í erindi Guðjóns Atla Auðunssonar, efnafræðings hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins, um mengun í sigvatni frá sorp- haugum. Hollustuvernd ríkisins liggur ekki á neinum gögnum er varða mengun og mun ávallt birta upplýsingar um alla mengunar- þætti þeirra framkvæmda sem hún hefur afskipti af. í erindi Guðjóns Atla er fjallað á villandi hátt um örverumengun frá sorphaugum þannig að vakinn er ótti þeirra sem lesa orð hans án þess að þekkja nánar til og án þess að greint er frá öllum hliðum málsins. Hugsan- leg mengun frá sorphaugum er lýst út frá einni mælisyrpu við gömlu Gufuneshauga og við Álfs- nes þar sem nýr urðunarstaður fyrir úrgang frá höfuðborgarsvæð- inu er staðsettur. Ekki hefur einu sinn fengist staðfest að um veru- lega mengun frá gömlu Gufunes- haugunum sé að ræða þó að þar hafi verið urðaður allskyns úrgang- ur, hættulegur og síður hættuleg- ur. Hér er komið að kjarna máls- ins: úrgangur sem fyrirhugað er að urða á Vesturlandi er ekki leng- ur blanda af heimilissorpi og meng- andi framleiðsluleifum eins og sá sem hefur farið á gömlu Gufunes- haugana. Hættuleg spilliefni og brotamálmar munu ekki fá viðtöku Hollustuvernd ríkisins vinnur að bættri förgun úrgangs, segir Lúðvlk E. Gústafsson, í at- hugasemd við opið bréf Magnúsar Tómassonar til umhverfísráðherra. á urðunarstaðnum, eitthvað óveru- legt magn af spilliefnum frá heimil- um kann að berast þangað í fyrstu en margir eru nú þegar upplýstir um hættur efna sem þeir hafa heima hjá sér eins og t.d. málning- arleifar, leysiefni, lyf o.fl. og skila þeim til næstu spilliefnamóttöku eða í apótek. Viðeigandi mengun- arvörnum verður komið fyrir við urðunarstaðinn þannig að sigvatn sem frá honum fer inniheldur ekki meira af mengunarefnum en leyfi- legt er samkvæmt mengun- arvarnareglugerð. Hollustuvernd hefur því ekki séð ástæðu til að fjalla um nýjan urðunarstað eins og um óbreytt ástand í sorpförgun- armálum frá því í gamla daga væri að ræða. Lokaorð Hollustuvemd ríkisins er að vinna að bættri förgun úrgangs á landinu með því að veita sveitarfé- lögum og einstaklingum margs konar upplýsingar og með því að gefa út starfsleyfi fyrir förgunstaði úrgangs auk þess sem hún hefur gefíð umsagnir um matsskýrslur fyrir mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Þrátt fyrir verulega bætt- ar aðferðir í sorphirðu og -förgun á síðustu ámm er almenningur og ekki síst nágrannar væntanlegs urðunarstaðar tortryggnir gagn- vart framkvæmdinni hafandi í huga slæmt ástand í þeim málum á síð- ustu áratugum. Því þarf mjög að vanda til verks þegar hættur af völdum förgunar úrgangs era metn- ar og leyfi fyrir tiltekinn stað er veitt. Nauðsynlegt er að þær upp- lýsingar sem stofnanir og sérfræð- ingar veita almenningi gefi sem réttasta mynd af aðstæðum og dragi hvorki úr hættu hugsanlegrar mengunar né ofgeri hana. Það er því leitt að umhverfisráðherra þarf að ómaka sig við að lesa og taka til meðferðar kæru Magnúsar Tóm- assonar og fleiri sem a.m.k. að hluta er byggð á óvönduðum vinnubrögð- um hans og þeirra sem hann hefur beðið um ráðgjöf. Tillaga að innskotssetningu: Mjög þarf að vanda til verks þegar hættur af völdum förgunar úrgangs eru metnar og leyfi fyrir tiltekinn stað er veitt. Nauðsynlegt er að þær upplýsingar sem stofnanir og sér- fræðingar veita almenningi gefi sem réttasta mynd af aðstæðum og dragi hvorki úr hættu hugsan- legrar mengunar né ofgeri hana. Höfundur er sérfræðingur í úrgnngsmálum hjá Hollustuvernd ríkisins. Urðun úrgangs Lúðvík E. Gústafsson Sjálfbær þróun í kol- tvísýringsmálum? ÞAÐ VAR við lestur greinar Gests Ólafssonar í DV, sem hann nefndi „Sjálfbær samgöngstefna", að ég fór að hugsa um hvort það væri samhengi í stefnum okkar ís- lendinga í umhverfismálum? Gestur hafði í greininni áhyggjur af þeim tveimur tonnum af koltví- sýringi, sem einkabfllinn framleiðir á ári eða 5,5 kg/sólarhring af CO 2. Ég fór að velta því fyrir mér hversu álverið í Straumsvík samsvaraði mörgum einkabílum í koltvísýrings- framleiðslu? Svarið er eitt hundrað þrjátíu og sjö þúsund einkabílar. Væntanlegt álver Columbiufé- lagsins samsvarar því, að þessi bif- reiðaíjöldi bætist við á Grandar- tanga og taki til að spúa 755 tonnum af CO2 út í loftið á sólarhring eins og ISAL gerir. Auk þess á vonandi að stækka Jámblendiverksmiðjuna. Verslunar- menn! sjálfvirk skráning Strikcunerkjalesari RAFHÖNNUN VBH || Ármúla 17 - Sími 588 3600 Fax 588 3611 - vbh@centrum.is ¥ Á sama tíma, sem fulltrúar okkar skrifa undir alþjóðlega samn- inga um að draga úr koltvísýringsútblæstri, þá biðja flestir íslend- ingar forsjónina um meiri álver og stóriðju. Það er von að okkar menn hafi áhyggjur af áhrifum Schengen á passaþörf íslenzkra samningamanna. Þegar talað er um koltvísýringsfram- leiðslu íslendinga, þá nefna umhverfissinnar yfírleitt fyrst til sög- unnar, hversu físk- veiðiflotinn blási miklu út. Það magn af CO 2 og SO 2 er þó minna en aðeins eitt álver og fer auk þess fram úti í ballarhafí. Í grein í Morgunblaðinu, ræðir Þórmundur Jónatansson við dr. Halldór Jónsson Roth forstjóra um um- hverfisstefnu ÍSAL. Þar má lesa eftirfar- andi klausu: „Dr. Christian Roth telur að ÍSAL standi jafnfætis álverum, sem rekin era á meginlandi Evrópu. Hann segir að aðeins norsk álver séu betur búin en álverið í Straumsvík. Þar hafi verið komið upp við- bótarhreinsibúnaði til að hreinsa brenni- steinstísýring, SO2, en uggufun gastegundar- innar getur (sic) mynd- að súrt regn. (ISAL BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrir WINDOWS Tökum Opus-Allt og annan hugbúnað uppí H KERFISÞRÓUN HF. “* Fákafeni 11 - Sími 568 8055 lætur 6,8 tonn af SO2 „gufa upp“ á sólarhring út í andrúmsloftið, (innsk. höf.) Dr. Roth segir að ekki hafi þótt skynsamlegt (að mati hvers? - innsk. höf.) að setja upp þennan hreinsibúnað hér á landi. Með að- ferð Norðmanna er SO2 hreinsað með sjóvatni og dælt út í norsku firðina. „Aðstæður á íslandi era aðrar,“ segir Roth. „Hér stendur vindur upp á strönd (NB vestur- strönd Reykjanesskaga, - innsk. höf.) og þess vegna er ekki ráðlegt að dæla brennisteinstvísýringnum út í sjó. Þá gilda önnur veðurfræði- leg lögmál við eyjar. Eftir uppgufun SO 2, berst gastegundin á haf út (í vestur frá Reykjanesskaga - innsk. höf.) og fellur með regni yfír sjó langt frá ströndum íslands,“ segir hann. Margt skynsamlegt hef ég heyrt dr. Roth segja um málefni Islend- inga og væri betur að við hefðum hlustað. En ég hafði ekki gert mér grein fyrir því fyrr en ég las þetta, hversu aftakavel hann skilur gáfna- far þjóðarinnar. Ég hef enda lítið orðið var við að okkar árvökru umhverfisverndarsinnar, svo sem þeir í Náttúruverndarráði eða Land- vernd, geri athugasemdir við þessa sjálfsömdu umhverfísstefnu ISAL. Éf til vill vilja þeir líka fremur sér- hæfa sig í malarnámum, lúpínu og hás_pennulínum? Ég hef sjálfur ekki stórar áhyggj- ur af koltvísýringsútblæstri einum og sér. Gróður jarðar vinnur á kol- tvísýringi ef hann fær tækifæri til. En ég hef séð áhrif súra regnsins í Evrópu á gróðurinn. Ég hef séð Ég hef sjálfur ekki stór- ar áhyggjur af koltví- sýringsútblæstri álvera einum og sér, segir Halldór Jónsson. Gróð- ur jarðar vinnur á kol- tvísýringi ef hann fær tækifæri til. að það rignir á byggð í stefnu frá glæsilega álverinu í Straumsvík. Þó flúor sé svo gott fyrir tennurn- ar, _þá er SO 2 vont fyrir tré. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af framtíð þjóðarinnar um þessar mundir og lífskjöranum, sem era bág hjá mörgum. Og ég held að dr. Roth hafí greint það réttilega, að við íslendingar léttum okkur ekki beinlínis lífið með hefðbundn- um innbyrðis átökum. Ég hef líka velt því fyrir mér, hvort þjóðin sé ekki orðin allt of fjölmenn fyrir núverandi fram- leiðslustig? Einhver hefur reiknað það út að lífskjörin hér myndu að líkindum stórbatna ef við losnuðum við svo sem hundrað þúsund manns. Ég er fyrstur manna í þeim hópi, þar sem ég á hvorki kvóta né at- kvæðisrétt. Komnir af léttasta skeiði eru mínir líkar aðeins yfirvof- andi vandamál æsku landsins. Verður ekki bráðum að fara að úrelda fólk eins og þessi fiskiskip sem ekki fiska? Við höfum bara ekki efni á heilbrigðiskerfinu og þar með mannúðinni? Núverandi framleiðsla þjóðarinn- ar stendur ekki undir þessum mann- fjölda og kröfustigi hans. Þess- vegna era kjör kennaranna svo bág. Þess vegna er ríkið á hausnum og margir aðrir. Það verður ekki lagað með nýjum sköttum, kaup- taxtahækkunum eða auðlinda- gjaldi. Það er nefnilega engin kan- ína í hattinum eins og Davíð sagði. Hinir skynsamari íslendingar hafa áttað sig á þessu, og flytja úr landi þangað sem lífskjör era betri. 3.000 manns í Noregi eru til dæmis ekki til trafala hér á landi. Hinir bestu og björtustu fara auð- vitað fyrstir svo að eftirstandandi atgervi lækkar. Hvað höfum við svo sem að gera við heilaskurðlækna ef sjúkiingarnir fá ekki vinnu? I álinu virðist því okkar von, - komi hel og heitt vatn. Stóriðja eða stórfækkun. Við stofnun ÍSAL var það fyrir- heit gefið að fyrirtækið myndi stuðla að úrvinnslu áls á íslandi. Ekkert af þessu hefur séð dagsins ljós í bráðum aldarþriðjung. Nú hefur snjöllum mönnum dottið í hug að búa til þann álstreng hér á landi sem dugi til að hægt sé að selja orkuna okkar úr landi um sæstreng. Svo byrjum við bara nýja árið á því að stórhækka kaupið. Hlýtur ekki aukin framleiðni og mannsæm- andi líf að koma á eftir? Er ekki tilveran björt og yndisleg í skammdeginu, kæru landar? Höfundur er verkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.